Sjálf

A-B-C-10

AÐGREINING 10, HEILAbROT 10 og HUGTAK 10

Höldum áfram og kynnum allra seinustu Aðgreininguna, HeilaBrotið og Hugtakið.

 

EFNISYFIRLIT

Aðgreining A10: Sæborgir og Androidar.

HeilaBrot B10: Sjálf.

Hugtak C10: Dobbelgänger.

 

A10 = AÐGREINING 10: Sæborgir og Androidar

Heimspekingar (sem og ritarar vísindaskáldsagna) hafa mikið velt fyrir sér hugtakinu líf í tengslum við vélar og menn. Það er ekki eins augljóst ætla má við fyrstu sýn, en hvað er lifandi mannvera og hvað ekki? Verður einhvern tímann í framtíðinni erfitt að greina hér á milli, eins og margar vísindaskáldsögur hafa gefið til kynna? T.d. er hin klassíska mynd Blade Runner með Harrison Ford í aðalhlutverki (Ridley Scott, 1982) gott innlegg í þá umræðu (og nú vitið þið að leikstjóri Arrival - hann Denis Billeneuve - er sagður á leið með framhaldsmynd um Blade Runner, sem hefur nú vinnuheitið Blade Runner 2049 og á að koma út á næsta ári - 2017). Þar er gefið til kynna að augun annars vegar og tilfinningaleg svör varðandi minningar hins vegar séu bestu mælikvarðarnir. Einnig er vitað að raddblær - numinn af tölvu - segir nákvæmlega til um tilfinningalegt ástand. Nú þegar eru nokkrar líkamsræktarstöðvar með augngreiningu í stað lykils. Augað okkar er flókið og hvert auga er einstakt, að því er virðist.

 

ads

 

bladerunner

 

https://www.youtube.com/watch?v=Umc9ezAyJv0

Myndefni 01. Blade Runner - Voight-Kampff Test ...

 

I-Robot

 

Í I, Robot með Will Smith í aðalhlutverki (Alex Proyas, 2004) er þetta líka tekið fyrir. Skoðum þetta nánar.

 

https://www.youtube.com/watch?v=s0f3JeDVeEo

Myndefni 02I, Robot (Trailer 2004) ...

 

Hvernig geta vélar hugsanlega orðið að mönnum? Úlfhildur Dagsdóttir gaf út bókina Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika (Bókmennta- og Listfræðastofnunin, Háskólaútgáfan, 2011). Þær ræðir hún allar skáldsögur og kvikmyndir sem snerta þetta efni – mjög athyglisvert, þótt hún fari ekki nákvæmlega í hvert dæmi. Hún kallar vélmenni sem erlendis ber heitið cyborg einfaldlega SÆBORG og svo er líka til android. Sæborg er komið af cyber organism eða cybernetic organism – sem er skilgreind svona:

Skilgreining: Sæborg = mannvera (já, mannvera) með bæði náttúrulega og tilbúin líffæri inn í sér.

 

Skilgreining: Androids = eru aftur á móti þau vélmenni sem eru kannski ekki með mannlegan hluta, heldur eru gerð eins lík okkur í hegðun og útliti og hægt er.

Slík vera - android - er ekki (enn) mannvera, en verður kannski óaðgreinanleg frá mannveru í framtíðinni, þegar:

a) Slík tækni verður mjög háþróuð og því erfitt að greina á milli, og þegar

b) Sæborgir verða orðnar með það mikið af tilbúnum líffærum (sjá spurningu A1 í A-B-C-9) að við getum alveg eins efast um að þær séu mannverur.

 

Er þetta xx?

 

Mér líkar þessi leikari, sem ég vissi ekki að væri ekki Sæborg? (Sjá http://www.vocalo.org/explore/content/72312). Nú veit ég betur.

 

Skemmdur T-850. (Sjá http://terminator.wikia.com/wiki/Series_850).

 

1. Heimaspurning (A10): Neðangreindur þáttur HUMANS (venjulega skrifað með "A"-ið á hvolfi), er bresk útgáfa af sænskri sjónvarpsseríu, sem heitir: Äkta människor (8,0* á IMDb - enska útgáfan fær 8,1*). Skoðaðu þessi tvö brot úr ensku útgáfunni Humans og svaraðu svo eftirfarandi spurningu.

Fyrra mynddæmið er um fjölskylduna (eiginmaður, eiginkona, dóttir og sonur), sem búin er að kaupa android, sem heitir Mia, inn á heimili sitt, sem heimilishjálp (með meiru).

https://www.youtube.com/watch?v=qukSh0M3G44

Myndefni 03Humans - Life with a Robot ...

 

https://www.youtube.com/watch?v=xLXoQOpWE2s

Myndefni 04. Humans S01E06 Mia briefly gains consciousness ...

 

1. Heimaspurning (A10): Af fyrra myndefninu, hvaða spurning er þetta hjá eiginkonunni? Af seinna myndefninu, hvað er það sem vélmennið er að ganga í gegnum, frá því fyrst í bílnum, þegar hún hrópar upp, og loks á lokasekúndunum, þegar hún virðist breytast til baka?

 

B10 = HEILAbROT 10: SJÁLF

Við þykjumst öll skilja þetta einfalda hugtak "sjálf." Er nokkuð augljósara? En hefur þú velt fyrir þér eftirfarandi fyrirbærum:

Rofinn persónuleiki (áður kallað: Multiple personality, en heitir núna því "einfalda" nafni: Dissociative identity disorder). Þetta geðræna vandamál felst í því að viðkomandi upplifir sig sem margar ólíkar persónur, sem hver um sig getur "komið fram" og "verið" viðkomandi í ákveðinn tíma - stundum lengi. Alltaf ein persóna í einu, sem allar vita mismikið hver af annarri. Þó á grunnpersónan - persónan sjálf - lítið sem ekkert af hinum. Þegar hinar hafa verið "við völd" og grunnpersónan tekur við, þá upplifir hún það sem minnisleysi "blackout." Þessi geðröskun er umdeild - sumir vilja meina að hún sé einfaldlega ekki til, en það eru talin vera yfir 100 staðfest slík tilfelli í heiminum. Í sumum þeirra tilvika, þá eru undirpersónur viðkomandi yfir 25! Þekkt dæmi eru Sybil annars vegar og Three Faces of Eve hins vegar. Hvort tveggja bækur, sem hafa verið kvikmyndaðar:

 

Nunnally Johnson. 1957. Three Faces of Eve.

https://www.youtube.com/watch?v=G-B0_m6fW94

Myndefni 05Three faces of Eve (1957) ...

 

Daniel Petrie. 1976. Sybil.

https://www.youtube.com/watch?v=8kPIDt3yu1M

Myndefni 06Sybil ...

 

Joseph Sargent. 2007. Sybil.

https://www.youtube.com/watch?v=aUjEKXv4OyU

Myndefni 07. Sybil, remake ...

 

Önnur tegund af Hugrofi er til, en það er minnisröskun, þar sem einstaklingur gleymir allt í einu og í langan tíma (nokkur ár), öllu persónulegu um sig. Hann eða hún veit allt almennt áfram, getur hjólað og dansað, talað og sungið, en getur ekki sagt neitt um sína persónulega hagi, ekki nafn, ættingja, kennitölu, símanúmer eða neitt! Yfirleitt tekur slíkur aðili upp nýtt nafn (bara eitthvað) og lifir þá öðru lífi einhvers staðar dæmigert í nokkur ár.

Þriðja tegundin er til, en það er afar einkennileg heilabilun sem felst í því að halda að aðrir séu ekki lengur þeir sem þeir voru, heldur dobbelgänger, þ.e. að þeir séu allt í einu orðnir að n.k. eftirhermum! Afbrigði af þessu er sú ranghugmynd sem sumir fá, að það sé til annað eintak af viðkomandi! Þetta kallast Syndrome of subjetive doubles og er útskýrt sem sjalfgæf "Delusional misidentification syndrome." Kannski má kalla þetta Heilkennið um huglægan tvífara!

Ein flokkunin af netinu er svona:

  • The Capgras delusion is the belief that (usually) a close relative or spouse has been replaced by an identical-looking impostor.
  • The Fregoli delusion is the belief that various people the believer meets are actually the same person in disguise.
  • Intermetamorphosis is the belief that people in the environment swap identities with each other whilst maintaining the same appearance.
  • Subjective doubles, described by Christodoulou in 1978 (American Journal of Psychiatry135, 249, 1978), is the belief that there is a doppelgänger or double of him- or herself carrying out independent actions.

 

2. Heimaspurning (B10): Sjálf? Þekktur bandarískur heimspekingur, John Searle, hefur orðað þetta vandamál svona: "Það er erfitt heimspekilega, að sjá hvað sjálfið er, þar sem að reynsla mín er sífellt að breytast, allir hlutar líkama míns breytast og öll mólikúlin í líkama mínum breytast" (sjá viðtal við hann hér að neðan, ef þið hafið áhuga á þessu). HeilaBrotið er svona: Hvernig skilgreinir þú hugtakið "sjálf?"

 

https://www.youtube.com/watch?v=WwipmspceOU

Myndefni 08. How do persons maintain their identity? ...

 

C10 = HUGTAK 10: DOBBELGÄNGER

Í bókmenntum er talað um Dobbelgänger, sem bókstaflega merkir "double-goer" eða tvífari á íslensku. Það merkir að til sé einhver persóna sem er nákvæmlega eins og önnur. Augljóst dæmi er auðvitað eineggja tvíburar, sem eru í raun alveg eins, allavega við fæðingu.

 

Enginn erfðamunur er á eineggja tvíburum.

 

A photographer from Bandung Indonesia made a splash in the internet because his resemblance to current USA President, Barack Obama. President Obama’s almost iconic status inevitably delivers a spawn of imitators including Mr. Ilham Anas.

 

Hér geturðu séð nokkra fræga með eftirhermur sínar.

https://www.youtube.com/watch?v=0_0a7vjtHf0

Myndefni 09Doublegangers that will blow your mind ...

 

Í bókmenntum er tvífari oft merki um ógæfu og jafnvel að þetta sé illi tvífarinn.

 

Joseph Severn, Posthumous Portrait of Shelley Writing Prometheus Unbound (1845).

 

Til dæmis í bókinni Prometheus Unbound (1820) eftir Percy Bysshe Shelley (hvaðan þekkir þú hann? hint: eiginkonan!) þá er dobbelgänger spegilmynd sjálfsins. Þessi skáldsaga byggir á goðsögunni um Prómeþeif, sem þú getur kynnst í stórgóðri kvikmynd: Ex Machina (Alex Garland, 2015). Í sögu Shelley þá sleppur Prómeþeifur úr hlekkjunum og síðan berst hann gegn Júpiter. Í þeim skilningi táknar Prómiþeifur frjálsan vilja manneskjunnar til að berast gegn yfirvaldi með góðmennsku, von og hugsjón.

Nýtískulegri Dobbelgängerar

Nú eru komnir á sjónarsviðið ný tegund af dobbelgängerum. Þú getur látið búa slíkan til fyrir þig í Japan. Skoðum nokkur dæmi.

 

xx

 

Sjá nánar á:

https://www.youtube.com/watch?v=uD1CdjlrTBM

Myndefni 10Android Robot - Germonoid HI-1 Android prototype ...

 

sss

 

Hér fyrir neðan er vara frá kínversku (The Xian Chaoren Sculpture Research Institute) þjónustu-fyrirtæki sem býr til dopperganger eftir pöntun.

 

https://www.youtube.com/watch?v=cl9R1YT_n-s

Myndefni 11Zou Ren Ti and "Zou Ren Ti" Simulated Robot ...

 

https://www.youtube.com/watch?v=9L2wwpfpoCI

Myndefni 12Shaoren Sculpture Research Institute ...

 

3. Heimaspurning (C10): Ég gef þér fyrirfram að dobbelgangerarnir í mynd 10.9. og 10.10. eru sitt hvoru megin (þ.e. annar er vinstra megin, en hinn er hægra meginn), en hvor af þessum er dobbelganger og hvor frummyndin?