DSM-5 Verkefni

Brandarar: Kafli 1-10

3ja æfingarkverkefnið (hin fyrri voru 2 x 10 kvikmyndir og 2 x 10 sjálfvirkur símsvari):

Létt þjálfunarverkefni í DSM-5: 2 x 10 brandarar.

Hér á eftir koma 10 mismunandi fyndnir brandarar, sem eiga að kenna þér að fletta upp í DSM-5: Flokkun geðraskana (Kristján Guðmundsson, 2014) handbókinni. Bókin er handbók, þ.e. ekki auðveld aflestrar, svo þessi verkefni eru til þess að hjálpa þér að læra inn á kerfið. Þessi dæmi eru auðvitað ekki alvarleg og vonandi móðga þau engan, en kannski fæ ég nokkra til að brosa. Kannski er ég með annan húmor en þú. Persónulega finnst mér dæmi 2 best. Gerið svo vel!

Dæmunum er raðað upp á tilviljanakenndan máta, en þú mátt vita það fyrirfram að það er einn brandari úr hverjum kafla, frá 1-10, notaðu því útilokunaraðferðina. Ég legg til að þú skannir alla möguleikana fyrst og merkir svo við þá sem þú ert örugg með, síðan getur þú skoðað hvaða kafla þú átt eftir, valið það sem helst passar saman af þeim dæmum sem þú átt eftir, o.s.frv.

Enn hvet ég ykkur til að skila 2 saman, en ég slaka hér með á kröfunni um að þeir sömu mega ekki vinna saman 2svar. Eruð þið tilbúin?

MUNIÐ AÐ SKRIFA YFIRFLOKK, UNDIRFLOKK OG AFBRIGÐI, BÆÐI SEM NÚMER OG FULLT HEITI Á ÖLLU. EF ÞIÐ ERUÐ EKKI VISS UM UNDIRFLOKK OG AFBRIGÐI GISKIÐ ÞÁ Á ÞAÐ SEM ER LÍKLEGAST. ÉG VIL ALDREI AÐ SVARIÐ SÉ ÞESSIR AFGANGSFLOKKAR SEM ERU SEINAST Í HVERJUM KAFLA (ÞETTA SEM HEITIR OFTAST “ÓTILGREIND XXXRÖSKUN.”

Dæmi 1:

images.jpg

Dæmi 1. Venjan er að skrifa: “Gone to lunch!” Hvaða geðröskun er verið að gera grín að hér?


Dæmi 2:

Mynd 1. Ísbjörninn.

Dæmi 2. Ísbjarnarunginn er nýbúinn að lesa DSM-5 rauðu bókina mína! Hvaða geðröskun er verið að gera grín að hér?


Dæmi 3:

Mynd 3.

Dæmi 3. Þessi er orðinn ruglaður á eigin hugsun. Hvaða geðröskun er verið að gera grín að hér?


Dæmi 4:

Mynd 4.

Dæmi 4. Á maður ekki alltaf að hlusta á mömmu sína? Hvaða geðröskun er verið að gera grín að?


Dæmi 5:

childhood-trauma.jpg

Dæmi 5. Skelfing er stelpan hrædd! Hvaða geðröskun er að verða til hér?


Dæmi 6:

Mynd 6.

Dæmi 6. Hvaða raddir eru þetta eiginlega? Hvaða geðröskun er verið að gera grín að hér?


Dæmi 7:

download.jpg

Dæmi 7. Freudíski geðlæknirinn spyr! Hvaða geðröskun er hér vísað í?


Dæmi 8:

Mynd 8.

Dæmi 8. Hér er ekkert sagt, en hvað amar að manninum? Hvaða geðröskun er verið að gera grín að hér?


Dæmi 9:

Mynd 9.

Dæmi 9. Það er greinilega eitthvað að þessum manni, en líklega ekki það sem hann heldur. Hvaða geðröskun er verið að gera grín að hér?


Dæmi 10:

Mynd 10.

Dæmi 10. Fann ekkert betra dæmi heldur en þetta grín á kostnað norska listmálarans: Munch: Ópið. Hvaða geðröskun er verið að gera grín að hér?

Jæja, nú ertu komin með 10 dæmi. Fáðu nú svarblað frá kennaranum, notaðu útilokunaraðferðina og svaraðu verkefninu. Þú þarft bara að nefna kaflaheitið, þ.e. yfirflokkinn og þá undirflokka og afbrigði sem líklega á við, frá 1-10 í Flokkun geðraskana, DSM-5. Athugaðu að hver kafli kemur bara fyrir einu sinni. Ef þú ert ekki viss á dæmi, haldu þá áfram og svaraðu hinum. Þá áttu eftir 1-3 í lokin. Skoðaðu þá hvaða 1-3 kafla þú átt eftir og taktu skynsamlega afstöðu. Mundu að fletta fram og til baka, þannig lærir maður á handbækur. Ég mun meta þetta strangt, annað hvort ertu með rétt svar eður ei. Gangi þér vel!