DSM-5 Verkefni

Verkefni 1b. 10 geðveikar bíómyndir (úr kafla 11-20)

Verkefni í Klínískri sálfræði: GEÐRASKANIR (Kafli 11-20) Í KVIKMYNDUM

Önnur æfing í greiningu geðraskana, í DSM-5

Aðrar 10 kvikmyndir kynntar - sem tengjast hverjum kafla frá K11 til K20, einu sinni hver kafli. Notaðu útilokunaraðferðina. Vísaði aðeins einu sinni í hvern kafla, rétt eins og þú gerðir í fyrra verkefninu (verkefna svarblað má finna á Laupnum).


Dæmi 11: Blake Edwards. 1962: Days of Wine and Roses (7,8*).

Í þessari gömlu en klassísku mynd leikstjórans Blake Edwards (sem yfirleitt gerir grínmyndir - t.d. myndirnar um bleika pardusinn) eru ung hjón að berjast við ákveðinn vanda. Þú átt að finna hver vandinn er, skoðaðu vel kafla 11 til 20, og notaðu hvern kafla einu sinni, þ.e. notaðu útilokunaraðferðina. Úr hvaða kafla er þetta vandamál og hvað heitir það nákvæmlega?

Blake Edwards. 1962. Days of Wine and Roses.

Blake Edwards. 1962. Days of Wine and Roses.

Trailer fyrir Days of Wine and Roses, gerið svo vel:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=4cN3Rh7OY6k

Þessi sena úr myndinni segir allt sem segja þarf.

Þessi sena úr myndinni segir allt sem segja þarf.

Jack Lemmon og Lee Remick leika erfið hlutverk nokkuð vel. Benda má á að Jack Lemmon er einn örfárra leikara sem hefur bæði fengið Óskarinn fyrir alvarleg hlutverk og grín.


Dæmi 12: Matthew Bright. 2002: Ted Bundy (5,8*).

Þetta dæmi ætti ekki að vefjast fyrir ykkur, svo mikið höfum við talað um þennan mann. Hann hét Theodore Robert Bundy og var aflífaður eftir að hafa drepið a.m.k. 35 stúlkur. Hann slapp 2svar úr fangelsi, í annað skiptið með því að hoppa út um glugga á 2rri hæð í á salerni í Dómshúsinu. Loks gat hann sloppið við dauðadóm í mörg ár með því að játa smám saman á sig fleiri morð (og leysa þar með óleyst mál -  gat lengi vel bent á hvar fórnarlömbin (eða leifarnar af þeim) væri að finna). Hann sagði þó bara frá einu máli í einu, til að lengja líf sitt. Þegar hann mundi ekki eftir fleiri fórnarlömbum fékk hann lögregluna til að gera sig að ráðgjafa í "The Green River" málinu, en það var samt óleyst þegar Bundy var loks aflífaður. Og þið þá nú hvaðan Thomas Harris fær þá hugmynd í Hannibal bókunum/myndunum, að dæmdur raðmorðingi sé í fangelsi og ráðgjafi lögreglunnar.

Ted Bundy myndin frá 1993.

Hér er trailerinn á Ted Bundy, gerið svo vel:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=rgIrXJ77I4Q

image.png

Hér er trailerinn á annarri mynd um sama efni: Bundy: A Legacy of Evil (3,9*). Hún heitir líka Bundy: An American Icon, en er alveg jafn léleg með því nafni, gerið svo vel:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=-mO4MwNmDXI

sss

Loks er hér þriðja og elsta myndin og örugglega sú besta: The Deliberate Stranger (7,4*) frá 1986 með Mark Harmon (úr CSNY sjónvarpsþáttunum) í aðalhlutverki.

Marvin j. Chomsky. 1986. The Deliberate Stranger.

Marvin j. Chomsky. 1986. The Deliberate Stranger.

Trailerinn á The Deliberate Stranger. Gerið svo vel:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=cTnjabi81ic

Hér sérðu að lokum viðtal við kvikindið daginn áður en hann var líflátinn:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=0VrdWgwxvV0


Dæmi 13: Marco Ferreri 1973: La Grande Bouffe  (ítalska: La grande abbuffata; enska: The Grande Bouffe og Blow-out) (7,1*).

La Grande Bouffe kápan.

La Grande Bouffe þýðir Átveislan mikla. Hún er gerð af ítölskum kvikmyndaleikstjóra og er látin gerast í Frakklandi. Leikstjórinn náði til sín 4 vinsælustu leikurum Ítala og Frakka á þessum tíma: Marcello Mastroianni, Michel Piccoli, Philoppe Noiret og Ugo Tognazzi. Þeir eru allir látnir heita eigin nöfnum í myndinni! Hvernig hann gat fengið þessa góðu leikara Ítala og Frakka til þess er mér ekki ljóst. Alla vega er Marcello Mastroianni þeirra frægastur. Sagan segir að kærasta hans hafi sagt honum upp þegar hún sá myndina! Í þessari umdeildu mynd (sem ég sýndi EINU SINNI í kvikmyndaáfanganum) þá koma 4 mikils metnir karlar í Frakklandi sig saman um að fara í helgarfrí á óðalssetri eins þeirra.

Hér sérðu x.

Myndin hefst á því að þeir panta mjög mikið magn af góðum mat og svo hefja þeir að elda matinn og borða. Þetta er allt saman mjög glæsilegt, girnilegur og litríkur matur, nema hvað að þeir hætta ekki að borða! Þeir panta að vísu til sín vændiskonur líka, en virðast hafa lítinn áhuga á þeim og fara að borða aftur! Og aftur og aftur og aftur og aftur. Loksins rennur það upp fyrir manni að þeir ætla ekkert að hætta að borða. Að fremja sjálfmorð með ofáti! Einn þeirra segist loks hættur (við allt saman), fer út í bíl og finnst þar dáinn morguninn eftir. Síðan deyja þeir einn af öðrum.

Í þessu atriði er sá fyrsti dáinn, en tveir eru að mata þann þriðja. Sá sem borðar deyr í atriðinu sem þú sérð hér að neðan.

Í þessu atriði (sem er mér ógleymanlegt!) þá deyr einn þeirra út á svölum. Gjörið svo vel! Þetta atriði er kannski ekki mjög smekklegt, en fyndið er það! Það er úr 5-ta hluta myndarinnar, þar sem annar fjórmenninganna deyr með all-sérstæðum hætti:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=QP0h2l4BPIo

Margar stórkostlegar átsenur eru í myndinni:

Átveislan mikla!

Myndin endar svo á því að þeir 2 sem eftir eru halda áfram að borða! Sá seinasti deyr í lokin þegar eina vændiskonan sem nennti að hanga með þeim (svolítið þybbin) matar hann með eftirlíkingu af brjóstum sínum - hlaup!

Eftirréttur þess seinasta, hlaup.

Dæmi 14: Bobby og Peter Farrelly 2000: Me, Myself & Irene (6,4*).

Farelly bræður. 2000. Me, Myself and Irene.

Farelly bræður. 2000. Me, Myself and Irene.

Þessi mynd er vissulega fyndin, en hún er líka mjög rugluð. Þess má meðal annars geta að Geðklofasamtök (ath. að hér er ekki um Geðklofa að ræða, því hann er í kafla 2 - nú mátt þú bara vísa í kafla 11-20!) Bandaríkjanna kærðu myndina fyrir það að rugla saman ýmsum ólíkum geðröskunum. Byrjum á trailernum:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=ssx_riw1Y9Y

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=23IyKB0uuX0

Senan að ofan er um gerð myndarinnar, og lýsir þessu vandamáli vel. Leikararnir og leikstjórarnir reyna að útskýra sálfræðilegt ástand Carrey, fáum við frábær svör.


Dæmi 15: Roman Polanski 1971: The Tragedy of Macbeth (7,5*).

Roman Polanski. 1971. The Tragedy of Macbeth.

Roman Polanski. 1971. The Tragedy of Macbeth.

Trailer af The Tragedy of Macbeth, gjörið svo vel:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=-uQ6htOrhb4

Macbeth er einfaldasti harmleikur Shakespeares, þegar konungur Skotlands heimsækir Macbeth hjónin í kastala þeirra í Skotlandi. Þau leggja á ráðin að drepa konunginn, því Macbeth færist þá nær krúnunni sjálfur. Synir konungsins koma einnig til greina, en þau hjónin láta líta svo út að þeir hafi drepið föður sinn, svo þeir (synirnir) sjá sér þann kost vænstan að flýja. Macbeth er þannig kominn í kjörstöðu að verða sjálfur konungur. Macbeth er í fyrstu hikandi, en eiginkonan hvetur hann til morðsins. En eftir morðið verður Macbeth smám saman morðóður, en eiginkonan fær aftur á móti samviskubit - en aðallega þegar hún er sofandi.

sss

Lady Macbeth gengur um í svefni og ,,sér” hendur sínar al blóðugar, þótt þær séu það ekki nema í táknrænni merkingu.

Önnur útgáfa. Hér bókstaflega sér Frú Macbeth heldur sínar albóðugar og reynir, án árangurs, að þvo blóðið af.

Margir telja Polanski (The Tragedy of Macbeth, 1971) útgáfu myndarinnar þá bestu. Hér sjáum við hann ásamt kærustu sinni, sem síðar var myrt (Manson málið).

Roman Polanski og Sharon Tate á góðri stundu.
Tate dáin í brjálæðislegri innrás Charles Manson gengisins inn á heimili þeirra (Roman Polanski var þá í Englandi að klára kvikmynd, en hún var komin 8 mánuði á leið).

Dæmi 16: Neil Jordan 1992: The Crying Game (7,3*).

The Crying Game er athyglisverð bresk-japönsk spennumynd, skrifuð og leikstýrt af Neil Jordan (hann gerði m.a. Interview with the Vampire 1994).

The Crying Game kápan.

Trailerinn, gerið svo vel:

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=8vs_4-QQACo

The Crying Game segir frá Fergus (Stephen Rea), sem er meðlimur í IRA (hryðjuverkasamtök frá Írlandi). Hann er með Jody (Forest Witaker) í gíslingu. Jody er lengi fangi IRA og nær persónulegu sambandi við Fergus.

Hér sjáum við x með fangann y.

Jody tekur það loforð af Fergus að hann haldi verndarhendi yfir vinkonu Jodys, sem heitir Dil (Jane Davidson).

Fergus á að vernda x, sem hann gerir og meira til!

En Fergus gengur lengra en það, hann verður skotinn í Dil. Það í svo sem í lagi, nema hvað...

Ég læt ekki meira uppi, en kannski segir þetta myndband Boy George eitthvað? Þetta er lag myndarinnar.

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=z5dEjaJ6Mrw

Og hérna er sama lag í myndinni sjálfri:

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=7v1iVG2sW5o


Dæmi 17: Nicole Kassell 2004: The Woodsman (7,2*).

Kevin Bacon tekur áhættu þegar hann leikur svo óviðeigandi hlutverk eins og í þessari mynd, The Woodsman.

Trailer af The Woodsman, gjörið svo vel:

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=sst041HiCUA

TheWoodsman3

Hér sérðu mjög áhrifaríkt atriði úr The Woodsman, þegar sögu"hetjan" er að berjast við slæmar hvatir sínar:

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=prlIO8Q-cl4

The Woodsman sýnir ekki mann sem er siðblindur, heldur mann sem þjáist fyrir vafasamar kenndir sínar. Hann reynir (sjá mynd) að lifa eðlilegu kynlífi.

Dæmi 18: Spike Lee 1999: Summer of Sam (6,6*).

Spile Lee myndin Summer of Sam fjallar meira um New York heldur en um David Berkowitz.

Trailer af Summer of Sam, gjörið svo vel:

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=0a-E4Q9CHSk

Þessi mynd er góð (a Spile Lee joint, eins og sagt er), en fjallar lítið um David Berkowitz, þann sem kallaður var Son of Sam. Hann var handtekinn eftir að hafa skotið pör sem voru í rómantískum stellingum á Lovers Lane stöðum í New York. Hér er mynd af handtökunni:

David Berkowitz er greinilega sérkennilegur, brosir þegar hann er handtekinn.

Það sem er þó merkilegra að þegar lögreglan skoðaði íbúð Berkowitz eftir handtökuna þá sá hún dagbók sem skráði fyrir 1000 bruna í New York, en helmingur þeirra sem hann skráði komust aldrei í blöðin. Sherlock Holmes myndi þá spyrja: Hvernig gat hann þá vitað um alla þessar íkveikjur?

May God bless everyone who is reading this message. My name is David Berkowitz, and I am a prison inmate who has been incarcerated for more than twenty-two years. I have been sentenced to prison for the rest of my life. My criminal case is well known and was called the

Hér fyrir ofan er hluti af heimasíðu Davids, en hann kallar sig í dag ekki Son of Sam, heldur Son of God eða Son of Hope. Textinn á ensku er af heimasíðunni. Guð er búinn að fyrirgefa honum!

Son of Sam kápan, ekki góð mynd!

Einnig er til önnur og verri mynd, en meira um málið sjálft: Ulli Lommel, 2008, Son of Sam. Trailer af Son of Sam, gjörið svo vel:

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=YWqfZYZacS8


Dæmi 19: Mike Nichols. 1991: Regarding Henry (6,5*).

Mike Nichols. 1991. Regarding Henry.

Mike Nichols. 1991. Regarding Henry.

Regarding Henry.

Trailer af Regarding Henry, gjörið svo vel:

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=PtipW0DoQBs

Henry er klár lögfræðingur sem óvænt er skotinn í ennið í sjoppuráni, sem hann gengur óvænt inn í.

Henry er frekur og klár lögfræðingur sem óvænt er skotinn í ennið í sjoppuráni, sem hann gengur óvænt inn í. Þið sjáið gatið á því augnabliki sem skotið hittir hann!

Regarding Henry (Mike Nichols, 1991) er um lögfræðinginn Henry Turner (Harrison Ford) sem lifir af skot í höfuðið. Hann nær sér nokkuð vel (já, maður getur lifað af skot í höfuðið), getur ekki munað fyrra líf sitt og verður meira að segja að læra að ganga og tala upp á nýtt. Hann man ekki eftir konu sinni né dóttur, en þeim til mikillar undrunar verður hann mjög ljúfur maður, ekki þessi harði lögfræðingur sem hann var áður. Sjá sár á enni hans.

Henry lifir af, en þarf endurhæfingu, það einkennilega er að persónuleiki hans breytist.

Henry lifir af, en þarf endurhæfingu, það einkennilega (raunar ekki svo einkennilegt þegar um höfuðmeiðsl er að ræða) er að persónuleiki hans breytist.

Vel þekkt er að fólk sem fær framheilaskaða, hvort sem það er höfuðhögg eða jafnvel skotsár, breyti um karakter (persónuleika - nei, þetta dæmi er EKKI úr kafla 18!) þegar það nær sér. Í þessari væmnu mynd verður sjúklingurinn að betri manni, en því miður er það yfirleitt öfugt.


Dæmi 20: Chris Gerolmo. 1995: Citizen X (7,6*).

Lítið þekkt mynd með Stephen Rea (sá sem lék líka í The Crying Game), Donald Sutherland og Max Von Sydow í aðalhlutverkum. Myndin er sannsögulega og segir frá Andrei Chicatilo, sem var aflífaður með skoti í höfuðið fyrir að drepa yfir 50 börn og unglinga! Hann náði í flesta á lestarstöðvum og tældi þau út í skóg. Þar misþyrmti hann þeim, nauðgaði, stakk og át líkamsparta. Verulega ógeðslegt. Þekkt er að Thomas Harris notar þetta sannsögulega dæmi í seinustu bók sinni um Hannibal - Hannibal Rising (sem við fjölluðum um í The Silence of the Lambs kynningunum), nefnilega (bók frá 2007, kvikmynduð 2009). Þar er útskýring hans sú að það sem gerði skáldsagnarpersónuna Hannibal að siðblindum raðmorðingja og mannætu var það að sjá systkin sitt drepið og étið af svöngum nasistum, á flótta frá Leningrad á seinustu árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Önnur skýring er sú að móðir Chicatilo hafi sagt honum að systir (bróðir) hans hafi verið étin af hungruðum nágrönnum. Allavega er þetta talinn stór þáttur í skýringu á því hvernig Andrei Chicatilo varð svo geðveikur raðmorðingi. Thomas Harris notar sér þessa sögu til að gera skáldsagnarpersónu sína, hann Hannibal, trúverðugan.

Kannski er það aukaatriði, en hér er trailer Hannibal Rising (Peter Webber, 2007, 6,0*) myndarinnar, sem nýtir sér sannsögulega málið um Andrei Chicatilo:

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=ilEkM5xeTGI

Það sem skiptir okkur mestu máli er að í kvikmynd þessari er sagt frá því hvernig handtöku hans bar að og einnig, sem satt er, að Chicatilo varð strax mjög samvinnuþýður við lögreglu og útskýrði allt sem hann hafði gert. Meðal þess var að stinga fórnarlömb sín endurtekið (oft yfir 50 sinnum) á viðkvæma staði, á sama tíma og hann sjálfur fékk kynörvun (og ekki annars). Chicatilo hafði áður verið með Ótímabært (snemmkomið) sáðlát ((13.7), en var eiginlega kominn með andstöðu þess þegar hér var komið sögu:

Hér er trailer myndarinnar:

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=XYtvCXrVsrM

Hér má sjá sjálf réttarhöldin sem voru vægast sagt umdeild, bæði vegna þess að Chicatilo var klárlega ósakhæfur og líka vegna þess að aðstandendur fórnarlambanna trylltust hvað eftir annað í réttarsalnum. Þá var gripið til þess ráðs að setja sakborninginn í rimlabúr inn í réttarsalnum:

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=xABKVggE4SU

Að lokum, hér má sjá aðalatriði myndarinnar þegar rússneski geðlæknirinn Bukanovski tekur fyrsta viðtalið við Chicatilo. Í stað þess að ræða við hann, þá ákveður hann (mjög vel leikinn af sænska leikaranum Max Von Sydow) að lesa upp "prófíl" sinn af Citizen X, þ.e. forspá hans um það hvað sé að þessum raðmorðingja, áður en þeir eru búnir að átta sig á því hver morðinginn er. Þetta má sjá á mínútu 1:01, þ.e. eftir 1 klukkustund. Það er vel þess virði að sjá þetta. Ég hef lesið bókina eftir Bukanovski, þar sem hann segir nákvæmlega frá þessu atrði. Þetta er svo sláandi vegna þess að Andrei Chicatilo svarar upplestrinum svo skýrt. Skoðið dæmið:

Heimild: hhttps://www.youtube.com/watch?v=l16R7sNuFYg

Jæja, nú ert þú geðlæknirinn, Lucy.

Notið nú svarblaðið (a Canvas / ljósrit) og finndu rétta geðröskun, einu sinni í hverjum kafla (í þessu seinna verkefni úr kafla 11-20). Ekki nefna bara kaflann, þ.e. yfirflokk, heldur líka undirflokk og afbrigði. Ef þú heldur t.d. að viðkomandi sé með Strípihneigð (-arröskun), þá segir þú sem svar: 19.1.0. Strípihneigð. Mundu að skrifa "0", þegar ekkert afbrigði er fyrir hendi.

Kristján