HeilaBrot 1

A-B-C-1

AÐGREINING 1, HEILAbROT 1 og HUGTAK 1

Gerið svo vel, hér kemur fyrsta Aðgreiningin, fyrsta Heilabrotið og fyrsta hugtakið. Hugmyndin er að kynna þér svona pakka í hverri viku með nýjum og enn skemmtilegri Aðgreiningum, Heilabrotum og Hugtökum heldur en seinast!

Lesið og svarið svo spurningunum (sem koma í textanum á eftir) á sérstöku blaði sem kennari lætur þig fá. Athugaðu að þú átt alltaf að svara - í stuttu máli - spurningum úr A og B og C samanlagt 3 spurningar sem dreift er hér og þar um textann. Þú hefur alltaf viku til að svara, ég tek við svarblaðinu (án refsingar) viku síðar en það birtist og er kynnt í tíma. Þ.e. daginn sem nýtt A-B-C kemur (í upphafi hverrar viku) verður þú að skila mér svarblaði á pappír í tíma fyrir A-B-C vikuna á undan.

EFNISYFIRLIT:

Aðgreining A1: Orsök og afleiðing? (svara svo spurningu nr. 1)

HeilaBrot B1: Ljósaperurnar þrjár í einu herbergi og þrír kveikjarar í öðru (eða "ég sé ljósið!"). (svara svo spurningu nr. 2)

Hugtak C1: Guð. (svara svo spurningu nr. 3)

A1 = AÐGREINING 1: ORSÖK OG AFLEIÐING

Heimspekingar gera á milli Orsakar (cause) og Afleiðingar (consequence). Þessi aðgreining er frumspekileg (metaphysics) og varðar spurninguna um orsök. Á allt sér orsök?

Þessi aðgreining er í raun augljós. Allt sem gerist hlýtur að gerast af einhverri ástæðu. Sú ástæða er kölluð orsök. Þegar orsökin hefur átt sér stað, veldur hún einhverju. Þetta sem hún veldur er þá afleiðing. All á sér þannig orsök og allt hefur sínar afleiðingar.

Þetta merkir má líka að hver afleiðing sem á sér stað (vegna einhverrar orsakar) hlýtur þá líka að vera svo orsök að einhverju öðru. Og sú afleiðing orsakar þá einhverja aðra afleiðingu, o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv., …

Allt sem á eftir að gerast hlýtur þá að gerast af einhverri orsök og hafa svo einhverjar afleiðingar.

Hugsaðu þér t.d. allt það góða sem þú gerir. Leiðir það ekki til einhvers? Verður heimurinn þá skárri þegar við gerum eitthvað gott? (Og öfugt?) Hefur þú t.d. séð myndina Pay it Forward?

Mynd A.1.1. Aristóteles.

Mynd A.1.2. Aristóteles (og heimspekingurinn heilagur Aquinas, sem endurvakti heimspeki hans á miðöldum) um "the unmoved mover."

Gríski heimspekingurinn Aristóteles (384 f.Kr. – 322 f.Kr.) datt svolítið í hug út frá þessari einföldu aðgreiningu. Hann hugsaði þetta afturábak, þ.e. í hina áttina – aftur á bak í tíma. Hann spurði um það sem á ensku er kallað eftir honum “prime mover.” Einnig kallað “unmoved mover” og “first cause.” Aristóteles og sérstaklega miðaldanemandi hans, hann Tómas Aquinas (1225-74), notaði þessa hugmynd til að reyna (ein af mörgum sönnunum) að sanna tilveru Guðs. Sérðu hugmyndina?

Mynd 1.2.

Heimaspurning 1: Farðu nú að ráðum Aristótelesar og hugsaðu afturábak. Ekki hugsa um orsakir og afleiðingar, heldur um afleiðingu og gefðu þér svo að sú afleiðing hafi verið orsökuð. Og sú orsök var afleiðing af e-u. Spurðu endalaust aftur á bak um orsök þess og svo aftur á bak orsök þess og orsök þess. Hvar endar þetta?

MYNDRÆNAR ÚTSKÝRINGAR

Af því að ég er svo myndrænn, þá ætla ég að hjálpa þér að svara Aðgreiningu 1 með því að sýna þér nokkrar myndir, teikningar. Þær gefa þér í raun svarið við A1, ef þú pælir aðeins í því.

sss.

sss.

Mynd 1.3. Þýðing á Genesis.

Mynd 1.4.

 

B1 = HEILAbROT 1: Ég sé ljósið!

Það eru tvö herbergi. Þú ert í öðru herberginu með 3 ljósrofum (til að kveikja og slökkva) og inn kemur heimspekingur! sem segir að í hinu herberginu séu 3 ljósaperur (sem eru ekki bilaðar) og þú þarft að finna út hvaða ljósrofi tengist hvaða ljósi. Það er ekki hægt að sjá á milli herbergja, engir gluggar eru á herbergjunum. Slökkt er á öllum ljósunum.

Mynd 1B1. 3 perur.

Mynd 1B.2.

Þú mátt kveikja á 1 eða 2 eða 3 ljósum áður en þú ferð á milli herbergja, en hvað hjálpar þér – þú mátt t.d. bíða í smá stund, eftir að þú kveikir 1, 2, eða 3 ljós?

Mynd 1.B.1. Annað herbergi með ljósaperunum.

Þú kemst ekki á milli herbergja nema aðra leið, þú getur ekki farið til baka. Bara gert eitthvað við kveikjarana 3 og svarið svo einu sinni í hitt herbergið, þar sem ljósaperunar eru og þú kemst ekki til baka.

Mynd 1.B.3. Hvernig ætlar þú að leysa heilaBrotið?

Heimaspurning 2. Hvað þarftu að gera til þess að vita hvaða ljósrofi tengist hvaða ljósi með því að labba bara einu sinni inn í hitt herbergið?

C1 = HUGTAK 1: Guð (hver annar?)

Dæmigerð orðabók skilgreinir hugtakið “guð” svona:

A being conceived as the perfect, omnipotent, omniscient originator and ruler of the universe, the principal object of faith and worship in monotheistic religions. “Guð er fullkomin vera, alvitur, algóð og almáttug, skapari og stjórnandi heimsins, sá sem er dáð og dýrkuð af öllum eingyðis trúarbrögðum.”

Mynd C.1.1. Guð er til í ýmsum myndum, en þó alltaf með ákveðin grunneinkenni, hver svo sem trúarbrögðin eru.

Vissulega eru trúarbrögð alls konar – meira segja bara innan kristinnar trúar eru alls konar ólíkir söfnuðir: Kaþólikkar, mótmælendur, baptistar, meþódistar, Presbyterianstar, Vísindakirkjan, Krossinn, Vegurinn, Fíladelfía… Þótt munur sé á þessum afbrigðum þá eru þeir þó nokkuð sammála um þessa skilgreiningu – að til sé einn alvituralgóðuralmáttugur guð, skapari himins og jarðar. Sjá “God” hér fyrir neðan.

C.1.1. Samanburður trúarbragða.

Svo eru til þeir sem trúa ekki á guð, þeir skiptast í nokkra flokka:

  1. Theist = Sá sem trúir að til sé guð. Theism = guðstrú. Theist = guðstrúar. Monotheism = Eingyðistrú (þ.e. trú á aðeins einn guð).
  2. Gnostic = Sá sem trúir því að guð sé ekki til. Gnosis (gríska) = (dulræn) þekking. Gnostic = dultrú. Gnosticism = Trú án guðlegrar veru. Að trúa án þess að trúa á guð.
  3. Agnostic = Efahyggjumaður, sá sem veit ekki hvort guð sé til. Agnosticism = Efahyggja, efasemdarstefna, óvissa (í trúmálum).
  4. Atheist = Trúleysingi, sá sem veit ekki hvort guð sé til eða ekki. Atheism = trúleysi.

Önnur - og ekki eins alvarleg aðgreining trúarbragða:

Mynd C.1.2.

C.1.3. Hverrar trúar ert þú?

Heimaspurning 3. Eftir hugleiðingu um hugtakið "Guð" og alla þessa valkosti, hver er afstaða þín? Hvar vilt þú staðsetja þig í þessu og segðu hvers vegna. Ekki bara "af því bara!"

 

Notaðu hálfa svarblaðið frá kennara til að svara þessum ABC verkefnum, þú mátt búast við einu svona í hverri viku. Gangi þér vel!