AÐGREINING 3, HEILAbROT 3 og HUGTAK 3
Höldum áfram og kynnum nýja Aðgreiningu, nýtt HeilaBrot og nýtt Hugtak.
EFNISYFIRLIT:
Aðgreining A3: Nauðsynlegt og Nægjanlegt.
HeilaBrot B3: 2 Fangaverðir!
Hugtak C3: Dilemma.
A3 = AÐGREINING 3: NAUÐSYNLEGT og NÆGJANLEGT
Heimspekingar gera á milli þess sem er Nauðsynlegt (necessary) og þess sem er Nægjanlegt (sufficient). Þessi aðgreining er rökfræðileg (logic) og varðar spurninguna um orsök. Aðgreiningin merkir:
A) Necessary = Nauðsynlegt, merkir að setning S er sönn ef hún er innifalin í N, m.ö.o. er einkennið N nauðsynlegt til að setningin sé sönn. Öðru vísi orðað má segja að nauðsynleg forsenda fyrir ákveðnum hlut að gerast S (fá 10) er að N (taki prófið) eigi sér stað. Það er auðvitað ekki nægjanlegt, því þótt maður taki prófið, þá er maður ekki kominn með 10 (nema með því að svara öllu rétt)!
Sem dæmi má nefna að það er nauðsynlegt fyrir setninguna “Jón er einhleypur” að Jón sé, karl og ógiftur og fullorðinn. Eða að það er nauðsynlegt fyrir nemanda að fá 10 í íslensku 103 að hann taki prófið, eða öfugt, ef að nemandi fær 10 á lokaprófi í íslensku, þá hlýtur hann að hafa tekið prófið.
B) Sufficient = Nægjanlegt, er sterkari mælikvarði, svo að það er nægjanlegt fyrir P fyrir Q, að ef vitað er að P sé satt, þá hlýtur Q að vera það líka.
Dæmi: Setningin “Jón er einhleypur” er nægjanlegt til að vita með vissu að Jón er karl (kona heitir ekki Jón). Þótt við vitum út frá setningunni “Jón er einhleypur” að hann sé karl, þá gildir það ekki á hinn veginn, því til eru karlar sem eru ekki einhleypir.
Enn öðru vísi orðað, við vitum að allar beljur eru spendýr ( ef “búkolla er belja” er sönn setning, þá er það nægjanlegt til að vita líka að hún sé spendýr). En þótt við vitum að allar beljur séu spendýr, þá er það hvorki nauðsynlegt né nægjanlegt að öll spendýr séu beljur.
Í bandarískum lögum stendur að enginn geti orðið forseti landsins nema sá sem er fæddur þar (natural born citizen).
ÚTSKÝRING Á AÐGREININGU
1. Heimaspurning: Hver er þá ein nauðsynleg forsenda þess að verða bandaríkjaforseti? Hver er aftur á móti nægjanlega forsenda þess sama?
B3 = HEILAbROT 3: 2 FANGAVERÐIR (EN BARA 1 SPURNING)!
http://dailybail.com/home/watch-topless-femen-protesters-attack-putin-and-merkel.html
Rússlandsforseti Vladimir Putin hefur fengið mikla gagnrýni á sig fyrir 2 ára dóminn yfir Pussy Riots. Hann er að sjá að sér! Hann getur ekki annað en að láta undan þrýstingi og tilkynnir umheiminum að stelpurnar fái einn séns. Hann vill sýna heiminum hvað hann er réttlátur leiðtogi (frekar en ber að ofan einræðisherra). Hann sendir þeim tvo fangaverði. Þeir eru alveg eins, nema hvað annar heitir Lygofsky – og segir alltaf ósatt, en hinn heitir Sattlipsky – hann segir alltaf satt. Þeir fara með þig að hurðum, sem líta eins út. Önnur opnast til frelsis, en hin aftur í fangaklefann!
Stelpurnar (ein spurning alls) mega spyrja annan (hvorn sem er – en ekki báða) einnar spurningar. Og sá fangavörður mun þá svara þér – nema hvað annar (hvor?) segir alltaf satt, en hinn lýgur alltaf.
2. Heimaspurning: Hvaða ein spurning (sama hvor svarar) tryggir þér rétta útgönguleið? Útskýrðu svar þitt.
C3 = HUGTAK 3: DILEMMA
Annað hugtak sem heimspekingar eru hrifnir af er valkreppa (dilemma). Þetta hugtak er grískt og merkir “tvöföld fullyrðing.” Hugtakið “lemma” er erfitt að útskýra, en það er n.k. millisönnun í rökfræði. Einfalda má málið með að segja að lemma sé sönn fullyrðing (notuð í sönnun milli forsendu og seinni niðurstöðu). “Di” merkir tveir, svo “dilemma” merkir tvær fullyrðingar.
Valkreppa = dilemma, orðabókin segir: “ógöngurökfærsla, röksemdarfærsla þar sem viðmælanda manns eru gerðir tveir kostir, sem báðir hrekja staðhæfingu hans:” eða “ógöngur, velkreppa, valþröng, ástand þar sem tveggja kosta er völ, beggja jafnillra.” Sem sagt, sá sem er í dilemma, hefur tvo valkosti, jafnvonda.
Bókin og kvikmyndin Sophie’s Choice er gott dæmi um dilemma. Bókin er eftir William Styron og er frá 1979. Kvikmyndin er gerð 1982, leikstjóri er Alan J. Pakula og fékk Meryl Streep Óskarsverðlaun fyrir leik sinn, en hún er – vægast sagt – í dilemma. Sophie er pólskur gyðingur í Auswitch útrýmingarbúðunum sem er sett í þá hörmulega aðstöðu að velja hvort barna hennar (hún á strák og stelpu) fari í gasklefann og hitt fer þá í vinnubúðir. Ef hún neitar að velja, fara bæði í gasklefann. Hvað gerir Sophie? Ef þú vilt vita meira, þá þarftu að sjá myndina. Hún er ekki af verri endanum og sumir telja að þarna sé Meryl Streep upp á sitt besta og er þá mikið sagt.
https://www.youtube.com/watch?v=STPJVf6wqCk
Mynd 14. Trailering af Sophie's Choice frá 1982.
https://www.youtube.com/watch?v=RaPBzhEsCL0
Mynd 15. Hér er erfiðasta atriðið úr myndinni. Sannkölluð dilemma.
3. Heimaspurning: Búðu til eitt dæmi þar sem ég, Kristján, hefur bara tvo vonda kosti. Sýndu nú hugmyndaflug!