Kafli 4: Myndir og málverk

Sögufrægar fréttaljósmyndir:  

Mynd 4.1. Hitler heldur ræðu í maí 1937.

Mynd 4.1. Adolf Hitler, kanslari Þýskalands, heldur ræðu í Þýskalandi í maí 1937. Hann átti þátt í stofnun nasistaflokksins árið 1919, varð einræðisherra í Þýskalandi 1933 og hrinti af stað helförinni svonefndu til að losa þjóðina við "gyðingavandann", sígauna og samkynhneigða. Þjóðverjar réðust inn í Pólland undir hans stjórn árið 1939 og hófu þar með heimsstyrjöldinna síðari. Hitler framdi sjálfsmorð 30. apríl 1945 ásamt konu sinni, Evu Braun. Þjóðverjar gáfust upp fyrir bandamönnum 7. maí 1945.

 

Mynd 4.3. Dachau útrýmingarbúðirnar 1945.

Mynd 4.2. Fangar horfa út um gaddavírsgirtan glugga í útrýmingarbúðum nasista í Dachau í Þýskalandi árið 1945. Adolf Hitler kom á fót útrýmingarbúðum í Þýskalandi og Póllandi og hugðist útrýma gyðingum í Evrópu til að hreinsa aríska kynstofninn. Talið er að rúmlega 6 milljónir gyðinga hafi verið drepnir í Dachau, Auschwitz, Buchenwald og Bergen-Beslen. Bandamenn frelsuðu þá sem enn voru á lífi í búðunum árið 1945 en Þjóðverjar gáfust upp 7. maí 1945.

Mynd 4.1. Little Rock mótmælin í september 1959.

Mynd 4.3. Andlit Hazel Bryan, fyrir miðju, er reiðilegt þar sem hún ásamt fleirum hæðir Elizabeth Eckford, í fremstu röð til hægri. Eckford var fyrsta þeldökka manneskjan sem reyndi að fá inngöngu í Little Rock í Arkansas í Bandaríkjunum 4. september 1957. Þjóðvarðliðar meinuðu Eckford inngöngu í skólabygginguna og síðar var átta öðrum þeldökkum ungmennum úthýst.

 

Mynd 4.4. Berlínarmúrinn reistur 1961.

Mynd 4.4. Berlínarmúrinn var reistur í ágúst 1961 og var um áratuga skeið helsta tákn kalda stríðsins. Múrinn, sem var nærri 50 km langur, var byggður úr steinsteypu og gaddarvír á milli Austur- og Vestur-Berlínar og var ætla aða koma í veg fyrir að íbúar Austur-Þýskalands flýðu yfir til vesturhlutans. Múrinn var rifinn síðla árs árið 1989 eftir hrun kommúnismans. Á myndinni sjást íbúar Vestur-Berlínar hægra megin fylgjast með austur-þýskum byggingarverkamönnum reisa múrinn þvert yfir Wildenbruchstrasse.

 

Mynd 4.7. Malcolm X drepinn 1965.

Mynd 4.5. Árið 1965 um það bil þegar Malcolm X gekk inn í ræðusal í Harlem brutust út slagsmál. Þegar lífverðir Malcolm X fóru að skipta sér að slagsmálunum stóðu 3 menn úr sætum sínum og tæmdu úr 2 skammbyssum á Malcolm. Einn þeirra var með haglabyssu. Malcolm X var dáinn áður en að sjúkrabíllinn var kominn.

 

Mynd 4.2. Martin Luther King drepinn.

Mynd 4.6. Martin Luther King drepinn í Memphis, 1968. Skotið kom úr þessari átt, virðast þeir vera að segja, sem standa á svölunum. 11 mánuðum seinna játaði James Earl Ray á sig morðið.

 

Mynd 4.6. Morð í Saigon 1968.

Mynd 4.7. Þegar Tet árásin svokallaða var í hámarki árið 1968 tekur lögreglustjórinn Nguyen Ngoc Loan fram byssu sína og án nokkurra málalenginga skýtur handjárnaðann Víetnama, sem er grunaður um að vera í liði með Víetkong (Norður-Víetnam liðinu). Lögreglustjórinn snýr sér svo rólegur að ljósmyndaranum og segir "Buddha will understand".

 

 

Mynd 4.2. Lee Harvey Oswald drepinn.

Mynd 4.8. Lee Harvey Oswald drepinn í Dallas, Texas árið 1969. Jack Ruby skaut einu skoti beint fyrir framan lögreglumenn, sem voru að leiða Oswald út úr lögreglustöðinni. 60 milljónir sáu morðið í beinni sjóvarpsútsendingu.

 

Mynd 4.6. Napalm sprengjur í Vietnam júní 1972.

Mynd 4.9. Suður-víetnamskir hermenn fylgja eftir hópi skelfingu lostinna barna sem hlaupa eftir vegi nærri Trang Bang eftir að Napalm sprengjum var varpað á meintar búðir liðsmanna Vietkong 8. júní 1972. Flugvél bandamanna varpaði sprengjunum fyrir mistök á suður-víetnamska hermenn og borgara. Kim Phuc (fyrir miðju), níu ára, reif utan af sér logandi fötin á flóttanum.

 

Mynd 4.6. Sýrlenskt sjálfsmorð 1987.

Mynd 4.10. Monas Kailany, 28 ára Sýrlendingur, stekkur úr byggingarkrana fyrir utan bænahús múhameðstrúarmanna í Regents Park í Lundunum eftir að hafa skorið sjálfan sig þrívegis á háls, 4. ágúst 1987. Kailany framdi sjálfsmorð frammi fyrir 50.000 múslimum á síðasta degi Hajj-hátíðarhaldanna, Eid Al Adha.

 

Mynd 4.5. Peking mótmæli í júlí 1989.

Mynd 4.10. Kínverskur karlmaður stendur í vegi fyrir skriðdrekum sem eru á leið að Torgi hins himneska friðar í Peking í Kína 5. júní 1989. Maðurinn hrópaði að hermönnunum og krafðist þess að látið yrði af ofbeldi gegn baráttumönnum fyrir lýðræði. Maðurinn var dreginn burt og skriðdrekar héldu að torginu. Kínversk stjórnvöld brutu á bak aftur mótmæli námsmanna sem kröfðust lýðræðislegra umbóta og að spilling innan ríkisstjórnarinnar yrði upprætt. Hundruð eða jafnvel þúsundir mótmælenda féllu í átökunum sem voru mestu mótmæli gegn stjórnvöldum frá því kínverska byltingin var gerð árið 1949.

 

Mynd 4.11. Ofbeldi í Soweto í maí 1991.

Mynd 4.11. Maður á leið heim úr vinnu í Meadowlands í Soweto í Suður-Afríku var stunginn til bana með spjóti í maí 1991. Morðið var framið á meðan átök á milli Frelsishreyfingar Zulu Inkatha og stuðningsmanna Þjóðernisflokks Afríku stóðu sem hæst. Maðurinn lést nokkrum metrum frá þeim stað sem myndin var tekin og lögreglumenn fylgdust hjálparvana með.

 

Rússneskar sumarbúðir, Putin plakat í bakgrunninum. 2002.

 

Mynd 4.11. Rússneskar sumarbúðir, Putin plakat í bakgrunninum. DV, 17. júlí, 2002.

 

Viðbótarmyndir:

Mynd 4.1. Íslensk gothic 2nóv2011 Herdís 3ff.