Hugtak 6

A-B-C-6

AÐGREINING 6, HEILAbROT 6 og HUGTAK 6

Höldum áfram og kynnum nýja Aðgreiningu, nýtt HeilaBrot og nýtt Hugtak.

EFNISYFIRLIT:

Aðgreining A6: Raunveruleiki og ásýnd.

HeilaBrot B6: Einn sönn setning.

Hugtak C6: Skynvilla.

A6 = AÐGREINING 6: RAUNVERULEIKI OG ÁSÝND

Heimspekingar gera á milli raunveruleika (reality) og ásýndar (apperance). Þessi hugtök eru frumspekileg (metaphysics = frumspeki), þ.e. sú undirgrein heimspekinnar sem fæst við raunveruleikann og spyr: Hvað er (til)? Hvað er í raun og veru til og hvað sýnist okkur bara? Oft sýna skynvillur okkur tvo möguleika (eins og t.d. í myndrænu þversögnunum í seinustu viku), en skynvillur geta verið mun heimspekilegri, frumspekilegri - þannig að dæmin geta "raunverulega" ögrað trausti skynfæra okkar.

Mynd 1. Reality check!

Mynd 1. Reality check!

 

Ótölulega margar leiðir eru til sem uppljóma þessa aðgreiningu. Skoðum nokkrar.

Mynd 2. Það sem sýnist og það sem er.

Mynd 2. Eru – það sem sýnist og það sem er – algjörar andstæður?

 

Fyrst ein mynd sem er mjög vinsæl á kápu heimspekibóka:

Mynd 3. René Magritte. La condition humaine. National Gallery of Art, Washington.

Mynd 3. René Magritte. La condition humaine. National Gallery of Art, Washington.

 

Belginn René Magritte er n.k. olíumálaraútgáfa af hollendingnum Escher, sem við skoðuðum í seinustu viku. Fræg er t.d. mynd Magritte af pípunni:

Mynd 4. Horfðu vandlega á þessa mynd. Ef þú skilur ekki frönsku, þá spyrðu bara skólafélaga þína sem eru í því skemmtilega fagi.

Mynd 4. Horfðu vandlega á þessa mynd. Ef þú skilur ekki frönsku, þá spyrðu bara skólafélaga þína sem eru í því skemmtilega fagi.

 

1. Heimaspurning: Er setningin í mynd 4 sönn eða ósönn? Útskýrðu svar þitt.

Hér er annað heimspekilegt málverk Magritte og nokkur mismunandi heimspekileg viðbrögð við því:

Mynd 4. xxx.

Mynd 5. René Magritte. 1964. The Son of Man. Sjálfsmynd í súrrelískum stíl (í einkaeign).

 

Mynd 5. xx.

Mynd 6. Þetta er ekki tattoo!

 

Smá húmor um þennan heimspekilega listamann. Kynnumst fyrst bróður hans.

Mynd 7. Þetta er heldur ekki pípa, segir Magritte, og þetta ekki heldur, segir bróðir hans: Rodrigo,

Mynd 7. Þetta er heldur ekki pípa, segir Magritte, og þetta ekki heldur, segir bróðir hans: Rodrigo, “pípu”lagningarmaður.

 

B6 = HEILAbROT 6: BRÚAR-ÞVERSÖGNIN

Eftirfarandi þversögn er eftir Buridan:

Ímyndaðu þér að Sókrates vilji komast yfir ána, en þegar hann finnur brú yfir hana, þá stendur Platon (af öllum mönnum í vegi fyrir honum). Platon segir: Hver er að trip-trappa á brúnni minni? Nei, djók. Hann segir miklu frekar:

Platon: Sókrates, ef þú segir sannleikann í fyrstu setningunni sem þú svarar mér, þá leyfi ég þér að ganga yfir brúna. En vita skaltu það, ef þú setningin reynist ósönn, þá mun ég henda þér út í ána!

2. Heimaspurning: Hvað (vísbending: þú ert búin að læra um þversagnir) segir Sókrates þá? Hvernig komst Sókrates þá yfir?

C6 = HUGTAK 6: SJÓNHVERFING

Yfirleitt eigna sálfræðingar sér sjónhverfingar (optical illusions). Þær eru þó - eða geta allavega verið - mjög heimspekilegar. Sjáið t.d. þessar skemmtilegu samsettu myndir af fræga fólkinu:

Flashed face distortion effect (Jason M. Tangen, Sean C. Murphy & Matthew B. Thompson):

Farðu inn á þessa síðu. Eftir að hafa skoðað og lesið um efri myndina af Tom Cruise (en ekki krukka) kveiktu þá á myndefninu og reyndu að horfa stöðugt á plúsmerkið í miðjunni. Þá muntu sjá merkilega breytingu á fræga fólkinu! Það skal tekið fram að ekki er búið að breyta myndunum neitt. Þær eru bara paraðar svo saman.

Mynd 7. Celebrity illusion.

Mynd 8. Celebrity illusion.

 

Ef þú vilt lesa meira skoðaðu þá: http://www.techeblog.com/index.php/tech-gadget/you-won-t-believe-this-celebrity-optical-illusion-is-real#1pVscPgZ2kRZzqFd.99

http://www.techeblog.com/index.php/tech-gadget/you-won-t-believe-this-celebrity-optical-illusion-is-real

Hér eru sambærileg skemmtilegheit:

http://anajetli.blogspot.com/2009/04/real-illusion.html

Reiður eða glaður? Skoðaðu vel eftirfarandi mynd. Þegar þú ert búin að glöggva þig á því hvor aðilinn er reiður og hvor glaður, gakktu þá 10 skref afturábak og gáðu betur.

Mynd 9. x.

Mynd 9. Hvor er reið?

 

Allir þekkja Albert Einstein og Marylin Monroe. Þau virðast líka hafa þekkt hvort annað!

Mynd 8. xx.

Mynd 10. Einstein kunni að svara fyrir sig!

 

Mynd 10. x.

Mynd 11. Albert Monroe, I presume?

 

3. Heimaspurning: Skoðaðu nú vel eftirfarandi mynd. Skrifaðu af hverjum hún er og þegar þú ert búin að því, gakktu þá 10 skref afturábak og skrifaðu aftur niður af hverjum myndin er!