a) SKILGREINING BÓKARINNAR: (skrifa skilgreiningu bókarinnar (af bls. 469-480)). b) HVARÍBÓKINNI: (nefna hér alla staði þar sem hugtakið er nefnt í bókinni - bara bls.).
c) ÍSLENSK ÞÝÐING: (ykkar eigin þýðing hér - nefna hvaðan ef fundin í e-i orðabók).
d) ÍSLENSK ÚTSKÝRING: (gefa íslenska útskýringu hér með ykkar eigin orðum).
e) HELSTI FRÆÐIMAÐUR / KENNING TENGD HUGTAKINU: (útskýra hér hver eða hvaða kenning tengist hugtakinu og hvernig).
f) DÆMI UM: (taka eitt dæmi hér).
g) MYND AF: xx (mynd fengin frá xx).
h) ANDSTÆTT HUGTAK: (finndu hér það hugtak sem væri ólíkast hugtakinu, útskýra).
i) LÍKT HUGTAK: (finndu hér það hugtak sem væri líkast hugtakinu, útskýra).
j) XX: xx (mynd fengin frá xx).
1. ANECDOTAL EVIDENCE = ATVIKSRÖK. K5:126-127. Takið eftir að hugtakið er líka feitletrað K3:64. Ég læt það því fylgja með í báðum köflum.
Research method in which evidence takes the form of an accumulation of examples supporting some principle or theory; associated with Romanes and the origins of comparative psychology; also used by phrenologists; heavy reliance on such evidence leads one to ignore counter instances that might disprove a hypothesis.
Rannsóknaraðferð þar sem sönnunargögn taka á sig mynd uppsafnaðra dæma sem styðja ákveðna meginreglu eða kenningu; tengt við Rómverja og uppruna samanburðarsálfræði; einnig notað af höfuðlagsfræðingum; mikið traust á þannig sönnunargögn leiða til hunsunar á ákveðnum tilvikum sem gætu hafnað tilgátunni.
Anecdotalevidence, 73-74, 147.
Með hugtakinu anecdotalevidence er átt við það að leitast er eftir sérstökum ferilsathugunum sem eru sérstök dæmi um ákveðin mál sem styðja kenningu rannsakandans. Safnað er saman fullt af gögnum og reynt að komast að ákveðinni alhæfingu út frá öllum gögnunum. Þetta er stöðluð aðferð sem notast er við í vísindaheiminum, þó er hún þar með sagt ekki ógölluð. Vandamálið er að vísindamenn (höfuðlagsfræðingar) áttu það til hunsa eða taka ekki tillit til ákveðinn dæma sem studdu ekki rannsóknir þeirra. Eitt mjög mikilvægt sem yfirsást einnig var að til að standast sem vísindaleg kenning þá verður að setja hana nógu nákvæmt fram svo hægt sé hafna henna, höfuðlagsfræðingar vildu samt sem áður ekki gera það.
Fræðimenn sem tengjast hugtakinu eru höfuðlagsfræðingar á borð við Spurzheim og Decartes sem dæmi.
2. ANTHROMOPOMORPHISM = MANNGERVING. K5:127, K5:128 og K5:130.
“Tendency to attribute human characterics to nonhuman entities; associated with Romanes and the origins of comparative psychology” (bls. 127).
,,Tilhneiging til að eigna dýrum eða ómennskum aðilum mannlega eiginleika; tengt við George Romanes og uppruna þessa hugtaks má rekja til samanburðarsálfræði.”
Að gefa mannlega eiginleika til dýra eða dauðra hluta kallast manngerving. Þetta hugtak kom frá George Romanes sem er talinn vera stofnandi samanburðarsálfræðinnar. Samanburðarsálfræði er ein af undirgreinum sálfræðinnar sem ber saman sálfræði mannsins og sálfræði annarra lífvera með því að rannsaka aðrar lífverur til skilnings á mannlegu atferli. George Romanes skoðaði mikið greind dýra og gaf út bókina Animal Intelligence, þar sem hann flokkaði dýr eftir greind þeirra og hugarstarfsemi. Romanes taldi dýr hafa svipaða hugarstarfsemi og menn og hélt því fram að köngulær höfðu dálæti á tónlist og að sporðdrekar fyllist örvæntingu og fremji sjálfsmorð þegar þeir eru umkringdir eldi eða miklum hita. Romanes var mikið gagnrýndur af öðrum sálfræðingum fyrir þessar skoðanir. Að manngerva er eðlilegur hlutur fyrir bæði dýraeigendur og annað fólk. Við eigum það til að manngerva hluti og eru dýr og náttúran sérstaklega ofarlega á listanum yfir algengustu manngerðu fyrirbærin í veröldinni. Þetta hugtak er iðullega tengt við George Romanes í sálfræði og uppruna þess má rekja til samanburðarsálfræði en hugtakið er einnig komið frá Forn-Grikkjum.
Dæmi um þetta: “Hundurinn minn eyðilagði skó frá mér, hann var svo sár því ég skildi hann eftir einan heima of lengi.” “Kisan mín brosti þegar ég kom heim áðan.”
Anthropomorphism – Manngerving
“Tendency to attribute human characterics to nonhuman entities; associated with Romanes and the origins of comparative psychology” (bls 147, 523).
,,Tilhneiging til að eigna dýrum eða ómennskum aðilum mannlega eiginleika; tengt við George Romanes og uppruna þessa hugtaks má rekja til samanburðarsálfræði.”
Að gefa mannlega eiginleika til dýra eða dauðra hluta kallast manngerving. Þetta hugtak kom frá George Romanes sem er talinn vera stofnandi samanburðarsálfræðinnar. Samanburðarsálfræði er ein af undirgreinum sálfræðinnar sem ber saman sálfræði mannsins og sálfræði annarra lífvera með því að rannsaka aðrar lífverur til skilnings á mannlegu atferli. George Romanes skoðaði mikið greind dýra og gaf út bókina Animal Intelligence, þar sem hann flokkaði dýr eftir greind þeirra og hugarstarfsemi. Romanes taldi dýr hafa svipaða hugarstarfsemi og menn og hélt því fram að köngulær höfðu dálæti á tónlist og að sporðdrekar fyllist örvæntingu og fremji sjálfsmorð þegar þeir eru umkringdir eldi eða miklum hita. Romanes var mikið gagnrýndur af öðrum sálfræðingum fyrir þessar skoðanir. Að manngerva er eðlilegur hlutur fyrir bæði dýraeigendur og annað fólk. Við eigum það til að manngerva hluti og eru dýr og náttúran sérstaklega ofarlega á listanum yfir algengustu manngerðu fyrirbærin í veröldinni. Þetta hugtak er iðullega tengt við George Romanes í sálfræði og uppruna þess má rekja til samanburðarsálfræði en hugtakið er einnig komið frá Forn-Grikkjum.
Dæmi um þetta: “Hundurinn minn eyðilagði skó frá mér, hann var svo sár því ég skildi hann eftir einan heima of lengi.” “Kisan mín brosti þegar ég kom heim áðan.”
3. ANTITHESIS (ANTITHESIS, DARWIN) er bætt við í Index á bls. 481 = ANDSTÆÐUKENNING. K5:124.
af.
4. ARGUMENT FROM DESIGN = HÖNNUNARRÖK. K5:111, K6:148.
“Explained the great complexity in nature by arguing that it required a superior being (i.e., God) to produce it; associated with Reverend Paley”.
“Hugtakið útskýrði mikið flækjustig í náttúrinni með þeim rökum að það þyrfti æðri veru (þ.e.a.s. Guð) til að skapa það; þetta er tengt við séra Paley,,.
Hugtakið argumentfromdesign sýnir fram á tilvist Guðs með þeim rökum að einhver æðri máttur hlýtur að hafa skapað og mótað náttúruna, dýrin og manninn. Einnig þarf að vera einhver sem gætir þeirra og vakir yfir þeim. Ekki var talin þörf á því að skýra hvernig lífverur þróuðust heldur var auðveldara að skýra það með því að segja að Guð með sinni almáttugri visku hefði skapað og hannað hverja og eina tegund.
Það hugtak sem hefur líkustu áherslu og argumentfromdesign kallast NaturalTheology. En sú kenning trúði því líka að sköpunin öll væri gerð af Guði. Þessi kenning var sett fram af séra William Paley. Aftur á móti er þróunarkenning Darwins andstæða þessarar kenningar en sú kennig snýst um að allar lífverur komi af sama stofni en vegna náttúruvals hafa þær þróast í mismunandi tegundir og lífverur.
Áður fyrr trúðu menn því að öll sköpun kæmi frá Guði. Þar að segja að allt sem er til væri gert og skapað af honum. Sem dæmi til tekið skapaði Guð Adam og Evu sem allt mannkyn er komið undan.
Helstu fræðimennirnir voru Séra William Paley, Thomas Aquinas, Charles Drawin, Henslow og Louis Agassiz.
5. CATASTROPHISM = STÓRSLYSAHYGGJA. K5:115 og neðanmálsgrein.
Tæknilega hugtakið á ensku: Theory in geology that geological change occurred infrequently and as a consequence of such catastrophic events as the biblical flood.
Þýðing: Kenning í jarðfræði þar sem jarðfræðileg breyting kom sjaldan fyrir og þá sem afleiðing af slíkum skelfilegum atburðum eins og Biblíu flóðið.
Catastrophism var tilraun til að halda æðstu yfirráðum Guðs og Biblíunnar meðan það var gerð grein fyrir hvaða vísindamaður það var sem uppgötvaði upplýsingar um náttúruna.
Fræðimenn: Fræðimaðurinn sem kom með náttúruhamfarakenninguna var skoskur og hét Charles Lyell. Hann var aðallega með mál sem voru með ríkjandi kenningar um jarðfræði breytingu. ENSK ÍSLENSK.
6. CHAIN OF BEING = TEGUNDAKEÐJA. K5:112.
“Keðja af að vera” er bein íslensk þýðing hugtaksins ,,Chain of Being”. Stutt skilgreining á hugtakinu er að allar tegundir jarðar geta verið staðsettar á línulegum skala í sambandi við hversu flókin lífveran er. Hver lífvera, hvort það sé dýr, planta eða manneskja er alltaf að þróast sem flóknari vera og þar af leiðandi yfir á hærra stig keðjunnar. Jean Babtiste de Lamarc hafði mikil áhrif á hugtakið og taldi einnig að einstaklingur sem þróaði með sér sérstakan hæfileika til að lifa af eða hæfileika sem hjálpaði til við tilvist hans, myndi arfleiða afkvæmi sitt af sínum eiginleikum.
7. COMPARATIVE PSYCHOLOGY = SAMANBURÐARSÁLFRÆÐI. K5:122-130. Ath: Í Index á bls. 483 er orðið skráð: COMPARATIVE PSYCHOLOGY (DARWIN AND), 123-124 og COMPARATIVE PSYCHOLOGY (MORGAN AND), 128-130 og COMPARATIVE PSYCHOLOGY (ROMANES AND), 126-127 og COMPARATIVE PSYCHOLOGY (SPALDING AND), 125-126 og COMPARATIVE PSYCHOLOGY (WASHBURN AND), 168-169.
Study of the similarities and differences among species; originated from the implication of Darwin´s theory of evolution that continuity existed among species.
Rannsóknaraðferð þar sem skoðað er hvað er líkt og ólíkt milli tegunda; Upprunnin út frá þróunarkenningu Darwins, um þróun að áframhaldandi fjölgun væri meðal tegunda.
Í bók Darwin´s The Descent of Man sem kom út árið 1871, þar sem kom fram að samfelldni af andlegum ferlum hafi verið til milli manna og annarra tegunda. Eftir að bókin kom út jókst áhuginn á samanburðar sálfræði gífurlega. George Romanes er samt sem áður talinn hafa fundið upp samanburðarsálfræði. Margaret Floy Washburn er einnig þekkt fyrir vinnu sína í samanburðarsálfræði.
Samanburður á sálfræði mannsins og sálfræði annarra lífvera, skoðaðar rannsóknir á öðrum lífverum til skilnings á mannlegu atferli.
Í bókinni The Animal Mind, sem er kennslubók í samanburðarsálfræði sem Margaret Floy endurgerði varð athyglisverð fyrir að það að hún notaðist aðeins við sannar niðurstöður úr rannsóknum. Unnið er með rannsóknir á tilraunastarfsemi dýra í bókinni. En bókin hennar einblýndi á vitsmunaleg ferli skynjunar, athygli og meðvitundar sem sýndi hegðun hjá ýmsum ólíkum tegundum.
Klínísk sálfræði og samanburðarsálfræði er tvennt ólíkt. Aðeins er einblínt á einn skjólstæðing í einu í klínískri sálfræði en skoðaður er munur á milli tveggja ólíkra tegunda í samanburðarsálfræði.
8. CORRELATION = FYLGNI(AÐFERÐ). K5:134, K7:196, K7:204 og K11:320.
Hugtakið correlation hefur verið þýtt sem fylgni á íslensku.
Correlation
“Statistical tool that assesses the degree of relationship between two variables; concept originated with Galton and his studies of intelligence.”
Fylgni
Tölfræðilegt verkfæri sem mælir styrk sambands milli tveggja breyta; hugtak sem á uppruna sinn frá Galton og rannsóknum hans á greind.
Eins og fram hefur komið er Galton eignað hugtakið fylgni. Hann sagði að hægt væri að greina kerfisbundið frá styrk sambands milli tveggja mælinga. Fylgnistuðull (Pearson r) er hins vegar nefndur eftir Karl Pearson.
Fyglni er fyrst nefnd í bókinni í kafla 2. Þar sem talað er um að þriðja aðferð Mills (concomitantvariation) minni á Hume og undirstrikar fylgni aðferðir í dag. Þá er stuttlega sagt frá því hvað fylgni er og tekið dæmi.
Síðan er það á bls. 134 sem höfudur kemur næst inn á fylgni. Þar er hann að segja frá Galton og hans uppfinningum. Næst er fylgni nefnd á bls. 196. Þá er sagt frá því hvernig Woodworth talaði um fylgni. Á bls. 204 er sagt hvernig Cattell lærði um fylgni Galtons og þróun hennar yfir í Pearson fylgnistuðul og hvernig Cattell nýtti sér aðferðina. Á bls. 320 er seinasta skiptið sem höfundur nefnir fylgni. Þá er sagt frá því hvað Hull var sérstaklega áhugasamur um aðferðina.
Fylgni sýnir það þegar ein breyta breytist í takt við aðra breytu. Sambandið getur verið jákvætt, neikvætt eða ekkert. Fylgni segir aldrei til um orsök og þess vegna verður að fara varlega með niðurstöður úr fylgnirannsóknum.
Þar sem fylgni mælir ekki orsök er hægt að segja að tilraunaraðferðir er bæði lík og ólík fylgni aðferðum. Báðar aðferðirnar skoða kerfisbundið hvað gerist þegar ein breyta breytist en í tilraunaraðferðum er átt við frumbreytuna sem segir til um orsök (ásamt því að nota slembi aðferðir og fleira). Þetta er ekki gert þegar fylgni breyta er skoðuð og því ekkert hægt að segja til um orsakasamband.
Dæmi um fylgni væri að rannsóknarmaður skoðar tíðni morða og neyslu á ís. Ef um jákvæða fylni væri að ræða þýðir það að því meiri neysla á ís því fleiri morð (fyrsta myndin í mynd 1). Ef um neikvæða fylgni væri að ræða þá fer annað gildið hækkandi og hitt gildið lækkandi. Í dæminu þýðir það að því meiri ís neysla því færri morð (önnur mynd í mynd 1). Ef að niðurstöður rannsóknarmanns sýndu enga fylgni (þriðja myndin í mynd 1) þá er ekki hægt að tengja saman ís neyslu og morð.
Dæmið er góð útskýring á því að fylgni sýnir aldrei orsakasamband.
Við getum ekki sagt að það að borða ís lætur fólk fremja morð. Líklegt er að hér komi þriðja breyta til sögunnar. Hún gæti verið heitt veðurfar. Það lætur fólk borða meiri ís og fleiri morð eru kannski framin í suðurlöndum þar sem heitt er í veðri.
Í fylgni er einnig ekki hægt að segja til um hvor breytan hefur áhrif á hina. Dæmið getur alltaf verið öfugt.
9. CRITICAL PERIOD = NÆMISSKEIÐ, KJÖRTÍMI. K5:126.
„Certain instinctive behaviors (e.g., imprinting) must develop within a limited time frame, if they are to develop at all; associated with Lorenz and other European ethologists, bu also proposed by Spalding“ (bls. 126).
Ákveðnin meðfædd hegðun eins og hæning verður að þróast innan ákveðins tímaramma ef hún á að þróast; tengt við Lorenz og aðra evrópska hátternisfræðinga en líka lagt til af Spalding.
Spalding rannsakaði hegðun dýra og kom með hugtök sem seinna voru svo tengd við vinnu Konrad Lorenz. Með því að rannsaka dýr kom hann með hugtök eins og eðlishvöt, hæning og næmiskeið. Næmiskeið útskýrði hann þar sem ákveðin hegðun verður að þróast innan ákveðins tímaramma ef hún á að þróast. Til dæmis sá hann að ef ungar fengu ekki að heyra kall móður sinnar í 8-10 daga þá myndu þeir aldrei þekkja móður sína. Hann fann að sum hegðun þarf að gerast innan ákveðins tíma á meðan önnur hegðun er meðfædd og þarf ekki að læra eins og þegar hann hindraði fugl í að nota vængi sína frá fæðingu og þegar hann losaði hana þá flaug fuglinn strax, sem sýndi það að fuglinn þurfti ekki að læra að fljúga. Chomsky og aðrir hafa einnig staðfest að það virðist vera næmiskeið í tungumála þroska.
Næmiskeið er þegar einstaklingar eru líffræðilega „stilltir inná“ að sýna hegðun á ákveðnum tímabilum. Sem sagt þegar lífveran er sérstaklega viðkvæm eða í sérstakri mótun á einhverjum þroskaþáttum. Tímabil þar sem áhrif ákveðinna umhverfisþátta eru í hámarki. Ekki er talið að þroskun manna sé eins mikið komin undir hættuskeiðum eins og margra annarra dýra. Þroski taugakerfisins gerir manninn sveigjanlegri. Annað hugtak sem er skylt þessu er næmistími (sensitiveperiod) en það passar betur fyrir mannlega hegðun, því þá eru tímamörk ekki jafn skilgreind.
Eins og sést á mynd hér að neðan er hæning dæmi um næmiskeið hjá dýrum. Þarna hafði Lorenz verið fyrsta hreyfingin sem ungarnir sáu og því hændust þeir að honum. Hin myndin sýnir hvernig fósturþroski tengist næmiskeiði.
Critical period – Næmiskeið
„Certain instinctive behaviors (e.g., imprinting) must develop within a limited time frame, if they are to develop at all; associated with Lorenz and other European ethologists, bu also proposed by Spalding“ (bls. 145, 452, 525).
Ákveðnin meðfædd hegðun eins og hæning verður að þróast innan ákveðins tímaramma ef hún á að þróast; tengt við Lorenz og aðra evrópska hátternisfræðinga en líka lagt til af Spalding.
Spalding rannsakaði hegðun dýra og kom með hugtök sem seinna voru svo tengd við vinnu Konrad Lorenz. Með því að rannsaka dýr kom hann með hugtök eins og eðlishvöt, hæning og næmiskeið. Næmiskeið útskýrði hann þar sem ákveðin hegðun verður að þróast innan ákveðins tímaramma ef hún á að þróast. Til dæmis sá hann að ef ungar fengu ekki að heyra kall móður sinnar í 8-10 daga þá myndu þeir aldrei þekkja móður sína. Hann fann að sum hegðun þarf að gerast innan ákveðins tíma á meðan önnur hegðun er meðfædd og þarf ekki að læra eins og þegar hann hindraði fugl í að nota vængi sína frá fæðingu og þegar hann losaði hana þá flaug fuglinn strax, sem sýndi það að fuglinn þurfti ekki að læra að fljúga. Chomsky og aðrir hafa einnig staðfest að það virðist vera næmiskeið í tungumála þroska.
Næmiskeið er þegar einstaklingar eru líffræðilega „stilltir inná“ að sýna hegðun á ákveðnum tímabilum. Sem sagt þegar lífveran er sérstaklega viðkvæm eða í sérstakri mótun á einhverjum þroskaþáttum. Tímabil þar sem áhrif ákveðinna umhverfisþátta eru í hámarki. Ekki er talið að þroskun manna sé eins mikið komin undir hættuskeiðum eins og margra annarra dýra. Þroski taugakerfisins gerir manninn sveigjanlegri. Annað hugtak sem er skylt þessu er næmistími (sensitiveperiod) en það passar betur fyrir mannlega hegðun, því þá eru tímamörk ekki jafn skilgreind.
Eins og sést á mynd hér að neðan er hæning dæmi um næmiskeið hjá dýrum. Þarna hafði Lorenz verið fyrsta hreyfingin sem ungarnir sáu og því hændust þeir að honum. Hin myndin sýnir hvernig fósturþroski tengist næmiskeiði.
10. DIRECT ACTION OF THE NERVOUS SYSTEM = BEIN VIRKNI TAUGAKERFISINS. K5:124. Ath: Í Index á bls. 483 er orðið skráð: DIRECT ACTION OF THE NERVOUS SYSTEM (DARWIN).
„C
2X. EUGENICS = ARFBÆTUR, ARFBÓTAHYGGJA. K5:133-134 og K8:219 neðanmálsgrein.
Term created by Galton; refers to a variety of methods (e.g., selective breeding) for enhancing the quality of a species, especially humans.
Hugtak sem Galton bjó til: Á við um þær fjölmörgu aðferðir (t.d. sértæk ræktun) sem notaðar eru til þess að auka gæði tegunda, sérstaklega mannfólks.
Helstu fræðimenn sem tengjast þessu hugtaki eru Galton og Goddard en hugtakið kemur fyrst fram í kafla fimm á bls. 154 þar sem umfjöllun er um Darwin og þróunarkenninguna. Galton setti fram hugtakið eftir að hafa lesið kenningar Darwins varðandi náttúruval og sértæka ræktun tegunda. Galton hélt því fram að það væri alveg eins hægt að framleiða gáfaðan mannflokk með skynsömum hjónaböndum meðal nokkurra samfelldra kynslóða. Hvetja átti gáfað fólk til þess að fjölga sér en það yrði þekkt sem jákvæðar arfbætur. Seinnihluta ævi sinnar eyddi Galton í það að reyna koma á fót arfbættu samfélagi og þróaði ýmsar aðferðir til þess að mæla hæfileika og gáfur s.s. viðbragðstíma, heyrn og sjónmælingar.
Hugtakið kemur einnig fram í kafla átta á bls. 250 í stuttri umfjöllun um Goddard en hann var mikill fylgjandi hugtaksins. Hann trúði því að það ætti að koma í veg fyrir fjölgun einstaklinga sem hefðu litla greind. Á nokkrum árum væri hægt að eyða þessum einstaklingum alfarið út úr samfélaginu.
Í stuttu máli vildi Galton láta gáfaða og hæfileikaríka einstaklinga eignast börn saman og draga úr barneignum hjá óhæfum einstaklingum, hann vildi með þessu bæta mannkynið. Kenningar hans höfðu mikil áhrif til að byrja með en með tímanum var litið á kenningar hans um arfbætur á afar slæman hátt þar sem hann vildi útiloka ákveðna einstaklinga út úr samfélaginu. Það má sjá mörg dæmi úr sögunni þar sem þessi hugsunarháttur kemur fram en sem dæmi má taka Hitler sem vildi útrýma öllum gyðingum, sem hafði hræðilegar afleiðingar í för með sér.
Skýringarmynd: Galton birti þessa mynd í Nature en þarna bar hann kennsl á fjölskyldumeðlimi hjá sér, Darwin og Wedgwood sem bjuggu yfir vísindalegum hæfileikum eða miklum gáfum ásamt venjulegum mannverum.