A-B-C

A-B-C-7

AÐGREINING 7, HEILAbROT 7 og HUGTAK 7

Nú höldum við áfram og kynnum nýja Aðgreiningu, nýtt HeilaBrot og nýtt Hugtak.

EFNISYFIRLIT:

Aðgreining A7: Útópía og Dystópía.

HeilaBrot B7: Einmana.

Hugtak C7: Fíló-sófía.

A7 = AÐGREINING 7: ÚTÓPÍA OG DYSTÓPÍA

Útópía er fullkomið samfélag. Sá fyrsti til að lýsa slíku er Platon í samræðunni Ríkið (Republic), sem til er í stórgóðri íslenskri þýðingu. Margir hafa síðan reynt að bæta um betur og lýsa enn betra ríki en Platon gerði, en engum hefur tekist nógu vel. Skilgreina má Útópíu sem:

Útópía = Fyrirmyndarríki, með fullkomið félagslegt, stjónmálalegt og lagalegt kerfi. Þar sem mannskepnunni hefur tekist frekar illa að koma á fyrirmyndarríki þá vilja sumir þýða útópía sem ímyndað eyland, draumaland eða jafnvel staðleysa, þ.e. eitthvað sem getur ekki orðið.

Dystópía = Framtíðarríki sem í upphafi átti eflaust að vera útópía, en hefur þróast yfir í að vera þvingandi og stjórnandi ríki, þar sem einstaklingar eru ekki frjálsir (kannski bara sumir), en eru oft látnir halda að þeir séu það.

Kápan að nýlegri útópíu-distópíu mynd.

Mynd 1: Kápan að nýlegri útópíu-distópíu mynd. Slíkar myndir eru sérlega vinsælar í dag, sérstaklega hjá ungu fólki.

 

Lois Lowry skrifaði The Giver. Bókin er mjög vinsæl meðal ungra lesenda, enda stutt og læsileg - með 12 ára krakka í aðal hlutverki. Ljóst er að Lowry hefur Platon í huga þegar hann skrifar, því margt af því sem hann dregur fram líkist (eða er andstætt) Ríki Platons.

MYNDRÆNAR ÚTSKÝRINGAR

Nú er bókin kvikmynduð með stórleikurum. Leikstjóri er Phillip Noyce. Handrit er gert af Michael Mitnick og Robert B. Weide og bókarhöfundi. Helstu leikarar eru:

Mynd 1. Jonas (Brenton Thwaites).

Mynd 2. Jonas (Brenton Thwaites).

 

Mynd 2. The Giver (Jeff Bridges).

Mynd 3. The Giver (Jeff Bridges).

 

Mynd 3. Chief Elder (Meryl Streep).

Mynd 4. Chief Elder (Meryl Streep).

 

Mynd 4. Father (x).

Mynd 5. Father (Alexander Skarsgaard).

 

Mynd 5. Mother (x).

Mynd 6. Mother (Katie Holmes).

 

Mynd 6. Fiona (x).

Mynd 7. Fiona (Odeya Rush).

 

Þetta eru reglurnar í The Giver:

1. There is no lying.

2. You must use precise language.

3. You must share feelings at dinner.

4. You must share dreams at breakfast.

5. You must take pills for stirrings.

6. You must finish volunteer hours.

7. You can only have two kids, one boy and one girl.

8. There is no fighting.

9. Adults and children can’t look at each other nude.

10. Respect elders.

11. Be respectful.

12. Can’t ride a bike before the age of nine.

13. Girls must wear ribbons until the age of nine.

14. Must get a life assignment at Ceremony of Twelve.

15. You must apologize for bad things.

 

https://www.youtube.com/watch?v=xvp6FnYWRZU

https://www.youtube.com/watch?v=q4n9c0dGy2M

 

Ef þú vilt nánari útskýringu og prezi fyrirlestur, gjörðu þá svo vel:

http://prezi.com/ipj4vx3jbggu/the-philosophy-of-the-giver/

Mynd x. Rauða eplið.

Mynd 8. Rauða eplið.

 

Horfðu á þetta áður en þú sérð myndina alla:

https://www.youtube.com/watch?v=9pq_rFDBnV8

 

Stutt samantekt myndarinnar:

https://www.youtube.com/watch?v=ZzJJTCpfkJM

 

1. Heimaspurning: Hvað er þetta með litina? Af hverju er allt í svart-hvítu við upphaf bókar og myndar? Og af hverju epli - getur þú ímyndað þér tilvísunina sem fellst í því?

 

B7 = HEILAbROT 7: Einmana!

Mynd 4. Meira að segja Michael Jackson var einmana!

Mynd 9. Meira að segja Michael Jackson var einmana! Þó ekki Justin Bieber?

 

Mjög einmana maður ákvað að stofna félag – til að fá e-n félagsskap. Hann sá að það eru alls konar félög til og því leitaði hann eftir alveg nýju félagi. Eftir smá hugsun þá datt honum í hug að stofna félag um gagnlausa upplýsingu. Þeir sem komast inn í félagið fá aðgang að matsal og kaffistofu, ókeypis í leikfimi og ýmislegt fleira. Hann auglýsir og margir vilja ganga í félagið. Hann skoðar vandlega allar umsóknir og ætlar að vera harður á því að enginn geti gengið í félagið nema þá og því aðeins að sá hinn sami skrifi á blað einhverja algerlega gagnlausa upplýsingu í umsókninni. Eftir heilt ár er enn enginn kominn í félagið, þrátt fyrir margar – að því er virðist – gagnlausar upplýsingar. En engin upplýsing reynist vera alveg gagnlaus og enginn kemst inn í félagið. Aumingja einmana maðurinn!

Mynd 3. Home alone.

Mynd 10. Home alone.

 

https://www.youtube.com/watch?v=CK2Btk6Ybm0

 

http://sunny95.com/news/030030-one-man-plays-all-parts-in-home-alone/

 

2. Heimaspurning: Hvers vegna gat einmana maðurinn ekki hleypt neinum inn í félagið?

 

C7 = HUGTAK 7: Fíló-sófía

Fyrir tíma hans snerust allar djúpar hugsanir um náttúruna (náttúruspekingar) eða um samfélagði (sófistar). Þegar hann kom til sögunnar þá breyttist allt. Hann hélt því fram að menn vissu almennt mjög lítið og mun minna en að þeir héldu. Hann reyndi að sýna mönnum fram á það með samræðum, þar sem hann testaði menn og leitaði sannleikans. Hann lagði alla áherslu á að menn ættu að vera sjálfir sér samkvæmir. Hann var kærður fyrir að spilla ungu fólki og atkvæði féllu þannig: Hann var dæmdur sekur með litlum mun atkvæða. Kerfið í borg hans var þannig að sama fólk greiddi aftur (sama dag, raunar) atkvæði – eftir að hann var dæmdur sekur. Nú varð sama fólk að velja á milli tveggja kosta (sbr. dilemma), sem ákærandi (sem lagði til dauðadóm) og vinur okkar (frítt fæði og húsnæði fram að næstu Ólympíuleikum)! Niðurstaðan núna var sú að okkar maður var dæmdur til dauða með miklum mun atkvæða.

Sókrates.

Mynd 11. Sókrates.

 

Þessi maður var Sókrates. Hann sagðist ekki hafa þekkingu og að hann væri ekki vitrasti maður Aþenu, þó svo að véfréttin hafi sagt það. Hann hafi eytt lífi sínu í að ræða við menn sem sögðust (þóttust) vita eitthvað og komist að því með því að spyrja þá nánar um þeirra eigin sérsvið - að þeir vissu minna en þeir héltu. Já, Sókrates sagðist vita að hann vissi ekki neitt, sem er meira en hægt er að segja um þá sem hann ræddi við! Heimspeki í upprunalegri merkingu er því ekki að hafa þekkingu, heldur að vera alltaf og endalaust tilbúinn til að leita þekkingar, vilja þekkingu, sækja eftir þekkingu, elska þekkingu. Gríska orðið fílósófía er tvískipt, fílein merkir ást og sofia merkir viska. Hvernig vilt þú þá þýða alþjóðlega orðið philosophy?

Hellenistic.  Museo Archeologico Nazionale, Naples, Italy.

Mynd 12. Sókrates. Hellenistic. Museo Archeologico Nazionale, Naples, Ítalía.

 

Þessi maður sagði að við ættum ekki að segjast vita, heldur vilja læra. Við eigum að elska þekkingu og endalaust leita hennar. Læra, spyrja, forvitnast, efast og hugsa.

 

3. Heimaspurning. Hvernig þýðir þú “ást” á “visku” yfir á grísku? Og ertu með betra orð en "heimspeki" sem þýðing á orðinu?