Um áfangann

Heimspeki 2A05

Heimspeki 2A05                  Námsáætlun  

Kennari

Kristján Guðmundsson.

Námsefni

Ýmis ljósrit, bæði þýddir (af mér og öðrum) frumtextar (þ.e.a.s. þýtt orðrétt) eftir helstu heimspekinga, sem og textar frá kennara og öðrum.

http://www.condenaststore.com/-sp/Nothing-happens-next-This-is-it-New-Yorker-Cartoon-Prints_i8562968_.htm

Lesefni

Fyrsta stóra lesefnið er Fjallræðan (Jesús) og svo K1 Sókrates. Síðan tekur við Evþýfrón eftir Platon (um Sókrates) í þýðingu minni (og annars). Svo má búast við öðru lesefni frá Platon og Aristóteles og grísku náttúruspekingunum og sófistunum, áður en við förum í hagnýta rökfræði, í samantekt kennara – stutt og skemmtileg verkefni. Jafnóðum fáið þið vikulegt lesefni um Rökfræði, bæði Heilabrot, Rökvillur og Aðgreiningar. Þetta viðbótarefni er sumt ljósritað og annað ekki, en jafnóðum sett inn á laupinn og kostar alls 1500 kr. Gjörið svo vel að borga þegar ég afhenti lesefnið um Sókrates í mánud. 3. sept.

Markmið

Að heimspeki lærist á hagnýtan hátt, þ.e. hvernig heimspekileg hugsun kemur ÞÉR að gagni í daglegu lífi, í rökgreiningu, samræðum og skilningi. Í þessum tilgangi lest þú texta, allt frá þungum textum til léttari greina ýmiskonar, en þó sérstaklega með því að þjálfa þig í samræðulistinni sjálfri. Þú átt að læra heimspekilegt umburðalyndi, jákvæða gagnrýni á eigin skoðanir og annarra.

Námslýsing

Almennt markmið er að kynna heimspeki í heild sinni (sjá líka lýsingar eftir kennara fyrir hugvísindabraut og fyrir menntamálaráðuneytið). Megináherslan er á þær greinar heimspekinnar sem snerta þekkingu sérstaklega, þ.e. rökfræði, þekkingarfræði, og vísindaheimspeki. Rakið verður upphaf heimspekinnar, þar sem samræðulist / mælskulist var í hávegum höfð.

Námsmat

Áfanginn er loka-próflaus (þ.e. ekki lokapróf (ef mætt er 85%) heldur mörg próf) með STÖÐUGU námsmati í formi einstaklings- og hópverkefna. Verkefnin verða af ýmsu tagi, rúmlega eitt í hverri viku. Einstök verkefni eru ekki viðamikil, en krefjast jafnrar vinnu. Krafist er 85% verkefna.

Mikilvægt

Stór hluti námsmats fer eftir framlagi nemenda í tíma, þ.e. virkni, jákvæðni, virðingu fyrir rökum, virðingu fyrir skoðunum annarra (þótt rangar séu) og heimaundirbúningi.

Heimanám

Ég ætlast til þess að nemendur lesi námsefnið jafnt og þétt eftir því sem líður á önnina með nánari leiðbeiningum frá mér í hverri viku.

Í tímum

MÆTIÐ ALLTAF Í TÍMA MEÐ ÞAÐ LESEFNI SEM ER Í VINNSLU HVERJA VIKU og einnig með LAUSU VERKEFNABLÖÐIN sem þið eigið að vinna með jafnt og þétt. Ég mun gefa ykkur endurtekin færi á að vinna þau í tíma, þá helst í tvöfalda tímanum.

Mæting

Krafist er 85% raunmætingar og góðar ástundunar, annars lokapróf.

Kristján

P.s.

Ég er að kenna heimspeki án eiginlegar kennslubókar. Hafið því þolinmæði með mér, ég verð að búa til lesefni og verkefni jafnóðum eftir því sem líður á önnina. Notið möppu til að raða gögnum.