8

Rökvilla 8: Persónuárás

 

8.0. KYNNING Á RÖKVILLUNNI PERSÓNUÁRÁS

Hér á eftir kemur kynning á rökvillu, þar sem áherslan er á sókn. Viðkomandi ver sig með gagnárás. Rökvillan í Persónuárás fellst í því að ráðast beint á þann sem rökrætt er við.

Sá sem ræðst gegn skoðun hóps sem viðkomandi tilheyrir kannski er sekur um Þátttökusekt (kynnumst henni seinna); sá sem ræðst gegn sjálfri persónu viðkomandi er sekur um Persónuárás. Að ráðast beint gegn sjálfri persónunni með Persónuárás hefur alls ekkert með rök að gera, kannski er maðurinn ömurleg persóna á alla kanta, en það breytir engu um rök hans. Þeim verðum við að svara (undantekning er auðvitað þegar viðkomandi er einmitt að færa rök fyrir eigin ágæti). Persónuárás er rökvilla vegna þess að í stað þess að gagnrýna þá skoðun, þá afstöðu, sem viðkomandi hefur, þá er ráðist beint á hann sjálfan. Persóna hans hefur ekkert með þau rök að gera sem hann flytur.

 

8.1. SKILGREINING Á RÖKVILLUNNI PERSÓNUÁRÁS

Formleg skilgreining á rökvillunni 8. Persónuárás (ad hominem):

  1. X svarar afstöðu (eða skoðun) sem Y hefur tekið, með því að ráðast beint á Y frekar en á afstöðu hans.
  2. Afstöðu (skoðun) Y er hægt að meta án þess að minnast á Y sjálfan, persónu hans eða karakter.

 

8.2. DÆMI UM RÖKVULLUNA PERSÓNUÁRÁS

Í rökræðu á deildarfundi í háskóla hafði doktor Robinson lagt fram tillögu um húsnæðismál. Næsti ræðumaður sagði m.a.: Nú kem ég að rökum prófessors Robinson um húsnæðismál. Það er mér mjög fjarri að vilja opna gömul sár með því að minnast á þá staðreynd að prófessorinn missti bílprófið fyrir þremur árum vegna drykkju, en við verðum samt að spyrja okkur ...

 

8.3. ÚTSKÝRING Á DÆMI UM RÖKVILLUNA PERSÓNUÁRÁS

Hér er rökvillan greinilega Persónuárás, þar sem ræðumaður talar ekkert um rök prófessorsins, sem hann segir meira að segja athyglisverð, en ræðst beint að honum út frá óþægilegu máli sem kemur húsnæðismálum væntanlega ekkert við.

 

8.4. MYNDRÆN DÆMI UM RÖKVILLUNA PERSÓNUÁRÁS

 

Myndrænt dæmi 1 um Persónuárás: Can we let a shrimp ... ?

 

Myndrænt dæmi 1 um Persónuárás: Getum við látið svona rækju stjórnað hinu mikla landi okkar?
 
 

Myndrænt dæmi 2 um Persónuárás: "Idiots come in pairs."

 
Myndrænt dæmi 2 um Persónuárás: Annað pólitískt dæmi. Þetta er gróf árás: Idiots come in pairs (hvað með málefni þeirra)?

 

Myndrænt dæmi 2 um Persónuárás: "I accomplished nothing this week ..."

 

Myndrænt dæmi 3 um Persónuárás: Skemmtilegt dæmi! Hann er tilbúinn með eitthvað bull bara til að þurfa ekki að svara fyrir sig. Sóknin er besta vörnin!

 

Myndrænt dæmi 2 um Persónuárás: "You are close-minded and stupid ..."

 

Myndrænt dæmi 4 um Persónuárás: Segið svo að gæsir kunni ekki að svara fyrir sig.

 

Myndrænt dæmi 5 um Persónuárás: "No, your face is a logical fallacy!"

 

Myndrænt dæmi 5 um Persónuárás: Þetta dæmi er svo skýrt að það er eiginlega kennslubókardæmi / skilgreining á ad hominem – Persónuárás.

 

Að lokum nokkur dæmi til að sýna að karlmenn (ég á eftir að taka konur fyrir seinna) eru fífl (Persónuárás að minni hálfu?):

 

  1. I've never had major knee surgery on any other part of my body. Winston Bennett, University of Kentucky basketball forward.
  2. Outside of the killings, Washington has one of the lowest crime rates in the country. Mayor Marion Barry, Washington, DC. (seinna handtekinn fyrir að kaupa sér kókaín! Borgarstjórinn!!)
  3. I'm not going to have some reporters pawing through our papers. We are the president. Hillary Clinton commenting on the release of subpoenaed documents.
  4. Half this game is ninety percent mental. Philadelphia Phillies manager, Danny Ozark.
  5. It isn't pollution that's harming the environment. It's the impurities in our air and water that are doing it. Al Gore, Vice President.
  6. I love California. I practically grew up in Phoenix. Dan Quayle (varaforseti Bush eldri).
  7. If we don't succeed, we run the risk of failure. Bill Clinton, President.
  8. We are ready for an unforeseen event that may or may not occur. Al Gore, VP.
  9. Traditionally, most of Australia's imports come from overseas. Keppel Enderbery.

 

Skilaverkefni:

  1. Finndu í fjölmiðlunum eða annars staðar dæmi um Persónuárás. Þú sem ert alltaf á netinu! Auðvelt að finna. Útskýrðu árásina.
  2. Finndu annað dæmi eða búðu það til. Útskýrðu stuttlega.