H. Geðraskanir í fjölmiðlum (kafli 16-20)


Dæmi 01:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=HYQj6iRG1I8

Getur þú ímyndað þér hvaða persónuleikaröskun amar að þessari kínversku stúlku (1:20)? Samt tekur enginn eftir henni! Ef þú áttar þig ekki á þessu, þá er hér annað dæmi, sem ætti að leiða þig betur áfram. Hér er maðurinn Keith sagður með OCD, en ég er að vísa í aðra röskun, sem er í kafla 16 til 20. Takið eftir fyrstu setningu hans.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=_ZSUtRnwFLs

 


 

Dæmi 02:

 

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=Cvyd9LTQWhE

 

Amy Winehouse var stórkostleg söngkona, en átti stuttan og stormasaman feril. Hver var dánarorsök hennar (3:02)?

 


Dæmi 03:

 

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=kZUKWTCkokE

 

Því verður ekki neitað að Þjóðverjar hafa sérkennilegan húmor. Hér er þátturinn "Alles in Ordnung" með stutt atriði (2:37). Tölum ekki um lögreglukonuna, en hvað er maðurinn í frakkanum að gera í skemmtigarðinum?

 


Dæmi 04:

 

http://www.youtube.com/watch?v=BCbtbj3iQ7U

 

Frekar vafasamt myndefni (10:49), þú þarft ekki að horfa á það allt, fyrstu 2 dæmin ættu að duga. Hvernig er eiginlega hægt að greina þetta? Nær DSM-5 utan um þessi fáránlegu dæmi?

 


Dæmi 05:

 

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=gWGhBXI5Y4g

 

Hvaða alvarlega vandamáli er Ryan greindur með í þessu sorglega myndbandi (4:37)?

 

Svaraðu nú þessum dæmum á sérstakt svarblað, eins og áður. Gangi þér vel.