Kafli 1: Introducing Psychology's History = 14 hugtök.

Skilgreining 14 HUGTAKA ÚR bókinni: C. James Goodwin. 2015. A History of Modern Psychology, 5ta útgáfa.

KAFLI 1. INTRODUCING PSYCHOLOGY'S HISTORY.

1. ARCHIVE = SKJALASAFN. Kafli 1 : bls. 14.

Archive þýðir skjalasafn eða safn af sögulegum upplýsingum um stað, stofnun eða einhvern hóp af fólki. Í þessu tilviki merkir það skjalasafn. Á Skjalasafni (e. archive) eru sögulegar upplýsingar, sem eru yfirleitt einhvers konar óútgefin gögn. Skjalasöfn eru gríðarmikilvæg fyrir þá einstaklinga, sem rannsaka eða skrifa um sögu sálfræðarinnar (oft í formi kennslubóka). Þessi skjalasöfn má oftast finna á háskólabókasöfnum. Ástæðan fyrir því að skjalasöfn er vænlægur kostur fyrir rannsakendur er sú að þar geta þeir nálgast frumheimildir, frekar en þýðingar eða umfjöllun um frumheimildina. Dæmi: Rannsakandi myndi mögulega frekar vilja nálgast frumheimildir, sem t.d. Sigmund Freud skrifaði sjálfur, heldur en þýðingar sem annar fræðimaður hefur ritað. Munurinn gæti til dæmis verið sá að frumheimildin er rituð á þýsku og þýðingin (e. secondary source) er rituð á ensku. Ýmislegt gæti hafa tapast í þýðingunni sjálfri, sem gerir frumheimildina vænlegri fyrir þann sem rannsakar sögu sálfræðinnar. Frumheimildir eru af ýmsu tagi; eins og dagbækur, fyrirlestrar, bréfaskrif milli fræðimanna, ræður, fundir o.s.frv.

Harvard University Archives. Hér hefur kennari ykkar 4 sinnum setið og grandskoðað óútgefin gögn atferlisfræðingsins B. F. Skinners, sem bæði var nemandi þar og síðar prófessor. Kassarnir þar eru 82 geyma alls konar gögn, svo sem eins og bréf (e. correspondence), gögn um Kennsluvélar (e. teaching machines), viðbrögð við Walden Two (skáldsaga Skinners), o.s.frv.

Á seinustu árum hefur aðgengi skjalasafna orðið mun betra en áður og auðveldara fyrir rannsakendur að leita að slíkum gögnum. Þar sem skjölunum hefur verið komið fyrir á rafrænt form, er að nálgast þær á internetinu. Þessi tækni getur einnig bætt gæði vísindagreina, þar sem fræðimenn eru líklegri til að finna þau gögn sem þeir vilja nálgast.



2. EPONYMS = NAFNGERÐ (nýyrði). K1:10; K5:121 og K10:299.

Eponyms má þýða sem Nafngerð (að nafngera), t.d. þegar söguhetju tengd tímabili (dæmi: sálgreining Freuds). Darwinismi er líka dæmi um eponym, en þar er heilt tímabil í sögunni nánast tileinkað honum.

‘’Historical periods or movements named with reference to some important historical person (e.g. Darwinian biology).’’

,,Söguleg tímabil eða hreyfingar sem skýrðar eru með tilvísun í sögulega mikilvæga persónu.’’

Helsti hugtakasmiður var Thomas Carlyle.

Talað er um hugtakið á blaðsíðum 13 og 340.

Eponyms er þegar að einstaklingur er talinn hafa haft það mikil áhrif á söguna og ákveðið tímabil að það tímabil er nefnt eftir honum.

Tengja má Nafngerð við annað hugtak í þessum kafla: Persónulega sögu (e. personalistic history), sem er skilgreint svo:‘’The important events in history result from the heroic actions of individuals, and without those individuals, history would be vastly different. Their actions are said to provide history’s turning points.’’

Heimild: https://thesaurus.plus/synonyms/eponym

Bæði þessi hugtök (eponym og personalistic history) eru gagnrýnisverð því að þetta getur verið hættuleg einföldun. T.d. í dæmunum að ofan þá er bæði sálgreining og þróunarkenning annað og meira heldur en bara Freud og Darwin, þótt þeir séu báðir vissulega þekktastir. Með því að nefna bara sálgreiningu eftir Freud, þá vanrækjum við á sama tíma aðra þá (sem oft eru kallaðir “freudistar”) sem aðhylltust slíkt sjónarmið.

3. EXTERNAL HISTORYYTRI SAGA. K1:09.

“A history that examines factors external to a discipline (e.g., social, political, institutional, economic) that influence the history of that discipline.”

Saga sem fjallar um ytri þætti sem koma henni við (t.d. samfélagslega, pólitískt, stofnanir, efnahagslega) sem hafa áhrif á hana.

M. Furumoto notaði hugtakið til að útskýra muninn á gamalli og nýrri sögu. Hugtakið á heima með nýju sögunni því við reynum að skoða hvernig umhverfið var þá til að skilja hvernig það hafði áhrif á hugmyndir fólks. Höfundur bókarinnar tekur það fram að hann reynir að koma á jafnvægi milli internal og external histrory í bókinni og blandar þeim saman.

Hugtakið er einungis nefnt í fyrsta kafla bókarinnar. Fyrst á bls. 9 þar sem það er útskýrt og það borið saman við internal history. Haldið er áfram á næstu blaðsíðu þar sem dæmi eru tekin. Þá er hugtakið nefnt á bls. 16 er rætt um nýju söguna og hvernig external history kemur fram þar.

Ytri saga er sá hluti sögunnar þar sem áhersla er lögð á að útskýra hvernig sálfræði hefur orðið fyrir áhrifum af umhverfisþáttum og atburðum þess tíma og mótast þannig. Eins og hugfræðin með tilkomu tölvunnar, því með tilkomu tölvunnar upp úr 1946 þá fóru menn að sjá líkingu á milli þess hvernig tölvan vinnur með upplýsingar og hvernig manneskan hugsar. Erum við information processing eins og tölvan?

Andstætt hugtak er internal history eða innri saga. Það má útskýra sem saga hugmynda þar sem áherslan er á að horfa inná við og skoða þróun hugmynda og rannsókna. Þetta er þröngsýnt hugtak sem sleppir sögulegu samhengi.

Milljónir bandarískra hermanna voru látnir taka greindarpróf Alfa eða Beta, eftir því hvort þeir væru læsir eða ekki. Sjá nánar í kafla 8. Heimild: voru https://www.timetoast.com/timelines/evolucion-historica-de-la-evaluacion-psicologica-5c350384-2623-485f-929e-22af4bb2a9b8

Besta dæmið um ytri sögu væri hvernig greindarpróf urðu til. Það var útaf utanaðkomandi þætti: Stríð. Það var ekki vegna þess að fólk vildi hjálpa þeim sem eru með þroskaskerðingu eins og það er gjarnan notað til í dag. Heimsstyrjaldrinar á seinustu öld höfðu þau áhrif að sálfræðingar þuftu að snú sér að hagnýtingu. Hvar er best að þessi nýliði starfi í hernum? Greinarpróf voru í snatri hönnuð til þess að svara því.



4. HISTORICIST = SÖGUHYGGJUSINNI: K1:07.

An interpretation of historical events made from the vantage point of the knowledge and values in place at the time of the events.

Túlkun á sögulegum atburðum með það í huga að þú setjir þig í spor ákveðins tímabils í sambandi við þekkingu og gildi á þeim stað og tíma sem atburður á sér stað.

Historicim er hugsunarháttur sem aðlagar sig beint að ákveðnu tímabili í sögunni og skoðar hlutina út frá menningu og þekkingu á þeim tíma sem verið er að skoða. Söguhyggja fær þig til að ferðast aftur í tímann og setja þig í spor fólks sem var að upplifa atburði og tilfinningar í ákveðnum aðstæðum. Rétt upplýsingaöflun um tiltekinn tíma eða atburð sem þú vilt setja þig í þarf einnig að standast til þess að fá sem mesta innsýn. Við eigum það til að dæma fólk og hluti og setja út á hvað þau gerðu í stað þess að setja sig í spor þeirra, þá sjáum við einnig á betri hátt hvers vegna þau tóku þessar ákvarðanir.

Talað er um historicist á blaðsíðum 7-9 þar sem hugtakið er útskýrt. Einnig talar höfundur kennslubókar á blaðsíðu 20 um að hann muni reyna að skrifa bókina út frá historicist hugsun í stað þess að nota presentist hugsun.

Það var Lauren Furomoto sem lagði mikla áherslu á “old” og “new” history og tengdi historicist við new history. Svo var það George Stocking sem skilgreindi muninn á presentism og historicism. Presentism er andstæðan við historicism, en þá er verið að skoða hlutina út frá nútímalegum sjónarhornum og þekkingu sama hvaða málefni eða tímabil í sögunni er verið að skoða. Með því að horfa á atburð út frá precentist hugsun getum við auðveldlega spurt okkur af hverju þau gátu bara ekki séð hvað var að fara að gerast og brugðist rétt við.

Bob Dylan hóf ferilinn sem trúbador með einn kassagítar (og munnhörpu) en hér er hann kominn með heila hljómsveit og spilar sjálfur á rafmagnsgítar. Margir áhorfendur töldu þetta ekki hægt!

Dæmi er tekið um hinn fræga Bob Dylan sem kom fram ásamt hljómsveit sinni á útihátíð árið 1965. Þeir voru síðastir á svið og áttu því að vekja mikla lukku meðal áhorfenda vegna mikillar uppsveiflu sem tónlistarmenn. Bod Dylan söng tvö lög sem áttu seinna eftir að verða heimsþekkt. Samt sem áður voru þeir púaðir niður af sviðinu. Í dag þegar horft er til baka á upptöku frá þessari útihátíð er hugsunin: “hvernig gat fólk bara púað Bob Dylan af sviðinu?” en auðvitað út frá okkar hugsun þá vitum við að hann varð heimsfrægur en fólk árið 1965 var ekki meðvitað um að sú yrði raunin. Til þess að skilja þetta verðum við að setja okkur í spor fólksins sem var að koma á útihátíð til þess að hlusta á venjubundna tónlist eins og hún var á þessum tíma. Tónlistin hafði þá oftast mikla merkingu í textum ásamt því að vera ekki mjög hávaðasöm. Það sem Bob Dylan og félagar gerðu var að þeir notuðu hávaðasöm hjóðfæri sem fór ekki vel í áhorfendur sem í kjölfar púuðu þá niður. Sem er mjög skiljanlegt þegar við hugsum til baka og setjum okkur í þeirra spor.


5. HISTORIOGRAPHY = SAGNARITUN. K1:13.

“The writing of history; historical methodology and theory.”

“Ritverk sögunnar; sagnfræðileg aðferðafræði og kenningar.”

Helstu fræðimenn voru Keith Jenkins svo voru aðrir sem skrifuðu sögu sálfræðinnar.

Hugtakið kemur fyrir á blaðsíðum 13.

Historiography er í rauninni það að skrifa “söguna.” Að festa á blað hvernig hlutir og kenningar urðu til og hverjir áttu þátt í því að gera lífið okkar eins og það er í dag.

Secondary source.

“A document that has been published and is typically an analysis or summary of some historical person, event, or period.”

Munurinn á sagnfræði og fræðigreininni um sagnaritun.

Dæmi Historiography of China og historiography of early Islam.


6. INTERNAL HISTORY = INNRI SAGA. K1:09.

“Histories of psychology are often written by psychologists who wish to trace the development of the theories and research traditions held by various psychologists. What is written occurs entirely within (“internal to”) the discipline of psychology. Such as an approach has the value of providing detailed descriptions of the evolution of theory and research, but it ignores those influences outside of psychology that also influence the discipline. Internal histories are often referred to as histories of ideas. Typically, they are written by people trained in the specific discipline being analyzed, and they tend to be written by people with little or no expertise in history per se. They are inward looking, focusing on the development of ideas or the progression of research to the exclusion of the larger world.“

A history of the ideas, theories, and findings of a discipline, without regard for the influence of external, contextual factors.

Saga sálfræðinnar hefur verið skrifuð af sálfræðingum sem vilja rekja þróun kenninga og rannsóknarhefðir sem gerðar voru af ýmsum sálfræðingum. Það sem er skrifað er eingöngu innan fræðigreinarinnar sálfræði. Þeir horfa inn á við, einblína á þróun hugmynda eða framgang rannsókna á útilokun hins stóra heims.

Helsti hugmyndasmiður var Furumoto.

Að skoða allt innan frá, út frá vísindamönnum og reyna skilja hvernig þeir sáu hlutina. Ekkert tillit tekið til ytri þátta eða aðstæðna eins og umhverfis.

Externalhistory er andstæðan við internal history en þá er tekið tillit til þátta utan fræðigreinarinnar eins og samfélagsaðstæðna, menningar, efnahags og þess háttar sem er ekki gert í internalhistory.

Internal history.

Þú horfir á aðstæður og hluti út frá því sem er að gerast í dag, en ekki út frá fyrri sögu. Dæmi um það er þegar þú horfir á 30 ára gamla bíómynd og dæmir hana út frá nútímanum, þér finnst hún vera alltof hæg og ekkert vera að gerast. Þú tekur ekki tillit til þess tíðaranda sem var á þeim tíma sem myndin var gerð.

7. MULTIPLE = MARGFÖLDUN (nýyrði). K1:12; K3:54;, K3:59 og K6:163.

A simultaneous or near simultaneuous discovery of some phenomenon, used to support the importance of the zeitgeist and a naturalistic approach to history, BLS. 15.

Þegar uppgötvun á einhverju hugtaki gerist samtímis eða næstum því samtímis, notað til þess að styðja mikilvægi tíðaranda og náttúrulegri nálgun að sögunni.

Hugtakið kemur fram í kafla eitt þar sem fjallað er um lykilatriði í sögu sálfræðinnar. Hugtakið gefur til kynna að margar vísindalegar uppgötvanir og uppfinningar sem hafa verið gerðar af sjálfstætt starfandi vísindandamönnum eru oft samtímis uppgötvaðar af öðrum vísindamönnum, það er sem sagt tíminn sem hefur áhrif á einstaklinganna - ekki öfugt. Einnig eru tilvik um það þegar vísindamaður gerir nýja uppgötvun og sem hefur að honum óaðvitandi verið færð fram af öðrum nokkrum árum áður. Félagsfræðingurinn Robert Merton rannsakaði hugtakið mikið og bar kennsl á fjöldann allan af dæmum þar sem margþætting? hefði átt sér stað, í sumum tilvikum voru dæmi þar sem sex til átta einstaklingar uppgötvuðu sama hlutinn á svipuðum tíma. Hann taldi einnig að við vissum oft ekki að því ef tveir eða fleiri einstaklingar uppgötva það sama vegna þess að margir hætta við að birta kenningar sínar ef annar verður á undan að birta eitthvað svipað. Margir einstaklingar eru að hugsa um það sama, bara frá örlítið öðruvísi sjónarhorni.

Hér eru Darwin og Wallace en kenningar þeirra um þróunarkenninguna á 19. öld voru afar líkar.

Það er hægt að nefna ótal mörg dæmi úr sögunni þar sem margþætting? hefur komið fram þar sem tveir vísindamenn koma með sömu kenninguna eða lögmálið, en það er til dæmis uppgötvanir Newton og Leibniz á 17. öld á stærðfræðinni og uppgötvanir Darwin og Wallace á þróunarkenningunni á 19. öld. Margþætting? er ekki einangrað fyrirbæri, það er frekar óhjákvæmileg afleiðing af því að margir einstaklingar eru að spá í sömu hugmyndunum og nálgast þær út frá mismunandi sjónarhornum. Því hefur oft verið haldið fram að margþætting? að vísindum og ritlist sé í raun svipuð. Þegar tveir vísindamenn gera sjálfstætt sömu uppgötvun þá eru rit þeirra ekki nákvæmlega eins, orð fyrir orð en grunnhugmyndin er sú sama. Alveg eins og þegar tveir rithöfundar skrifa sjálfstætt sitthvora bókina.

8. NATURALISTIC (HISTORY) = NÁTTÚRULEG SAGA. K1:12. Ath: Í Index á bls. 488 er orðið skráð: NATURALISTIC HISTORY. 

Enska: An approach to history that emphasizes the importance of environmental and situational forces in shaping history.

Íslenska: Nálgun á sögunni sem leggur áherslu á að umhverfið og staða samfélagsins móti hana.

Charles Darwin.

Útskýrir kenningar með því að skoða alla þætti sem höfðu áhrif á viðkomandi fræðimann. Natúralísk saga er andstæða persónulegrar sögu (personalistichistory).

Rússneskur rithöfundur að nafni Leo Tolstoy var frægur talsmaður þessarar stefnu. Hann skrifaði bókina WarandPeace með það markmið að sýna að sagan þróast af mun sterkari öflum heldur en einhverjum ákveðnum einstaklingum.

Meðal þeirra sálfræðinga sem aðhylltust þessari stefnu hvað mest var E. G. Boring en það var þá sérstaklega á hans seinni árum. Þetta var á sama tíma og hann kom fram með zeitgeist. Fyrir honum þýddi að skilja söguna það að skilja öll þau öfl sem að höfðu áhrif á einstaklingana sem bjuggu á ákveðnum svæðum.

Dæmi: Boring tekur ekki af því að Darwin hafi verið sérfræðingur, en hann taldi að ef Darwin hefði ekki komið fram með þróunarkenninguna þá hefði einhver annar komið með hana því þannig var sagan að þróast á þeim tíma. Maður að nafni Wallace kom fram með nákvæmlega sömu kenningu og Darwin og ætti hún því í rauninni að vera kölluð the Darwin-Wallace theoryofbiologicalevolution eða þróunarkenning Darwins og Wallace.

9. ORIGIN MYTHS = SKÖPUNARSÖGUR. K1:06.

Ensk skilgreining: Descriptions of the beginning points for ideas, research findings, theories, or movements in psychology that oversimplify the complexity of origins and are often used to give the impression that origins go back further than they really do (s. 6).

Íslensk þýðing: Lýsingar á upphafspunkti hugmynda, rannsóknarniðurstaðna, kenninga eða hreyfinga innan sálfræði sem ofureinfalda það flókna samspil sem raunverulega átti sér stað og gefur með þessu til kynna að upphafið megi rekja lengra aftur en raun ber vitni.

Sagnfræðingur sálfræðinnar, hún Laural Furumoto bendir á í grein frá 1989 að hefðbundnar kennslubækur í sögu sálfræðinnar leggi of miklar áherslur á ofurmenni sálfræðinnar, klassískar rannsóknir og snilldar ályktanir. Raunin er oft allt önnur. Þekkt er að Sigmund Freud er talinn einstaklega frumlegur (og umdeildur). Þó hafa nýlegar rannsóknir bent til að hann tekur flest í kenningum sínum frá samtímamönnum sínum víða um Evrópu (og pantaði fyrstur manna kókaín frá S-Ameríku!). Vissulega setti hann kenningar sínar saman sjálfur og á einstakan hátt, en þó má rekja nánast allt til ólíkra höfunda í Evrópu - tíðarandinn í Evrópu á þessum tíma var ...

Freud meira að segja brenndi 2svar sinnum öll sín óútgefnu gögn - að því er virðist til að gera mönnum erfitt fyrir í að rekja upphaf þeirra!

10. PERSONALISTIC (HISTORY) = PERSÓNULEG SAGA. K1:10. Ath: Í Index á bls. 489 er orðið skráð: PERSONALISTIC HISTORY.

Enska: An approach to history that emphasizes persons and their roles in shaping historical events.

Íslenska: Nálgun á sögunni sem leggur áherslu á einstaka persónur og þeirra hlutverk í að móta hana.

E. G. Boring.

Fróðleikur

Þessi nálgun var áður kölluð Greatmantheory en samkvæmt henni komu mikilvæg atvik í sögunni frá einstaka hetjuskap manna og án þeirra væri sagan allt önnur. Sagnfræðingurinn Thomas Carlyle kom á 19 öld með þessa frægu setningu: “On Heroes, Hero Worship and the Heroic in accomplished in this world is at bottom the history of the great men who have worked here”. Samkvæmt þessari nálgun eru menn eins og Newton, Darwin og Freud þeir sem að skapa sögu vísindanna.

Helsti fræðimaður sálfræðinnar, E. G. Boring aðhylltist þessa stefnu en það var á hans fyrri árum. Hann sagði stefnuna koma vegna þess að saga okkar þarf að hafa sínar hetjur, en í rauninni væri margt annað sem að spilar inn í.

11. PRESENTIST = NÚTÍMISTI (nútímun - nýyrði). K1:7; K2:28; K2:47; K3:62 og K13:368.

An interpretation of historical events made form the vantage point of present-day knowledge and values.

Túlkun á sögufræðilegum atburðum sem eru gerðar út frá sjónahorni nútíma þekkingar og gilda.

Hugtakið kemur fram í kafla eitt þar sem kynnt eru lykilatriði í sögu sálfræðinnar. Það var George Stocking sem kom með hugtakið á sínum tíma en hann skilgreindi einstaklinga sem nútímasinna ef þeir túlkuðu og mátu fortíðina eingöngu út frá nútíma þekkingu og gildum. Margar hættur eru á slíkum hugsunarhætti en það getur blekkt okkur til þess að halda að einstaklingar úr fortíðinni hefðu átt að vita betur, þeir hefðu átt að sjá fyrir hvað myndi gerast. Þar af leiðandi eigum við það til að dæma einstaklinga úr fortíðinni á mun harkalegri hátt en við ættum að gera.

Það er hægt að taka mörg dæmi um nútíma hugsunarhátt en eitt dæmi væri þróun greindarprófa. Henry Goddard var mikils metinn amerískur sálfræðingur á sínum tíma og var beðinn um að hjálpa til við skimun á innnflytjendum í New York. Goddard notaði greindarpróf til þess að bera kennsl á þá einstaklinga sem voru treggáfaðir eða vangefnir, en greindarpróf voru alveg ný af nálinni á þessum tíma. Vinna hans leiddi til þess að mörg þúsund innflytjendum var vísað úr landi vegna þess að hann mat meirihluta þeirra “hálfvita.” Í dag vitum við byggt á margra ára rannsóknum að það þarf að varast margt þegar greindarpróf eru metin. Nútímasinnar gætu dæmt Goddard á afar harkalegan hátt en það er mikilvægt að meta gjörðir hans út frá hans sögufræðilega tíma í staðinn fyrir að reyna skilja hann út frá nútímanum. Greindarpróf voru nýkomin þegar þetta átti sér stað og engar rannsóknir til um þau. Strangir nútímasinnar skilja atburði og kenningar einungis út frá stöðu sinni í dag, það er afar slæmt vegna þess að það leiðir til þess að þeir skilja ekki fortíðina. Þeir meta atburði og kenningar út frá augum nútímans en afar mikilvægt er að meta kenningar út frá því hvað fræðimaðurinn vissi á þeim tíma sem hann setti fram kenninguna. Mikilvægt er að vera meðvitaður um hætturnar á nútíma hugsunarhætti og reyna skilja atburði úr sögunni út frá þeirra eigin forsendum.

12. PRIMARY SOURCE = FRUMHEIMILD. K1:14.

Primarysource eða frumheimild (einnig kallað frumeintak) er bein uppspretta upplýsinga eða upprunalegt efni af eitthverju tagi, hvort sem það er bók, upptaka, skjal, rannsóknir, málverk, hönnun eða annað.

Frumheimildir eru aðgreindar frá annarstigs heimildum (secondarysources) en annarstigs heimildir er það efni sem vitnar í, tjáir sig um, rökræðir, eða byggir á eitthvern hátt á frumheimildinni. Þessi tvö hugtök primarysource og secondarysource eru nokkurskonar ættingja hugtök sem vinna saman við flokkun sagnfræðilegs efnis.

Dæmi um frumheimild væri til dæmis öll upprunarlegu skjöl sem Skinner gaf út, semsagt eitthvað sem hann skrifaði sjálfur. Ef um endurskrifað efni er að ræða eða ef einhver annar hefur skrifað gagnrýni á hans bækur þá er talað um secondarysource. Frumheimildir er ofast að finna á svokölluðu archive, sem það eru söfn sem halda utan um efni frá upprunalegum skrifendum.

Dæmi um primary source: Upprunalegt málverk eftir Vincent Van Gogh.

Annarstigs heimild gæti einnig verið frumheimild eftir því hvernig hún er notuð. Þetta mætti til dæmis sjá í ævisögum, þá væri efnið í bókinni sem snýr að manneskjunni sjálfri (sem bókin er um) frumheimild, en efni bókarinnar sem að kemur að umhverfinu sem manneskjan bjó við eða annað sem vitað var um fyrir, væri þá annarstigs heimild.

Dæmi um secondary source: Taska sem hefur verið myndskreytt með málverki eftir Vincent Van Gogh. Hér er um endurgerð að ræða.

13. SECONDARY SOURCE = ÓBEIN HEIMILD. K1:14.

“Writers of psychology’s history, especially textbook writers, have often relied on secondary sources. A secondary source is a document that has been published and is typically an analysis or summary of some historical person, event, or period. These sources include books, articles published in journals, magazines, encyclopedias, and the like.”

Secondarysource er þýtt sem óbein heimild.

Bók sem einhver annar en höfundur hefur gefið út td bók um Skinner sem hann skrifaði ekki sjálfur.

Materials written or created some time after a historical event that serve to summarize or analyze that event.

Secondarysource er heimild sem einhver annar en höfundur hefur gefið út, yfirlit af raunverulegum atburðum um einhverja manneskju, viðburði eða tímabil. Þetta geta verið bækur, tímaritsgreinar, blöð, alfræðibækur og þar fram eftir götunum.

Helsti hugtakasmiður var R. I. Watson.

Höfundur skrifar bók um efni sem hann hefur ekki upplifað sjálfur eða um sögu einhvers annars, eitthvað sem er óbeint.

Primarysource er andstæðan við secondarysource. Primarysource er frumheimild sem þýðir að þá skrifar höfundur bók um sig sjálfan.

Secondary source.

Dæmi um secondarysource: Ég á vinkonu sem upplifði kynferðislegt ofbeldi sem unglingur og hún tók sitt eigið líf þegar hún var ung kona. Hún hélt dagbók um líf sitt og upplifanir. Þegar hún var látin skrifaði ég bók um ævisögu hennar og notaðist við dagbækur hennar og aðstandendur.

14. ZEITGEIST = TÍÐARANDI. K1:10; K1:12; K2:35; K5:121 og K10:299.

Ensk skilgreining: The overall intellectual, political, and cultural climate of a particular historical era (s. 10).

Íslensk þýðing: Það heildræna pólitíska og menningarlega hugarfar sem er ríkjandi á ákveðnu sögulegu tímabili.

Sagnfræðingur sálfræðinnar, hann E. G. Boring vísaði mikið til þess að á þessu tímabili eða hinu þá var það mjög vinsælt að ... T.d. þá má skilja kenningar Freuds betur (t.d. um kynferðislegar tilfinningar) út frá því að á hans tíma var mikil bæling í gangi varðandi allt kynlíf (Viktoríutímabilið) og einnig má benda á að iðnbyltingin var hafin í Evrópu með gufuvélum. Sérðu ekki fyrir því hvernig að tilfinningum verður ekki endalaust haldið niðri, gufuvélin þarf að blása út við og við, annars springur allt! Ef þú bælir kynferðislegar tilfinningar þínar, þá gætir þú t.d. lent í mistyppi - ég meina mismæli.