DSM-5 Verkefni

E. Geðraskanir í fjölmiðlum (úr K1-5)

Þetta er fyrsta af 4 (kallað E) forvitnilega fjölmiðla verkefnið til að æfa DSM-5. Það sem ég vil sjá ykkur gera núna er að sitja með bókina (yndislega rauða heftið) og fletta fram og aftur - klóra ykkur í skallanum - og lesa skilgreiningar ólíkra geðraskana. Hvað skyldi hann kennarinn vera að pæla hér? Það er svona sem þið lærið flokkunarkerfið. Reynt er að vísa sem oftast í þekktustu / algengustu geðröskunina í hverjum kafla hverju sinni, ef þess er nokkur kostur. Auðvitað er þetta líka oft matsatriði. Þið munið fá einhvers stig þótt þið nefnið ekki þá röskun sem leitað er eftir, ef þið bara útskýrið svar ykkar. Röskstuðninginn er metinn. Fljótlega færðu sambærileg dæmi fyrir kafla 6-10 (kallað F); kafla 11-15 (kallað G) og kafla 16-20 (kallað H). Notaðu svarblað frá kennara.  


DÆMI 1: Wynona Ryder og félagar. Þessi mynd er skönnuð úr einu Bíó-aulýsingablaðinu, ég skráði ekki dagsetninguna.

Það er greinilega ekki endalaus hamingja að vera leikari.

DÆMI 2: Þórólfur Beck var einn fyrsti atvinnumaður okkar í knattspyrnu. Ferill hans varð þó stuttur vegna andlega veikinda. Hér má sjá hluta af greininni, sem ætti að duga til að finna vandann.

Hluti af seinni blaðsíðu greinarinnar um Þórólf.

DÆMI 3: Hér er töffari í sálfræðimeðferð - vel þekkt og gagnleg meðferð. Hvaða röskun er verið vinna með hér?

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=JDvDCqLCdEE


DÆMI 4: Catherine Zeta-Jones leikkona. Hvaða geðröskun er hún að tala um? (5:25 mín.)

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=eLWdji1Cg1s


DÆMI 5: Daniel Tammet lærir íslensku á viku! Hvaða geðröskun er hann með? Og hver er það sem talar við hann í sjónvarpssal? (5:05).

Heimild: http://www.youtube.com/watch?v=qMz3gjl9x-M

Jæja, nú er komið að þér. Þetta eru allt dæmi úr fyrstu 5 köflunum, 1 úr hverjum kafla. Greindu nú!