Kafli 9: Gestalt Psychology = 29 hugtök.

a) SKILGREINING BÓKARINNAR: (skrifa skilgreiningu bókarinnar (af bls. 469-480)). b) HVARÍBÓKINNI: (nefna hér alla staði þar sem hugtakið er nefnt í bókinni - bara bls.).

c) ÍSLENSK ÞÝÐING: (ykkar eigin þýðing hér - nefna hvaðan ef fundin í e-i orðabók).

d) ÍSLENSK ÚTSKÝRING: (gefa íslenska útskýringu hér með ykkar eigin orðum).

e) HELSTI FRÆÐIMAÐUR / KENNING TENGD HUGTAKINU: (útskýra hér hver eða hvaða kenning tengist hugtakinu og hvernig).

f) DÆMI UM: (taka eitt dæmi hér).

g) MYND AF: xx (mynd fengin frá xx).

h) ANDSTÆTT HUGTAK: (finndu hér það hugtak sem væri ólíkast hugtakinu, útskýra).

i) LÍKT HUGTAK: (finndu hér það hugtak sem væri líkast hugtakinu, útskýra).

j) XX: xx (mynd fengin frá xx).

1. ACT PSYCHOLOGY = VERKNAÐARSÁLFRÆÐI. K9:246. ATH. Í Index á bls. 481 er orðið skráð: ACT PSYCHOLOGY (BRENTANO).

“Brentano’s position that psychology should be the study of mental acts, not mental contents; with the perception of some event, for example, one should not analyze it into its elements, but examine the act of perception (how the individual perceives the event and what the event means to the individual).”

“Afstaða Brentano um að sálfræði ætti að vera rannsókn á andlegum athöfnum, ekki andlegu innihaldi; með skynjun á tilteknum atburðum, til dæmis, ætti einstaklingur ekki að greina það í frumefni sín, heldur athuga skynjun athafnar (hvernig einstaklingur skynjar atburð og hvaða merkingu atburðurinn hefur að segja fyrir einstaklinginn).”

Brentano sagði að mikilvægi þess að skoða hugann væri ekki til þess að sjá hann í fullu samhengi eða að ná að skilja hann líffræðilega heldur til að skilja hvernig hann skapar reynslu okkar. Brentano sagði að skynjun atburðar væri ekki nákvæm lýsing á skynjun, ímyndun og áhrifum, heldur kæmi skynjun út frá sjónarmiði reynslunnar eða hvernig einstaklingur upplifir atburðinn og hvað atburðurinn þýðir fyrir einstaklinginn.

Dæmi: Tveir einstaklingar hafa mismunandi upplifanir. Uppáhalds lagið mitt er ,,Baby’’ með Justin Bieber en pabba mínum verður óglatt við að heyra það.

Það hugtak sem helst er líkt Actpsychology er Form-quality. Megin áhersla þessara tveggja hugtaka er á skynjun einstaklinga og breytileika hennar.

Act psychology1.

Helsti fræðimaður tengdur hugtakinu er: Franz Brentano

Act psychology2.

Hugtakið kemur fyrir á bls. 246.

2. APPARENT MOTION = SÝNDARHREYFING. K9:247-249.

Phenomenon studied by Wertheimer in which stationary stimuli appear to move under certain circumstances.

Fyrirbærið var rannsakað af Wertheimer þar sem staðbundið áreiti virðist hreyfast í vissum kringumstæðum.

Sýndarhreyfing

Í kringum 1911 varð Wertheimer (1880-1943) hugfanginn af skynjunarvandamáli sýndarhreyfingar (e. apparentmotion). Fyrirbærið var vel þekkt á þessum tíma og var grunnur að hinum nýja kvikmyndaiðnaði. Hægt er að lýsa fyrirbærinu með einföldu dæmi: Í dimmu herbergi eru tveir samliggjandi punktar sem blikka af og á til skiptis. Ef bilið á milli þess sem ljósið blikkar er á hárréttum tímapunkti (um 60 millisekúndur), er skynjunin ekki sú að tvö ljós séu að blikka, heldur sú að einn ljóspunktur sé að hreyfast hlið til hliðar. Við skynjum ekki tvo staðbundna atburði sem eiga sér stað, heldur einn samfelldan atburð.

Samstarfsmenn Wertheimer við rannsóknir á sýndarhreyfingu voru, Friedrich Schumann stjórnandi rannsóknarstofunnar Háskólans í Frankfurt, ásamt ungum starfsmönnum hans þeim Wolfgang Köhler og Kurt Koffka. Þessar rannsóknir hafa oft verið kenndar við upphaf Gestalt sálfræðinnar. Fyrri útskýringar fræðimanna á fyrirbærinu voru þær að sýndarhreyfing væri dæmi um skynvillu þar sem kerfið ályktaði út frá æðri hugarstarfsemi og væri í raun og veru ekki skynjuð. Wertheimer mislíkaði hugtakið sýndarhreyfing (e. apparentmotion) og lagði áherslu á skynjun hreyfinga og að fyrirbærið yrði kallað phiphenomenon. Phiphenomenon vísar til þess að skynjum heildstæðar myndir, ekki frumþætti sem á einhvern hátt sameinast og mynda heild.

Á meðfylgjandi mynd sést hvernig tími á milli tveggja áreita sem birtast í röð hefur áhrif á hvort hann sé skynjaður sem tveir staðbundir punktar sem birtast á sitthvorum tímanum eða einn punktur sem færist frá sitt á hvað frá hægri og til vinstri. Ef tími á milli áreita er um 60 msek. eru ljóspunktarnir skynjaðir sem ein heild.

Fjallað er um sýndarhreyfingu á blaðsíðum 283-284 í kennslubókinni.

3. APPROACH-APPROACH CONFLICT = NÁLGUN-NÁLGUN TOGSTREITA. K9:263.

„For Lewin, a situation in which a conflict exists within a person, resulting from having to make a choice between two goals with a positive valence“ (bls. 263).

„Fyrir Lewin, þær aðstæður þar sem ágreiningur er til staðar innra með eintaklingnum, sem stafar af því að þurfa að ákveða annað af tveimur markmiðum sem bæði hafa jákvæð gildi“.

Kurt Lewin notaði staðfræðikerfi (topology system) sitt til að greina togstreitu, sem er eitt hans þekktasta framlag. Lewin lýsir þremur algengum aðstæðum þar sem togstreita milli þarfa myndast innra með einstaklingnum. Samkvæmt Lewin verður togstreita þegar að minnsta kosti tveir vektorar (vectors) beita þrýstingi í ólíkar áttir. Í nálgun-nálgun togstreitu eru tvö ákjósanleg markmið eða eitt markmið með tvö jákvæð gildi af jöfnum styrk sem einstaklingur þarf að velja á milli. Sem dæmi þarf einstaklingur, sem staddur á veitingahúsi, að velja á milli þess að fá sér steik eða humar. Lewin kom einnig með hugtakið forðun-forðun togstreita sem er andstætt því sem lýst var hér að ofan. En þá verður einstaklingur að velja milli tveggja neikvæðra markmiða, eins og þegar nemandi þarf að velja á milli þess að læra annað af tveimur fögum sem honum eða henni líkar illa við.

Sem sagt, togstreitan myndast þegar einstaklingur þarf að velja á milli tveggja hluta sem hann langar í eða langar að gera og hafa báðir valkostir jákvæð gildi fyrir viðkomandi.

Approach-approach conflict.

Dæmi um þessa togstreitu er að þú hefur sett þér markmið um að kaupa þér nýjan síma. Þú ferð í búðina með það markmið að kaupa þér iphone 6. En þegar þú kemur í búðina stendurðu frammi fyrir þeirri ákvörðun hvorn litinn af símanum þú eigir að kaupa þér. Þig langar jafn mikið í hvítan og svartan síma og getur ómögulega ákveðið hvorn þú eigir að kaupa.

4. APPROACH-AVOIDANCE CONFLICT = NÁLGUN-FORÐUN TOGSTREITA. K9:263.

„For Lewin, a situation in which a conflict exists within a person, occurring when a goal elicits both approach and avoidance tendencies“ (bls. 263).

„Fyrir Lewin, þær aðstæður þar sem ágreiningur er til staðar innra með eintaklingnum, sem á sér stað þegar markmið kalla fram bæði nálgunar- og forðunartilhneigingu“.

Kurt Lewin notaði staðfræðikerfi (topology system) sitt til að greina togstreitu, sem er eitt af hans þekktasta framlag. Lewin lýsir þremur algengum aðstæðum þar sem togstreita milli þarfa myndast innra með einstaklingnum. Samkvæmt honum verður togstreita þegar minnsta kosti tveir vektorar (vectors) beita þrýstingi í ólíkar áttir. Tvær af þeim togstreitum eru nálgun-nálgun togstreitan og andstæða hennar sem er forðun-forðun togstreitan. En þriðja togstreitan, sem hann greindi frá, var nálgun-forðun togstreita. Í þeim aðstæðum upplifir einstaklingur samtímis forðunar- og nálgunartilhneigingu með tilvísun í eitt markmið. Sem dæmi er ákvörðun einstaklings um það hvort hann eigi að panta sér köku í eftirrétt undir áhrifum af bæði nálgun, sem sagt kakan er svo góð, og upplifir samtímis forðunartilhneigingu, kakan er fitandi og óholl.

Sem sagt, einstaklingur stendur frammi fyrir togstreitu innra með sér þar sem markmið hans tengist bæði nálgunar- og forðunartilhneigingu. Það að langa að nálgast hlutinn fylgir samtímis því að hann langar að forðast hlutinn og því myndast þessi innri togstreita.

Approach-avoidance conflict1.
Approach-avoidance conflict2.

Dæmi um þetta er t.d. ef mús sér ostbita fyrir framan sig og markmið hennar er osturinn. Músina langar rosalega að fá sér ostinn sem væri þá nálgunin að fá sér hann. Nema það að á sama tíma sér hún að osturinn er á einhvers konar gildru og ef hún fengi sér bita þá myndi hún fá raflost. Þannig að á sama tíma og hana langar að nálgast ostinn hefur hún líka sterka tilhneigingu til að forða sér frá honum til að forðast raflostið.

5. AVOIDANCE-APPROACH CONFLICT = FORÐUN-NÁLGUN TOGSTREITA. K9:263.

Lewin notaði staðfræðilegt kerfi til þess að greina átök. Hann lýsti þrem algengum aðstæðum þar sem átök á milli þarfa gerast. Eitt af þeim var Avoidance-avoidanceconflict, það er þegar þarf að velja á milli tveggja jafn óspennandi markmiða. T.d eins og þegar nemandi þarf að velja á milli þess að læra stærðfræði sem honum líkar ekki vel við og íslensku sem honum líkar heldur ekki vel við. Annað dæmi sem má nefna er um köttinn Garfield. Hann hatar að elda og þrífa. Einn daginn ákveður hann að halda matarboð með kærustunni sinni. Þá neyðist hann til þess að velja á milli þess að þrífa eða elda til þess að hjálpa til.

Avoindance-avoidance conflict.
Avoindance-avoidance conflict2.

6. BEHAVIORAL ENVIRONMENT = ATFERLISLEGT UMHVERFI. K9:255 og K9:262. Aht: Í Index á bls. 482 er hugtakið skráð: BEHAVIORAL (VERSUS GEOGRAPHICAL) ENVIRONMENT.

“For the gestaltists, this referred to the enviornment as perceived, as constrasted with the physical environment (the geographical enviorment).”

“Fyrir Gestalt, er þetta vísun í skynjun á umhverfinu, og er andstæða við raunverulegt umhverfi (landfræðilegt umhverfi).”

Behavioral environment eða atferlis umhverfi er það hvernig einstaklingur upplifir eða skynjar heiminn. Ég get upplifað eða skynjað aðstæður á allt öðruvísi hátt en þú myndir gera. Jafnvel getur einstaklingur mistúlkað aðstæður eða atburð þar sem nauðsynlegar upplýsingar eru ekki nógu skýrar og þarf því einstaklingur að útskýra atburð út frá gefnum upplýsingum, það er að segja út frá sinni skynjun.

Andstæðan við behavioral environment er geographical environment (landfræðilegt umhverfi). Landfræðilegt umhverfi eru allar gefnar upplýsingar í umhverfinu sem eru til staðar en ekki bara upplifun einstaklingsins á umhverfinu.

Dæmi: Einu sinni að vetri til þegar snjór lá yfir öllu var maður sem var agalega kátur á hestbaki. Hestamaðurinn kemur ríðandi að sveitabæ og hittir þar bónda. Bóndinn spyr hestamanninn hvaðan hann hefði komið. Hestamaðurinn bendir á leiðina þaðan sem hann kom (sem hann taldið vera tún), bóndinn varð þá skelfingu lostinn og segir við manninn “ertu ruglaður maður þú varst ekki að ríða yfir tún heldur yfir frosið stöðuvatn, ísinn hefði getað brotnað undan hestinum og þið hefðuð getað drukknað.” Í þessu tilfelli mistúlkaði hestamaðurinn umhverfið þar sem hann vissi ekki betur og upplifun hans á umhverfinu var önnur en raun bar vitni.

Behavioral environment1.

Helsti fræðimaður tengdur hugtakinu: Kurt Koffka.

Behavioral environment2.

Hugtakið kemur fyrir á bls. 291.

7. CLOSURE = LOKUN. K9:255 OG K9:262. Ath: Í Index á bls. 483 er hugtakið skráð: CLOSURE (GESTALT).

Gestalt organizing principle; a tendency to fill in missing gaps in our perception in order to perceive whole figures.

Gestalt-reglur skipulagningar; tilhneiging til að fylla inn í eyður í skynjun okkur sem gerir okkur kleift að skynja hluti á heildrænan hátt.

Lokun Lokun (e. closure) er ein af Gestalt-reglum skipulagningar sem felur í sér grunn reglurnar sem ákvarða hvernig fyrirbæri er skipulagt í heildræna og merkingarbæra hluti. Þessi heildrænu-lögmál um skipulagningu (e. gestalt organizing principles) voru fyrst sett fram af Wertheimer og eru nú þekktar í í almennum sálfræðibókum þegar fjallað er um skynjun. Þegar aðstæður eru óljósar gera Gestalt-reglurnar okkur kleift að nýta okkur bestu ágiskunina um eðli hlutarins sem við erum að skynja.

Meðal þekktustu Gestalt-reglnanna fyrir utan lokun eru t.d. proximity (hversu nálægt hlutir eru hvor öðrum) og similarity (hversu líkir hlutir eru). Þegar við lítum á ófullkomna mynd, byggjum við oft „heildarmynd“ af hlutnum með því að fylla inn í eyðurnar – þetta fyrirbæri kallast lokun (e. closure). Samkvæmt lögmálum lokunar, eru hlutir flokkaðir saman ef þeir virðast mynda einhverskonar heild. Heili okkar hundsar misvísandi upplýsingar og notar vísbendingarnar til að fylla inn í eyðurnar. Wertheimer og þeir sem aðhylltust Gestalt-reglurnar töldu að þessar Gestalt-reglur væru öllum hlutum í heiminum eðlislægar, þ.e að skynkerfi okkar eru hönnuð til gera bestu ágiskunina.

Lögmál Lokunar: Hlutir sem eru flokkaðir saman eru skynjaðir sem heild: Við höfum tilhneygingu til að hundsa eyður og að loka útlínum. Í myndinni eru engir þríhyrningar eða hringir, en hugur okkar fyllir inn í vísbendingar sem vantar til að mynda kunnugleg mót og myndir.

8. DEDIFFERENTIATION = BAKRÁS, AFTURHVARF. K9:266. Ath: Í Index á bls. 483 er hugtakið skráð: DEDIFFERENTIATION (LEWIN). Ath: líka að þetta hugtak líkist mjög þekktu Freudísku hugtaki: REGRESSION = BAKRÁS, þ.e. afturhvarf til fyrri og barnalegri hegðunar. Það hugtak er þó ekki í bók okkar.

Tæknilega hugtakið á ensku.

Hugtakið þýtt á íslensku.

Afturför.

Tæknilega hugtakið skilgreint á ensku.

For Levin, a process that occurs under stress, in which a person reverses the normal differentiation process and reverts to an earlier, more primitive way of behaving; similar to Freudian regression.

Skilgreining hugtaksins þýdd á íslensku.

Ákveðið ferli sem fer í gang þegar einstaklingur er í miklum stress aðstæðum og það verða afturför í eðlilegri hegðun og viðkomandi hverfur til eldri og einfaldari hegðunar.

Helstu fræðimenn nefndir, sem tengjast hugtakinu.

Kurt Lewin, Sigmund Freud.

Allir staðir nefndir þar sem hugtakið kemur fyrir í bókinni.

266.

Þín eigin skýring á íslensku á hugtakinu.

Þegar að einstaklingur er með kvíða, eða í aðstæðum sem að honum líður illa í, þá getur hann átt það til að hverfa til einfaldari/frumstæðari hegðunar heldur en að hann myndi venjulega framkalla.

Það hugtak nefnt sem helst líkist (og/eða er andstætt) hugtakinu.

Lík hugtök : Regression.

Andstæða :

Eitt dæmi tekið af fyrirbærinu og útskýrt í stuttu máli.

Gerð var rannsókn á 30 börnum. Þau voru í herbergi þar sem finna mátti einföld leikföng sem þau gátu leikið sér með. Eftir 30. mínútur var svo milliveggur fjarlægður og í ljós kom að það var annað herbergi við hliðina á með mun betri leikföngum. Börnin fengu að leika sér þar í 15. mínútur en eftir þann tíma voru þau færð í fyrsta herbergið aftur og látinn vera þar í 30. Mínútur. Í þetta skipti var milliveggurinn gegnsær þannig að börnin gátu séð hverju þau voru að missa af. Til að byrja með voru börnin sátt með upprunalegu leikföngin en núna - þar sem þau vissu hverju þau voru að missa af - komust þau í tilfinningalegt uppnám. Þau reyndu að komast yfir í hitt herbergið í gegnum millivegginn eða komast bara í burtu af svæðinu. Í þessari rannsókn sést að undir stressi, þá getur hegðun komið tímabundið sem er ólík/einfaldari/frumstæðari heldur en ella væri eðlileg.

Dedifferentiation.

1-2 myndir af fyrirbærinu, ef þess er nokkur kostur.

9. DIFFERENTIATION = SUNDURGREINING. K9:265 OG K9:261. Ath: Í Index á bls. 483 er hugtakið skráð: DIFFERENTIATION (LEWIN). Ath: líka að þetta er ekki sama hugtak og DIFFERENTIATION hjá Pavlov (K10:279), en aftur á móti mjög líkt hugtaki Skinners: DISCRIMINATION (K11:329).

Le

ZEIGARNIK EFFECT

Zeigarnikeffect/Zeigernik áhrifin

“Named for a student of Lewin; refers to a tendency to be more likely to recall unfinished tasks than finished tasks”.

Nefnt fyrir nemenda Lewins; á við um tilhneiginguna að vera líkegri til að muna óunnið verkefni en unnið verkefni.

Zeigarnik effect, 299-300

Kurt Lewin.

Helsti fræðimaður þessarar kenningar var Kurt Lewin. Hann var talinn vera einn af helstu nútíma brautriðjendum félags-, skipulags- og hagnýtrar sálfræði í Bandaríkjunum. Hinsvegar er hugtakið sem hér er um rætt nefnt eftir Bluma Zeigarnik. Hún var rússneskur sálfræðingur sem fékk doktorsgráðu undir handleiðslu Lewins.

Bluma Zeigarnik.

Hugtakið kom upp á frekar undarlegan hátt. Lewin fór oft með nemendur sína á kaffihús nálægt þar sem þau unnu. Þar tók hann eftir því að þjónninn sem tók niður pöntunina hjá þeim mundi allar pöntunirnar þangað til að þau borguðu reikninginn. Í framhaldi af þessu prófaði Zeigarnik 164 kennara, nemendur og börn með því að gefa þeim verkefni sem tóku nokkrar mínútur að leysa. Hver og einn þátttakandi átti að klára helminginn af verkefninu, en voru trufluð og máttu ekki klára hinn helminginn. Zeigarnik passaði sig á að velja alltaf tíma þar sem þau voru alveg á kafi í verkefninu að trufla þau. Þeir sem gerðu verkefnin og voru trufluð, voru 1,9 sinnum líklegri til þess að muna en þau sem voru ekki trufluð. Þau útskýrðu þetta sem einhverja ákveðna spennu sem myndaðist við að klára ekki verkefnið og að það hafi hjálpað þátttakendum að muna.