Orsök og ástæða

A-B-C-4

AÐGREINING 4, HEILAbROT 4 og HUGTAK 4

Nú höldum við áfram og kynnum nýja Aðgreiningu, nýtt HeilaBrot og nýtt Hugtak.

EFNISYFIRLIT:

Aðgreining A4: Orsök og Ástæða.

HeilaBrot B4: Hooters.

Hugtak C4: Tugga.

A4 = AÐGREINING 4: ORSÖK OG ÁSTÆÐA

Heimspekingar gera á milli Ástæðna (reasons) og Orsaka (causes). Þessi aðgreining er rökfræðileg (logic) og varðar spurninguna um orsök. Aðgreiningin merkir:

Reason = Ástæða, er hvert það atriði sem þú getur nefnt sem er liður í því að þú gerir það sem þú gerir.

Sem dæmi má nefna að þú ert í framhaldsskóla til að …. Já hvað?

  1. Mennta þig.
  2. Gegna foreldrum þínum?
  3. Gera eins og hinir?
  4. Læra.
  5. Fá góð laun síðar.
  6. Leiðast ekki.
  7. Sleppa við að vinna núna?
  8. ...

Cause = Orsök, er sterkara orð. Það felur í sér að þegar þú nefnir það sem ástæðu fyrir því sem þú gerir, þá er það ÁSTÆÐAN – HIN EINA OG SANNA, fyrir því sem þú gerir.

Kannski má tengja þetta við seinustu aðgreiningu svona:

Ástæða er nauðsynleg forsenda til þess að gera eitthvað, en ekki nægjanleg (það geta t.d. verið aðrar ástæður líka).

Orsök er nægjanlega forsenda, þ.e. orsökin eina nægir til þess að maður gerir það sem hann gerir.

 

Dæmi um aðgreininguna Ástæða-Orsök er t.d. ef þú setur óvart hendina á eldavélina og hellan er heit, þá kippir þú henni strax að þér. Ástæðan er meira en bara ástæða, hún er ORSÖK. Þú getur ekki annað en kippt hendinni burt. Þú þarft ekki líka að útskýra hegðun þína með því að segja að á meðan hendin var á heitri hellunni, þá veltir þú þessu nokkuð fyrir þér og komst að þeirri niðurstöðu að það væri líklega best að kippa hendinni sem fyrst í burtu. Þú þarft ekki að nefna fleiri ástæður en ORSÖKINA EINA, að hellan var heit. Ef þú bætir líka við að: a) foreldrar hefðu viljað að þú gerir þetta; b) öðrum hefur vegnað vel þegar þeir kippa hendinni svona; c) það er vont að brenna sig, … þá hljóma þessar “ástæður” fáránlegar. Sumt er nefnilega orsakað, en margt annað hefur margar ástæður.

Nú er það ljóst að oft er erfitt að álykta um ástæður og orsakir hegðunar fólks, ekki bara annarra, heldur einnig okkar eigin. Tökum nú dæmi sem sýnir annars vegar ÁSTÆÐUR eru fyrir e-u því sem á sér stað og hins vegar ORSÖK þess að eitthvað eigi sér stað.

 

MYNDRÆNAR ÚTSKÝRINGAR

 

Mynd 2. xxx.

 

Hér koma nokkur skemmtileg dæmi.

Páfar síðustu ára hafa allir heilsað með þessu handtákni, nú þykir orsökin fyrir því vera ljós. Taugaveiki!

"It is a hand gesture which has been seen in ancient mosaics and paintings for hundreds of years but now the reasoning behind the Pope's distinctive benediction sign may been solved.

First used by Pope Peter, it is thought the unique gesture, in which the thumb is tucked into the palm and the index and middle finger are raised together, may have been due to nerve damage".

http://www.dailymail.co.uk/news/article-3241299/St-Peter-s-original-distinctive-benediction-sign-caused-nerve-damage-stopped-opening-hand.html

 

Mynd 3. xxx.

 

Mynd 4. cc.

 

1. Heimaspurning: Nefndu 1 dæmi um eitthvað sem þú hefur gert sem er ekki orsakað af einhverju einu, heldur af minnst tveimur ástæðum. Ekki nota dæmi sem komið hafa fyrir í textanum eða útskýringum kennarans.

 

B4 = HEILAbROT 3: Hooters!

Lestu eftirfarandi frétt (sönn saga - trúðu mér!) úr bandarísku blaði veitingahúsakeðjunnar Hooters, þar sem þjónustustúlkur eru svo smekklega léttklæddar. Hooters vildi auka bjórsöluna, svo þeir settu upp keppni meðal starfsmanna. Jodee nokkur Berry vann keppnina, en þó ekki:

 

Hooters server settles lawsuit over beer sales prize

Mynd 5. xxx.

 

Hér kemur frétt - já alvöru frétt út bandarísku blaði:

A former waitress has settled her lawsuit against Hooters, the restaurant that gave her a “toy Yoda” (doll).

Jodee Berry, 27, won a beer sales contest last May at the Panama City Beach Hooters... She was happily escorted to the restaurant's parking lot in a blindfold. But when the blindfold was removed, she found she had won a new toy Yoda – the little green character from the "Star Wars" movies.

David Noll, her attorney, said Wednesday that he could not disclose the settlement's details.

Mynd 6. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðist Jaret Blair ekki ánægð með verðlaunin!

 

After the stunt, Berry quit the restaurant and filed a lawsuit against Gulf Coast Wings, Inc., the restaurant's corporate owner, alleging breach of contract and fraudulent misrepresentation. The restaurant's manager, Jared Blair, has said the whole contest was an April Fools' jokePanama city, Florida, 9. maí, 2002.

Mynd 7. Jeda sjálfur!

 

2. Heimaspurning: Hvað hélt Jodee að hún væri að vinna? Hvaða vörnum heldur þú að fyrirtækið hafi haldið uppi (öðrum en aprílgabbi)? Hvaða rök höfðu þeir fyrir sínu máli? Hver er rökvillan?

 

C4 = HUGTAK 3: Tugga

Heimspekingar finna oft að því hvernig fólk talar. Meðal þess er óþolandi tugga (hugsaðu þér belju sem jórtrar (er þetta ekki tugga?); þ.e. hún borðar matinn aftur, tyggur hann aftur og aftur…) eða klifun, sem heimspekingar kalla svo: Tugga (tautology). Tautology merkir að formúla sé sönn með hvaða túlkun sem er. Heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein notaði orðið í þrengri merkingu og lét það merkja óþarfa endurtekningu í formlegri rökfræði sinni frá 1921, en orðið merkir það sama í hversdagslegu tali. Hugtakið tugga er því mjög rökfræðilegt (logic). Tugga er sem sagt ekki ósönn eða röng fullyrðing, heldur þvert á móti, hún er ekki bara sönn heldur nauðsynlega sönn (er þetta tugga hjá mér?) og það með því að endurtaka orðið. Eða eins og mamma sagði (þegar hún vildi fá mig til að drekka hana - mjólkina): Mjólk er góð, hún er það bara!

Tautology = Tugga/klifun, er endurtekning á hugmynd eða það þegar við bætum við orði sem er sama orðið og áður, eða svo líkt að það er í raun sömu merkingar. Seinna orðið bætir því engu við, það bara tyggur á, eða endurtekur, eða klifar á aftur og aftur.

Dæmin eru óendanleg. Sumir fara á Hestbak á hesti (í stað þess að fara bara á hestbak). Aðrir tala um: Dauð lík, Samkynhneigða homma eða Gifta piparsveina og enn aðrir segja að Gæði séu góð, en “góður” er í raun innifalið í orðinu “gæði,” þegar maður hugsar aðeins út í það. Tugga er sem sagt ekki röng, hún er í besta falli óþörf og í vesta falli merki um heimsku.

Það eru til, en mjög sjaldgæfar, ekki tvöfaldar, heldur þrefaldar tuggur! Vinur minn sagði mér einu sinni: Heyrðu Kristján, ég veiddi mínn fyrsta Maríulax á ævinni um daginn! Hvernig er þessi þreföld?

 

MYNDRÆNAR ÚTSKÝRINGAR

 

Mynd 8. Tuggu-félagið!

 

Mynd 7. Þú veist að það er kalt úti þegar þú ferð út og það er kalt. Dö.

 

Mynd 10. Ekki beint tugga og þó?

 

3. Heimaspurning. Segðu frá einni tuggu sem þú hefur rekist á (eða óvart látið út úr þer) eða búðu til eina tuggu sjálf, út frá því sem skilgreiningin segir. Vertu skapandi!