11.0. KYNNING Á RÖKVILLUNNI ÞÁTTTÖKUSEKT
Hér á eftir kemur kynning á rökvillunni Þátttökusekt, sem eru nokkuð lík þeim seinastnefndu, í því að vera algengar í röklegum átökum. Núna er þó áherslan á sókn. Viðkomandi ver sig með gagnárás. Kynnumst þessari rökvillu nánar. Rökvillan í Þátttökusekt fæst með því að gera árás á hóp sem viðkomandi er e.t.v. í, en aftur á móti í Persónuárás með því að ráðast beint á hann sjálfan. Ekki rugla þessu saman. Persónuárás er árás á persónuna, en Þátttökusekt slengir persónunni í e-n hóp, sem hann er kannski ekki í og þótt svo væri, þá þarf hann ekki að vera sammála öllu því sem sá hópur þykir standa fyrir. Þegar þú kallar óánægða húsmóður „helvítis kvenréttindakellingu“ eða bindindismann „stórstúkara“ og hernámsandstæðing „Rússakomma“ er hætta á að þú dæmir einstaklinginn fyrir það eitt að hafa skoðun er líkist baráttumálum einhverra samtaka. En eins og við vitum þá er ljóst að þótt meðlimir samtaka hafi einhver sameiginleg áhugamál, þá er ekki þar með sagt að allar skoðanir þeirra séu eins. Þátttökusekt er rökvilla vegna þess að viðkomandi er ekki gagnrýndur fyrir þá skoðun sem hann í raun hefur, heldur fyrir hugsanleg tengsl skoðunar hans við einhver samtök. Þessi villa er nokkuð algeng, sérstaklega frá þeim sem sjá allt í fyrirfram ákveðnum skorðum, gott eða vont, vinstri eða hægri, svart eða hvítt, kommi eða íhald. Við erum því miður allt of oft að eigna fólki ákveðnar skoðanir annarra. Ef við ráðumst eingöngu á fólk í gegn um hugsanleg tengsl við samtök þá erum við sek um rökvilluna Þátttökusekt.
11.1. SKILGREINING Á RÖKVILLUNNI ÞÁTTTÖKUSEKT
Formleg skilgreining á rökvillunni 11. Þátttökusekt (guilt by association):
- Y ræðst að X (eða á stöðu hans) á grundvelli mögulegra tengsla X (eða stöðu hans) við einhverja aðra persónu, hóp eða skoðun.
- Annað hvort er ekki um nein slík tengsl að ræða, eða
- Slík tengsl eru ekki nægjanlegur stuðningur fyrir árás Y á X.
11.2. DÆMI UM RÖKVILLUNA ÞÁTTTÖKUSEKT
Úr spjallþætti í sjónvarpi:
Jón: Ég held því fram að ríkið eigi að auka fjárútlát til félagsmála.
Spyrill: Herra mínir og frúr. Herra Jón er að mæla með kommúnistaríki!
11.3. ÚTSKÝRING Á DÆMI UM RÖKVILLUNA 11. ÞÁTTTÖKUSEKT
Hér er rökvillan Þátttökusekt greinileg, því í stað þess að ræða fullyrðingu gestsins (um aukin fjárútlát til félagsmála), þá er aðeins bent á að skoðun hans líkist einhverju, sem er þó allt annað og viðameira en hér er verið að tala um.
11.4. MYNDRÆN DÆMI UM 11. ÞÁTTTÖKUSEKT
Reynið að skilja þessar ræður hennar!
https://www.youtube.com/watch?v=fsEoqm0paww
Hér er safn af snilld hennar!
https://www.youtube.com/watch?v=NrzXLYA_e6E
Hvað finnst þér um þessa árás á Söru?
https://www.youtube.com/watch?v=a-8aMbzMD04
Hér játar Gacy óvart hvernig hann pyntaði drengi:
https://www.youtube.com/watch?v=8M6Kx5S6lRA
En þrátt fyrir allt þá hefur forsetafrúin ekkert með þetta að gera og myndin er einungis óheppileg fyrir hana.
Skilaverkefni:
- Finndu dæmi um einhvern sem fellur fyrir Þátttökusektar rökvillunni, þetta er t.d. mjög algengt í pólitískri umræðu. Útskýrðu dæmið stuttlega. Donald Trump?
- Viðurkenndu (ef þú getur - annars býrðu dæmið bara til - ef þú ert svona fullkomin!) hvernig þú sjálf hefur fallið fyrir rökvillunni Þátttökusekt.