Hugtak 9

A-B-C-9

AÐGREINING 9, HEILAbROT 9 og HUGTAK 9

Höldum áfram og kynnum nýja Aðgreiningu, nýtt HeilaBrot og nýtt Hugtak.

 

EFNISYFIRLIT

Aðgreining A9: Maður og Vélmenni.

HeilaBrot B9: Martröð.

Hugtak C9: Turing prófið.

 

A9 = AÐGREINING 9: MAÐUR og VÉLMENNI

Heimspekingar gera á milli mannveru (human) og vélmennis (robot). Þessi hugtök eru frumspekileg (metaphysics) = frumspeki, þ.e. sú undirgrein heimspekinnar sem fæst við spurninguna um það hvað sé til.

Orðabókarskilgreining: Mannvera (human) =

  1. Mannlegur;
  2. Mennskur, af mannlegum uppruna;
  3. Manneskjulegur. (Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi, Örn og Örlygur, 1984, bls. 485).

 

Ást?

 

Orðabókarskilgreining: Vélmenni (robot) =

  1. Vélmenni, tölvustýrð vél með hreyfiarma sem nemur umhverfisáhrif;
  2. Vélmenni, viljalaus maður sem bregst við eða vinnur störf sín á vélrænan máta. (Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi, Örn og Örlygur, 1984, bls. 888).

 

http://www.youtube.com/watch?v=DF39Ygp53mQ

Myndefni 01. Incredibly realistic male and female android robots ...

Stundum er áherslan á því að gera vélmenni sem líkjast okkur sem mest, sjá að ofan. En stundum er reynt að líkja sem best eftir einum mannlegum eiginleika eða öðrum, ekki í útliti, heldur í starfsemi, sjá að neðan.

 

http://www.youtube.com/watch?v=HmSYnOvEueo

Myndefni 02. Talking robot mouth mimics human speech ...

 

Heimaspurning 1. Hvað er það í fyrri skilgreiningunni sem leyfir okkur að dæma vélmenni sem mannverur? Þekkir þú einhvern sem er vélmenni skv. seinni skilgreiningunni?

 

B9 = HEILAbROT 9: MARTRÖÐIN

Stelpa í 2-h fékk alveg hræðilega martröð. Hana dreymdi að hún lægi í rúminu og að ógeðsleg ófreskja – goblin – sæti ofan á sér, um það bil að éta hana. Ekki nóg með það, heldur tekur ógeðslegur hestur líka þátt í átinu.

 

Henri Fuseli (1741-1825). 1781. The Nightmare (martröðin). Detroit Institute of Arts.

 

http://www.youtube.com/watch?v=qfTXD0VNBss

Myndefni 03. Ion the frame: 125 years: Henry Fuseli's The Nightmare ...

 

En sem betur fer vaknaði stelpan og þótt hún væri með mikinn hjártslátt, sveitt og rauð í framan, þá áttaði hún sig á því að hana hafði verið að dreyma – ægileg martröð.

En af hverju lá hún svona asnalega í rúminu og það var eins og eitthvað sæti ofan á maganum á henni? Hún leit upp og sér til skelfingar sá hún að ógeðslegt skrímsli lá ofan á henni, um það bil að éta hana. Ekki nóg með það heldur tekur ógeðslegur hestur líka þátt í átinu.

En sem betur fer vaknaði stelpan og þótt hún væri með mikinn hjártslátt, sveitt og rauð í framan, þá áttaði hún sig á því að hana hafði verið að dreyma – ægileg martröð.

En af hverju lá hún svona asnalega í rúminu og það var eins og eitthvað sæti ofan á maganum á henni? Hún leit upp og sér til skelfingar sá hún að ógeðslegt skrímsli lá ofan á henni, um það bil að éta hana. Ekki nóg með það heldur tekur ógeðslegur hestur líka þátt í átinu ...

 

Heimaspurning 02: Gæti þetta gerst hjá stelpunni í 2-h? Hvaða áðurnefnt heimspekilega hugtak (nefndu a.m.k. 1) minnir þetta vandamál á og hvers vegna? Minnir þetta þig á einhverja kvikmynd?

 

C9 = HUGTAK 9: TURING PRÓFIÐ

 

Alan Turing (19xx-19xx).

 

Alan Turing var breskur vísindamaður, sem erfitt er að flokka. Hann er sagður tövluvísindamaður, stærðfræðingur, dulmálsfræðingur og kenningafræðilegur lífffræðingur, en líklega er best að skilja hann sem rökfræðingi.

Turing á stóran þátt í uppfinningu tölvunnar, allavega breska hlutanum. Bandaríkjamenn voru á sama tíma að búa til risastóra vél, sem bæði gat reiknað hraðar en maðurinn og leyst dulmálslykla, sem var mikilvægt í þá daga. Seinni heimsstyrjöldin var í algleymingi og Þjóðverjar komu skilaboðum til kafbáta á Atlandshafi um hvar þeir ættu að finna skipalestir - t.d. frá Bandaríkjunum, um Ísland til Evrópu. Þjóðverjar vissu að bandamenn gátu lesið skipaboð þeirra, svo þeir notuðu dulmál, sem þeir breyttu daglega. Menn gátu leyst dulmálslyklana, en það var handavinna sem tók nokkra daga. Þá var það of seint. Turing tók þátt í þeirri vinnu að leysa dulmálslyklana hraðar. Það var gert með því að búa til rafknúna reiknivél (=tölvu), sem átti að geta leyst dulmálslylkana samdægurs.

 

Nýlega var sagt frá þessu í kvikmynd, sem vakti töluverða athygli: Morten Tyldum. 2014. The Imitation Game (8,1*), með þeim frábæra Benedict Cumberbatch í aðalhlutverki.

 

https://www.youtube.com/watch?v=S5CjKEFb-sM

Myndefni 04. The Imitation Game - Official Trailer ...

 

a

 

Myndin er fer ekki alveg rétt með, t.d. unni fleiri en Turing að vélinni, en hann er þó talinn eiga mestan heiðurinn í því. Það er þó annað sem ég vil velja athygli ykkar á, en það er óþolinmæði Turings gagnvart heimspekingum! Hann þoldi illa endalaust rifrildi þeirra um það hvort tölvur gæti verið með meðvitund og í grein frá 1950 "Computing Machinery and Intelligence" lagði hann til einfalt próf, sem ætti að geta skorið úr um það hvort tölvuforrit væri með meðvitund. Turing lagði til að í eitt herbergi væri kona og forrit sem reyndi að svara eins og kona, köllum það A og B. Í næsta herbergi væri persóna C, sem mætti spyrja A og B alls konar spurninga. C á síðan að dæma hvort A eða B sé forrit. Turing hélt að strax árið 2000 þá myndu forrit geta platað persónu sé, en það hefur ekki gerst enn!

 

f

 

Segja má að elstu dæmin um Turing prófið séu tvö mjög gömul forrit: Eliza og Parry. Bæði forritin eru mjög einföld, en þó það góð að nokkrir féllu fyrir þeim. Hér er dæmi:

Forrit 1: Eliza - forrituð sem húmanískur/Rogerískur sálfræðingur. Hér er 14 mínútna langt samtal við þunglyndan listamann!

 

https://www.youtube.com/watch?v=CJWOOTMt4ko

Myndefni 05. Conversations with Eliza ...

 

Forrit 2: Parry - forritað sem ofsóknaróð persóna.

Forrit 3: Catherine - forrituð sem sérfræðingur í Bill Clinton, fyrrum forseta!

Forrit 4: Eugene Goostman - forritað sem úkranískur unglingur (sem þessvegna talar ekki alltaf málfræðilega rétt).

 

Er þetta forrit (Eugene Goostman) búið að ná Turing prófinu? Einn þriðji þeirra sem prófaðir voru trúðu því að forritið væri í raun úkranískur unglingur! 4:45 mín.

 

https://www.youtube.com/watch?v=oHL1JpPTle0

Myndefni 06. Passing the Turing test ...

 

Forrit 5: Cleverbot er annað forrit sérstaklega hannað til að eiga samtöl við fólk. Hér koma tvö dæmi, en í báðum tilvikum er forritið látið tala við annað forrit! 1:23 mín.).

 

https://www.youtube.com/watch?v=WnzlbyTZsQY

Myndefni 07. AI vs AI: Two chatbots talking to each other ...

 

Annað dæmi! Samtalið verður fljótlega mjög heimspekilegt (4:22 mín.).

https://www.youtube.com/watch?v=vphmJEpLXU0

Myndefni 08. Two Artificial Intelligence (AI) Chatbots talk and argue with each other ...

 

Fort 6: Siri (á I-phone símanum þínum!).

 

Hér sérðu Siri tala við Elizu (1:52 mín.)!

https://www.youtube.com/watch?v=uTiLverShyc

Myndefni 09. Siri meets ELIZA - A SiriProxi Plugin ...

 

Hér er stutt myndræn útskýring á Turing prófinu (4:42 mín.).

https://www.youtube.com/watch?v=3wLqsRLvV-c

Myndefni 09. The Turing Test: Can a computer pass for a human? ...

 

Hér er styttri skýring (1:54 mín.).

https://www.youtube.com/watch?v=sXx-PpEBR7k

Myndefni 10. What is the Turing Test? ...

 

Heimaspurning 03: Hvað myndir þú spyrja tölvuna um í Turing prófinu, sem hún ætti erfitt með að svara (til að láta þig halda að hún væri kona)?