Hér með hefst kynning á rökvillum. Þú munt fá 1-2 rökvillur á viku til að læra rökfræði (og vopna þig gegn búllsjitti). Til að einfalda þér rökfræðina, þá eru allar rökvillurnar settar upp á eins einfaldan máta og hægt er. Í ofanálag er það einlæg ætlun mín að kynna þér rökvillurnar myndrænt. Reyndu að sjá þær á víðu sviði, ekki bara í textum – líka í myndefni til dæmis. Allar verða kynntar eins, nefnilega á eftirfarandi máta:
- Kynning. Nokkur aðfararorð um rökvilluna og tengsl við þær sem eru henni líkar.
- Skilgreining. Formleg skilgreining viðkomandi rökvillu – skilgreiningar eru alltaf í nokkrum liðum og mjög mikilvægt er að þú lærir þá vel. Þú átt svo safna þeim upp í eitt stórt skjal saman – rökvillunum, t.d. þegar þú tekur próf (eftir hverjar 5 rökvillur) úr þessu þá máttu hafa viðkomandi skjal hjá þér. En lærðu þær samt vel, þér til skilnings.
- Dæmi. Nokkur dæmi tekin um viðkomandi rökvillu.
- Útskýring. Stutt útskýring á dæminu rökvillunni til skýringar.
- Myndræn dæmi. Fleiri eru dæmi tekin í lokin til að víkka hugtakið og koma þér í skilning um að vel má sjá þessa rökvillu að verki í víðara samhengi (stundum er þetta raunar erfitt og dæmin ekki alveg í samræmi). Þetta fer svolítið eftir eðli einstakra rökvillna og hugmyndaflugi mínu.
- Vikuleg heimadæmi um hverja rökvillu í nokkrum liðum. Seinasti liðurinn er alltaf þitt framlag.
1.1. KYNNING Á RÖKVILLUNNI TVÍRÆÐNI:
Hér með hefst kynning á rökvillum. Við byrjum á rökvillu sem er mjög algeng og auðskilin. Rökvillan er Tvíræðni. Henni er oft lýst með annarri sambærilegri, nefnilega Margræðni, en hún er tekin fyrir í næsta kafla. Báðar þessar villur eru fyrst og fremst (en ekki eingöngu – sjá myndir að neðan) orða villur, n.k. orðaleikir, þ.e. viðkomandi er vísvitandi, í húmor eða óvart að nota eitt og sama orðið í fleiri en einni merkingu. Athugaðu að það er ekkert að því að orð hafi tvær merkingar (t.d. "bjór"), og heldur ekkert að því að nota það orð (hvað þá að drekka bjór), en þú ert ekki þar með að fremja rökvillu (ha, að drekka loðið dýr?), heldur eingöngu ef þú beinlínis notar orðið í báðum merkingum í einu - t.d. í þessu bjánalega dæmi: Það er ekki hægt að drekka bjór, né nokkur önnur nagdýr!
1.2. SKILGREINING Á RÖKVILLUNNI TVÍRÆÐNI:
Formleg skilgreining á 1. Tvíræðni (ambiguity):
- Orð (hugtak) sem X notar í röksemdarfærslu sinni er hægt að skilja á fleiri en einn veg.
- X notar þetta orð á tvo mismunandi vegu innan sömu röksemdarfærslu.
- Eða þá að X notar orðið í annarri merkingu en sá sem hann rökræðir við.
1.3. NOKKUR DÆMI UM RÖKVILLUNA TVÍRÆÐNI:
Dæmi 1:
Sumar síðbuxurnar eru komnar
(misheppnuð auglýsing úr hljóðvarpi).
Dæmi 2:
Fótboltadæmi! Svisslenski Fulham (var áður í Arsenal) varnarmaðurinn Philippe Senderos (frekar seinheppinn og lélegur í fótbolta) tjáir sig um Joey Barton (frægur skaphundur í Newcastle og síðar QPR með Heiðari Helgusyni).
http://www.youtube.com/watch?v=QYTcf55B-oY
1.4. ÚTSKÝRING Á DÆMUM UM RÖKVILLUNA TVÍRÆÐNI:
Útskýring á dæmi 1 um rökvilluna 1. Tvíræðni:
Auglýsandi ætlaði eflaust í hugsunarlítilli sköpun sinni einfaldlega að láta kaupendur vita af því að fatabúðin hans hefi fengið árstíðabundna sendingu, frekar en að láta þá vita af því að hann hafi bara fengið sumar – en ekki allar, síðbuxurnar í seinustu sendingu!
Útskýring á dæmi 2 um rökvillunar 1. Tvíræðni:
Philippe Senderos er ekki bara lélegur í fótbolta, hann er líka slappur í ensku. Spyrillinn (konan) talar um að enskir leikmenn goe in hard and are dirty (sic) players, en að erlendir leikmenn séu m.a. “nice” og “naive”. Senderos svarar (nice og naive) að: Barton he´s gonna come strong on the ball and gonna come in your face (sic). Það er kannski óþarfi að útskýra þetta nánar, en það má misskilja setninguna sem klám og spyrillinn (karlinn) lagar ekki stöðuna þegar hann bætir við: I´m not sure that he will go that far!
1.5. NOKKUR MYNDRÆN DÆMI UM RÖKVILLUNA TVÍRÆÐNI:
Mynd 1: Hvort sérðu fyrst andlit eða vasa?
Mynd 2: Hvers vegna má segja að þessi útgáfa af “ambiguity” sé tvíræð?
Mynd 3:
Mynd 4: Horfðu fyrst á þessa mynd mjög nálægt og færðu þig svo lengra og lengra frá. Hvern (hverja) sérðu?
Mynd 5: Hvað merkir svarið?
Mynd 8: Listamaður leikur sér með Necker hugmyndina. Í eigu MoMA í New York (Museum of Modern Art).
Getur þú útskýrt af hverju þessi tvö málverk eru tvíræð? Raunar eru þau ekki bara tvíræð, heldur margræð!
Mynd 11: Að lokum: Páfagaukurinn! Ég get ekki stillt mig að bæta þessu við:
Mona Lisa eftir Leonardo da Vinci (gerð 1503-19) á Louvre í París. Af hverju er hún dæmi um tvíræðni?
Skilaverkefni 1 (skila eftir viku!):
Spurning 1:
Spurning 2: Útskýrðu tvíræðnina í Mynd 4.
Spurning 3:
Spurning 4:
Spurning 5: Búðu til þitt eigið dæmi handa okkur, eða finndu eitt enn fyndnara en þau sem ég hef fundið hér á síðunni. Sá sem finnur besta dæmið fær bónus: Því verður bætt við bloggið!
Svaraðu nú þessum 5 liðum á sérstakt svarblað sem þú færð frá kennara. Þú hefur viku til að klára!
1.6. BESTU NEMENDADÆMIN:
- If your dog does a poo please put it in a litter bin. Júlíus Snær og Kristinn.
- Friends help murder victim's family. Michael.
- Nothing sucks like an electrolux. Dagur.
- I am a huge metal fan. Ásgerður og Elín.
- Umferðarskilti: Slow children at play. Benjamín.
- Frétt úr Morgunblaðinu: Kórstelpurnar eru sólgnar í slátrið
- Við hjónin höfum alltaf tekið slátur og við erum bæði alin upp við það. Ég ólst upp í Mývatnssveit þar sem var súrsað ofan í tvær risastórar tunnur. Mörg hundruð lítrar af slátri og allskonar súrmat sem var svo borðaður allt árið.
- "Við hjónin höfum alltaf tekið slátur og við erum bæði alin upp við það. Ég ólst upp í Mývatnssveit þar sem var súrsað ofan í tvær risastórar tunnur. Mörg hundruð lítrar af slátri og allskonar súrmat sem var svo borðaður allt árið. Eins og maður sá á einhverri forsíðunni þá er þetta það sem ætti að bjarga þjóðinni núna. En við höfum annars ekki verið að gera þetta af hagkvæmnisástæðum heldur er þetta alltaf bara mjög skemmtilegt. Við gerum lifrarpylsu og blóðmör, en ekki úr öllu því okkur finnst rosalega gott að eiga lifrarpylsuna frosna og elda hana eftir hentisemi. Eins gerum við sviðasultu sem við eigum bæði súrsaða og frysta.Svo er ég að stjórna mörgum kórum með mörgu ungu fólki. Í einum þeirra eru stelpur frá 17 ára og upp í 25 ára og við æfum á sunnudögum. Stundum syngja þær í messu á undan og svo er æfing klukkan hálfeitt. Þá eru þær oft orðnar glorsoltnar. Því tók ég upp á að taka með mér slátur að heiman og setja í pottinn í kirkjunni þegar við mætum klukkan hálftíu. Og þá er það tilbúið á hádegi og þá borðum við það. Og langflestar, eiginlega allar, eru sólgnar í þetta. Þær fá sér af þessu og finnst það frábært."Júlíus Snær.