MITT MÁL: Barbie og Ken Killers

 

HÓPUR: Alda Marín Ómarsdóttir, Ari Rong Liang Yu, Birta Sóley Árnadóttir og Júlía Ósk Jóhannsdóttir.


A. KYNNING EFNIS

Barbie og Ken Killers eru þekkt glæpapar frá úthverfum í Kanada sem frömdu óhugnalega glæpi sem fólu í sér nauðganir, pyntingar og morð. Parið hét réttum nöfnum Paul Bernardo og Karla Homolka en þau kynntust árið 1987 þegar hann var 23 ára og hún 17 ára. Þau litu út eins og fullkomið par, vinir þeirra töldu þau vera hamingjusöm og parið talaði vel um hvort annað. Þau voru bæði mjög myndarleg, ljóshærð og brosmild sem er ástæðan á bakvið nafnið “Barbie og Ken Killers”. Þegar Karla var ung var henni lýst sem gáfaðari og vinsælli stelpu, hún starfaði hjá dýralækni og var mikill dýravinur. Paul var lýst sem hamingjusömum og brosmildum dreng en seinna meir fékk hann sadískar og grófar kynferðislegar þarfir að öðrum óafvitandi til að byrja með. Hann naut þess að nauðga og pynta konur. Þarfir Pauls skiptu hann miklu máli og taldi hann þær vera mikilvægari en líðan annarra sem gerði það að verkum að hann skorti samkennd þegar kom að fórnarlömbum sínum. Áður en parið kynntist hafði Paul nauðgað fjölda kvenna en eftir að hann kynntist Körlu og sagði henni frá draumórum sínum sem hún svo studdi, hvatti hún hann áfram og ýtti ennfremur undir óeðlilega hegðun hans. Eftir þriggja ára samband byrjuðu þau að stunda glæpina saman og frömdu morð í kjölfarið í þeim tilgangi að fela sönnunargögnin. Ekki er vitað til þess að Paul hafi framið morð áður en hann kynntist Körlu. Í sameiningu nauðguðu þau konum og drápu þrjár í kjölfar ofbeldisins.

Þó að Paul og Karla litu út fyrir að vera mjög hamingjusamt par var sambandið þeirra mjög ofbeldisfullt. Paul beitti Körlu bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og niðurlægði hana eins og hann gerði við fórnarlömbin sín. Karla elskaði Paul þrátt fyrir ofbeldið og stóð við hlið hans í gegnum glæpina. Fórnalömb parsins voru öll á aldursbilinu 14-21 árs. Lýsing: Hér skal vera almenn lýsing á málinu, sem tekið er fyrir. Ekki farið í nein smáatriði, bara fjallað almennt um málið, eins og að þetta sér stutt frétt í dagblaði. Vandið mál ykkar.

Senda til KG: Slóð af góðu en stuttu (helst ekki mikið meira en 5 mínútur) myndefni (vídeói) um málið ef það er til. Ég get ekki sett það inn nema með nákvæmri slóð.

B. GLÆPURINN SJÁLFUR

Eftir þriggja ára samband var Paul orðin leiður á Körlu og hélt enn í vonbrigðin yfir því að hún hafi ekki verið hrein mey þegar þau kynntust. Karla átti hinsvegar litla systur sem Paul hafði áhuga á. Litla systir hennar hét Tammy og var einungis 15 ára, en Paul laðaðist kynferðislega að henni og sagði Körlu frá því. Þar sem Karla vildi halda í Paul ákvað hún einn daginn að gefa honum meydóm litlu systur sinnar í jólagjöf. Í sameiningu byrluðu þau Tammy og nauðguðu henni þegar hún var meðvitundarlaus, þau gáfu henni of stóran skammt af deyfilyfjum sem gerði það að verkum að Tammy kafnaði á sinni eigin ælu og lést. Paul og Karla földu sönnunargögn áður en þau hringdu á sjúkrabíl. Tíminn sem þau eyddu í að fela sönnunargögn hefði mögulega getað bjargað lífi Tammy. Fjölskyldan trúði því að Tammy hafi sjálf tekið of stóran skammt af eitthverju efni og látist í kjölfarið. Paul og Karla náðu því að sleppa.

Árið 1991 tældi Karla unglingstúlkuna Jane Doe með því að bjóða henni út að borða en Karla kynntist í Jane í vinnunni. Karla byrlaði stúlkunni og fór síðan með hana heim til parsins í þeim tilgangi að hressa Paul við eftir morðið á Tammy. Parið beitti Jane alvarlegu ofbeldi sem þau tóku upp á myndband. Unga stúlkan lifði árásina af en mundi ekki eftir atburðinum. Á sama ári rændi Paul 14 ára stúlkunni Leslie Mahaffy. Þegar Paul var í götu Leslie í þeim tilgangi að ræna númeraplötum, sá hann stúlkuna þar sem hún var læst úti af heimili sínu. Paul bauð henni að koma með sér að bílnum sínum að sækja sígarettur, hann batt fyrir augun á henni, rændi henni og beitti hana líkamlegu ofbeldi dögum saman. Parið byrlaði henni síðan, nauðguðu og myrtu. Af þeirra sögn var andlát hennar slys, vegna þess að þau gáfu henni of stóran skammt af deyfilyfjum, en það er óstaðfest. Parið skar lík hennar niður í búta og steypuðu bútana og hentu þeim síðan út í vatn. Paul og Karla frömdu svo annan glæp árið 1992. Glæpaparið hafði skipulagt að ræna stúlku og keyrðu um þar til þau rákust á Kristen French á bílastæði við kirkju. Karla fór út úr bílnum og spurði Kristen til vega. Hún góðlátlega vísaði parinu til vega en það var þá sem Paul nýtti tækifærið og þvingaði hana inn í bíl parsins. Þegar heim var komið pyntuðu þau og nauðguðu Kristen og tóku ofbeldið upp á myndband. Paul og Karla héldu Kristen nauðugri í þrjá daga áður en þau drápu hana. Ekki er staðfest hvernig morðið átti sér stað þar sem parið er ekki sammála um það. Karla heldur því fram Paul hafi kyrt fórnalambið í sjö mínútur en Paul vill meina að Karla hafi notað barefli til að berja Kristen og það hafi orðið henni að bana. Að lokum skyldu þau líkamann hennar, sem var mjög illa farinn, eftir í skurði. Glæpaparið framdi hrottalega glæpi í sameiningu til að fullnægja kynferðislegum þörfum Pauls.Lýsing: Hér skal vera greinargóð lýsing á glæpnum sjálfum. Ef þeir (glæpirnir) eru fleiri en einn, þá er nóg að lýsa einum og nefna stuttlega aðra þætti málsins. Ef málið er fljóknara, lýsa þá því sem er dæmigerðast.

C. PERSÓNAN SJÁLF

Paul Bernardo fæddist þann 27. ágúst árið 1964 í bænum Ontario í Kanada. Paul ólst upp við gróft andlegt ofbeldi af hálfu foreldra sinna. Þegar hann var 9 ára var faðir hans, Kenneth Bernardo, dæmdur fyrir misnotkun á börnum. Síðar, þegar Paul varð 16 ára, tilkynnti móðir hans honum að Kenneth væri ekki blóðfaðir hans heldur hafði móðir hans haldið framhjá eiginmanni sínum og Paul hafði verið getinn út frá því. Þetta gerði það að verkum að Paul varð mjög reiður út í móður sína og byrjaði að beita hana andlegu ofbeldi eftir það. Hann byrjaði að þróa með sér mikinn hatur í garð foreldra sinna sem að jókst svo í hatur gagnvart heiminum. Þegar Paul var komin í háskóla byrjaði hann að að beita konur líkamlegu ofbeldi. Hann var myndarlegur og sjarmerandi sem hann nýtti sér til að ráðskast með konur, hann stundaði það að kynnast konum á börum sem hann síðan pyntaði og niðurlægði. Einnig náði hann í mörg fórnarlömb sín á strætó stoppistöðum.

Árið 1987 fór nauðgunum að fjölga í Ontario, talið var að raðnauðgari væri á kreiki sem læddist upp að konum og nauðgaði þeim. Þessi nauðgari fékk nafnið Scarborough Rapist. Lengi vel var ekki vitað hver þessi maður var þar sem ekki voru næg sönnunargögn til staðar. Það var ekki fyrr en Paul var handtekinn árið 1993, þar sem komst upp að erfðaefni hans væri það sama og hjá Scarborugh Rapist, sem þýddi að Paul væri þessi raðnauðgari sem konur í Ontario hræddust.

paul-bernardo-7.jpg

Paul kynntist Körlu árið 1987. Þau byrjuðu í sadómasókistu sambandi, þar sem Paul var yfirráðandi og Karla var þrællinn hans. Paul sagði henni frá fantasíum sínum sem Karla tók vel í og byrjaði síðar að hjálpa honum við glæpina. Paul var loks dæmdur fyrir að nauðga 13 konum en hann er grunaður um að hafa nauðgað fleiri. Hann skorti samkennd þegar það kom að fórnarlömbum sínum þar sem það lítur út fyrir að honum hafi þótt kynferðislegar þarfir sínar vera mikilvægari en líf fórnarlambanna. Ýmis merki gefa þó til kynna að Paul hafi litið á sjálfan sig sem fórnarlamb þar sem hann talaði um það hvað lífið hans væri erfitt, hann pældi þó ekkert í lífi raunverulegu fórnarlambanna. Hann átti það einnig til að kenna öðrum um eigin hegðun og gerði það í nokkrum tilvikum í yfirheyrslu. Paul kenndi meðal annars Körlu um morðið á Kristen og að verða systur sinni, Tammy, að bana. Hann réttlæti einnig glæpi sína með því að tala um hvað hann væri óöruggur og kvíðinn, sem sýnir enn og aftur þessa fórnarlambahegðun.Lýsing: Hér skal vera greinargóð lýsing á aðal persónunni. Ef ekki er ljóst hvaða persónu skal ræða, metið þá hvernig best er gera það. Ef t.d. um par er að ræða, þá velja aðal sökudólginn.


D. ENDIR MÁLSINS

Glæpirnir uppgötvuðust eftir að Karla var búin að fá nóg af Paul. Hann beitti Körlu ítrekað líkamlegu ofbeldi í þeirra sambandi sem leiddi til þess að Karla leitaði til lögreglunnar. Í kjölfar þess voru þau bæði handtekin en Karla gerði samning við lögregluna um að gefa vitnisburð gegn Paul í skipti fyrir það að hún fengi friðhelgi. Hún sannfærði lögregluna um að hann hafi átt mestan hlut í glæpunum og að hann hafi neytt hana í að taka þátt í þeim. Hún sagðist einnig hafa verið svo hrædd við hann að hún hafi ekki þorað að gera annað en að hlýða. Eftir að lögreglan framkvæmdi húsleit fundust ýmis sönnunargögn þar á meðal myndbönd af bæði Körlu og Paul nauðga og pynta tvær konur. Hún fékk 12 ára dóm eftir að hafa viðurkennt að hafa orðið konunum tveimur að bana. Á þeim tíma var ekki vitað af myndbandinu af systur Körlu en það fannst ekki fyrr en ári seinna. Lögreglan og yfirvöld gátu hvorug þyngt dóminn vegna samningsins sem áður var gerður við Körlu. Paul var fundinn sekur af öllum ákærunum sem voru þrjú fyrsta stigs morð, nauðungarvistun, mannrán, gróf kynferðisbrot og að hafa niðurlægt mannslíkamann. Nokkrum árum seinna var hann svo ákærður fyrir að hafa reynt að hindra rannsóknarvinnu lögreglu ásamt hindrun á réttlæti fyrir að hafa ekki afhent myndböndin af voðaverkunum strax til lögreglu. Paul fékk lífstíðardóm fyrir brot sín án möguleika á að fá reynslulausn. Paul Bernardo var fundinn sekur fyrir 13 nauðganir og þrjú morð, hann er hins vegar grunaður um fleiri glæpi.

            Árið 2005 var Körlu sleppt úr fangelsi með ýmsum skilorðum, hún mátti ekki tala við einstaklinga undir 16 ára aldri og mátti einungis ferðast takmarkað. Fjölskylda hennar var ekki viðstödd þegar hún losnaði. Hún fluttist á milli nokkurra staða og eignaðist þrjú börn með eiginmanni sínum Thierry, bróður lögfræðings hennar. Paul fékk eins dags skilorð árið 2015 eftir 25 ára fangelsisvist. Hann sótti aftur um eins dags skilorð árið 2018 og eftir það fullt skilorð, en báðum umsóknunum var hafnað af sóknarnefnd Kanada og mun hann því að öllum líkindum vera í fangelsi til lífstíðar.

            Það er áhugavert að sjá að þau voru aldrei gripinn glóðvolg. Eina ástæðan fyrir því að glæpir þeirra komust upp er vegna þess að Karla leitaði til lögreglunnar og sagði þeim smám saman frá öllu. Hún málaði sjálfa sig þó sem fórnarlamb og laug því að hún hafi verið neydd í allt saman. Lýsing: Hér skal vera greinargóð lýsing á því hvernig þetta mál endaði (skotárás, dómur, aftaka?). Ef málinu er ekki lokið, segið þá stuttlega frá því hver er staða þess núna.

E. FYRSTI MÆLIKVARÐINN

Stone kvarðinn - 16.

Í flokki 16 er talað um andfélagslega aðila sem fremja endurtekið grimmdarlega glæpi. Við vitum að kynferðislegar þarfir Pauls gerðu það að verkum að hann var síendurtekið að nauðga og pynta konur til að fullnægja eigin þörfum. Þar sem Paul fann ekki fyrir miskunn og taldi eigin þarfir vera mikilvægari en líf annara, er hægt að túlka hann sem andfélagslegan einstakling. Í nokkrum tilfellum framdi hann morð í kjölfarið á nauðgunum til að fela sönnunargögn, en í flestum tilfellum framdi hann ekki morð. Hann framdi þessa glæpi endurtekið vegna þess að þarfir hans voru svo sterkar og hann náði lengi að komast hjá því að vera fundinn. Flokkar 17 og 22 komu einnig til greina í stone kvarðanum. Í flokki 17 er talað um kynferðislega siðspillta raðmorðingja sem fremja morð til að fela sönnunargögn og ekki er merki um pyntingar. Þrátt fyrir að hægt sé að túlka Paul sem raðmorðingja voru nauðganirnar megináhersla hans, hann myrti þó til að fela sönnunargögn í nokkrum tilfellum. Einnig kemur fram í flokknum að ekki sé merki um pyntingar, sem passar ekki við glæpi Pauls þar sem pyntingar var mikilvægur þáttur þegar kom að honum og hans kynferðislegu þörfum. Í flokki 22 er talað um andfélagslega pyntinga morðingja þar sem pyntingarnar eru aðalatriðið. Í þessum flokki töldum við vera meira áhersla á morð heldur en nauðganir, þó að pyntingar hafi einnig verið megin atriði hjá Paul. Paul framdi morð til að fela sönnunargögn í kjölfarið á nauðgunum, hann hafði enga sérstaka hvöt til að fremja morð eitt og sér. Þar sem við teljum “raðnauðgari” passa betur við Paul en “raðmorðingi” fannst okkur flokkur 16 passa best við hann.

F. ANNAR MÆLIKVARÐINN

Hringkenningin samanstendur af níu stigum sem talið er að kynlífsglæpamenn og aðrir glæpamenn fari í gegnum. Þegar glæpamennirnir hafa farið í gegnum öll níu stigin fara þau aftur á fyrsta stig og endurtaka hringinn.

1. Raðmorðingi væntir höfnunar

Paul Bernardo fékk litla og óheilbrigða athygli frá foreldrum sínum á uppvaxtar árum. Móðir hans flutti niður í kjallara hússins þegar hann var ungur og upplifði hann því aldrei eðlilegt fjölskyldulíf né átti fyrirmynd á heilbrigðu ástarsambandi. Faðir Pauls ól hann og systur hans að mestu leiti upp en hann var ofbeldismaður og vondur við börnin sín. Paul kvartaði undan föður sínum við móður sína í þeim tilgangi að fá hana til þess að koma honum og systur hans til aðstoðar. Hins vegar kom móðir hans þeim ekki til hjálpar og sagði honum að faðir hans sem hann væri alltaf að kvarta yfir væri ekki einu sinni blóðfaðir hans heldur hafi hann verið getinn í framhjáhaldi inn á klósetti á bar, hún taldi hann eiga að vera þakklátan fyrir það. Þetta hafði mikil áhrif á Paul og í kjölfarið safnaðist upp mikil reiði og fyrirlitning hjá honum gagnvart móður sinni. Vegna þess hvernig foreldrar hans komu fram við hann og lugu um þetta, þá má álykta að Paul hafi seinna meir átt erfitt með að treysta öðrum, í ljósi þess að hann gat ekki treyst sínum eigin foreldrum. Hann fann til höfnunar frá móður sinni þegar hún vildi ekki stöðva eiginmann sinn í að misnota dóttur þeirra og vera til staðar fyrir börnin sín. Það má því einnig álykta að út frá því hafi hræðsla hans við höfnun orðið sterk og yfirfærst yfir á aðra.

2. Særðar tilfinningar

Móðir Paul tilkynnti honum á ónærgætin hátt að maðurinn sem hann hélt að væri faðir sinn, væri í raun ekki blóðfaðir hans. Móðir hans flutti í kjallarann og hafði lítið samskipti við Paul og systur hans. Eins og hefur komið fram reyndi Paul að segja móður sinni frá ofbeldi föður hans en hún gerði lítið til að hjálpa þeim, sem særði Paul mikið. Það sést vel hvernig hann lítur á sjálfan sig sem fórnarlambið í yfirheyrslu sem má sjá á YouTube. Þar talar hann um að lögreglumennirnir eigi bara eftir að snúa út úr svo það skipti ekki máli hvað hann segi. Fórnarlambahegðunina má einnig sjá hjá honum vegna þess að hann fór oft að tala um hvað hann ætti það erfitt og leit meira á sjálfan sig sem fórnarlamb heldur en stelpurnar sem hann beitti hrikalegu ofbeldi, nauðgaði og drap.

3. Neikvæð sjálfmynd

Neikvæð sjálfsmynd birtist með tveimur ólíkum háttum, opinber neikvæð sjálfsmynd og dulin neikvæð sjálfsmynd, í því seinna kennir morðinginn öllum öðrum um. Bæði fyrir og eftir að Karla Homolka og Paul Bernardo voru handtekinn sýndi hann dulda neikvæða sjálfsmynd. Það fólst í því að hann kenndi öðrum um það sem komið hafði fyrir í glæpunum. Hann kenndi Körlu um að hafa orðið Tammy að bana og ásakar hana einnig um að hafa drepið Leslie en þau segja sitthvora söguna um hvernig atburðarrásin átti sér stað. Hann sýndi opinbera neikvæða sjálfsmynd eftir að hann var handtekinn. Hann reyndi þá að réttlæta glæpi sína meðal annars með því að segjast vera kvíðinn og með lítið sjálfstraust. Hann sagðist einnig gráta mikið vegna glæpanna sem hann hafði framið. Í yfirheyrslu hans sem finna má á YouTube sést hve óöruggur hann er og segir meðal annars að það þýði ekkert fyrir hann að svara spurningum lögreglunnar því þau muni aldrei taka mark á honum.

4. Óheilbrigð aðlögun

Þegar skoðað er hegðun Körlu og Paul áður en þau voru handtekin er meðal annars hægt að horfa á hvernig þau töluðu um hvort annað og komu fram á almanna færi. Þau láta líta út eins og allt hafi verið í góðu og þau hafi verið mjög hamingjusamt par. Þau virtust vera mjög náin þegar þau voru í kringum aðra og töluðu alltaf mjög vel um hvort annað. Það kom síðan í ljós eftir handtöku að þessi ímynd sem þau bjuggu til hafi ekki verið sönn þar sem samband þeirra einkenndist af ofbeldi og óheilbrigðri hegðun. Paul átti það til að misnota áfengi, hann var oft á tíðum í afneitun, bældi niður tilfinningar og lét það síðan bitna á Körlu og fórnarlömbum sínum. Hann beitti Körlu bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann sagði henni m.a. að hún væri ekki eins spennandi lengur þegar þau voru búin saman í nokkur ár vegna þess að hún væri ekki hrein mey og hafði ekki verið það þegar þau kynntust.

5. Frávikskenndar fantasíur

Fantasíurnar voru svo sannarlega til staðar hjá Paul Bernardo. Hann þráði að nauðga konum og pynta þær. Hann vildi hafa völd ásamt því að geta haft stjórn á fórnalömbum sínum.

Eins og áður hefur komið fram fékk hann litla athygli sem barn frá foreldrum sínum og varð fyrir ofbeldi að hálfu þeirra. Paul þróaði hatur gagnvart foreldrum sínum í gegnum árin sem koma gjarnan fram í óviðeigandi fantasíum hans. Hann þróaði einnig mikið hatur gagnvart konum og vildi niðurlægja þær líkt og hann gerði gagnvart móður sinni. Paul varð líkur pabba sínum í hegðun að vissu leiti þrátt fyrir að Paul hafi framið alvarlegri glæpi. Grunnástæða fantasíanna gæti því hafa verið leit að athygli sem hann fékk ekki sem barn. Fantasíur Paul urðu verri með tímanum, til að byrja með gat hann uppfyllt þær með Körlu en þær þróuðust og urðu grófari eftir því sem árin liðu. Þau byrjuðu því að ræna ungum stelpum, misþyrma þeim og drepa. Þráhyggja Paul í tengslum við að fá Körlu til að klæðast fötum af Tammy og láta hana hegða sér eins og systir sín var hluti af fantasíum hans. Hann hafði alltaf haft meiri áhuga á Tammy en Körlu og þetta var hans leið til að fullnægja fantasíum sínum.

6. Þjálfunarferlið

Til að byrja með æfðu Paul og vinir hans sig á “pick up línum” til að nota á konur sem þeim leyst vel á. Hann fór á bari í leit að konum í þeim tilgangi að beita þær líkamlegu ofbeldi, ásamt því að niðurlægja þær. Paul fór seinna meir að leita að konum hjá strætóskýlum, þar sem hann tældi konur í kringum 14-21 árs og nauðgaði þeim. Fyrsta morðið sem Karla og Paul frömdu var á Tammy, litlu systur Körlu. Þau höfðu undirbúið nauðguninna fyrirfram og Karla stal deyfilyfi notað fyrir hesta úr dýralæknastofunni þar sem hún vann. Þau buðu Tammy svo í drykk og deyfðu hana þar til hún varð meðvitundarlaus. Þau höfðu gert myndavél tilbúna til þess að taka upp nauðgunina og pyntingarnar á Tammy.

Árið 1991 rændi Karla henni Jane Doe sem var fyrrum samstarfskona Körlu. Karla fór síðan með hana heim til Pauls að þeirra sögn í þeim tilgangi að að hressa Paul við, vegna þunglyndis sem fylgdi eftir morðið á Tammy. Parið síðan nauðguðu henni og pyntuðu.

Næsti glæpur sem þau fengu síðar dóm fyrir var morðið á Leslie Mahaffy. Leslie var læst úti hjá heimili sínu þegar Paul nýtti sér tækifærið og rændi henni. Paul var staðsettur í götunni hennar þar sem hann var að stela númeraplötum. Paul bauð henni upp á sígarettu og sagði henni að koma í bílinn sinn til að sækja þær. Hann vafði síðan peysunni sinni um höfuð hennar og henti henni í bílinn sinn. Paul og Karla byrluðu síðan Leslie með róandi lyfum sem Karla hafði rænt af dýraspítalanum. Þau nauðguðu henni og myrtu hana svo. Síðan náðu þau í steypu og sög til að saga Leslie niður og steypa hana í pörtum svo erfiðara væri að finna líkamann hennar. Þetta var ákveðin breyting á glæpum þeirra þar sem þau höfðu ekki farið svona með lík fórnalambanna í fyrri glæpum. Einnig er vísbending um að morðið hafi verið skipulagt þar sem það er ólíklegt að þú steypir lík einstaklings sem þú drapst fyrir slysni og þarft að losa þig fljótt við.

Í þriðja morðinu sem þau voru dæmd fyrir rændu þau Kristen French. Fyrir morðið höfðu þau skipulagt hvernig þau ætluðu að ræna stúlku á vergangi. Þau keyrðu um þar til þau fundu Kristen en þá fór Karla út úr bílnum og spurði hana vegar. Á meðan að unga stúlkan aðstoðaði Körlu kom Paul aftan að Kristen og í sameingu komu þau henni inn í bílinn.

7. Glæpurinn sjálfur

Þegar Paul var í háskóla svaf hann hjá mörgum konum sem hann kynntist á börum í þeim tilgangi að beita þær ofbeldi og pynta þær í kynlífi. Hann fór síðar að gera enn ógeðslegri hluti og þróuðust glæpirnir síðan í nauðganir á fjölda kvenna en hann er dæmdur fyrir 13 nauðganir og grunaður um fleiri. Eftir að hann kynntist Körlu fóru glæpirnir að vera ennþá alvarlegri og parið nauðgaði, pyntaði og drap ungar stúlkur. Fyrsta morðið átti sér stað þegar Karla bauðst til að gefa Paul meydóm systur sinnar í jólagjöf. Þessi svokallaða gjöf kom í kjölfar þess að Paul sagði að Karla væri ekki lengur spennandi. Karla byrlaði systur sinni með deyfilyfi ætlað hestum sem hún stal af dýraspítalanum þar sem hún starfaði. Þau nauðguðu og pyntuðu systur hennar og tóku það allt upp á myndband. Systir hennar kafnaði síðan í sinni eigin ælu og þau eyddu tíma í að fela sönnunargögn áður en þau hringdu á sjúkrabíl. Þessi tími hefði mögulega getað bjargað lífi Tammy.

Næsti glæpur sem þau framkvæmdu var á Jane Doe. Jane leit mjög upp til Körlu en þær höfðu unnið saman í dýrabúð. Karla bauð henni í mat og byrlaði henni með róandi lyfi, eftir það fór hún með hana heim til sín þar sem hún og Paul nauðguðu og pyntuðu ungu stúlkuna og tóku árásina upp á myndband. Jane lifði árásina af en mundi ekki eftir neinu þegar hún vaknaði á afskekktum stað.

Næsta morð sem parið var dæmt fyrir var á Leslie Mahaffy en Paul rændi henni fyrir utan heimilið hennar þar sem hún var læst úti. Hann bauð henni upp á sígarettu en sagði henni að koma með sér að bílnum sínum þar sem þær væru geymdar. Þegar þau voru komin að bílnum batt hann fyrir augun á henni og henti henni inn í bílinn. Eftir alvarlega nauðgun og pyntingar sem voru teknar upp á myndband dó Leslie útaf of stórum skammti. Samkvæmt vitnisburði þeirra gerðu þau sér ekki grein fyrir því strax fyrr en Paul var búin að gera bílinn tilbúinn sem þau ætluðu að nota til að skilja hana eftir lifandi úti á götu. Þau skáru hana í búta, settu líkamspartana síðan í mismunandi steypuklumpa og hentu þeim í vatn.

Kristen French var seinasta morðið sem parið var dæmt fyrir. Parið keyrði um í leit að fórnarlambi þangað til þau fundu Kristen á bílastæði við kirkju og spurðu hana til vegar. Þau nýttu sér tækifærið þegar hún var að aðstoða þau til þess að ræna henni. Parið hélt henni fanginni í þrjá daga og nauðguðu henni, pyntuðu og tóku atburðinn upp áður en þau drápu hana. Ekki er víst hvernig Kristen dó, Karla sagði að Paul hafði kyrkt fórnalambið í 7 mínútur en Paul sagði að Karla hafi barið hana með barefli sem olli því að hún lést.

8. Tímabundin eftirsjá

Paul sá aðallega eftir morðinu á Tammy, litlu systir Körlu. Morðið á Tammy var ekki fyrirfram skipulagt. Paul sýndi tilfinningar í garð Tammy þar sem hann var hrifinn af konum sem höfðu ekki stundað kynlíf og voru að hans mati saklausar. Karla klæddi sig eitt sinn upp í föt af Tammy þegar þau stunduðu kynlíf þar sem hún átti þóttist vera systir sín. Þau léku einnig morðið og pyntingarnar á Tammy oftar en einu sinni fyrir kynferðislega örvun. Það má sjá örlitla eftirsjá hjá þeim í tengslum við Leslie Mahaffy, vegna þess að á milli þess sem þau misnotuðu hana og beittu ofbeldi þá gáfu þau henni bangsa til að hafa hjá sér. Það má álykta að þau hafi fundið örlítið til með henni í stuttan tíma og hafi því gefið henni bangsann til að láta bæði henni og sjálfum sér líða örlítið betur. Þetta stoppaði þau þó ekki frá því að ganga lengra.

10. Réttlæting

Paul réttlætir brotin með því að segja að það séu sálfræðilegar ástæður á bakvið þau. Hann sagði sadíska hegðun sína vera aðallega vegna lágrar sjálfsmyndar og kvíðaröskunar en einnig vegna vitrænar  röskunnar, misnotkunar og hömluleysis af völdum áfengis. Ásamt því reynir Paul að koma með afsakanir og ástæður eins og að hann hafi alltaf ætlað að sleppa fórnalömbunum sem þau höfðu rænt, þar sem hann vildi ekki drepa þær. Hann kenndi einnig Körlu um morðin á Tammy og Kristen og þannig réttlætir hann glæpinn fyrir sjálfum sér.

G. ÞRIÐJI MÆLIKVARÐINN

Sadismi

Einstaklingur með sadisma fær kynörvun út úr því að líkamlega og andlega niðurlægja fórnarlambið. Einstaklingurinn fær sterkar og endurteknar kynhvatir og hegðun hans felur í sér að niðurlægja og kvelja einstakling sem oft hefur ekki gefið samþykki. Hegðunin veldur oft erfiðleikum í samböndum. Þetta má augljóslega sjá í hegðun Paul, hann nauðgaði konum og fékk kynferðislega örvun út úr því. Paul var með margar fantasíur og lýsti þeim oft fyrir Körlu og þau framkvæmdu þær síðar í sameiningu. Erfiðleikar sambandsins vegna sadisma Pauls sjást í óöryggi Körlu. Hún var oft hrædd um að vera ekki nóg fyrir hann og hún gerði margt til að þóknast honum. Gjöf hennar til Pauls, meydómur Tammy var dæmi um þetta. Hún fór þessa leið til að gleðja hann, uppfylla þarfir hans og reyna koma í veg fyrir að hann færi frá henni.

H. FJÓRÐI MÆLIKVARÐINN

Röskunin einkennist aðallega af samviskuleysi og eigingirni. Einnig getur verið að einstaklingar með þessa röskun fylgi ekki lögum og reglum, séu árásargirnir, hvatvísir og skorti eftirsjá. Þetta lýsir Paul Bernardo nokkuð vel. Paul fékk kynferðislega örvun við það að pynta og niðurlægja fórnarlömb sín í kynlífi, sem varð að þörf sem að hann þurfti að fullnægja. Þessi kynferðislega þörf skipti Paul meira máli en líf og andleg heilsa fórnarlamba sinna. Honum var alveg sama um hvaða áhrif þetta hafði á aðra þar sem hann trúði að þarfir hans væru miklu meira virði. Hann nauðgaði mörgum konum og drap nokkrar af þeim til að fela glæpina og bjarga sjálfum sér frá fangelsi. Paul var sjarmerandi og myndarlegur maður sem hann nýtti sér í eigin hag til að lokka konur til sín. Það er talið að margir með andfélagslega persónuleikaröskun séu sjarmerandi, sem gerir það að verkum að fólk trúi ekki að þessir einstaklingar geta framið slíka glæpi. Miðað við þetta samviskuleysi og eigingirni sem Paul bjó yfir er hægt að ákvarða að hann hefði eflaust haldið þessum glæpum sínum áfram ef hann hefði ekki verið gripinn.

I. FIMMTI MÆLIKVARÐINN

Holmes og Deburger - Sjálfselska

Sjálfselsku tegundin eru þeir sem drepa vegna þess að þeir fá persónulega eitthvað út úr því, annað fólk skiptir ekki máli. Þessi tegund er skipt í fimm liði: Girnd/sterkar hvatir, spenna, þægindi, stjórnun/vald og félagsskapur. Í tengslum við glæpi Pauls má sjá að girnd/sterkar hvatir lýsa honum best. Í morðinu á Leslie rændi Paul henni að kvöldi til og batt fyrir augun á henni. Hann tók hana heim þar sem hann æsist upp kynferðislega og pyntaði og beitti hana líkamlegu ofbeldi. Ásamt því nauðgaði hann fórnarlömbunum sínum og svipti nokkur þeirra lífi. Í morðinu á Kristen sýndi hann sömu hegðun gagnvart henni.

J. SJÖTTI MÆLIKVARÐINN

CCM - 134 Sexual homicide, sadistic

            Samkvæmt kvarðanum er morð framið af sadista sem hefur þróað með sér kynferðislega örvun sem svar við sadísku myndmáli. Við vitum að beiting líkamlegs og andlegs ofbeldis fullnægði Paul kynferðislega. Það veitti honum ánægju að pynta fórnarlömbin sín og nauðga þeim. Kynferðislegar sadískar fantasíur þar sem kynferðislegar athafnir eru paraðar við yffiráð, niðurbrot fórnarlambs og ofbeldi, verða að glæpsamlegum aðgerðum sem enda í dauða. Nokkur fórnarlömb Pauls voru myrt eftir grófa nauðgun og pyntingar. Það er ljóst að Paul bjó yfir kynferðislegri þörf sem var mjög gróf og hægt að túlka sem sadíska hegðun. Að fullnægja þessari þörf skipti Paul mestu máli þar sem hann sýndi enga miskunn.

K. Heimildir

https://allthatsinteresting.com/paul-bernardo-karla-homolka-ken-and-barbie-killers

https://en.wikipedia.org/wiki/Paul_Bernardo

https://www.thecanadianencyclopedia.ca/en/article/paul-bernardo-and-karla-homolka-case

https://filmdaily.co/obsessions/true-crime/paul-bernardo/

https://delanirbartlette.medium.com/deadly-valentines-the-ken-barbie-killers-390e51e4a966

https://www.theglobeandmail.com/canada/article-blaming-behaviour-on-anxiety-disorder-low-self-esteem-shows-bernardo/

 

Blaming behaviour on anxiety disorder, low self-esteem shows Bernardo’s lack of insight into his crimes: parole board