HeilaBrot 5

A-B-C-5

AÐGREINING 5, HEILAbROT 5 og HUGTAK 5

Höldum áfram og kynnum nýja Aðgreiningu, nýtt HeilaBrot og nýtt Hugtak.

EFNISYFIRLIT:

Aðgreining A5: A priori og A postertiori.

HeilaBrot B5: Raðvandamálið.

Hugtak C5: Þversögn.

A5 = AÐGREINING 5: A PRIORI OG A POSTERIORI

Heimspekingar gera á milli a priori (“frá því fyrra” eða “fyrirfram”) og a posteriori (“frá því seinna” eða “eftirá”). Þessi hugtök eru þekkingarfræðileg (epistemology = þekkingarfræði, þ.e. sú undirgrein heimspekinnar sem fæst við þekkingu). A priori og a posteriori er latína og merkir:

A priori = er þekking sem byggir ekki á reynslu. Að vita eitthvað a priori er að vita það án þess að vísa í reynslu, án þess að þurfa að læra staðreyndina í samskiptum við umheiminn. Þekkt dæmi eru rökfræðileg (Allir menn eru dauðlegir, Sókrates er maður = Sókrates er dauðlegur) og stærðfræðileg (2+3 = 5) sannindi. Þú veist að 2+3 = 5 án reynslu og líka að 2+3 verða alltaf 5, sama hver reynsla þín verður í framtíðinni.

Mynd 1. cxc.

Mynd 1. Tígrisdýrið veit (a priori?).

A posteriori er andstæðan við a priori, þ.e. sú þekking sem er háð reynslu, sem fæst með reynslu, svokölluð raunþekking. T.d. er ekki fyrirfram ljóst að svanir séu hvítir, það þarf að hafa reynslu af svönum, sjá svani, til þess að vita það. Þeir gætu t.d. verið bláir og mér er sagt að til séu svartir svanir í Ástralíu (vissir þú það? Ef ekki sérðu þá að þetta getur verið – þ.e. er ekki fyrirfram ómögulegt – eins og t.d. að 2+3 séu 6). A priori þekking er stundum sögð rökþekking (logical), en a posteriori raunþekking (empirical).

Mynd 3. x.

Mynd 2. Ha?

1. Heimaspurning: Komdu nú með eitt dæmi um þekkingu sem þú hefur a priori og hins vegar eitthvað sem þú veist a posteriori.

B5 = HEILAbROT 5: RAÐVANDAMÁLIÐ

Mynd 2. Hvaða tákn kemur næst?

Mynd 3. Hvaða tákn kemur næst? Þetta heilabrot er stundum kallað raðvandamálið.

 

2. Heimaspurning: Teiknaðu upp táknið sem "á að" koma næst! (ekki kjafta svarið í næsta mann, allir hafa gott af því að spreyta sig á þessu!)

(Aukaverkefni: Nemandi sem fann lausnina benti á að það er ákveðin villa í uppsetningu HeilaBrotsins. Hver er þessi villa?)

C5 = HUGTAK 5: ÞVERSÖGN

Enn eitt hugtak sem heimspekingar eru svo hrifnir af er þversögn (paradox). Þetta hugtak er grískt: paradoxon með merkingunni “að standast ekki væntingar.” Latneska heitið er paradoxum, sömu merkingar. Á ensku er jafnt sagt paradox og contradiction, sem bókstaflega merkir þversögn. Hugtakið paradox merkir fullyrðing sem er hvorki sönn né ósönn, handan skilnings, er absurd, eða fullyrðing sem er andstæð náttúrunni. En ef þversögn er setning sem sé hvorki sönn né ósönn er það þá ekki þversögn?

Mörg dæmi eru til um þversagnir. Algengastar eru einfaldar þversagnir eru t.d. 2 =3 eða þessi skemmtilegu myndrænu dæmi:

Mynd 4. Þversögn!

Mynd 4. Þversögn!

Mynd 5. Getur þú smíðað þetta?

Mynd 5. Getur þú smíðað þetta?

Lang þekktasta dæmi um þversögn er stórskemmtileg grísk saga. Hún segir frá gríska rökfræðingnum Chrysippos. Sagt er að Philetus (ljóðskáld, málfræðingur og gagnrýnandi) frá eyjunni Kos hafi dáið úr ofþreytu við að reyna að leysa þversögnina. Sagan er svona: Kretani siglir til Grikklands og segir við þá Grikki sem hann hittir á ströndinni: Allir Kretanar eru lygarar og allt sem ég segi er satt. Sagði hann satt, eða laug hann?

Sambærilegt dæmi væri það ef einhver segði: Ég lýg alltaf. Er hann þá að segja satt eða ljúga?

Mynd 7. Þú ert drekinn!

Mynd 6. Þú ert drekinn!

Mynd 8. x.

Mynd 7. Gosi hvað?

3. Heimaspurning: Búðu til eitt dæmi um einfalda þversögn í textaformi (þ.e. segðu setningu sem er sönn ef hún er ósönn)! Eða finndu eina skemmtilega myndræna þversögn. Teiknaðu hana, prentaðu eða skrifaðu link.