9.0. KYNNING Á RÖKVILLUNNI VINSÆLDIR
Stundum er sagt að eitthvað hljóti að vera rétt, allir segi það – allir séu á þeirri skoðun. Og stundum er sagt að eitthvað geti ekki verið rétt, "því enginn trúi því lengur," eða að ákveðin hugmynd "sé löngu úreld." Hér er verið að halda því fram að spurningunni um rétt og rangt megi svara með því að vísa til þess hve margir trúi skoðuninni.
9.1. SKILGREINING Á RÖKVILLUNNI VINSÆLDIR
Formleg skilgreining á rökvillunni 9. Vinsældir (popularity):
- M heldur því fram að fullyrðingin F sé sönn (ósönn).
- M bendir á, máli sínu til stuðnings, að margir hafi trú á F (trúi ekki á F).
- Vinsældir F (eða óvinsældir) er ekki næg ástæða til að samþykkja (hafna) F.
9.2. DÆMI UM RÖKVILLUNA VINSÆLDIR
Heimspekingurinn og sálfræðingurinn William James sagði eitt sinn þessa sögu: James hafði farið með hóp manna í fjallgöngu. Hann vék sér frá um stund, en þegar hann kom aftur var umræðuefnið að þrotum komið. Allir höfðu tekið afstöðu í tilteknu máli og tveir jafnfjölmennir hópar þráuðust við. Báðir hóparnir báðu James að skera úr um málið með því að gera sinn hóp að meirihluta - rétt eins og að þannig yrði þeirra skoðun rétt. (William James, 1955, Pragmatism).
9.3. ÚTSKÝRING Á DÆMI UM RÖKVILLUNA 9. VINSÆLDIR
Ef þú telur að með því að taka afstöðu hafi annar hópurinn þar með rétt fyrir sér, þá fellur þú fyrir rökvillunni Vinsældir. Staðreynd málsins er nefnilega sú að afstaða annars hópsins er alveg jafn sönn eða ósönn, eftir því hvernig rökin eru, hvort sem að einn maður enn styðji rökin eður ei. Vinsældir er rökvilla vegna þess að engin ný rök hafa verið færð fyrir niðurstöðunni, engin ný ástæða er til að ætla að hún sé rétt. Það eina sem gert hefur verið er að benda á að margir trúi á niðurstöðuna. Undirritaður verður að viðurkenna að "notast við þessa rökvillu" t.d. þegar ég ákveð hvaða bíómynd ég ætla á. Þá hugsa ég oft: Það eru svo margir búnir að sjá þessa (eða hún fær svo margar stjörnur), hún hlýtur að vera góð. En er það endilega rétt?
9.4. MYNDRÆN DÆMI UM 9. VINSÆLDIR
Dæmi 4: ATHEISTS, IF GOD DOESN'T EXIST, AND THERE WAS NO JESUS CHRIST LORD AND SAVIOUR, AND THE BIBLE IS LYING, WHY DOES (sic: do) MORE PEOPLE BELIEVE IT THAN ANY OTHER RELIGION?
Myndrænt dæmi 4 um Vinsældir: Hvernig svarið þið þessum rökum sem undirritaður fann á veraldarvefnum?
Dæmi - í seinasta bloggi var gert grín að körlum, nú er komið að dömunum:
Myndrænt dæmi 7 um Vinsældir: Skemmtilegt kennslufræðilegt dæmi um Vinsældir sem rökvillu.
Kannski ekki rökvillan Vinsældir, en Linda blessunin hefur líka sagt: I don’t diet. I just don’t eat as much as I’d like to (hvaða rökvilla er það?).
Það er eiginlega ekki hægt að mótmæla þessum spakmælum!
Mariah Carey: Whenever I watch TV and see those poor starving kids all over the world, I can’t help but cry. I mean I’d love to be skinny like that but not with all those flies and death and stuff.
Britney Spears: I get to go to lots of overseas places, like Canada. Og: I always call my cousin because we’re so close. We’re almost like sisters, and we’re also close because our moms are sisters.
Christina Aguilera: So, where’s the Cannes Film Festival being held this year?
Að lokum skulum við skoða hvað Miss South Carolina hefur að segja:
https://www.youtube.com/watch?v=JtkX3OyPF4Q
Eru allir Ameríkanar vesturheimskir?:
https://www.youtube.com/watch?v=_mWtWz_aGyk
Skiladæmi:
- Finndu eitt gott dæmi um rökvilluna Vinsældir. Auðvelt er að gúgla dæmi, t.d. út frá "appeal to popularity" eða "polularity (logical) fallacy."
- Búðu til eitt dæmi um rökvilluna Vinsældir. Það ætti ekki að vera erfitt. Mundu að nota þitt eigið dæmi, ekki af blogginu, eða dæmunum sem við ræðum í tíma. Bestu dæmin koma á bloggið.