3.0. ÞRÖNGSÝNI
Þröngsýni er rökvilla vegna þess að valin rök hafa verið færð fyrir niðurstöðunni, á meðan öllum öðrum rökum er hafnað fyrirfram. Þar að auki verður hin þröngi rökstuðningur aðeins skiljanlegur þegar tekið er tillit til þess hóps sem viðkomandi tilheyrir.
3.1. SKILGREINING Á RÖKVILLUNNI ÞRÖNGSÝNI
3.2. Formleg skilgreining á rökvillunni 3. Þrönsýni (provincialism)
- X ver ákveðna niðurstöðu N með því að fullyrða F.
- Trú X á F er óraunhæf vegna þess að hún er fyrirfram ákveðin og byggð á völdum sönnunargögnum.
- Helsta útskýringin á því að X trúir á F er sú að X samsamar (tengir) sig við einhvern hóp sem hann er meðlimur í (eða er hluti af).
3.3. NOKKUR DÆMI UM RÖKVILLUNA ÞRÖNGSÝNI
Dæmi 1: Ég er mjög hlynntur jafnrétti kvenna, sagði forseti spænsku nautabanasamtakanna Paco Camino. En ég endurtek, konur ættu ekki að fást við nautaat vegna þess að nautabanar eru og ættu að vera karlmenn. San Francisco Chronicle, 28. mars 1972, bls. 21.
Hér sjáum við aftur á móti sögulega - en ógnvænlega framgögnu fyrsta kven-nautabanans.
https://www.youtube.com/watch?v=9qFwSM8QLIE
3.4. Útskýring á dæmi um rökvilluna 3. Þröngsýni
Hér er rökvillan greinilega Þröngsýni, þar sem Paco fullyrðir að konur ættu ekki að vera nautabanar, algjörlega án þess að færa rök fyrir máli sínu. Einnig má saka Paco um Klifun (sem er næsta rökvilla), hann segist meira að segja vera að endurtaka sig, en rökvillan Þröngsýni á enn betur við. Paco velur sér sönnunargögn (nautabanar hafa alltaf verið karlkyns) og helsta útskýringin á því að Paco trúir niðurstöðunni er sú að hann samsamar sig við karlkynið (er karlmaður) og neitar að sjá sjónarmið kvenna (takið t.a.m. eftir því að vera "hlynntur jafnrétti kvenna...” en ekki hverra?). Paco neitar í raun að hugleiða hinn möguleikann (kvenkyns nautabani) - það kemur einfaldlega ekki til greina. Ef að Paco væri kona, þá breytist rökvillan í Klifun.
Mynd 1: Þröngsýni er að sjá ekki sjónarhorn annarra – það er bara eitt – nefnilega mitt! En nú þegar hann hefur loks náð sambandi við kvenmanninn í sér, þá sér - jafnvel hann - að hann er karlrembusvín!
Mynd 2: Þröngsýni er að sjá ekki sjónarhorn annarra – það er bara eitt – mitt! Konan veit fyrirfram að eiginmaðurinn hefur rangt fyrir sér (eins og alltaf).
Mynd 3: Skemmtilegt sjónarhorn á hvað Þröngsýni er! Vegurinn - hugurinn þrengist.
Mynd 4: Kannski er best að vera ekkert útskýra þetta dæmi?
Mynd 5: Skemmtilegt dæmi um Þröngsýni! Herra Peabody er hér fulltrúi hins steindauða fulltrúa kerfisins, en huga hans var opinberlega lokað árið 1975!
Mynd 6: Í stað þess að svara rökum (hversu vitlaus sem þau eru), þá bregst sá skeggjaði mjög barnalega við - í fullkominni Þröngsýni.
Mynd 7: Hann er með skylti sem segir Pro-life. Það merkir að hann er á móti fóstureyðingu, þar sem hans rök eru líklega eitthvað á þá leið að allt líf sé heilagt. Svo segir hann: Mín skoðun eða ég drep þig!
Mynd 8: Lokadæmi um Þröngsýni! Hugurinn þrengist ekki bara, hann springur!
Skilaverkefni 3:
1. Finndu 1 gott dæmi í rannsóknum okkar í þessari viku á Donald Trump um Þröngsýni. Taktu niður eitt dæmi og útskýrðu hér - eftir að hafa skýrt dæmið - hvers vegna það er Þröngsýni.
2. "Allir sannir Íslendingur drekka brennivín og éta hákarl". Þröngsýni? Hvað merkir "sannir Íslendingar?" 3. Af hverju er Dolly Patdon svona móðguð?