Námsefni

Rökvilla 4: Klifun

4.0. KLIFUN

Rökvillan Klifun er sú versta sem til er. Hún er raunar ekki bara rökvilla, heldur miklu frekar rökleysa. Sá sem notar Klifun máli sínu til stuðnings, rökstyður alls ekki neitt. Það eina sem á sér stað er endurtekning. Ef þú færir þau rök fyrir máli þínu að þú læðir niðurstöðunni inn í eina forsenduna, þá ert þú sekur um villuna Klifun. Þú getur að vísu ekki haft rangt fyrir þér, ef við gefum okkur að forsendan sé rétt, en gallinn er bara sá að engin rökstuðningur hefur verið settur fram. "Mjólk er góð vegna þess að mjólk er góð" er ekki beinlínis rangt, heldur bara endurtekning, þ.e. Klifun. Annað orð á þessu er tugga. Það þykir ekki mjög gáfuleg orðræða sem inniheldur Klifun, eða tuggu – eitthvað sem er tuggið ofan í mann. Tugga tvítekur eitthvað (endurtekur), í forsendunni og í niðurstöðunni. Á ég að segja þetta aftur?

 

4.1. SKILGREINING Á RÖKVILLUNNI KLIFUN

 

4.2. Formleg skilgreining á rökvillunni 4. Klifun (begging the question):

  1. Ein forsenda F í röksemdarfærslu er alveg eins og niðurstaðan N eða röklega jafngild henni.
  2. Ein forsenda F í röksemdarfærslu er þannig að ekki er hægt að samþykkja hana án þess að hafa þá þegar samþykkt niðurstöðuna N.

 

4.3. DÆMI UM RÖKVILLUNA KLIFUN

Tveir sóknarmenn voru að rífast um gæði sóknarprestsins. Loks segir annar og telur sig færa góð rök fyrir máli sínu: Ég skal sanna fyrir þér að presturinn er sá allra heilagasti. Er til nokkur annar prestur sem dansar við engla hverja nóttu?

Vinur hans var fullur efasemda. Hvernig veistu að hann í raun dansar við engla hverja nótt? spurði hann. , sagði sá rökfasti, hann sagði mér það sjálfur!

En hvernig getur þú trúað honum?, spurði efasemdarmaðurinn enn.

Hvað? sagði sá fyrsti hneykslaður, myndi prestur sem dansar við engla á hverri nóttu nokkru sinni ljúga?

 

4.4. ÚTSKÝRING Á DÆMI UM RÖKVILLUNA 4. KLIFUN

Þetta er greinilega Klifun vegna þess að máli sínu til stuðnings kemur engin ný fullyrðing fram, engin forsenda er sett niðurstöðunni til stuðnings. Seinasta spurningin er aðeins sannfærandi ef þú ert þá þegar búinn að gefa þér svarið fyrirfram. Því miður verður að segjast eins og er að margur trúmaðurinn hugsar svona í hringi, en e.t.v. má segja að það sé einmitt munurinn á heimspekilegum efa og trúarbrögðum, við verðum að sannfærast um það sem ekki ert hægt að trúa með skynseminni einni saman.

 

4.5. MYNDRÆN DÆMI UM RÖKVILLUNA 4. KLIFUN

 

Myndrænt dæmi 1: I am always right.

 

Myndrænt dæmi 1: Að ofan er myndræn skilgreining á Klifun.

 

Myndrænt dæmi 2: Circular reasoning.

 

Myndrænt dæmi 2: Skemmtilegt myndrænt dæmi um Klifun sem hringskýringu. Eltu textann og hættu þegar þú ert búinn!

 

Myndrænt dæmi 3: Er vatnið að renna niður?

 

Myndrænt dæmi 3: Að ofan eru Escher teikningar sem myndrænt sýna vel hvað Klifun er – reyndu að renna “upp” og “niður” með vatninu.

 

Myndrænt dæmi 4: Eru mennirnir að labba upp eða niður?

 

 Myndrænt dæmi 4: Önnur Escher teikning sem myndrænt sýnir vel hvað Klifun er – hvert leiðir stiginn?

 

Myndrænt dæmi 5: Hver er að teikna hvað?

 

Myndrænt dæmi 5: Besta Escher teikningin sem myndrænt sýnir vel hvað Klifun er – hver að teikna hvað? Höndin teiknar hönd!

 

Myndrænt dæmi 6: The Bible is the word of God.

 

Myndrænt dæmi 6: Þetta er lang algengasta misnotkunin á Klifun, sönnun á orðum Biblíunnar - sönnun að Biblían sé orð guðs, hún segir það sjálf - það stendur í Biblíunni.

 

Myndrænt dæmi 7: The Napkin religion.

 

Myndrænt dæmi 7: Einfalt dæmi um Klifun, sem gerir góðlátlegt grín að guðssönnun Biblíunnar.

 

Myndrænt dæmi 8: Premise(s) - Conclusion.

 

Myndrænt dæmi 8: Klifun gefur sér niðurstöðuna með því að læða einni (eða einu) forsendunni beint í niðurstöðuna, án þess að segja nokkuð annað en niðurstöðuna, þ.e. niðurstaðan er einfaldlega endurtekin í niðurstöðunni. Einfalt og skýrt dæmi.

 

Skilaverkefni 4:

  1. Finndu - eða búðu til eitt gott textadæmi um Klifun!
  2. Finndu - eða búðu til (teiknaðu) eitt myndrænt dæmi um Klifun! Ef þú ert ekki góð að teikna, skoðaðu þá Escher teikningar (aðrar en þær hér að ofan).
  3. Er þetta dæmi um Klifun? Skoðaðu vel það sem þau segja og útskýrðu svar þitt.

https://www.youtube.com/watch?v=8CVbku6nxhU