a) SKILGREINING BÓKARINNAR: (skrifa skilgreiningu bókarinnar (af bls. 469-480)). b) HVARÍBÓKINNI: (nefna hér alla staði þar sem hugtakið er nefnt í bókinni - bara bls.).
c) ÍSLENSK ÞÝÐING: (ykkar eigin þýðing hér - nefna hvaðan ef fundin í e-i orðabók).
d) ÍSLENSK ÚTSKÝRING: (gefa íslenska útskýringu hér með ykkar eigin orðum).
e) HELSTI FRÆÐIMAÐUR / KENNING TENGD HUGTAKINU: (útskýra hér hver eða hvaða kenning tengist hugtakinu og hvernig).
f) DÆMI UM: (taka eitt dæmi hér).
g) MYND AF: xx (mynd fengin frá xx).
h) ANDSTÆTT HUGTAK: (finndu hér það hugtak sem væri ólíkast hugtakinu, útskýra).
i) LÍKT HUGTAK: (finndu hér það hugtak sem væri líkast hugtakinu, útskýra).
j) XX: xx (mynd fengin frá xx).
1. BEHAVIORIST MANIFESTO = STEFNUSKRÁ ATFERLISHYGGJU. K10:273, K10:289-291 og K11:303. Ath: Í Index bls. 482 er orðið skráð: BEHAVIORISM MANIFESTO (WATSON).
Watsons's 1913 paper that argued for a behaviorist approach to psychology.
Ritgerð Watson frá 1913 þar sem hann lagði til atferlisfræðilega nálgun á sálfræði.
John Broadus Watson (1878-1958) var áhrifamikill bandarískur sálfræðingur sem átti stóran þátt í því að móta sálfræðina eins og hún þróaðist á 20. öld. Grein Watsons frá 1913 „Sálfræði eins og atferlissinninn sér hana“ (e. Psychology as the Behaviorist Views It) hefur verið kölluð stefnuyfirlýsing atferlissinnans, eða Atferlisávarpið (e. Behaviorist Manifesto) vegna þeirra þáttaskila sem hún markaði. Þó ekki sé hægt að kalla Watson fyrsta atferlissinnann dró hann línu sem markaði upphafið af atferlisstefnu sem fræðigrein.
Með stefnuyfirlýsingunni afneitaði Watson innskoðun. Sem atferlissinni sá Watson sálfræðina fyrir sér sem náttúruvísindi sem byggðu á hlutlægum rannsóknum.
Markmið sálfræðinnar á samkvæmt Watson að vera forspá og meðhöndlun (e. control) hegðunar en ekki að skoða meðvitund. Þarna réðst Watson ekki aðeins á áhrifamikla menn eins og Sigmund Freud og sálgreininguna eða Titchener og formgerðarstefnuna (e. Structuralism), heldur einnig vini sína og lærifeður; virknihyggjumennina (e. Functionalists). Menn eins og J. R. Angell, John Dewey og marga fleiri sem stóðu honum nærri.
Atferlisstefnan deilir mörgum hugmyndum með fyrri heimspekistefnum. Þá má helst nefna áherslu bresku empíristanna á að umhverfi móti hegðun og framstefnu (e. positivism) manna eins og Auguste Compte sem hélt því fram að við gætum aðeins dregið ályktanir út frá því sem við getum mælt. Í staðinn fyrir að mæla meðvitund, ætti sálfræðin að mæla hegðun. Það hafði þegar verið gert á dýrum til áratuga, því ætti það sama ekki að gilda um mennina? Hann gekk svo langt að segja að jafnvel eitthvað eins huglægt og hugsun væri hægt að mæla á hlutlægan hátt. Þetta reyndist ekki rétt en áttu rannsóknir eftir að sýna að eðlilegt hugarstarf gæti átt sér stað jafnvel í mönnum sem voru lamaðir frá hvirfli til ylja.
Watson er þekktur fyrir fleira en atferlisávarpið, margir tengja Litla Alberts við hann og frumkvöðlavinnu á sviði auglýsingasálfræði. En ein af þekktari setningum hans er (e. Give me a dozen healthy infants ...) sem oftast er ekki í því samhengi sem hún var sett fram í.
Atferlisávarpið stuðlar betur en Stefnuyfirlýsing atferlissinna, svo er það líka líkara Kommúnistaávarpinu en hitt.
2. CONDITIONAL STIMULUS = CS = SKILYRÐ ÁREITI. K10:279.
Any stimulus in Pavlovian conditioning that will be paired with an unconditioned stimulus to produce a conditioned response (e.g., tone).
Hvaða áreiti sem er í pavlóvskri skilyrðingu sem er parað við óskilyrt áreiti til þess að framkalla skilyrta svörun (t.d. tónn).
Í bókinni A History of Modern Psychology eftir C. James Goodwin er hægt að finna upplýsingar um hugtakið í kafla 10, á bls. 279.
Útskýring
Ivan Petrovich Pavlov (1849-1936) var helsti frumkvöðullinn í rannsóknum á klassískri skilyrðingu. Skilyrt áreiti er mikilvægt hugtak í klassískri skilyrðingu, sem einnig er kölluð viðbragðsskilyrðing. Ferlið sem á sér stað í klassískri skilyrðingu kemur fram á myndinni hér fyrir neðan og fer það þannig fram að óskilyrt áreiti sem kallar fram óskilyrta svörun er parað við skilyrt áreiti til þess að kalla fram skilyrta svörun.
Dæmi um þetta er þegar hundur sér mat þá fer hann að slefa. Hægt er að para matinn sem hundurinn sér við hlutlaust áreiti eins og bjöllu, sem væri þá hringt rétt áður en hundurinn sér matinn. Eftir nokkrar paranir fer hundurinn að slefa við það eitt að heyra í bjöllunni þegar henni er hringt. Við það er bjölluhljómurinn orðinn að skilyrtu áreiti sem kallar fram skilyrta svörun sem væri þá slef hundsins. Það sem er áhugavert við þetta hugtak er að skilyrta áreitið getur verið hvað sem er í umhverfinu. Til dæmis þá getur reykingalykt orðið að skilyrtu áreiti ef einstaklingur lendir í árás (óskilyrt áreiti) þar sem árásarmaður lyktar af reyk. Þá upplifir einstaklingurinn óttatilfinningu (skilyrt svörun) þegar hann finnur reykingalykt seinna. Eins gæti Svartur Afgan með Bubba hafa verið í útvarpinu þegar árásin átti sér stað og gæti það hafa valdið skilyrtri óttasvörun við tónlist hans. Þetta eru mjög líkar skilyrtar svaranir sem hægt er að ná fram með pörun afar ólíkra skilyrtra áreita við sama óskilyrta áreitið.
3. CONDITIONED REFLEX = CR = SKILYRT VIÐBRAGÐ. K10:279. Ath: Í Index bls. 483 er orðið skráð: CONDITIONED REFLEX (CR).
The outcome of Pavlovian conditioning; by pairing a conditioned (conditional) stimulus (e.g., tone) with an unconditioned stimulus (e.g., food), the conditioned stimulus eventually elicits a conditioned response or reflex.
Útkoma pavlóvskrar skilyrðingar; með því að para skilyrt áreiti (t.d. tón) við óskilyrt áreiti (t.d. mat), mun skilyrta áreitið á endanum framkalla skilyrta svörun eða viðbragð.
Í bókinni A History of Modern Psychology eftir C. James Goodwin er hægt að finna upplýsingar um hugtakið í kafla 10, á bls. 279.
Útskýring
Einn helsti frumkvöðullinn í rannsóknum á klassískri skilyrðingu var Ivan Petrovich Pavlov (1849-1936). Skilyrt viðbragð er mikilvægt hugtak í klassískri skilyrðingu, sem einnig er kölluð viðbragðsskilyrðing. Klassísk skilyrðing fer þannig fram að óskilyrt áreiti sem kallar fram óskilyrta svörun er parað við skilyrt áreiti til þess að kalla fram skilyrta svörun. Ferlið sem á sér stað endar svo með skilyrtu viðbragði en með því er átt við að viðbragð sé þegar birting áreitis leiðir af sér svörun.
Til að skoða þetta notaði Pavlov hunda. Þegar hundur sá mat (óskilyrt áreiti) þá byrjaði hann að slefa (óskilyrt svörun). Eftir ákveðinn tíma tók Pavlov hins vegar eftir því að hundurinn var byrjaður að slefa áður en maturinn var borinn fram. Þannig komst hann að því að hægt væri að para matinn sem hundurinn sá við hlutlaust áreiti eins og fótatak rannsakandans sem kom með matinn. Pavlov prófaði að nota annað skilyrt áreiti í stað fótataksins. Hann spilaði tón (hlutlaust áreiti) rétt áður en hundurinn sá matinn og eftir nokkrar paranir fór hundurinn að slefa við það eitt að heyra tóninn. Við það var tóninn orðinn að skilyrtu áreiti sem kallaði fram skilyrta svörun sem var þá slef hundsins. Þetta kallaði Pavlov skilyrt viðbragð.
Skilyrta viðbragðið er ekki endilega það sama og óskilyrta viðbragðið en er hins vegar oft svipað. Að einhverju leyti er þó hægt að segja að þessi hugtök séu í raun hliðstæð því þrátt fyrir að áreitin séu ólík þá er svörunin oft mjög lík í báðum tilfellum, eins og sést í tilfelli hunda Pavlovs.
4. DIFFERENTIATION (DISCRIMINATION) = AÐGREINING. K10:279 og K11:329. Ath: Í Index bls. 483 er orðið skráð: DIFFERENTIATION (PAVLOV). Sama orð DIFFERENTIATION kemur líka fyrir hjá Lewin K9:265 og hefur sambærilega merkingu.
The o