DSM-5 Verkefni

12 EINSÖGUR

SEINASTA VERKEFNIÐ Í KLÍNÍSKRI SÁLFRÆÐI 2021: 12 EINSÖGUR.

ÉG LÆT VITA FYRIRFRAM AÐ ÞÆR DEKKA ÞESSA KAFLA (EIN ÚR HVERJU AF FEITLETRUÐU KÖFLUNUM ÚR RAUÐU DSM-5 BÓKINNI MINNI): 01+02+03+04+05+06+07+08+09+10+11+12+13+14+15+16+17+18+19+20 =12.

EINSAGA 1. Jónas er 25 ára gamall maður sem upp á síðkastið hefur þurft að vinna mjög mikið fyrir fyrirtækið. Hann kemur seint heim, örþreyttur, borðar lítið af kvöldmatnum og fer síðan beint að sofa. Síðustu vikur hefur hann orðið fyrir einkennilegri og ógnvekjandi reynslu í svefni. Þetta hefst 1 til 2 tímum eftir að hann sofnar. Eiginkonan lýsir þessu þannig: Jónas sest örsnöggt upp í rúminu, öskrar og virðist í hræðslukasti. Þegar þetta gerðist í fyrsta skiptið varð eiginkonan svo skelfd að hún vaknaði upp og hoppaði út úr rúminu. Hún heldur útskýringunni áfram, Ég leit á Jónas. Augun voru galopin, hann var sveittur og andaði hratt. Þegar ég sat við hliðina á honum fann ég hjartslátt hans. Ég reyndi að finna út hvað var að, en hann svaraði engu. Nokkrum mínútum seinna vaknaði Jónas og leit á konu sína. Þegar hún spurði hann hvað væri að, svaraði hann: Mér líður hryllilega, en ég veit ekki af hverju. Hún hélt utan um hann í nokkrar mínútur þar til hann sofnaði aftur. Um morguninn mundi Jónas ekkert eftir atburðinum. Þetta kom nokkrum sinnum fyrir, en eiginkonan vandist þessu og varð ekki eins hrædd.

EINSAGA 2. Nancy hefur alltaf dreymt um ástríðufullt kynlíf við arineld á vetrarnóttu í kofa upp á háu fjalli. En það er alveg sama hve rómantískar aðstæðurnar eru eða hve ástleitinn maðurinn er, hún er alltaf stressuð og uppfull af vanlíðan, ófær um að fá nokkra örvun, hvað þá fullnægingu.

EINSAGA 3. Browny, eins og vinir hans kölluðu hann, var kafari sem æfði sig út af ströndum Flórída. Hann eyddi mestum tíma sínum í að leita að týndum frjársjóðum, en helstu tekjur hans fólust í íhaupavinnu tengda köfuninni, s.s. í leitarflokkum. Hann aðstoðaði oft lögregluna í að ná í lík og bíla úr slysum sem enduðu í vatni, og hann vann einnig við brúarstólpa fyrir vegagerðina. Þegar hann kom ekki heim í nokkrar vikur, þá áleit fjölskyldan að hann hefði drukknað í köfunarslysi. Níu árum seinna hringdi Browny í eiginkonu sína og sagði henni að hann væri að vinna sem sundkennari í Kaliforníu og að hann hafi núna allt í einu munað eftir nafni sínu. Hann mundi nýlega liðna atburði, en ekki 10 ár aftur í tímann. Minningarnar komu þó aftur þegar eiginkonan minntist á nöfn barna þeirra og á ánægjulega hluti úr lífi þeirra saman. Eiginkonan var í fyrstu himinlifandi yfir því að eiginmaðurinn var á lífi. Skap hennar breyttist þó fljótt í reiði og hún varð mjög “upset”: Hún gat ekki skilið hvað hafði komið fyrir og spurði Browny um sannleiksgildi frásagnar hans.

EINSAGA 4. Örninn er hættulegur: Ef einhver kemst inn í húsið þá segja þeir að ég verði skotin... (Þerapistinn: Hver segir það?) Það er örninn... Örninn vinnur í gegnum General Motors. Þeir hafa eitthvað að gera með General Motors ávísunina sem ég fæ í hverjum mánuði... þegar þú gerir 25una á klukkunni, þá merkir það að þú yfirgefir húsið 25 eftir 1 til að setja bréf í póstinn svo að þeir getir fylgst með þér... og þeir vita hvar þú ert. Það er örninn... ef þú gerir ekki eitthvað sem þeir segja þér að gera, þá gerir Jesús haglabyssuhljóðið, og þá... ekki svara símanum eða bjöllunni... því þá yrðir þú skotin (af) erninum.

EINSAGA 5. Karen var 45 ára gift kona sem vísað var af heimilislækni til meðferðar vegna kvíðakasta. Í fyrstu viðtölunum virkaði hún mjög áhyggjufull, viðkvæm og einnföld. Hún varð auðveldlega mjög æst og grét oft í einu og sama viðtalinu. Hún var mjög sjálfsgagnrýnin. T.d. þegar hún var spurð um samskipti við annað fólk þá sagði hún að “aðrir héldu hana vitlausa og ómögulega”, þótt hún gæti raunar ekki gefið neitt dæmi um þessa fullyrðingu sína. Hún sagði að sér hafi ekki líkað skólanám vegna þess hve “vitlaus” hún var, og hve henni fannst hún alltaf ekki nógu góð. Karen segir svo frá fyrsta hjónabandi sínu að það hafi staðið í 10 ár og verið “eitt helvíti”. Eiginmaðurinn hélt oft framhjá henni og var oft mjög orðljótur í hennar garð. Hún reyndi endurtekið að yfirgefa hann, en hún hætti alltaf við. Loks gat hún skilið við hann, og fljótlega hitti hún annan mann, sem hún er núna gift. Hún segir hann vingjarnlegan, hlýlegan og að hann styðji hana. Karen segir að hún vilji láta aðra taka mikilvægar ákvarðanir og að hún léti oft sem hún væri sammála öðru fólki bara til að forðast árekstra. Hún hafði áhyggjur af því að verða ein og án nokkurs sem gæti hugsað um hana og viðurkenndi að hún þyrfti stöðuga hughreystingu frá öðrum. Hún viðurkenndi einnig að hún átti auðveld með að verða sár, svo hún reyndi yfirleitt að forðast það að gefa öðrum tækifæri til að gagnrýna sig.

EINSAGA 6. Jenny var oft í megrun. Hún setur yfirleitt lítinn mat á diskinn sinn á matmálstímum og er reglulega í líkamsrækt, alla daga, bæði fyrir og eftir hádegi. Oft kemur það þó fyrir um helgar, þegar hún er ein, að hún nær sér egg, beikon og bakar með þessu (amerískar) pönnukökur og bætir við þetta þeyttum rjóma og sírópi. Hún étur massíft magn af þessu í einni lotu. Fljótlega eftir að hún er búin að ganga frá í eldhúsinu fer hún inn á salernið, setur upp í sig puttann og kastar öllu upp. Lengi vel var þetta hennar leyndarmál og hún sagði ekki einu sinni bestu vinum sínum frá þessu.

EINSAGA 7. Kristín var fyrirmyndarmóðir og hamingjusöm eiginkona. Hún vann hálfan daginn utan heimilis og var ánægð bæði með starf og starfsfélaga þegar hún morgunn nokkurn ætlaði ekki að hafa sig fram úr rúminu. Hún gat ekki sinnt störfum sínum, átti erfitt með að hugsa og tala , fann ekki til ánægju eða gleði og forðaðist jafnvel samskipti við börn sín og maka. Ástandið breyttist lítið og hún átti erfitt með svefn. Ekkert hafði gerst í hennar lífi er gat skýrt ástand þetta. Maki hennar varð óþolinmóður, börnin urðu ráðvillt, þeim fannst móðir þeirra vera þreytt á þeim og vilja vera laus við þau. Kristínu fannst allt vonlaust, lífið einskis virði og hún hafði það á tilfinningunni að ekki væru til nein úrræði. Kristín hafði aldrei áður fundið til slíkra einkenna. Án meðferðar hefðu einkenni hennar geta varað í 2-3 ár.

EINSAGA 8. Katherine er einstæð móðir og hefur áhyggjur á heilsu og aðlögun sonarins. Hún fór endurtekið með hann til læknis, leið mjög illa ef eitthvað fór ekki alveg eins og ætla mætti fyrirfram í skólanum og hafði almennt miklar áhyggjur af öllu smáu og stóru sem snerti soninn. Ætti hann að spila hornabolta í frímínútum? Hvað ef hann fengi boltann í sig? En ef hann væri ekki með, yrði hann þá fyrir einelti frá hinum strákunum? Þessar spurningar eru ekki óeðlilegar ef þær leiða til einhverrar niðurstöðu og svo getur lífið haldið áfram. En þetta var aðeins eitt af því fjölmarga sem Katherine hafði áhyggjur af, sem hún gat hvorki tekið ákvörðun um né hætt að velta fyrir sér. Hún hafði svo miklar áhyggjur að það hafði slæm áhrif á vinnugetu hennar. Á köflum skalf hún af óöryggi, átti erfitt með öndun og að kyngja. Vinur hennar lýsti henni sem uppskrúfaðri og sífellt með þetta hornaboltamál á heilanum. Katherine hafði raunar haft þessar hornaboltaáhyggjur í mörg ár, en þar á undan voru miklar áhyggjur af einhverju sambærilegu og þar á undan eitthvað enn eitt. Vanlíðan hennar núna hefur staðið í meira en ár. Hún á erfitt með svefn, snýr sér í sífellu í rúminu, bæði að hugsa um það sem gæti gerst á morgun og að endurlifa það sem gerðist í dag.

EINSAGA 9. Dr. Brown er yfirmaður eigin lyfjafyrirtækis. Hann er vellauðugur, vel þekktur í samfélaginu, góður eiginmaður og faðir. Á daginn er hann mjög valdamikill, en á nóttinni – þegar hann heimsækir hjákonu sína – eru hlutirnir öðruvísi. Hann þráir þá að vera bundinn, lítillækkaður, misnotaður, móðgaður – hann vill meira að segja láta hana sparka í sig og berja með svipu. Nakinn, á hnjánum, bundinn með leðri, biður hann hana að fyrirgefa sér. Eftir nokkrar klukkustundir af þessum leikrænu tilburðum er hann afslappaður, kynferðislega fullnægður og hann fer heim.

EINSAGA 10. Jamal er sætur 10 ára strákur. Honum gekk alltaf vel í skóla og var vinsæll af félögunum. Fyrir ári síðan varð hann fyrir bíl. Höfuðið skall í gangstéttina við áreksturinn. Nú er hann búinn að ná sér líkamlega, en hann er mislyndur, hávaðasamur, truflandi og einbeitingarlítill. Fyrrum vinum hans finnst hann frekur og hvatvís og árangur hans í skóla hefur versnað töluvert.

EINSAGA 11. Todd. Þerapisti: Þegar þú segir, Mér líður eins og konu, ímyndar þú þér þá að þú sért í líkama konu? Todd: Já. Þerapisti: Ímyndar þú þér að þú sért með konubrjóst? Todd: Já. Þerapisti: Ímyndar þú þér að þú sért með typpi?  Todd: Nei, ekki typpi. Þerapisti: Ímyndar þú þér að þú sért með vagínu?     Todd: Já, ég geri ráð fyrir því. Þerapisti: Ímyndar þú þér vagínu eða ekki? Todd: Jæja, ég bara – já, þ.e.a.s. – ég er ekki viss hvað það er. Það er bara hluti kynfæranna, er það ekki? Þerapisti: Það er opnunin og leggöngin í framhaldi af henni.     Todd: Einmitt, já. Þerapisti: Ímyndar þú þér þetta?     Todd: Já. Þerapisti: Þegar þú segir að þér líði eins og konu, ímyndar þú þér þig í líkama konu?     Todd: Já. Þerapisti: Þú veist að þú þarft ekki að vera kona til að eiga kynmök við mann?  Todd: Já, að það væri frekar ljótt. Þerapisti: Hvers vegna? Todd: Vegna – ég veit það ekki – mér finnst það bara mjög ógeðslegt.

EINSAGA 12. Svissneskur efnafræðingur, Hoffman að nafni, tók óvart inn tilbúið lyf. Lýsing hans á reynslu sinni er klassísk, vegna þess hve hún er gömul og því óháð því sem síðar var, er lyfið varð mjög vinsælt: Föstudaginn 16. apríl 1943 varð ég hætta vinnu minni á tilraunastofunni snemma eftirmiðdags. Þegar ég var kominn heim fann ég fyrir einkennilegu eirðarleysi ásamt vægum svima. Ég lagðist niður, fann fyrir þægilegri ölvunartilfinningu og vaxandi ímyndunarafli. Þegar ég lá þarna með lokuð augun (dagsbirta fannst mér frekar óþægileg) þá tók að flæða yfir mig endalaus straumur af sjónrænum áreitum, einstaklega fjölbreytt og skýr, ásamt með einstaklega sjónrænum leik fjölbreytilegra lita. Þetta ástand minnkaði smám saman og var að mestu horfið á 2 tímum.

SVARIÐ NÚ Á CANVAS OG VÍSIÐ Í FEITLETRUÐU KAFLANA AÐ OFAN, BARA EINU SINNI HVERN. GANGI YKKUR VEL! KG