fjallafall

Rökvilla 10: Fjallafall

10.0. KYNNING Á RÖKVILLUNNI FJALLAFALL

Nafn rökvillunnar Fjallafall vísar til þess að ef þú byrjar að renna í brekku, þá hljótir þú að renna niður alla leið. Ef þú samþykkir eitthvað X og afleiðing þess er Y, sem er slæm afleiðing, þá ertu dottinn alla leið niður í Z  (og Þ, Æ og Ö). Margir færa rök fyrir einhverju máli með því að benda á væntanlegar afleiðingar. Annars vegar er hægt að segja að eitthvað sé slæmt vegna þess að væntanlegar afleiðingar þess séu slæmar. Hins vegar er hægt að benda á að eitthvað beri að gera vegna þess að afleiðingar þess eru góðar. Gallinn við slíkar keðjur (orsakakeðjur = X orsakar Y, Y orsakar Z og Z orsakar Þ og Þ er eitthvað vont (eða gott)), er að ef einn hlekkur keðjunnar er vafasamur, þá er öll keðjan vafasöm.

 

10.1. SKILGREINING Á RÖKVILLUNNI FJALLAFALL

Formleg skilgreining á rökvillunni 10. Fjallafall (slippery slope):

  1. M heldur því fram að ef X er samþykkt, þá leiði það til Y, Y muni leiða til Z, Z til Þ, o.s.frv.
  2. M heldur því fram að Þ sé slæm afleiðing og að X ætti þar með alls ekki að samþykkja vegna væntanlegrar afleiðingar.

 

10.2. DÆMI UM RÖKVILLUNA FJALLAFALL

Ef við lögleiðum fóstureyðingu þá er það fyrsta skrefið í áttina að veikari menningu. Og ekki viljum við veikja menningu okkar. Þess vegna ætti ekki að lögleiða fóstureyðingu.

 

10.3. ÚTSKÝRING Á DÆMI UM RÖKVILLUNA 10. FJALLAFALL

Þetta er rökvillan Fjallafall, þar sem X (fóstureyðing) á að orsaka Y (veikari menning). Þessi orsakatengsl eru órökstudd og vel er hægt að efast um réttmæti tengslanna. Að minnsta kosti eitt þrep þessarar orsakakeðju er órökstutt og vel hægt að efast um.

 

10.4. MYNDRÆN DÆMI UM 10. FJALLAFALL

 

 

Slippery slope.

 

Myndrænt dæmi 1 um Fjallafall: Góð myndræn skýring á Fjallafalli. Ef þú leyfir X í dag, þá munu þeir á morgunn Y... Það má setja nánast hvað sem er í staðinn fyrir "X" og þú ert komin með nýtt dæmi um rökvilluna.

 

Myndrænt dæmi 3 um rökvilluna Fjallafall: "Just you watch!".

 

Myndrænt dæmi 2 um Fjallafall: Þessi gaur fellur endurtekið í sömu rökvilluna, eða öðru vísi orðað, rennur endurtekið niður sama fjallið.

 

Dilbert bregst ekki!

 

Myndrænt dæmi 3 um Fjallafall: Rökvillan kemur best fram í setningunni: If I do nothing I’ll get fired. I might never get another job. I could starve to death.

 

Myndrænt dæmi 5 um rökvilluna Fjallafall: "But - can't we work it out?".

 

Myndrænt dæmi 4 um Fjallafall: Þetta er greinilega umræða frá Bandaríkjunum, þar sem þeir eru mikið að rífast um hjónaband samkynhneigðra. Hugmyndin er líklega að ef við leyfum það (X), þá Y og Z og fólk má giftast dýrum! Halló!

 

Myndrænt dæmi um rökvilluna Fjallafall: "Gay marriage ... ".

 

Myndrænt dæmi 5 um Fjallafall: Hér er verið að gera grín að rökvillunni Fjallafall. Rétt eins og að réttindi kvenna til að kjósa varð ekki til þess að hamstrar fái atkvæðisrétt!

 

Myndrænt dæmi 7 um rökvilluna Fjallafall: "Vöðvafjall"!

 

Myndrænt dæmi 6 um Fjallafall: Lokadæmi frá mér. Ekki drekka orkudrykki, þá ferðu fljótlega í próteindrykki og þaðan í stera og loks lítur þú svona út!
 

Skilaverkefni:

  1. Finndu eitt gott dæmi um rökvilluna Fjallafall. Enn gæti netið komið þér að gagni.
  2. Búðu til eitt skýrt dæmi um rökvilluna Fjallafall. Ekki nota dæmi úr blogginu og útskýrðu dæmið stuttlega.