Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=qHeqq6b6Vtw
Andri Einarsson, Edda Gerður Garðarsdóttir, Gintare Butkute og Snæþór Bjarki Jónsson.
Kynning
Linkur að mynd: https://images-na.ssl-images-amazon.com/images/I/71KcY4wz51L._SL1278_.jpg
Myndin sem við völdum að taka fyrir heitir Girl, Interrupted. Leikstjóri myndarinnar er James Mangold og fær myndin 7,3 í einkunn á IMDB. Hún er frumsýnd árið 1999. Myndin er byggð á bók eftir Susanna Kaysen, sem er byggð á sönnum atburðum frá eigin upplifun höfundarins sem var lögð inn á geðspítala í lok sjöunda áratugarins.
Aðalleikkonan í myndinni er Winona Ryder sem leikur 18 ára Susönnu Kaysen sem fær taugaáfall og tekur of stóran skammt af verkjatöflum með vodka til að ná töflunum niður. Susanna hefur verið að skaða sjálfa sig og á í erfiðleikum með að muna hluti. Eftir að hafa tekið of stóran skammt af verkjatöflum er hún lögð inn á geðspítala, þrátt fyrir að hafa neitað því að hafa reynt að fremja sjálfsvíg. Stuttu eftir innlögnina er hún greind með Jaðarpersónuleikaröskun. Á þeim tíma sem hún dvelur á geðspítalanum kynnist hún nokkrum áhugaverðum stelpum. Þar á meðal er Lisa, leikin af Angelina Jolie. Lisa er með Andfélagslega persónuleikaröskun og hefur dvalið lengi á geðspítalanum. Hún hefur oft reynt að flýja af spítalanum en endar alltaf þar aftur. Flestar stelpurnar á spítalanum líta upp til hennar.. Lisa hafði oftar en ekki mjög slæm áhrif á Susanna og platar hana oft í allskonar vitleysu með sér. Lisa sannfærði Susanna að hætta að taka lyfin sín og neyta því að fara í meðferð.
Á meðan Susanna dvelur á spítalanum veltir hún fyrir sér veikindum sínum og hvernig þau hafa áhrif á hana. Hún heldur dagbók um allar hugsanir sínar, álit hennar á hinum stelpunum og tilfinningar sínar sem segja söguna af dvöl hennar í gegnum daglegar færslur sínar.
Dvöl hennar skiptist í ákveðin tímabil [1] [2] þar sem hún á erfitt með að átta sig á stöðunni sem hún er í og einkennist þetta tímabil af miklum óstöðugleika og geðheilsa hennar hrakar. Á þessum tímabilum treystir hún mjög mikið á lyfin sem hún fær á spítalanum til þess að forðast ofsahræðslu og þráhyggju. Á öðrum tímabilum er hún skýrari og reynir að bæta geðheilsu sína og líðan. Þegar Susanna er tilbúin að útskrifast af spítalanum og fara heim þá kemst Lisa inn til hennar og stelur dagbókinni hennar og byrjar að lesa upp úr henni sem leiðir til leiðinda en endar á því að hún segir Lisu að þegar hún fer af spítalanum mun hún hefja líf sitt aftur án hennar og án allra hinna stelpnanna á spítalanum. Morguninn eftir þegar Susanna er að fara heim kveður hún alla vini sína og fer inn í leigubílinn og segir að það að vera geðveik snúist ekki um að halda leyndarmáli heldur að það snúist í raun um það að allir séu persónugerðir.
II
Ástæðan fyrir því að við völdum þessa mynd er vegna þess að okkur finnst hún gríðarlega áhugaverð. Við ákváðum að velja myndina vegna þess að aðalpersóna myndarinnar er greind með Jaðarpersónuleikaröskun sem okkur finnst áhugavert vegna þess hve lítil umfjöllun er um geðröskunina. Við vissum sjálf lítið um geðröskunina áður og nýttum því tækifærið til að kynna okkur hana nánar fyrir þetta verkefni. Einnig fannst okkur merkilegt að myndin væri byggð á sönnum atburðum og að höfundur bókarinnar hafi verið að skrifa bókina af eigin reynslu og upplifun hennar á geðspítala á þessum tíma. Einnig vorum við búin að heyra góða hluti um myndina og fékk hún góða einkunn á IMDB.
III
Susanna Kaysen er aðalpersónan í myndinni okkar og á hún erfitt uppdráttar í allri myndinni. Susanna Kaysen er 18 ára unglingur sem fær taugaáfall og tekur inn of stóran skammt af aspirin verkjalyfjum. Sagt er að Susanna sé að reyna fremja sjálfsmorð með þessum of stóra skammti af verkjalyfjum en þegar spurt er hana út í það þá neitar hún fram í rauðan dauðann að hún hafi verið að reyna fremja sjálfsmorð og segir að hún hafi verið með hausverk.Við hausverknum sínum hafi hún þá gleypt heilt box af aspirin með flösku af vodka. Í kjölfarið af þessum atburði er hún lögð inn á geðsjúkrahúsið Claymoore.
Einn morguninn fær hún heimsókn frá fyrrverandi kærasta sínum sem vildi að hún myndi koma með sér til Kanada. Susanna hins vegar neitar því að fara, því hún var búin að vingast við svo mikið af fólki á spítalanum. Þar með talið John sem var vörður á spítalnum. Susanna vissi að John var skotinn í henni svo eitt kvöldið þá kyssti Susanna John og þau sofnuðu saman á gólfinu. Ekki var það gaman daginn eftir þegar yfirhjúkrunarfræðingurinn, Valerie, sér þau sofandi á gólfinu og einnig með Lisu.
Þrátt fyrir að Lisa hafi verið að koma Susanna í allskonar vitleysu með sér þá var Susanna mjög klár og yfirleitt mjög meðvituð um hvað hún væri að gera. Eins og kvöldið sem að Valerie sér þau öll 3 sofandi á gólfinu þá hleypur Susanna aftur upp í rúm og þykist vera sofandi þrátt fyrir það að hjúkrunarfræðingurinn hafi séð hana, en Susanna skammast sín bara svo mikið fyrir að hafa verið Valerie fyrir vonbrigðum.
Við sjáum hversu mikill munur er á geðröskunum hjá vinkonunum Susanna og Lisu í einu atriðinu í myndinni þegar gömul vinkona þeirra sem var með þeim á Claymoore sem var útskrifuð fremur sjálfsmorð. Susanna er sú fyrsta sem sér líkið og hún brotnar niður og líður mjög illa. Susanna öskrar þá á Lisu að koma upp en þegar hún kemur að líkinu er hún sultuslök yfir þessu og tekur pening úr vasanum hennar.
Myndband sem lýsir þessu atviki: https://www.youtube.com/watch?v=Tq9zhCo-PTQ
IV
Við teljum, líkt og sálfræðingarnir í myndinni, að Susanna sé með Jaðarpersónuleikaröskun. DSM-5 skilgreinir Jaðarpersónuleikaröskun meðal annars sem „Einkennandi hegðunarmynstur í samskiptum við aðra, sjálfsmynd og geðhrifum og merkjanleg hvatvísi frá upphafi fullorðinsára.” Við teljum þetta eiga mjög vel um Susönnu.
Talið er að 75% fólks með Jaðarpersónuleikaröskun gera tilraun til sjálfsmorðs a.m.k. einu sinni en tíðni þeirra með röskunina sem tekst ætlunarverk sitt er ekki nema 10%. Það tengist vel við myndina þar sem að hún byrjar á því að Susanna gerir tilraun til sjálfsmorðs hjá Susönnu sem tekst einmitt ekki og leiðir þá af sér atburðarás myndarinnar eftir að hún er lögð inn á geðdeild. Ásamt sjálfsvígshegðun sýnir myndin að Susanna sýni sjálfsskaðahegðun. Hún er marin og sködduð á höndunum þegar hún er lögð inn á spítala eftir sjálfsmorðstilraunina.
Annað greiningarskilmerki Jaðarpersónuleikaröskunar er „hvatvísi á minnst tveimur sviðum sem eru mögulega sjálfskaðandi”. Susanna sýnir hvatvísi á nokkrum sviðum sem eru sjálfskaðandi. Þar á meðal eru fjölbreytilegt og óvarlegt kynlíf, sem hún sýnir meðal annars þegar hún sefur hjá John þótt hún vissi að það gæti komið henni í vandræði innan geðspítalans og þegar hún svaf hjá prófessornum þó hann væri giftur. Annað dæmi um hvatvísi kemur fram þegar hún fylgir Lisu í að strjúka af spítalanum. Það getur líka verið dæmi um annað greiningarskilmerki, ýktar tilraunir til að forðast raunverulega eða ímyndaða höfnun.
Þessi ótti við höfnun kemur ítrekað fram í sambandi Susönnu og Lisu, Susanna eltir Lisu út í margt sem hún veit alveg að er ekki gott fyrir hana, eins og hún sé að forðast að vera hafnað af Lisu. Fleiri greiningarskilmerki koma fram í sambandi þeirra tveggja, þar á meðal „endurtekið, óstöðugt og tilfinningaþrungið samband sem einkennist af sveiflum öfganna á milli, frá dýrkun til haturs.” Þetta lýsir sambandi þeirra mjög vel og myndin stendur sig mjög vel í að draga áhorfandann með inn í þessar sveiflur. Í þeim atriðum sem Lisa er dýrkuð af Susönnu virkar Lisa eins heillandi, sterk og klók fyrir áhorfendum og fyrir Susönnu, en í þeim atriðum sem Susanna hatar Lisu sjá áhorfendur hana sem illgjarna, ráðsama og lygasjúka, rétt eins og Susanna gerir.
Síðasta greiningarskilmerkið sem okkur finnst eiga sérstaklega vel við Susönnu er tómleikatilfinningin sem einkennir Jaðarpersónuleika sjúklinga oft. Hún virðist í gegn um myndina hafa litlar tilfinningar gagnvart sjálfri sér, sem útskýrir kannski mörg af hinum einkennunum líka. Hún lítur á sjálfa sig sem tóma þannig að hún lætur eins og skel af manneskju og gerir öðrum til geðs sama hversu illa það fer með hana, því henni finnst ekki skipta máli hvað gerist við hana, enda er hún ekkert í sínum eigin augum. Þess vegna fylgir hún Lisu blindandi, stundar óvarlegt kynlíf og skaðar sjálfa sig. Það útskýrir líka hvers vegna henni fannst eins og hún væri ekki að batna og henni var alveg sama um það hvort henni myndi nokkuð batna.
V
Það eru mikið af vísbendingum í myndinni sem benda til þess að Susanna sé með Jaðarpersónuleikaröskun. Hún hefur verið í óstöðugum samböndum, framið sjálfsskaða, með miklar skapsveiflur o.s.frv. en aldrei er það nefnt þegar hún er greind með Jaðarpersónuleikaröskun. Einnig er einkennilegt að við fáum lítið að vita um fortíð hennar, fjölskyldu eða vini. Það er hægt að setja spurningamerki við það að hún var lögð inn á geðsjúkrahús. Miðað við vistmenn þar þá var Susanna frekar “eðlileg” og ef eitthvað er þá voru stelpurnar sem voru með henni á Claymoore að ýta undir hegðun í henni til þess að gera sig sjálfa svolítið geðveika. Myndin gerist á sjöunda áratug þannig að kannski var þetta daglegt brauð, að ungmenni með vandamál að stríða voru lögð inn á geðdeild.
Heimildir
Comer, R. J., and Comer, J. S. (1992). Fundamental of Abnormal Psychology. 9.útgáfa. Worth Publishers.
Kristján Guðmundsson. (2014). DSM-5: Flokkun geðraskana.
Mangold, J. (2000, 14. janúar). Girl, Interrupted [Biography, Drama]. Columbia Pictures, Red Wagon Entertainment, 3 Arts Entertainment