hefðarök

Rökvilla 5: Hefðarök

5.0. HEFÐARÖK

Þessi rökvilla á sér yfirleitt stað í vörn. Sá sem gagnrýndur hefur verið (eða sem finnur sig knúinn til að verja sig), getur bent á að það sem hann gerði var samkvæmt gamalli hefð. Við skulum því kalla rökvilluna Hefðarök.

Þetta getur varla talist röklegt, þar sem að ekki eru allar hefðir réttar eða góðar (þótt svo geti auðvitað verið) og ekki hjálpar það mér sjálfum neitt þótt aðrir hafi gert slíkt hið sama. Hegðun mín er jafngóð/slæm þrátt fyrir það. Hugsaðu þér t.d. hefðarök í tengslum við morð.

Þegar þú hefur enga aðra ástæðu fyrir verknaði heldur en þá að “það svíkja allir aðrir undan skatti líka”, þá bætir það í engu hegðun þína. Þú ert í raun aðeins að benda á þá sem eru samsekir.

 

5.1. SKILGREINING Á RÖKVILLUNNI HEFÐARÖK

Formleg skilgreining á rökvillunni 5. Hefðarök (common/past practice):

1. X ver hegðunina H með því að benda á að margir hagi sér svona eða að H sé hefð.

2. Hefðin (í þessu tilviki) eða sú staðreynd að margir geri H, er ekki næg rök til að verja hegðunina H.

 

5.3. DÆMI UM RÖKVILLUNA HEFÐARÖK

Dæmi: D. W. skrifaði í kanadískt blað gegn vopnabanni: Kanadamenn eru vanir því að búa við persónufrelsi. Hluti af hefð okkar er einmitt að eiga skotvopn í einkaeign.

 

5.4. ÚTSKÝRING Á DÆMI UM RÖKVILLUNA 5. HEFÐARÖK

Hér er rökvillan Hefðarök greinileg, því í stað þess að ræða tillöguna um vopnabann þá er slíkri hugmynd einfaldlega hafnað og vísað í gamla hefð!

Annað dæmi sem ég sá í lélegri vesturheimskri spennumynd (man ekki lengur nafnið á henni). Þar eigast við hetjan okkar og atvinnumorðingi. Hetjan verður undir og þegar atvinnumorðinginn er að ákveða hvað hann eigi að gera við hetjuna okkar, þá viðurkennir hann að þeir eru í öllum eltingaleiknum eiginlega orðnir vinir. Hann – atvinnumorðinginn – segir þá:

I kill for money, but you are my friend, so I kill you for nothing.

 

Assisted Homicide Solutions.

 

 

Tveir fyrir einn!

 

Ekki beint hefðarök, en dáldið fyndið. Og þó, hann er að brjóta hefðina, hann ætlar að drepa einn ókeypis!

 

Einhver sagði: In America, women have always been paid less, so let's not mess with a long-standing tradition. Eru þetta hefðarök?

 

Eða:

Some people believe the United States electoral system should be changed to reflect current social standards, while others (making an appeal to tradition) say it should be kept as-is. It has worked for over 200 years, so we shouldn't change it. Hefðarök?

 

5.5. MYNDRÆN DÆMI UM RÖKVILLUNA 5. HEFÐARÖK

 

Myndrænt dæmi nr. 1 um Hefðarök: Tradition.

 

Mynd 3 um Hefðarök: Hæðin útfáfa af hefðarökum. Indjánar Ameríku voru í góðum málum þangað til að hvíti maðurinn kom, eða hvað?

 

Myndrænt dæmi 2 um Hefðarök: McCane.

Mynd 2 um Hefðarök: Þessi John McCane (sem tapaði forsetnakosningunni fyrir Obama) getur huggað sig við það þótt hann hafi ekki unnið kosningarnar þá er hefðin öll með honum.

 

Ps. Þetta minnir á forsætisráðherra Ítalíu, hann Berlusconi, sem spurður um þetta sagði að Obama væri ekki svartur, heldur bara svona sólbrúnn!

 

Myndrænt dæmi 3 um Hefðarök: Ancient Grains.

Mynd 5 um Hefðarök: Svolítið djúpt. Bara vegna þess að eitthvað er gamalt eða hefur verið til lengi, þá hljóti það að vera heilnæmt eða gott. Er eitthvað sem útilokar þann möguleika að Ancient Grains sé bæði gamalt og óhollt?

 

Myndrænt dæmi um Hefðarök: Tradition.

Mynd 5-6 um Hefðarök: Efra dæmið þarfnast ekki útskýringar, en það seinna vísar til þess að það er sterk hefð fyrir því að ná sér niður á pólitískum andstæðingum með því að bera þá saman við Hitler.

 

Myndrænt dæmi 5 um Hefðarök: Georgia Hitler.

 

Skilaverkefni 5:

1. Hvaða dæmi að ofan finnst þér lýsa Hefðarökum best? Hvers vegna?

2. Hvernig má nota rökvilluna Hefðarök til þess að réttlæta busun? Settu upp einfalda útskýringu.