Margræðni er í raun það sama og Tvíræðni margfölduð. Tvíræðni merkir að orð eða setning hafi tvær aðskildar merkingar. Margræðni merkir að orðið, setningin eða fullyrðingin, hefur margar óskildar merkingar, þar sem engin leið er að ákvarða hvaða merkingu átt er við. Þessi viðbót er nauðsynleg, því þegar það er alveg ljóst hvaða merkingu orðið á að hafa í ákveðnu orðasambandi, þá er auðvitað ekki um margræðni að ræða í því tilviki.
2.1. SKILGREINING Á RÖKVILLUNNI MARGRÆÐNI
Formleg skilgreining á Rökvillunni 2. Margræðni (vagueness):
- Ákveðin röksemdarfærsla inniheldur setningu S sem hefur enga ákveðna merkingu.
- Óákveðni merkingar setningarinnar S gerir það ómögulegt að meta röksemdarfærsluna í heild.
2.2. NOKKUR DÆMI UM RÖKVILLUNNI MARGRÆÐNI
Dæmi 1: Coke is it! (gamalt slagorð frá Coke fyrirtækinu). Kók er það? Hvað?
Dæmi 2: Coca Cola adds life! (annað gamalt slagorð Coke fyrirtækisins). Kók bætir við lífi? Bætir líf? Lengir lífið? Gerir lífið betra?...
2.1. ÚTSKÝRING Á COKE DÆMUM UM RÖKVILLUNNI MARGRÆÐNI:
Coke is it og adds life virka ágætlega sem staðhæfingar þangað til að við reynum að þýða þær. Coke “er það”? Hvað? “Bætir við lífi”? Við hvað, hvernig? Þetta er allt svo óljóst að væntanleg svör eru eins mörg og þeir sem svara, þ.e. þetta er ekki bara tvírætt, heldur margrætt. Auglýsendur nota oft orðin “betra” og jafnvel “best” í auglýsingum sínum með þessari brellu, sbr. Pepsi er betra en ...”. Sama brella.
Myndrænt dæmi 3: Sérðu húmorinn í þessum brandara um margræðni?
Myndrænt dæmi 4: Eða hvernig finnst þér þessi brandari, margræður?
Myndrænt dæmi 6: Ef Necker kubburinn svokallaði er tvíæður, en hvað er þetta þá?
Myndrænt dæmi 7: Sumt er sagt vera rökfræðilega ómögulegt. Þessir “hlutir” eru einmitt það – rökfræðilega ómögulegir.
Myndrænt dæmi 8: Áðan sást þú rökfræðilega ómögulegan hlut, þ.e. hlut sem hægt er að hugsa sér (t.d. ferhyrntur þríhyrningur) og teikna, en ekki búa til í raunveruleikanum. En það er samt hægt? Sjáðu þessa mynd. Ekki skrolla niður strax, veltu þessu aðeins fyrir þér fyrst.
Nei ég var að plata þig ég ætla ekki að segja þér hvernig þetta ómögulega listaverk er til. Fyrst þarft þú að mæta 100% í mánuð, þá skal ég segja þér leyndarmálið. En í staðinn nokkrar myndir enn!
Svar við raunverulegu ómögulegu listaverki
Að lokum skulum við aftur skoða raunverulega listaverkið í mynd 8. Já, það er raunverulegt, en lítur bara út eins og ómögulegur hlutur fá einu sjónarhorni. Hér sérðu tvö önnur sjónarhorn!
Skoðið!
http://io9.gizmodo.com/5935888/mc-eschers-impossible-structures-printed-in-3d
Skynvillur á Youtube
https://www.youtube.com/watch?v=kGUXkE25KiM
https://www.youtube.com/watch?v=U8IOGwfAe0I
Skilaverkefni 2:
- Skoðaðu vel dæmið sem er fremst á ljósritinu þínu (svarblaðið). Teiknaðu 4-falda margræðni á það. Sýndu að þú getur séð þennan flókna Necker kubb á 4 vegu.
- Reyndu að túlka eitt af ofangreindum dæmum og sýndu fram á að það sé Margrætt. Þú verður því að gefa minnst 3 túlkanir á því. Ekki gleyma að segja mér hvaða dæmi þú ert að fjalla um.
- Finndu (t.d. í auglýsingum) gott dæmi um Margræðni eða ef þú finnur ekkert, búðu það þá til (ekki nota dæmin af ofan).
2.6. BESTU NEMENDADÆMIN:
- Cindy was going to pick up the baby, but then she fell asleep. Peril María.
- Coke is emotion. Michael.
- Being vague is almost as much fun as doing other things. Diljá.
- Skilti: Beware of ... well just be aware. Ásgerður.