Hið almenna og hið einstaka

A-B-C-2

AÐGREINING 2, HEILAbROT 2 og HUGTAK 2

Nú höldum við áfram og kynnum nýja Aðgreiningu, nýtt HeilaBrot og nýtt Hugtak.

EFNISYFIRLIT:

Aðgreining A2: Hið almenna og hið einstaka.

HeilaBrot B2: Elsta kona í heimi.

Hugtak C2: Tvíræðni.

A2 = AÐGREINING 2: HIÐ ALMENNA OG HIÐ EINSTAKA

Heimspekingar gera á milli hins Almenna (universal) og hins Einstaka (particular). Þessi aðgreining er frumspekileg (metaphysics) og varðar spurninguna: Hvað er til? Aðgreiningin er upphaflega komin frá Aristóteles og merkir:

Universal = Almennt, er það sem einstakir hlutir eiga sameiginlegt, nefnilega einkenni (characteristic eða quality). Öðru vísi orðað, þá eru universals endurtakanleg og algeng fyrirbæri sem birtast hjá mörgum einstökum og ólíkum hlutum.

Sem dæmi má þá nefna að t.d. tvö epli geta átt það sameiginlegt að vera rauð, eiginleikinn er þá “rauðleiki.” Þau gætu einnig bæði verið súr (“súrleiki,”) en ekki endilega.

Particular = er andstæðan við universal, þ.e. Einstakir og raunverulegir (konkret) hlutir. Hugtakið “maður” er Almennt, en Svandís Frostadóttir er Einstakt (ein einstök persóna). Það er hægt að taka til mörg dæmi um “konur,” t.d. Alvar, Birta eða Elísa. Hugtakið “kona” almennt, en það er bara til einn nemandi Kristjáns, í heimspeki á haustönn 2016 sem byrjar á “Ó”, þ.e. Ólöf. Hún er einstök! (Þið eruð það raunar öll).

 

Mynd 2.1. Hið einstaka heilar hinu almenna!

 

Við tökum eftir því að universals eru abstract, en particulars eru konkret. Einnig má benda á að universals koma í 3 afbrigðum, sem tegund (“epli,” “ský,” …), sem eiginleiki (“stór-lítill,” “langur-stuttur,” …) og loks sem tengsl (“afi,” “við hliðina á,” …).

1. Heimaspurning: Nefndu eitt nýtt dæmi (sem kemur ekki fram að ofan) um Almenna tegund. Vertu svolítið frumleg! Og eitt dæmi um Almennan eiginleika og eitt dæmi um Almenn tengsl.

 

MYNDRÆNAR ÚTSKÝRINGAR

Af því að ég er svo myndrænn, þá ætla ég að hjálpa þér að svara spurningum (1 og 2) um Aðgreiningu með því að sýna þér nokkrar myndir, teikningar. Þær gefa þér í raun svarið, ef þú pælir aðeins í því.

Mynd 2.2. Ljóð er fínna og heimspekilegra heldur en sagnfræði, því ljóð tjá hið almenna, en sagnfræði aðeins hið einstaka. Aristóteles.

 

Mynd 2.3. Heimspekileg risaeðla.

Mynd 2.4. Ég bara varð að setja þessa mynd með. Það má misskilja þetta!

Mynd 2.5. Kristin trú er eingyðistrú, þríeinn.

 

B2 = HEILAbROT 2: Elsta kona í heimi!

Einn af fyrri nemendum mínum í heimspeki – kvenkyns dama (þetta er enn eitt dæmi um tuggu hjá mér) – tilkynnti mér um daginn að hún hafi tekið eftir frétt í dagblaði og hugsað þá um heilabrotin í Heimspekinni. Hún sagði að fyrirsögin hafi verið svona:

ELSTA KONA Í HEIMI ER DÁIN

 

Mynd x.

 

Henni fannst þetta rökfræðilega einkennileg fyrirsögn. Þetta fannst mér gott hjá henni, hún er komin með gagnrýnið hugarfar og skapandi hugsun!

Hvernig svarar þú, nú þegar þú ert orðin heimspekinemi (búin að kljást við 1 HeilaBrot nú þegar) og bæði búin að þróa með þér gagnrýnið hugarfar og skapandi hugsun?

2. Heimaspurning: Hvernig má finna að þessari fullyrðingu, sem kvenkyns heimspekidaman (tugga eins og samkynhneigður hommi - sem fór á hestbaki á hesti?) rakst á í blaðinu?

C2 = HUGTAK 2: Tvíræðni

Eitt af þeim hugtökum sem heimspekingar eru svo hrifnir af er tvíræðni (ambiguity). Þetta hugtak er rökfræðilegt (logic) og er í raun þekkt rökvilla. Hugtakið merkir:

Tvíræðni = Ambiguity, þegar orð er notað (stundum óvart) í tveimur aðskildum merkingum. Stundum er þetta ómeðvitað eða óvart, s.s. útvarpsauglýsingin:

 

SUMAR SÍÐBUXURNAR ERU KOMNAR!

 

Oftar er tvíræðni beinlínis notuð (til að vekja athygli). Þetta er algengt í bröndurum og auglýsingum. Stundum er tvíræðnin bara í orðum, eins og eftirfarandi dæmi sýna:

 

Mynd 2.7. Fyrst saklaust dæmi. Hvort sérðu?

Mynd 2.7. Er hann ekki eitthvað að misskilja fyrirmælin?

 

Mynd 2.9. Heldur grófara dæmi. Hver er tvíræðnin hér?

 

Mynd 2.10. Nokkuð flott dæmi um tvíræðni, finnst þér ekki?

 

Mynd 2.11. Góð útskýring á dæmigerðri tvíræðni.

 

3. Heimaspurning. Útskýrðu tvíræðnina í einu dæminu að ofan og finndu svo þitt eigið dæmi um tvíræðni. Ef þú getur ekki fundið það í auglýsingum eða á netinu, búðu það þá til.

 

NÚ ÁTT ÞÚ AÐ SVARA ÞESSU FYRIR HELGI, A-B-C ERU ALLTAF KYNNT Á MÁNUDEGI OG ÞÚ HEFUR FRAM Á FIMMTUDAG TIL AÐ SKILA - FIMMTUDAGSTÍMINN VERÐUR OFTAST VINNUTÍMI. ÞÚ MÁTT ALLTAF SKILA MÁNUDEGINUM Á EFTIR, ÞEGAR ÉG SEGI SVÖRIN OG KYNNI NÆSTA A-B-C. HLAKKAR ÞÚ EKKI TIL?