6

Rökvilla 6: Tvær villur

6.0. TVÆR VILLUR

Hér er ekki beinlínis verið að vísa til hefðar heldur miklu frekar til þess að einhver annar gerði það sama. Gróft dæmi um þessa villu er hefndarmorð. Ég er jafnsekur um morð þrátt fyrir þá staðreynd að sá sem ég drap var morðingi líka. Á ensku er sagt: Two wrongs don't make a right.

 

6.1. SKILGREINING Á RÖKVILLUNNI TVÆR VILLUR

Formleg skilgreining á rökvillunni 6. Tvær villur (two wrongs):

  1. X hefur verið gagnrýndur fyrir hegðunina H.
  2. Hegðunin H er varin með því að benda á að aðrir hafi hegðað sér á sambærilegan hátt.
  3. Hegðun einhvers annars er ekki á neinn hátt réttlæting á hegðun X.

 

6.2. DÆMI UM RÖKVILLUNA TVÆR VILLUR

Bandaríkjamaður sagði eftir að kjarnorkusprengjum hafði verið varpað á Japan (Hiroshima og Nagasaki) við lok seinni heimsstyrjaldarinnar:

Það er rangt að hafa áhyggjur af þeim Japönum sem voru myrtir í Hiroshima og Nagasaki. Bróðir minn var drepinn af Japönum í Bataan-árás seinni heimsstyrjaldarinnar, þegar Japanir pyntuðu og misþyrmtu særða og hungraða bandaríska hermenn. Japanir eru villimenn og eiga ekkert gott skilið (H. Kakane. Logic and Contemporary Rhetoric, bls. 42).

 

6.3. ÚTSKÝRING Á DÆMI UM RÖKVILLUNA 6. TVÆR VILLUR

Hér er rökvillan tvær villur greinileg, því í stað þess að svara fyrir kjarnorkuárás þá er vísað á annað mál – vissulega alvarlegt – en þó á engan hátt réttlæting á kjarnorkuárás. Raunar er erfitt að finna nokkra réttlætingu á kjarnorkuárás! Einnig má benda á kvikmyndina Pearl Harbor (Michael Bay, 2001), sem endar á því að Bandaríkjamönnum tókst að senda flugvélar alla leið til Tokyo (apríl 1942), en þar vörpuðu þeir sprengjum, en gátu svo ekki flogið til baka vegna eldneytisleysis og því lentu þær meðvitað í sjónum. Þetta þótti í lagi, enda segir í lokaatriðinu að þeir séu búnir að hefna sprengjuárásarinnar á Pearl Harbor (7. des. 1941). En þeir virðast sjálfir gleyma að það gerður þeir enn betur (verr) með Hiroshima og Nagasaki 6. og 9. ágúst 1945).

 

https://www.youtube.com/watch?v=PFhY6IaUJ40

 

Nafn rökvillunnar Tvær villur vísar til þess að ef þú rökstyður þína hegðun með því að vísa á hegðun einhvers annars, þá er það eins og að verja einna villu með annarri villu (hugsaðu þér t.d. stafsetningarvillur!).

 

6.4. MYNDRÆN DÆMI UM RÖKVILLUNA 6. TVÆR VILLUR

 

Myndrænt dæmi 1 um Tvær villur: "Two wrongs don't make a right, ..."

 

Mynd 1 um Tvær villur: Skemmtilegt dæmi um Tvær villur. Hér virðist vera sem að rökvillan standist ekki!

 

Myndrænt dæmi 2 um Tvær villur: "If two wrongs don't ..."

 

Mynd 2 um Tvær villur: Nú ef Tvær villur dugar ekki til, hvað þarf þá eiginlega margar?

 
 

Myndrænt dæmi 3 um Tvær villur: "Hey, you can't stop now, ..."

Mynd 3 um Tvær villur: Smá orðaleikur (right = rite).

 

Myndrænt dæmi 4 um Tvær villur: "It's a government funded study ..."

 

Mynd 4 um Tvær villur: Enn sami brandarinn, með nýrri útfærslu.

 

Myndrænt dæmi 5 um Tvær villur: "If two negatives make a positive ..."

 

Mynd 5 og 6 um Tvær villur: Tvær villur stærðfræðilega og lögfræðilega séð.

 
 

Myndrænt dæmi 6 um Tvær villur: "The question isn't whether ..."

 

Að lokum, eitt sannsögulegt dæmi.

Myndrænt dæmi 7 um Tvær villur: "THou shalt not kill".

 

Mynd 7 um Tvær villur: Abortion Doctor Killer.

 

Abortion Doctor Killer says ‘Two Wrongs Don’t Make a Right’ 29 January, 2010. Posted by “Irresponsibility”.

 

The Christian Right, to paraphrase an old aphorism about Republicans, believes in the right to life “until you’re born” — after that, you’re in God’s hands. Unfortunately, church proved no sanctuary to Dr George Tiller, who Scott Roeder shot in the head at point blank range one Sunday morning as the doctor was going about his duties as an usher. During his trial, Roeder told a Kansas jury:

 

“It is not man’s job to take life – it is our Heavenly Father’s”.

 

Amazing, not an expression of remorse, but of justification. He was talking about Doctor Tiller “taking life” by performing abortions — not his own egregious violation of the Commandment. Whatever God’s plans for Dr Tiller, they weren’t moving fast enough to suit Roeder, who had fantasized for years about murdering the doctor. Roeder testified he’d considered merely chopping his hands off with a sword but, worried Dr Tiller might teach others to perform abortions, decided cold-blooded murder was the thing. The only explanation Roeder deigned to offer was that he believed abortion was always wrong, even in the case of rape or incest, because “two wrongs don’t make a right.” Shame he didn’t apply the same thought process before trying to right a “wrong” by murdering Doctor Tiller.

 

Já, mannskepnan getur stundum verið heimsk. Kenndi Sókrates okkur ekki að við eigum að vera sjálfum okkur samkvæm?

 

Skilaverkefni 6:

1. Búðu til einfalt skóladæmi (þ.e. úr þínu lífi) þar sem þú eða samnemendur þínir gætu notað þessa rökvillu til að afsaka hegðun ykkar.

2. Útskýrðu stuttlega hvernig umræða okkar um Charlie Hebdo málið sýnir vel umrædda rökvillu.