A-B-C

A-B-C-8

AÐGREINING 8, HEILAbROT 8 og HUGTAK 8

Höldum áfram með næstu Aðgreiningu, næsta HeilaBrot og Hugtak. Þú mátt búast við nokkrum í viðbót áður en önnin er öll.

EFNISYFIRLIT

Aðgreining A8: Form og Efni.

HeilaBrot B8: Óvænta skyndiprófið.

Hugtak C8: Heilmynd.

A8 = AÐGREINING: FORM og EFNI

Eftir allan þennan Sókrates (raunar Platon) er kominn tími á einn nemanda hans, hann Ara (Aristóteles). Hann nam lengi í skólanum Akademía, en ekki þó vegna þess hve hann var tregur. Aristóteles var mjög iðinn nemandi og skrifaði heilmörg verk, raunar mun fleiri en Platon sjálfur. Aristóteles skrifaði ekki bara heimspekirit (eins og FrumspekinaSálfræðinaRökfræðina og … ) heldur einnig mörg vísindarit, þar á meðal í líffræði (biologia), sem var uppáhaldsgrein hans. Aristóteles stofnaði sinn eigin skóla í Aþenu, undir verndarvæng ungs drengs, sem hafði áður verið persónulegur nemandi Aristótelesar. Nokkru síðar gerðu Forn-Grikkir þau mistök að ráðast norður til Makedóníu (nyrsti hluti Grikklands í dag og líka sjálfstætt ríki aðeins norðar), sem Alexander stöðvaði og rést svo sjálfur suður til Grikklands og tók öll völd. Þetta var auðvitað Alexander mikli, sem sendi til Lýkeion, raunvísindaskóla Aristótelesar - þegar hann hafði komið sér fyrir í Aþenu, alls konar plöntur og dýr, sem hann fann á ferðum sínum um allan hin þekkta heim og rúmlega það.

Aristóteles (384-322 f.Kr.). Menn eru almennt á því að Platon og Aristóteles séu meðal mestu heimspekinga, allavega getur enginn numið heimspeki án þess að þurfa að byrja á þeim. Heimspekistefnur þeirra: rökhyggja og raunhyggja eru enn í dag grundvallar afstaða okkar til allra hluta.

Mynd 01. Aristóteles (384-322 f.Kr.). Menn eru almennt á því að Platon og Aristóteles séu meðal mestu heimspekinga, allavega getur enginn numið heimspeki án þess að þurfa að byrja á þeim. Heimspekistefnur þeirra: rökhyggja og raunhyggja eru enn í dag grundvallar afstaða okkar til allra hluta.

 

Aristóteles var ekki hrifinn af “austrænum” áherslum Platons, sérstaklega ekki áherslu hans á skynsemi á kostnað skynjunar. Ari taldi einnig að þetta hugtak, frummynd, væri allt of háfleygt, nánast í háloftunum (sjá málverkið Heimspekiskólinn eftir Raphael hér að neðan), í einhverjum frummyndaheimi, sem er hvar?

Nei, Aristóteles, sagði þvert á móti, aðeins tvö hugtök þyrfti til, og þau væru bæði í hlutnum sjálfum (ekki í einhverjum frummyndaheimi). Annað væri beinlínis hægt að skynja með því að meðtaka hlutinn í gegnum skynfærin, en hitt hugtakið þyrfti að álykta um, út frá mörgum einstökum skynjunum. Þessi hugtök eru:

  1. Efni (matter) = Efni kallar Aristóteles ýmsum nöfnum (substance og essence eða ousia á grísku), en okkur nægir að vita að efni er sá partur af hlut sem við getum kallað efnishlutinn, þ.e. það sem gefur efninu þyngd, rúmtak og staðsetningu. Efni sem slíkt vill Aristóteles kalla “möguleika,” sbr. að vera “efnilegur.” Efni er beinlínis skynjanlegt.
  2. Form (form) = Form er ekki efnishluturinn, heldur stúktúr hans, hvernig hann er uppsettur, samsettur eða til hvers hann er. Marmaraklumpur er n.k. “efni” í merkingu Ara (samt ekki, því óhöggvinn klumpur er samt í einhverju formi), en listamaðurinn sem er að höggva marmarann til, er að gefa honum form, breyta möguleika í veruleika, breyta klumpi í fallega (gríska) styttu.
Listamaðurinn.

Mynd 02. Listamaðurinn með “óformað” efni.

 

Listaverkið

Mynd 03. Listaverkið “án forms.”

 

Að ofan: “efni” (marmarinn) að taka á sig “form.” Að neðan: Marmarinn kominn í sitt “endanlega” form, sem glæsilegar grískar styttur (sjá líka þróunina!).

Elsta gerðin af grískru kúros (drengur) styttunum.

Mynd 04. Elsta gerðin af grískru kúros (drengur) styttunum. KG: MoMA (Metropolitan Museum of Art) apríl 2007.

 

Miðgerðin af grísku kúros styttunum.

Mynd 05. Miðgerðin af grísku kúros styttunum.

 

Hápunktur grískrar höggmyndalistar. Kúros stytta, kölluð: Kritios drengurinn.

Mynd 06. Hápunktur grískrar höggmyndalistar (að áliti undirritaðs!). Kúros stytta, kölluð: Kritios drengurinn. Þessi stórkostlega stytta: Kritos Boy er úr marmar frá 480 f.Kr. og er á nýja Akrópólis safninu í Aþenu (þar sem undirritaður mátti ekki taka myndir).

 

ÚTSKÝRING Á AÐGREININGUNNI

Ímyndaðu þér herbergi með tveimur mönnum sem líta mjög grískt út. Þeir eru í tóga, báðir skeggjaðir og þeir ganga stöðugt um í hringi, annar bendir í sífellu upp, en hinn niður og báðir klóra sér í skegginu. Þú kemur inn. Ekkert er inn í herberginu nema þessir tveir heimspekilegu Grikkir og þú. Jú raunar, það virðist vera borð þarna. Grískt útlítandi mennirnir virka óöruggir, þeir horfa báðir á þig og borðið til skiptis, og þeir fara að rífast (diskútera) á grísku.

Mynd 07. Hér sérðu eitt frægasta málverk sem til er. Það er eftir Rafael og heitir Skólinn í Aþenu. Það var málað 1510 og almennt talið merkasta málverk hans. Það er nú staðsett í Vatikaninu í Postulahöllinni. Þarna koma fyrir allir helstu heimspekingar fornaldar. T.d. er Sókrates þarna vinstra megin (7undi frá vinstri), hann snýr sér til vinstri, með hendurnar út og er að tala við Alexander mikla (með hjálm), fjórði frá vinstri. En í miðjunni eru tveir menn:

Mynd 07. Hér sérðu eitt frægasta málverk sem til er. Það er eftir Rafael og heitir Skólinn í Aþenu. Það var málað 1510 og almennt talið merkasta málverk hans. Það er nú staðsett í Vatikaninu í Postulahöllinni. Þarna koma fyrir allir helstu heimspekingar fornaldar. T.d. er Sókrates þarna vinstra megin (7undi frá vinstri), hann snýr sér til vinstri, með hendurnar út og er að tala við Alexander mikla (með hjálm), fjórði frá vinstri. En í miðjunni eru tveir menn:

 

Hverjir eru á myndinni?

Mynd 08. Hverjir eru á myndinni?

 

Þú skilur ekkert í grísku, og segir við þá: Let me – a philosophy student – ask you a question: Is there really a table over there? Hverju svarar (segjum hann skilji ensku) eldri Grikkinn? Hvað heitir þessi heimspekingur?

Mynd 08. Skólinn í Aþenu, nærmynd af miðjunni.

Mynd 09. Skólinn í Aþenu, nærmynd af miðjunni.

 

Nú snýrð þú þér að yngri heimspekingnum og spyrð hann: Now, what do you think, is there really a table over there? Hverju svarar yngri Grikkinn?

 

1. Heimaspurning: a) Aristóteles vill meina að efni og form fari alltaf saman og séu nauðsynlegir hlutar alls þess sem til er, en getur þú ímyndað þér hvað efni án forms er? Með sama hætti, hvað væri þá form án efnis? b) Hver er vinstra megin og af hverju bendir hann upp? Hver er hinn og af hverju bendir hann niður?

 

B8 = HEILAbROT: ÓVÆNTA SKYNDIPRÓFIÐ

Kennari ykkar í heimspeki tilkynnir hér með að það verður kannski skyndipróf í heimspeki haldið í seinustu kennsluvikunni. Viðkomandi próf verður aðeins haldið eff (ef og aðeins ef) prófið kemur á óvart. 4 kennslutímar eru í hverri viku, svo prófið hlýtur þá að vera haldið í einum af þessum 4 tímum, en aðeins ef sjálfur prófdagurinn kemur ykkur á óvart.

Efnafræðibrandari.

Mynd 10. Efnafræðibrandari (ef þér fynnst þetta fyndið, farðu þá í raungreinar í háskóla, helst efnafræði).

 

Heimaspurning 2: Færðu nú rök fyrir því að svo geti ekki orðið. Annars verður skyndipróf í næstu viku! Og ekki halda að ég sé að grínast - ég grínast aldrei! Ef þér tekst að sannfæra mig þá verður ekkert skyndipróf! Hver eru rök þín?

 

C 8 = HUGTAK: HEILMYND

Ég sé það á ykkur að þið eruð ekki sannfærð á þessu rugli mínu öllu um ímyndun og raunveruleika. En nú vil ég kynna fyrir ykkur nýtt hugtak og nokkur myndbönd. Horfið á þau og látið sannfærast – eða gagnrýnið, segið mér!

Heimspekilegt hugtak: holography (hologram) = Heilmyndalmynd. Það er myndað úr grísku (ha?), hólos = “heill” og grafé = “skrifa,” “teikna.” Holography er tækni sem gerir 3-víddar “ímyndir.” Notaður er leiser, og ýmis slík tækni með ljósi. Ímyndin breytist eftir afstöðu og er því ekki eins og mynd í 2-vídd. Hologram myndin “sjálf” er þó ekki ímynd, heldur að því er virðist tilviljanakennt form með mismunandi styrk, þykkt og útlit. Ein skilgreiningin er svona:

A negative produced by exposing a high-resolution photographic plate, without camera or lens, near a subject illuminated by monochromatic, coherent radiation, as from a laser: when it is placed in a beam of coherent light a true three-dimensional image of the subject is formed.

Tupac tónleikaferðin 2012!?

Mynd 11. Tupac tónleikaferðin 2012!? Er hann ekki löngu dauður? (Var hann ekki skotinn af því að rapptónlist er svo ómöguleg?)

 

Sumum, þar á meðal nokkrum þekktum vísindamönnum, hefur dottið í hug að þetta sé endurspeglun á raunveruleikanum, hann sé í raun svona. Öðru vísi orðað, allt það sem þú sérð og er fyrir utan skinnið á þér er einmitt svona 3-víddar hologram (skoða fyrir neðan).

Tupac texti.

Mynd 12. Tupac texti.

 

Með þessari nýju tækni hefur tekist að “vekja látna listamenn til lífsins,” ekki bara með því að syngja með þeim (svindl: þú spilar Presley af upptöku og syngur með og gefur út!), heldur hefur nú tekist að fá látna listamenn til að syngja með núlifandi (ha?) listamönnum á tónleikum!

Skoðið Tupac syngja “live” á tónleikum, ekki bara einn, heldur líka með Snoop Dogg and Dr. Dre í Coachella árið 2012 (eina vandamálið er að Tupac var skotinn til bana 13. september árið 1996). Tupac Shakur var þekktur rappari og leikari, kallaður “2Pac” og “Makaveli.” Hann hefur selt nærri 80 milljónir platna, sem er nærri heimsmeti. Hann var skotinn fjórum skotum 7. september 1996 í Las Vegas, Nevada og dó af sárum sínum 6 dögum seinna. Hann er þó enn að performera:

Hérna má sjá frétt um andlát hans:

 

http://www.youtube.com/watch?v=egcIyx-C2GY

Myndband 01Who shot 2Pac ...

 

Hér má sjá Tupac syngja dúett með því furðulega fyrirbæri "Snúpdog:"

 

https://www.youtube.com/watch?v=TGbrFmPBV0Y

Myndband 02Tupac hologram Snoop Dogg and Dr. Dre Perform ...

 

Hér eru ungir fræðimenn að útskýra hvað hologram er:

 

http://www.youtube.com/watch?v=mcSYpZchFpI

Myndband 03How the Tupac hologram works ...

 

Meira að segja Elvis Presley er farinn að syngja dúetta með Celine Dion:

 

http://www.youtube.com/watch?v=demh7Whc96s

Myndband 04Elvis Presley & Celine Dion duet: 1968-2009 ...

 

Heimaspurning 3: Hvernig tengist þetta með “heilmynd” fyrri hugtökum okkar? Gæti allt sem þú skynjar vera í raun svona “heilmynd”? Svaraðu út frá hugtökum okkar um form og efni og frummynd.