Lett þjálfunarverkefni í DSM-5 með bröndurum, seinni hluti!
Dæmunum er eins og áður raðað upp á tilviljanakenndan máta, en þú mátt vita það fyrirfram að það er einn brandari úr hverjum kafla, frá 11-20, notaðu því útilokunaraðferðina. Ég legg til að þú skannir alla möguleikana fyrst og merkir svo við þá sem þú ert örugg með, síðan getur þú skoðað hvaða kafla þú átt eftir, valið það sem helst passar saman af þeim dæmum sem þú átt eftir, o.s.frv.
Dæmi 11:
Dæmi 11. Ansi klár kerling, eða þannig. En hvað er að karlinum?
Dæmi 12:
Dæmi 12. Hvaða geðröskun er verið að gera grín að hér? Nefndu bara yfirflokk geðröskunarinnar á svarblaðinu frá kennaranum.
Dæmi 13:
Dæmi 13. Þetta er ekki auðvelt dæmi. Láttu það bíða, ef þú ert ekki viss. Hvaða geðröskun er verið að gera grín að hér?
Dæmi 14:
Dæmi 14. Kannski svolítið óviðeigandi, en hvert er vandamálið hér?
Dæmi 15:
Dæmi 15. Hvaða geðröskun er verið að gera grín að hér?
Dæmi 16:
Dæmi 16. Þetta er að verða frekar ósmekklegt hjá mér! Hvaða geðröskun er kallinn með hér?
Dæmi 17:
Dæmi 17. Smá orðaleikur. Hvaða geðröskun er verið að vísa í?
Dæmi 18:
Dæmi 18. Allt er að stækka! Hvað amar að konunni?
Dæmi 19:
Dæmi 19. Fann ekkert betra dæmi. Hver er misskilningurinn hér?
Dæmi 20:
Dæmi 20. Fyndið, maðurinn er með tvo undirflokka úr einum og sama kaflanum. Hvaða tvo?
Jæja, nú eruð þið komin með seinni hlutann - sem á að dekka kafla 11-20. Fáðu nú svarblað frá kennaranum, notaðu útilokunaraðferðina og svaraðu verkefninu. Þú þarft bara að nefna kaflaheitið, þ.e. yfirflokkinn og reyndu að giska á líklegustu undirflokkana og afbrigði frá 11-20 í Flokkun geðraskana, DSM-5 með útskýringu, ef kennarinn biður um það. Athugaðu að hver kafli kemur bara fyrir einu sinni. Ef þú ert ekki viss á dæmi, haldu þá áfram og svaraðu hinum. Þá áttu eftir 1-3 í lokin. Skoðaðu þá hvaða 1-3 kafla þú átt eftir og taktu skynsamlega afstöðu. Mundu að fletta fram og til baka, þannig lærir maður á handbækur. Gangi þér vel!