Um mig

Ég er Kristján Guðmundsson, sálfræðingur, heimspekingur, og kennari. Fyrir neðan eru upplýsingar um sálfræðiþjónustuna. Fyrir nemendur í námskeiðum í HR og Kvennaskólanum þá er beinn aðgangur að nemendasíðum í hlekkjum hér til hægri (að ofan).

 
 
56192-047.jpg

Sálfræðingur

Ég býð upp á alhliða sálfræðiþjónustu. Eftir 30 starf sem sálfræði- og heimspekikennari (10 ár í Háskóla Íslands og síðastliðin 7 ár við Háskólann í Reykjavík) og 15 ára starf sem námsráðgjafi í Kvennaskólanum í Reykjavík, hef ég nú verið með einstaklingsbundna sálfræðiráðgjöf í 16 ár, fyrst í Kjörgarði (með öðrum sálfræðingum í Sálfræðiráðgjöfinni) og síðan í eitt ár með sama fólki í Sálfræðiráðgjöfinni á Lækjartorgi. Nú hef ég opnað mína eigin stofu á Lækjartorgi (sjá myndir að neðan) og er með viðtöl alla virka daga. Ég stunda alhliða sálfræðiráðgjöf (hugræn atferlismeðferð) og hef sérstaklega mikið starfað með yngra fólki, bæði á framhaldsskóla- og háskólastigi. Dæmigerð vandamál til meðferðar eru: Þunglyndi, kvíði, fíknir, samskiptavandi, náms- og atvinnutengdur vandi og margt fleira. Til að panta tíma gjörðu svo vel að hafa samband í síma 821 4714 (hringja eða sms) eða í tölvupósti: kristjang@ru.is eða kristjang@kvenno.is

Hafnarstræti 20 / Lækjartorg 5, stendur á hurðinni hægra megin við Te & Kaffi.

Hafnarstræti 20 / Lækjartorg 5, stendur á hurðinni hægra megin við Te & Kaffi.

Inngangurinn er hægra megin.

Inngangurinn er hægra megin.

Inngangurinn.

Inngangurinn.

2. hæð, inn ganginn.

2. hæð, inn ganginn.


Staðsetning

Sálfræðiþjónustan fer fram á Lækjartorgi. Heimilsfang: Lækjartorg 5 / Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík (svarta húsið á Lækjartorg - 2. hæð). Vertu velkomin(n) inn á kaffistofuna og ég kem fram og sæki þig þegar tíminn byrjar.


IMG_0515.jpg

Menntun

Stúdentspróf af eðlisfræðibraut, Menntaskólinn við Hamrahlíð, 1974.

B.A. í sálfræði og heimspeki, Háskóli Íslands 1978.

M.A. í heimspeki, University of Western Ontario, Kanada, 1979.

Ph.D. í vísindaheimspeki, University of Western Ontario, Kanada, 1983.

Leyfisbréf: Framhaldsskólakennari, Háskóli Íslands, 1989.

EABCT meðferðarnám í hugrænni atferlismeðferð, 2001.

M.A. í sálfræði, Háskóli Íslands, 2008.