Kafli 2: The Philosophical Context = 47 hugtök.

1. ACCOMMODATION = SJÓNSTILLING/FÓKUS. K2:36 OG K3:60.

„Visual phenomenon described by Berkeley; the tendency of the lens of the eye to change shape as objects move toward and away from the person.“

Sjónrænt fyrirbæri sem útskýrt var af Berkeley; sem er tilhneiging linsu augans til að breyta um lögun eftir því hvort hlutir færast að eða frá manneskjunni.

Berkeley rannsakaði sjónina og þá hvernig við dæmum dýpt fyrir tiltölulega nálæga hluti og kom með skýra lýsingu á þrem fyrirbærum sem í dag eru þekkt sem aðhneiging (convergance) sem er líkt sjónstillingu en það er hvernig við beinum augunum meira inn á við fyrir nálæga hluti en beint fyrir fjarlæga hluti, tvíeygis vísbendingum og sjónstillingu. Sjónstilling er þegar nálægir hlutir framkalla meiri bungu á linsunni heldur en hlutir í meiri fjarlægð. Þessum breytingum fylgir vöðvahreyfing og skynjun sem tengjast mismunandi fjarlægð. Augað aðlagast nálægri sýn með því að herða ciliary vöðvana sem leyfir linsunni að verða meira kringlótt. Virkni sjónstillingar hrakar einnig með aldrinum frá 45 ára aldri og er nánast farin þegar einstaklingur nálgast sjötugt. Seinna kom svo Herman von Helmholtz með kerfisbundna greiningu um hvernig ljósgeislar eru beygðir, bæði af hornhimnunni og í gegnum sjónstillinguna sem Berkeley lýsti áður. Hugtakið er því yfirleitt þekkt eftir honum þar sem hann bætti inn í skýringu Berkeley. Seinna meir notaði James Mark Baldwin hugtakið fókus í sambandi við ferlið sem tengist því að þróa nýjar hugmyndir.

Sjónstilling er afrekuð í gegnum samdrátt ciliary vöðvanna. Linsan er tengd við ciliary vöðvann í gegnum litla þræði (þekkt sem „zonulesofZinn“). Þegar ciliary vöðvinn er slakur þá eru zonules teygðar og linsan verður tiltölulega flöt. Í þessu ástandi er augað fókusað á mjög fjarlæga hluti eins og t.d. stjörnurnar. En til að fókusa á eitthvað nær okkur eins og úrið á hendinni okkar þá verður ciliary vöðvinn að dragast saman. Þessi samdráttur minnkar spennuna á zonules sem gerir það að verkum að linsan verður kúft. Því feitari sem linsan er því meiri styrk hefur hún. Sem sagt sjónstilling er breyting á lögun linsu til að fá skýra mynd á nethimnu. Mjó fyrir hluti í fjarlægð og breið fyrir nálæga hluti.

Til dæmis þegar þú lítur upp í himininn og horfir á tunglið og stjörnurnar sem eru í mikilli fjarlægð er linsan flöt og mjó. En segjum svo að þú sért úti að ganga og tekur eftir laufblaði beint fyrir framan þig, þá er laufblaðið mjög nálægt þér og linsan verður kúft því að þú ert að fókusa á laufblaðið sem er mjög nálægt þér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Accommodation1.
Accomodation 2.
Accommodation 3.

Accommodation – Sjónstilling/Fókus

„Visual phenomenon described by Berkeley; the tendency of the lens of the eye to change shape as objects move toward and away from the person“ (bls. 42, 69, 195, 523).

Sjónrænt fyrirbæri sem útskýrt var af Berkeley; sem er tilhneiging linsu augans til að breyta um lögun eftir því hvort hlutir færast að eða frá manneskjunni.

Berkeley rannsakaði sjónina og þá hvernig við dæmum dýpt fyrir tiltölulega nálæga hluti og kom með skýra lýsingu á þrem fyrirbærum sem í dag eru þekkt sem aðhneiging (convergance) sem er líkt sjónstillingu en það er hvernig við beinum augunum meira inn á við fyrir nálæga hluti en beint fyrir fjarlæga hluti, tvíeygis vísbendingum og sjónstillingu. Sjónstilling er þegar nálægir hlutir framkalla meiri bungu á linsunni heldur en hlutir í meiri fjarlægð. Þessum breytingum fylgir vöðvahreyfing og skynjun sem tengjast mismunandi fjarlægð. Augað aðlagast nálægri sýn með því að herða ciliary vöðvana sem leyfir linsunni að verða meira kringlótt. Virkni sjónstillingar hrakar einnig með aldrinum frá 45 ára aldri og er nánast farin þegar einstaklingur nálgast sjötugt. Seinna kom svo Herman von Helmholtz með kerfisbundna greiningu um hvernig ljósgeislar eru beygðir, bæði af hornhimnunni og í gegnum sjónstillinguna sem Berkeley lýsti áður. Hugtakið er því yfirleitt þekkt eftir honum þar sem hann bætti inn í skýringu Berkeley. Seinna meir notaði James Mark Baldwin hugtakið fókus í sambandi við ferlið sem tengist því að þróa nýjar hugmyndir.

Sjónstilling er afrekuð í gegnum samdrátt ciliary vöðvanna. Linsan er tengd við ciliary vöðvann í gegnum litla þræði (þekkt sem „zonulesofZinn“). Þegar ciliary vöðvinn er slakur þá eru zonules teygðar og linsan verður tiltölulega flöt. Í þessu ástandi er augað fókusað á mjög fjarlæga hluti eins og t.d. stjörnurnar. En til að fókusa á eitthvað nær okkur eins og úrið á hendinni okkar þá verður ciliary vöðvinn að dragast saman. Þessi samdráttur minnkar spennuna á zonules sem gerir það að verkum að linsan verður kúft. Því feitari sem linsan er því meiri styrk hefur hún. Sem sagt sjónstilling er breyting á lögun linsu til að fá skýra mynd á nethimnu. Mjó fyrir hluti í fjarlægð og breið fyrir nálæga hluti.

Til dæmis þegar þú lítur upp í himininn og horfir á tunglið og stjörnurnar sem eru í mikilli fjarlægð er linsan flöt og mjó. En segjum svo að þú sért úti að ganga og tekur eftir laufblaði beint fyrir framan þig, þá er laufblaðið mjög nálægt þér og linsan verður kúft því að þú ert að fókusa á laufblaðið sem er mjög nálægt þér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

2. ANIMAL SPIRITS = DÝRAANDAR. K2:30.

Skilgreining

Enska: Hypothetical essence once believed (e.g. by Descartes) to inhabit the nervous system and to be the driving force behind muscle movement.

Íslenska: Ímyndaður kjarni sem eitt sinn var talinn (t.d. af Descartes) hýsa taugakerfið og vera drifkrafturinn á bak við vöðva hreyfingu.

Animal spirits.

Fróðleikur

Hugtak sem á rætur að rekja til Forn-Grikkja. Descartes vildi meina að andarnir væru örsmáar agnir sem væru sífellt á hreyfingu og það mætti finna þær í heila, taugum og vöðvum. Descartes hélt því einnig fram að dýra andarnir yrðu til í blóðinu og væri ábyrgir fyrir þeirri líkamlegu örvun sem veldur því að líkaminn hreyfist. Dýra andarnir áttu að geta hreyft líkamann á alla þá mismunandi vegu sem hann væri fær um að hreyfast. Vöðva hreyfingin sjálf varð vegna aðgerða dýra andanna sem leiddu frá heila til vöðva.

Þegar maðurinn verður fyrir áreiti þá bregst líkaminn við. Dæmi um það getur verið ef þú setur hendina á heita eldavélahellu, þú brennir þig á hendinni, boðin fara með þráð sem liggur meðfram taugum og upp í heila. Við hreyfingu á þræðinum losna “dýra andarnir” út í taugapípu og fara þaðan til vöðva sem draga hendina af hellunni.

Andstæða þessa hugtaks væru kenningar um að hugurinn geti ekki haft áhrif á hegðun.

3. APPERCEPTION = MEÐVITUÐ (ÆÐRI) SKYNJUN. K2:46, K4:84, K4:98, K7:184 og K12:347.

Apperception er hægt að þýða á íslensku sem meðvitaða skynjun.

„Apperception is the highest level of awareness, in which we focus our attention on some information, apprehend it fully, and make it personally meaningful.”

Íslensk þýðing: Meðvituð skynjun er hæsta stig vitundar, þar sem við beinum athygli okkar að upplýsingum, tökum þær inn og gerum þær persónulegar og þýðingamiklar.

Hugtakið á uppruna sinn hjá René Descartes. Leibniz færði hugtakið í meiri heimspekilegri hefð eins og sjá má hér HVAR? fyrir ofan.

Í stuttu máli þýðir “apperception” í sálfræði, að skynja nýja reynslu í tengslum við fyrri reynslu. Einstaklingur samlagar og umbreytir fyrri reynslu til að mynda nýja heild. Hugurinn setur nýjar upplýsingar í samhengi.

Það hugtak sem líkist apperception er perception, en það merkir skynjun. Við skynjum margt. Við tökum inn upplýsingar í gegnum skynfærin, eins og t.d. „Í dag er skýjað” sem er skynjun. Hugtakið Apperception fer skrefinu lengra með því að íhuga skynjun í tengslum við það sem þú hefur upplifað í fortíðinni. „Þarna er Kristján” er dæmi um skynjun, en „Kristján er vinur minn” er dæmi um meðvitaða skynjun, vegna þess að það er byggt á fenginni reynslu.

Annað dæmi sem útskýrir merkingu hugtaksins:

„A rich child and a poor child walking together come across the same ten dollar bill on the sidewalk. The rich child says it is not very much money and the poor child says it is a lot of money. The difference lies in how they apperceive the same event – the lens of past experience through which they see and value (or devalue) the money.”

- Christopher Ott.

4. ASSOCIATION = TENGING. K2:34.

The concept of association into the discussion. Just as gravity was the central concept of Newtonian physics, holding together the elements of the universe, so would association be the glue that held together one’s experiences in life. But while Locke discussed the concept of association to some extent, it was for the British philosophers we will meet shortly to develop it more fully. As will become evident, British empiricism and associationism went hand in hand.“

Association er þýtt sem félag; samband; samtök; tenging. Hópur af fólki sem hefur sameinginlegan tilgang eða áhuga, einhverskonar samfélag eða klúbbur. NEI AUÐVITAÐ EKKI, ÞETTA ER BEIN ÞÝÐING. RÉTT ÞÝÐING ER TENGING.

For Locke, analogous to Newtonian gravity; a force that attracts ideas.

Eins og þyngdarafl var aðalhugtakið í vísindum Newtons, það sem batt saman öfl alheimsins þá gerði “association” það sama, það var einhverskonar lím sem festi saman upplifanir hvers og eins í lífinu. Tenging á milli tveggja eð fleiri hugsmíða í huganum eða ímyndunaraflinu.

Helstu hugmyndasmiðir voru Locke, David Hartley, David Hume, Ebbinghaus, Muller, Galton, Calkins.

Hugtakið Association kemur fram í bókinn á bls. 39, 114-115, 119, 156 og 190-191.

Association í mínum huga er eitthvað sem tengist minni og skynjun, það að hugsa um eitthvað ákveðið leiðir til þess að þú hugsar eitthvað meira. Eins og að sjá hund fær þig til að hugsa um allt sem tengist hundi og þú veist um hunda td. hvaða tegund hann er, hvaða litur hann er o.þh.

Empiricism

Empiricism og association tengjast á þann hátt að þeir sem voru tengslahyggjumenn voru yfirleitt líka raunhyggjumenn.

Association.

Association er mikið notað í auglýsingum og markaðssetningu. T.d. þvottaefni. Ég þarf að þvo þvottinn minn sem leiðir til þess að ég hugsa um þvottaefni, hvaða tegund af þvottaefni á ég að nota, mér detta strax í hug tegundir af þvottaefni (Ariel, Vanish, Neutral) án þess að ég pæli mikið í því eða reyni endilega að muna. Þetta eru áhrif association sem við höfum tileinkað okkur. Þvottur -> þvottaefni (hvaða þvottaefni) -> fjarlægir bletti -> án erfiða, hreint.

5. ASSOCIATIONISM (HARTLEY AND og HUME AND í Index) = (HUG)TENGSLAHYGGJA. K2:32, K2:37-39 og K2:39-40.

Associationism: Philosophical school of thought, related to empiricism, that emphasizes the rules by which relationships between ideas and experiences are formed.

Heimspekileg nálgun að hugsun, tengd raunhyggjunni, sem leggur áherslu á reglu sem felst í myndun tengsla milli hugmynda og reynslu.

Á Englandi reis hefð um svipað leyti og áhrif Descartesar voru að breiðast út. Þessi breska hefð var byggð á sterkri reynsluhyggju sem miðast við að þekking á heiminum sé tvinnuð saman af tengslum á milli reynslu og hugmynda okkar úr heiminum. Breskir raunhyggjumenn eru nátengdir kenningum um hugtengslahyggju. Mikið af sögu breskrar heimspeki frá 17. öld og áfram, hefur fjallað um þessa þekkingarfræðilegu spurningu, hvernig reynsla skapar þekkingu og hvernig reglan um tengsl virkar til að koma reglu á þekkinguna.

Associationism.

Uppruni: Hugtengslahyggja hefur verið rakin aftur til Platons og Aristótelesar en þá einkum nálgunin um röð minninga.

Samtímaáhrif: Upplýsingastefnan (enlightenment)

Fylgismenn: John Locke, David Hume, David Hartley, James Mill, John Stuart Mill, Alexander Bain og Ivan Pavlov, töldu að „reglan“ ætti við um flesta andlega ferla.

Breskir emperistar og associationism fóru hönd í hönd. Helstu andstæðingar voru rationalistar eins og t.d. Descartes á meginlandinu.

6. ATOMISM = ATÓMISMI. K2:39, K2:40-41 og K9:249.

Belief that nature can be understood best by reducing complexity to its smallest, most fundamental elements (opposed to holism).

Sú trú að hægt sé að skilja náttúruna með því að einfalda flókna hluti niður í smæstu grundvallarþætti (andstætt við holism).

Þessu hugmyndafræði liggur að baki fjölda eldri kenninga í sálfræði þar á meðal strúkturalisma E.B.Titchener og atferlisfræði (behaviorism) John Watson, en kenningin var undir áhrifum frá eðlisfræði og efnafræði. Andstæðan við atómisma var heildarhyggja, eða holism.

Atomism.

Uppruni: Orðið atom er komið úr grísku „atomon“ þ.e. óklúfanlegt eða óskiptanlegt og er upprunið í heimspeki sem þróaðist í nokkrum fornum hefðum. Í þessum kenningunni um atom er haldið fram að það samanstandi af tveimur grundvallareiningum, atom og tómarými. Ólíkt nútíma atómi komu heimspekilegu atomin í óendalega mörgum stærðum og gerðum en voru í eðli sínu órjúfanleg en umkringd tómi þar sem þau rákust með öðrum eða kræktu sig saman í þyrpingar. Þessir klasar voru uppistaða í efni heimsins.

Tilvísanir í hugtakið atomism og frumeindir þess eru að finna á forn Indlandi og Grikklandi hinu forna. Á vesturlöndum kom atomismi fram á 5 öld f.Kr. Það hvort Indland hafi haft áhrif á Grikkland eða öfugt eða hvort hugtökin hafi þróast aðskilið í hvoru landi er óljóst.

Orðið atom fékk svo nýtt hlutverk við uppgötvanir í efnafræði og eðlisfræði og þótti liggja beint við að endurnýta þetta hugtak þar sem eldri skilgreiningin á því var að mörgu leiti skyld núverandi skilgreiningu á atomi.

Samtímaáhrif: Upplýsingastefnan (enlightenment) og áhrif útfrá uppgötvunum í öðrum fræðigreinum eins og efnafræði og eðlisfræði.

Fylgismenn: Bertrand Russell (1872-1970) (ekki í bók) þróðaði „rökrétta atomisma til að reyna að greina atóm hugans, eða einingar hugsana sem ekki væri hægt að skipta í minni einingar.

7. CARTESIAN DICHOTOMY = TVÍHYGGJA DESCARTESAR. K2:29.

From Descartes, the distinction between humans (mind + body) and animals (only a mechanical body).

Samkvæmt Descartes var greint á milli manna (sál + líkami) og dýra (aðeins vélræn).

Hin vélræna tvíhyggja Descartes byggðist á aðskilnaði líkama og hugar (sálar) en hann skilgreindi líkamann sem vél. Það á jafnt við um líkama dýra og manna en aðeins menn bjuggu yfir hug. Það rökstuddi hann með því að aðeins menn byggju yfir eiginleikum eins og hæfninni til þess að rökræða og tala tungumál. Það þýðir að dýrin séu aðeins vélar á meðan mennirnir séu viti bornir – hafi huga en á sama tíma séu þeir vélar í hinum efnislega heimi. Þó er ekki hægt að segja að hann hafi staðsett hugann algjörlega utan hins efnislega heims því hann viðurkenndi þátt heilans í ýmsum skynupplifunum og að hann þjónaði sem einhvers konar milliliður í samskiptum líkama og hugar. Þó ber að hafa í huga að hann taldi heilann og hugann tvo gjörólíka hluti þó svo hugurinn gæti haft áhrif á líkamann og öfugt. Af því að heilinn er efnislegur og sveigjanlegur tekur pláss (e. extendable) líkt og líkaminn allur þá er hugann ekki að finna þar. Hugur mannsins er ein og ósveigjanleg heild á meðan líkaminn getur orðið fyrir umtalsverðum breytingum. Þú getur látið fjarlægja fæðingarbletti, misst útlimi eða orðið örkumla án þess að það breyti eða minnki hugann.

Tvíhyggju Descartes má rekja til heimspeki hans sem kristallast í tilvitnuninni: Cogito ego sum eða „ég hugsa – þess vegna er ég“. Descartes efaðist um allt sem hægt var að efast um til að komast að einni ótvíræðri staðreynd; maður getur efast um tilvist heimsins og þ.a.l. tilvist eigin líkama, en sönnun tilvistar hugar manns liggur einmitt í efanum. Enginn annar getur stjórnað efanum en það sem þú sérð í efnisheiminum gæti verið blekking.

Cartesian dichotomy.

Cartesian dichotomy.

Descartes var undir miklum áhrifum samtíðar sinnar þegar hann kom fram með myndlíkinguna á líkamanum og vélum. Á hans tíma voru miklar framfarir í gerð klukkna og gosbrunna, sem má í raun líkja við tölvur samtímans í okkar augum. Vélar voru því táknmynd hins fullkomnasta sem menn gátu ímyndað sér, og það var viðeigandi að líkja líkamanum við þær.

Andstæðan við tvíhyggju Descartes er einhyggjan (e. monism) sem kennir að líkami og hugur séu ein heild.

8. CAUSE AND EFFECT (HUME í Index) = ORSÖK OG AFLEIÐING. K2:38.

Bókin A History of modern Psychology skilgreinir hugtakið Causeandeffect eða Orsök og afleiðing svona:

,,One of Hume’s law of association; Hume argued that we cannot be certain of the fundamental causes of events, only that events occur together regularly.”

Cause and effect1.

Þetta þýðir að orsök og afleiðing er eitt af lömálum Humes um samband (association). Hann trúði því að við gætum ekki verið viss um grunninn fyrir orsök og afleiðingu, við gætum aðeins verið viss um að atburðir gerast reglulega samhliða, þar sem hægt er að gera ráð fyrir orsök og afleiðingu.

Cause and effect2.

Orsök og afleiðing er eitt af þremur lögmálum Humes um samband (association). Hin lögmálin voru coniguity og recemblance. Lögmálið fjallar um tengslin á milli orsaka og afleiðinga. Það er, ef einn atburður fylgir öðrum reglubundið, þá finnast tengsl á milli þeirra tveggja. Hume trúði því að við gætum aldrei verið algjörlega viss um að ákveðin afleiðing fylgi ákveðnum orsökum. Hume nefnir dæmi um gróið sár. Upprunalega sárið varð til þess að við upplifuðum sársauka og þessvegna þegar við skoðum gamla sárið í dag þá rifjast upp sársaukinn og þær kringumstæðurnar sem urðu til þess að við meiddum okkur. En hvað er það sem ákvarðar orsök og afleiðingu? Svar Humes var umdeilt á sínum tíma en þessi hugmyndafræði gæti verið mikilvægasta framlag hans til nútíma sálfræðinnar (Modernpsychology). Orsök og afleiðing á við um það þegar atburður orsakar eitthvað og það verður afleiðing. Orsökin kemur yfirleitt á undan afleiðingunni. Það gerist eitthvað (orsökin) sem leiðir til afleiðinga. Til dæmis: Jói litli fór í flensusprautu (orsökin). Þegar Jói fékk sprautuna (orsök) þá fór hann að gráta (afleiðing).

9. COMPLEX IDEA (COMPLEX IDEAS (LOCKE) í Index = FLÓKIN HUGMYND. K2:33.

‘’A complew idea concludes several other ideas, which can be a combination of simple and other complew ideas. The complex idea of a cold dring on a very hot day, for example, is composed of a number of simple ideas relating to color, temperature, shape, pleasantness, taste and the additional complex idea of the good life. Complew ideas are compounds and can be ultimately reduced to simple ones, much as chemical compounds are composed of simple elements.’’

Complexidea er þýdd sem flókin hugmynd.

For Locke, ideas that were combinations of simple ideas.

‘’Flókin hugmynd gefur til kynna nokkrar hugmyndir sem geta verið samsettar af einföldum og flóknum hugmyndum. Sem dæmi getur flókin hugmynd af köldum drykk á heitum degi verið samsett úr mörgum einföldum hugmyndum sem tengjast lit, hitastigi, lögun, vellíðan, bragði og þeirri flóknu hugmynd af góðu lífi. Flóknar hugmyndir eru samsettar og geta verið smækkaðar í einfaldari hugmyndir, nákvæmlega eins og stór efnasambönd eru samsett úr einföldum frumefnum.’’

Helsti hugtakasmiður var John Locke.

Flóknar hugmyndir er samsettar úr mörgum smærri og einfaldari þáttum sem saman verða að flókinni hugmynd.

Simpleideas

‘’Locke made a distinction between simple and complex ideas. Simple ideas resulted from experiencing basic sensory qualities such as yellow, white, heat, and so on, and from making simple reflections.’’

Complex idea.

Flókin hugmynd getur sem dæmi verið fallegt sólarlag sem er samsett úr tilfinningunni þegar þú horfir á það, lit, birtumagni, hitastigi og fleiri einföldum hugmyndum sem sameinast í eitt fallegt sólarlag, eða flókna hugmynd.

10. CONCOMITANT VARIATION = FYLGNIRANNSÓKN. K2:45. Ekki getið í Index! (bls. 483).

„From Mill‘s Logic, method that examines whether changes in event X are associated with changes in event Y.“

Frá Mills Logic, aðferð sem skoðar hvort breytingar á atburði X eru tengdar við breytingar á atburði Y.

John Stuart Mill, kom með Mill‘s logic, sem er rökfærslu/aðleiðslukerfi. Hann gaf út bókina A System of Logic sem innihélt rök fyrir því að búa til vísindalega nálgun í sálfræði. The logic innihélt aðferðafræði til þess að nota aðleiðslurökfræði meðan reynt er að ákvarða orsakasamband í vísindum. Hann kallaði aðferðirnar samþykki aðferð, mismunar og fylgni (methodsofagreement, ofdifference og concomitantvariation). Lýsing á þessum aðferðum eru enn vinsælar í dag í nútíma rannsóknartextum, þó að aðferðirnar hafi önnur nöfn í dag. Þriðja aðferð Mills er undirstaða fylgnirannsóknaraðferðar eins og hún er kölluð í dag. Með því að nota þessa aðferð er skoðað hvort breytingar á X eru tengdar við forspárbreytingar á Y. Aðferðin er sérstaklega nytsamleg þegar annað hvort X eða Y eða bæði geta fundist í venjulegum einstaklingum að einhverju leyti. T.d. allir fá að minnsta kosti einhverja hreyfingu og allir eru meira eða minna heilbrigðir. Með því að nota þessa aðferð getur rannsakandi séð hvort þeir sem stunda mikla hreyfingu eru heilbrigðari en þeir sem stunda sjaldan hreyfingu.

Sem sagt þegar tveir hlutir virðast fylgja hvor öðrum þá er sagt annan hlutinn vera orsök eða afleiðing fyrir hinum. Hvort breytingar á einum hlut virðast tengjast að einhverju leyti breytingum á öðrum hlut.

Dæmi um þetta væri t.d. ef bíllinn þinn gefur frá sér hljóð þegar þú gefur í, þá gætir þú tekið fótinn af bensíngjöfinni til að sjá hvort hljóðið fari. Svo gætir þú ýtt misfast á bensíngjöfina til að sjá hvort hljóðið eykst samfellt eftir því sem þú ýtir fastar. Annað dæmi væri t.d.: Fjórir vinir fóru út að borða eitt kvöldið saman. Þeir pöntuðu saman „natchos“ í forétt. Einn af þeim borðaði ekkert af því og leið vel daginn eftir. Annar fékk sér smá og varð aðeins illt í maganum daginn eftir. Þriðji fékk sér meðalmikið og varð mjög veikur daginn eftir. En sá síðasti borðaði mest af öllum og var lagður inn á spítala daginn eftir. Þarna er hægt að segja að eftir því sem þeir borðuðu meira af „natchosinu“ því veikari urðu þeir. Það er því hægt að áætla að „Natchosið“ hafi valdið veikindunum.

Lítið natchos → lítið veikur, smá verkur í maga.
Meðal mikið natchos → varð mjög veikur.
Mjög mikið natchos → varð það veikur að hann var lagður inn.

Concomitant variation – Fylgnirannsókn

„From Mill‘s Logic, method that examines whether changes in event X are associated with changes in event Y“ (bls. 53, 525).

Frá Mills Logic, aðferð sem skoðar hvort breytingar á atburði X eru tengdar við breytingar á atburði Y.

John Stuart Mill, kom með Mill‘s logic, sem er rökfærslu/aðleiðslukerfi. Hann gaf út bókina A System of Logic sem innihélt rök fyrir því að búa til vísindalega nálgun í sálfræði. The logic innihélt aðferðafræði til þess að nota aðleiðslurökfræði meðan reynt er að ákvarða orsakasamband í vísindum. Hann kallaði aðferðirnar samþykki aðferð, mismunar og fylgni (methodsofagreement, ofdifference og concomitantvariation). Lýsing á þessum aðferðum eru enn vinsælar í dag í nútíma rannsóknartextum, þó að aðferðirnar hafi önnur nöfn í dag. Þriðja aðferð Mills er undirstaða fylgnirannsóknaraðferðar eins og hún er kölluð í dag. Með því að nota þessa aðferð er skoðað hvort breytingar á X eru tengdar við forspárbreytingar á Y. Aðferðin er sérstaklega nytsamleg þegar annað hvort X eða Y eða bæði geta fundist í venjulegum einstaklingum að einhverju leyti. T.d. allir fá að minnsta kosti einhverja hreyfingu og allir eru meira eða minna heilbrigðir. Með því að nota þessa aðferð getur rannsakandi séð hvort þeir sem stunda mikla hreyfingu eru heilbrigðari en þeir sem stunda sjaldan hreyfingu.

Sem sagt þegar tveir hlutir virðast fylgja hvor öðrum þá er sagt annan hlutinn vera orsök eða afleiðing fyrir hinum. Hvort breytingar á einum hlut virðast tengjast að einhverju leyti breytingum á öðrum hlut.

Dæmi um þetta væri t.d. ef bíllinn þinn gefur frá sér hljóð þegar þú gefur í, þá gætir þú tekið fótinn af bensíngjöfinni til að sjá hvort hljóðið fari. Svo gætir þú ýtt misfast á bensíngjöfina til að sjá hvort hljóðið eykst samfellt eftir því sem þú ýtir fastar. Annað dæmi væri t.d.: Fjórir vinir fóru út að borða eitt kvöldið saman. Þeir pöntuðu saman „natchos“ í forétt. Einn af þeim borðaði ekkert af því og leið vel daginn eftir. Annar fékk sér smá og varð aðeins illt í maganum daginn eftir. Þriðji fékk sér meðalmikið og varð mjög veikur daginn eftir. En sá síðasti borðaði mest af öllum og var lagður inn á spítala daginn eftir. Þarna er hægt að segja að eftir því sem þeir borðuðu meira af „natchosinu“ því veikari urðu þeir. Það er því hægt að áætla að „Natchosið“ hafi valdið veikindunum.

Lítið natchos à lítið veikur, smá verkur í maga.

Meðal mikið natchos à varð mjög veikur.

Mjög mikið natchos à varð það veikur að hann var lagður inn.

11. CONTIGUITY = (TÍMA)NÁND, NÁLÆGÐ, SAMFELLA. K2:38, K2:39-40, K11:307-309 og K11:322.

Hugtakið ‘’Contiguity’’ þýðir samfella eða órofin heild. Bókin A History of modern psychology skilgreinir hugtakið svona:

,,One of Hume’s laws of association and Hartley’s fundamental law; events experienced together, either simultaneously (spatial contiguity) or successively (temporal contiguity), become associated with each other.’’

Þýðing á skilgreiningu bókarinnar er ,,Samfella er eitt af lögmálum Hume um tengsl og grunvallarlögmálum Hartley; þeir atburðir sem eru upplifaðir saman, annað hvort á sama tíma (staðbundin samfella) eða strax á eftir hvor öðrum (tímabundin samfella) tengjast hvor öðrum.

Hugtakið Contiguity er nefnt í bókinni í samhengi við David Hume en hann kom með þrjú lögmál um association og var samfella eitt þeirra. Hin lögmálin voru causeandeffect og recemblance. Einnig er hugtakið nefnd í samandi við Hartley en hans hugmyndir voru einnig í tenglum við minnið og það hvernig sumir hlutir tengjast saman.

Hugtakið snýst um það hvernig við upplifum hlutina og hvernig við tengjum hluti og atburði saman. Þetta tengist aðallega minningum í bókinni er nefnt dæmið: Það að hugsa um húsið þitt þá rifjast upp fyrir þér hundurinn þinn, hér er einstaklingurinn þá búinn að tengja hundinn og húsið saman.

Contiguity.

Dæmi: Einstaklingur er staddur í vínbúðinni og hann veit ekki hvað hann ætlar að kaupa en svo heyrir hann franska tónlist og þá rifjaðist upp fyrir honum uppáhalds franska vínið hans sem hann drakk alltaf þegar hann var í París síðasta sumar. Þessi dæmi sýna hvernig minningar tengjast saman og virka sem órofin heild.

12. CONVERGENCE = SAMLEITNI. K2:2:36.

Visual phenomenon described by Berkeley; the tendency of the eye muscles to make the eyes move to the direction of “crossing” as objects move closer to the person.

Sjónrænt fyrirbæri útskýrt af Berkeley; sú tilhneyging vöðva augans að láta augun hreyfast í átt að “hreyfingu” þegar hlutir færast nær manneskjunni. Fræðimaðurinn George Berkeley rannsakaði augun og sjónskynjun. Convergence er ein af þremur úrvinnsluaðferðum augans til að fókusera og stilla mynd á sjónhimnunni. Hann kannaði sjóndýpt og komst að því að augun hreyfðust eftir því hvort þau væru að horfa á hlut aftarlega eða framarlega á sjóndeildarhringnum. Þetta kallaði Berkeley convergence. Hugtakið er því um sjónrænt fyrirbæri þegar augnvöðvar hreyfa augun nær hvort öðru þegar einhver hlutur kemur nær einstaklingnum.

Berkeley var materalisti og trúði því að eini raunveruleikinn sé það sem skynfærin gefa þér. Einnig var hann deterministi og trúði því að allir hlutir eigi sér ákveðna orsök.

Andstætt hugtak er divergence, en það er þegar augun færast frá hvort öðru þegar horft er á hlut sem er að fjarlægjast á sjónhimninni. Hluturinn minnkar því um leið og hann fjarlægist okkur.

Convergence.

Sem dæmi, ef við sjáum bíl beint á móti okkur þá hreyfast og aðlagast bæði augun að sama fókuspunkti sem er bílinn. Augað aðlagar sig því að bílnum og gerir því ráð fyrir að hann nálgist um leið og bíllinn stækkar.

13. DERIVED IDEAS = AFLEIDDAR HUGMYNDIR. K2:29.

,,For Descartes, ideas that result from one’s experiences in the world.”

Fyrir Descartes, hugmyndir sprottnar af eigin upplifun.

Many of our concepts result from our experiences. These Decartes called derived ideas. Knowing that a wax candle of a certain size will burn for about 10 hours would be an example of such an idea.

Afleiddar (derived) skynjun frá umhverfinu í gegnum skynkerfin og Meðfæddar/eðlislægar (innate) rökhugsun- því sem við fæðumst með eins og meðfæddir hæfileikar eins og tungumál og reflexes.

14. DETERMINISM = NAUÐHYGGJA. K2:35.

  • Determinism is the philosophical position that all events in the universe have prior causes.

  • Nauðhyggja er það heimspekilega sjónarhorn að allir atburðir í heiminum hafi fyrri orsakir.

Hugtakið kemur fram í kafla eitt sem fjallar um heimspekilega samhengið og fer skilgreining á hugtakinu fram á bls. 41. Hugtakið nauðhyggja er skylt hugtakinu um efnishyggju en efnishyggjumenn halda því fram að eini raunveruleikinn sé efnislegur raunveruleiki og hafna þeir því öllu andlegu. Efnishyggjumenn trúa á efnið, sem ógna tilvist frjáls vilja og því má segja að þeir noti nauðhyggjuna í stað einhvers æðra (eins og Guð). Hugtakið nauðhyggja felur í sér að allir atburðir eigi sér fyrri orsakir og því séu engir hlutir tilviljanir. Það má segja að þessi hugmyndafræði geti verið hættuleg að því leyti að hún sviptir okkur ábyrgð af gjörðum okkar. Þessi hugmyndafræði ógnar tilvist Guðs en getur ekki útilokað tilvist hans. Til dæmis taldi Boyle hlutverk vísindana að finna vilja Guðs og sömuleiðis höfðu George Berkeley og William James áhyggjur af flóknu samspili efnishyggjunnar við vísindin. Gott dæmi um mann sem var harður nauðhyggjumaður en á sama tíma Gyðingur er Albert Einstein.

Vitnað í Albert Einstein: „Ég er nauðhyggjumaður. Sem nauðhyggjumaður trúi ég ekki á frjálsan vilja. Gyðingar trúa á frjálsan vilja. Þeir trúa því að mennirnir sjálfir móti líf sitt. Ég hafna þeirri kenningu. Í þeim skilningi er ég ekki Gyðingur“. Þrátt fyrir að nauðhyggjan og trúin fari ekki vel saman þá hætti Einstein ekki bara öðru hvoru ??, því að nauðhyggjan getur ekki útilokað tilvist einhvers æðra þó að hún ógni henni.

Ein af ástæðunum fyrir að sálfræðin byrjaði svona seint var vegna þess að nauðhyggja sem var svo mikilvægur hluti vísindanna til að byrja með, fór ekki vel saman með að manneskjan hefði frjálsan vilja. Þess vegna drógst að það yrði farið að rannsaka manneskjuna. Fólk átti erfitt með að samþykkja að manneskjan væri hluti af þessum efnislega heimi. Fólk hélt að við værum yfir það efnislega hafin en fljótlega breyttist þessi hugmyndafræði eftir því sem vísindin þróuðust.

Determinism1.

Hugtakið kemur einnig fyrir í kafla sex á bls. 171 í umfjöllum um William James. James var ekki aðdáandi efnis- og nauðhyggjunnar sem fylgdi vísindinum og sætti sig ekki við þá hugmynd að manneskjan hefði ekki frjálsan vilja. James varð seinna fyrir áhrifum af Charles Renouvier sem leit ekki á hugtakið frjálsan vilja sem blekkingu. Frjáls vilji gæti ef til vill verið blekking en James ákvað að trúa á frjálsan vilja og með því skapaðist nýtt sjónarhorn - nytjahyggjan (pragmatism).

Determinism2.

Skýringarmynd: Frjáls vilji er blekking. Okkar eigin sjálfstæði hugur gefur okkur þá fölsku hugmynd að við getum stjórnað því sem gerist í lífi okkar. Þessi mynd sýnir þá fölsku hugmynd að við getum valið á milli þess að fara til vinstri eða hægri en raunin er sú að sama hvor leiðina kýrin velur, þá endur hún samt í sláturhúsinu. Valið sem kýrin stendur fyrir lætur hana halda að hún hafi val – frjálsan vilja.

Determinism / Nauðhyggja

  • Determinism is the philosophical position that all events in the universe have prior causes.

  • Nauðhyggja er það heimspekilega sjónarhorn að allir atburðir í heiminum hafi fyrri orsakir.

Hugtakið kemur fram í kafla eitt sem fjallar um heimspekilega samhengið og fer skilgreining á hugtakinu fram á bls. 41. Hugtakið nauðhyggja er skylt hugtakinu um efnishyggju en efnishyggjumenn halda því fram að eini raunveruleikinn sé efnislegur raunveruleiki og hafna þeir því öllu andlegu. Efnishyggjumenn trúa á efnið, sem ógna tilvist frjáls vilja og því má segja að þeir noti nauðhyggjuna í stað einhvers æðra (eins og Guð). Hugtakið nauðhyggja felur í sér að allir atburðir eigi sér fyrri orsakir og því séu engir hlutir tilviljanir. Það má segja að þessi hugmyndafræði geti verið hættuleg að því leyti að hún sviptir okkur ábyrgð af gjörðum okkar. Þessi hugmyndafræði ógnar tilvist Guðs en getur ekki útilokað tilvist hans. Til dæmis taldi Boyle hlutverk vísindana að finna vilja Guðs og sömuleiðis höfðu George Berkeley og William James áhyggjur af flóknu samspili efnishyggjunnar við vísindin. Gott dæmi um mann sem var harður nauðhyggjumaður en á sama tíma Gyðingur er Albert Einstein.

Vitnað í Albert Einstein: „Ég er nauðhyggjumaður. Sem nauðhyggjumaður trúi ég ekki á frjálsan vilja. Gyðingar trúa á frjálsan vilja. Þeir trúa því að mennirnir sjálfir móti líf sitt. Ég hafna þeirri kenningu. Í þeim skilningi er ég ekki Gyðingur“. Þrátt fyrir að nauðhyggjan og trúin fari ekki vel saman þá hætti Einstein ekki bara öðru hvoru ??, því að nauðhyggjan getur ekki útilokað tilvist einhvers æðra þó að hún ógni henni.

Ein af ástæðunum fyrir að sálfræðin byrjaði svona seint var vegna þess að nauðhyggja sem var svo mikilvægur hluti vísindanna til að byrja með, fór ekki vel saman með að manneskjan hefði frjálsan vilja. Þess vegna drógst að það yrði farið að rannsaka manneskjuna. Fólk átti erfitt með að samþykkja að manneskjan væri hluti af þessum efnislega heimi. Fólk hélt að við værum yfir það efnislega hafin en fljótlega breyttist þessi hugmyndafræði eftir því sem vísindin þróuðust.

Hugtakið kemur einnig fyrir í kafla sex á bls. 171 í umfjöllum um William James. James var ekki aðdáandi efnis- og nauðhyggjunnar sem fylgdi vísindinum og sætti sig ekki við þá hugmynd að manneskjan hefði ekki frjálsan vilja. James varð seinna fyrir áhrifum af Charles Renouvier sem leit ekki á hugtakið frjálsan vilja sem blekkingu. Frjáls vilji gæti ef til vill verið blekking en James ákvað að trúa á frjálsan vilja og með því skapaðist nýtt sjónarhorn - nytjahyggjan (pragmatism).

Skýringarmynd: Frjáls vilji er blekking. Okkar eigin sjálfstæði hugur gefur okkur þá fölsku hugmynd að við getum stjórnað því sem gerist í lífi okkar. Þessi mynd sýnir þá fölsku hugmynd að við getum valið á milli þess að fara til vinstri eða hægri en raunin er sú að sama hvor leiðina kýrin velur, þá endur hún samt í sláturhúsinu. Valið sem kýrin stendur fyrir lætur hana halda að hún hafi val – frjálsan vilja.

15. DUALIST (DUALISM ON MIND-BODY í Index). K2:29.

On the mind-body problem, someone (e.g., Descartes) who believes that mind and body are two separate and distinguishable essences.

Að vera dualist eða tvíhyggjusinni er að hugur og líkaminn séu ekki tengt fyrirbæri. Descartes var helsti fræðimaðurinn sem tengdur var þessu hugtaki. Eins og við skiljum hugtakið þá er það að hugur og líkami er ekki tengt og ekki sama virknin. Þau kannski vinna saman að einhverju leyti en eru ekki það sama.

Descartes.

Descartes var harður á því að þetta væri ekki sama hugtakið eins og fram kemur í bókinni hann leit á það þannig að hugurinn getur t.d. ekki framkvæmt hreyfingar, það er líkaminn sem sér um það. Descartes var líka talinn vera mechanist vegna þess að hann taldi líkamann vinna eins og vél og interactionist þar sem hann trúði að hugurinn gæti haft bein áhrif á líkamann. Þessi tvö hugtök eru einnig nefnd í kaflanum þar sem dualist hugtakið er og eru skild því hugtaki á þann hátt að vera bæði tengt huganum og líkamanum. Descartes notaði hugtakið Cartestian dichotomy til að útskýra muninn á milli dýra og manna. Dýr eru eins og einföld vél þar sem þau kunna ekki eða geta notað tungumál eða ástæður og þarf af leiðandi er hugurinn lítils virði. Maðurinn aftur á móti getur notað bæði hugann og líkamann.

16. EMPIRICIST (EMPIRICISM (BRITISH) í Index) = RAUNHYGGJUMAÐUR. K2:32, K2:32-44, K3:51, K3:61, K4:96, K4:99, K6:140 og K10:273.

Skilgreining

Enska: Someone who believes that our knowledge of the world is constructed from our experiences in it; school of thought associated with such British philosophers as Locke, Berkeley, and Mill.

Íslenska: Sá sem trúir því að vitneskja okkar á heiminum sé byggð á reynslu okkar. School of thought tengdur breskum heimspekingum á borð við Locke, Berkeley og Mill.

Empiricist.

Fróðleikur

Raunhyggja er viðhorf sem leggur áherslu á hlutverk reynslu í tilurð þekkingar. Raunhyggjumenn töldu að reynslan væri uppspretta allrar mannlegrar þekkingar og höfnuðu því að fólk hefði “meðfæddar hugmyndir” og að eitthvað gæti verið þekkjanlegt án tilvísunar til reynslu. Á 17. öld var breski heimspekingurinn John Locke helsti upphafsmaður nútíma raunhyggju. Locke hélt því fram að maðurinn fæddist án vitneskju þ.e.a.s. að hugurinn væri óskrifað blað (tabularasa) og að það væri síðan reynslan sem skrifaði á blaðið.

Þar sem þessi þekking er tvinnuð saman af sambandinu á milli reynslu okkar og hugmynda, er bresk raunhyggja (empiricism) ná tengd kenningunni um associationism.

17. EPISTEMOLOGY = ÞEKKINGARFRÆÐI. K2:32, K2:37 OG K14:397.

Branch of philosophy concerned with studying the nature and origins of human knowledge.

Grein innan heimspekinnar sem snýr að upphafi og eðli mannlegrar þekkingar.

Það er minnst á þekkingafræði (epistemology) í öðrum kafla bókarinnar í tengslum við John Locke. Þegar Locke var uppi voru ýmsir fræðimenn að taka upp gamlar heimspekigreinar sem fjölluðu um eðli náttúrunnar og gera þær að vísindagreinum eins og t.d. eðlisfræði. John Locke heillaðist af því að beita þessum nýju vísindanálgunum á það sem áður hafði einungis verið nálgast með aðferðum heimspekinnar og vildi gera svipað við þekkingafræðina. Þekkingafræðin er grein innan heimspekinnar sem fjallar um eðli, upphaf og takmarkanir mannlegrar þekkingar. Dæmi um hluti sem fjallað er um í þekkingarfræði eru hvort þekking sé meðfædd eða lærð, hvort fullvissa sé tegund af þekkingu og hvernig fólk lærir. Sú breyting Locke að fara að skoða eðli og upphaf mannlegrar þekkingar með raunvísindalegum nálgunum var liður í því að færa þennan þátt heimspekinnar nær því sem síðar átti eftir að vera kallað sálfræði. Þrátt fyrir hugmyndir Locke um að gera þekkingafræðina vísindalegri notaði hann aðallega aðferðir sem eru mun skyldari heimspeki en raunvísindum, enda er yfirleitt fjallað um Locke í heimspekilegu samhengi. Locke fór ekki með þekkingarfræðina það langt að nýja nálgunin gæti talist ný vísindagrein en hugmyndir hans voru vissulega markverðar og lögðu sitt á vogarskálarnar hvað varðar þróun sálfræðinnar sem vísindagreinar.

Þekkingarfræði.

18. GEOCENTRIC (GEOCENTRIC VIEW OF THE UNIVERSE í Index) = JARÐMIÐJUKENNING. K2:26.

Geocentric er þýtt sem jarðmiðja.

‘’Ancient astronomical viewpoint that placed earth at the center of the known universe.’’

,,Aldagamalt stjarnfræðilegt sjónarmið sem staðsetti jörðina í miðju hins þekkta heims.’’

Helsti fræðimenn voru Plato og Aristotle.

Jarðmiðja á við um það að jörðin var talin vera miðja hins þekkta alheims, eða miðja í risastórum hring alheimsins. Sólin, stjörnur og tunglið voru alls staðar umhverfis jörðina.

Heliocentric.

‘’Proposed tbat tbe sun was the center and the earth moved around it just like the other planets.’’

Geocentric.

Jörðin var talin verða miðja alheimsins og allt annað var bara það sem var umhverfis hana.

19. HELIOCENTRIC (HELIOCENTRIC VIEW OF THE UNIVERSE í Index = SKÓLMIÐJUKENNING. K2:26.

Astronomical viewpoint proposed by Copernicus and elaborated by Galileo that placed the sun at the center of the known universe.

Stjarnfræðileg hugmynd, sett fram af Kóperníkusi og rökstudd frekar af Galíleó, sem gerði ráð fyrir að sólin væri miðja hins þekkta heims.

Sólmiðjukenningin kom fram í kjölfar mikilla framfara í vísinda í Endurreisninni (e. Renaissance) og var í andstöðu við hina viðteknu jarðmiðjukenningu. Finna má heimildir frá Forn-Grikkjum um hugmyndina að jörðin gangi um sólina en ekki öfugt, en það var pólski stjörnufræðingurinn Nikulás Kópernikus (1473-1543) sem setti fram nútímalegri útgáfu hennar á 16. öld. Kópernikusar dró að birta hugmyndir sínar allt fram á grafabakkann, eða 1543 sem var árið sem hann lést. Vísindasagnfræðingar hafa af þessum sökum (og fleirum) lýst því yfir að nútímavísindi hafi fæðst árið 1543. Kópernikus tileinkaði páfa bókina og formálinn var skrifaður af öðrum fræðimanni, sem hélt því fram að jafnvel þó kenning Kópernikusar væri ekki rétt væri hún þó nytsamleg í stærðfræðilegum tilgangi. Tilgangurinn með bókinni var því augljóslega ekki að valda fjaðrafoki. Viðbrögðin við bókinni voru blendin og ekkert benti til þessara dramatísku áhrifa sem útgáfu hennar hafði mörgum áratugum síðar.

Hálfri öld síðar, árið 1597, tók Ítalinn, Galíleó Galílei (1564-1642), upp hanskann fyrir sólmiðjukenningunni. Honum hafði tekist að smíða sjónauka og kannað með honum tunglið og reikistjörnurnar. Með honum sá hann hin fjögur tungl Júpíters og hafa þau verið kennd við hann síðan. Galíleó hélt einnig uppi harðri gagnrýni á heimsmynd Aristótelesar, sem kirkjan studdi. Hann lenti í útistöðum við æ fleiri valdamikla menn innan kirkjunnar af ýmsum ástæðum allt þar til árið 1616 þegar sólmiðjukenningin var bönnuð, og þar með talin bók Kópernikusar. Galíleó fór þó ekki eftir fyrirmælunum og var á gamals aldri færður fyrir Rannsóknarréttinn í Róm og dæmdur til fangelsisvistar og til að afneita sólmiðjukenningunni. Galíleó fékk þó að afplána dóminn í nokkrum makindum í stofufangelsi og hélt áfram að skrifa bækur sem voru kirkjunni lítt þóknanlegir. Hann lést árið 1642, þá 77 ára að aldri.

Heliocentric.

Kópernikus og Galíleó voru brautryðjendur sólmiðjukenningarinnar, en það var Edwin Hubble (1889-1953) sem negldi síðasta naglann í kistu jarðmiðjukenningarinnar í upphafi 20. aldar þegar honum tókst með útreikningum sínum að sýna fram á útþenslu heimsins. Hubble-geimsjónaukinn frægi er einmitt kenndur við Hubble.

20. HOLISM = HEILDARHYGGJA. K2:40.

The philosophical assumption underlying gestalt psychology; argues that wholes (e.g., complex ideas) are more than the sum of their constituent elements (e.g., sensations, simple ideas); opposed to atomism.

Heimspekileg forsenda skynheildarsálfræðinnar; kennir að heildin (t.d. flókin hugmynd) sé alltaf meira en summan af einstaka einkennum (t.d. skynjanir, einfaldar hugmyndir); andstætt við atómisma.

Heildarhyggja er sú hugmynd að horfa eigi á alla hluti sem heild, ekki sem summu minni hluta. Nánast allt er hægt að greina út frá sjónarhorni heildarhyggjunnar, en oftast er rætt um hana í samhengi við skynjun. Breski heimspekingurinn David Hartley fjallaði um heildarhyggju í skynjun í skrifum sínum en mælti gegn henni enda var hann eindreginn atómisti og hélt því fram að heildin væri jöfn summu einstakra einkenna (e. The whole is equal to the sum of its parts). Atómisminn, andstæða heildarhyggjunar, naut fulltingis eðlisfræðinnar því hann féll vel að hugmyndum hennar og því varð heildarhyggjan undir framan af. Helstu heimspekingar upplýsingarinnar studdu atómismann og vildu smætta alla mögulega hluti. Raunar er ekki talað um „holism“ sem sérstakt fyrirbæri fyrr en árið 1926 af lítt þekktum suður-afrískum embættismanni, Jan Smuts að nafni (og er hann hér með úr sögunni).

Heildarhyggjan er undirstaða gestalt-sálfræðinnar, sem er kallað á íslensku skynheildarsálfræði. Hún spratt upp í andstöðu við formgerðarsinna (e. Structuralism) sem töldu að hægt væri að skilja skynjun með því að greina hana í smæstu einingar sínar. Frasinn „heildin er meira en einstaka eiginleikar“ beinist nákvæmlega gegn þessu viðhorfi. Þegar við horfum á andlit vinar okkar sjáum við ekki munn, nef, augu, eyru, hár o.s.frv. sem einstaka eiginleika andlitsins – við skynjum það sem eina heild. Ýmsar skynvillur styðja við kenninguna. Samkvæmt formgerðarsinnum eigum við alls ekki að geta skynjað kassann í myndinni hér að neðan - en við sjáum hann nú samt!

Holism.

Á 20. öld glæddist heildarhyggjan lífi og áhrifa hennar gætti víðar en bara í skynheildarsálfræðinni. Nokkrir 19. aldar heimspekingar töluðu á þessum nótum og gætti áhrifa þeirra inn í 20. öldina. Hegel talaði um „heild allra hluta“ og Marx var heildarhyggjumaður og talaði um fólk í heildum (stéttum) og átök þeirra á milli. Hann nánast hafnaði því að einstaklingsmunur væri til staðar og sá einn hóp kúga annan. Tungumál hafa einnig verið skoðuð út frá sjónarhorni heildarhyggju. Smærri hluti innan tungumálsins eins og hugtök eða heilar setningar er aðeins hægt að skilja út frá áður lærðum og stærri hlutum tungumálsins (t.d. setningauppbygging, merking annarra orða, jafnvel allt tungumálið). Allt fram á 19. öld var talið að orð fengju merkingu sína óháð öðrum en í lok aldarinnar komu fram hugmyndir um að það sé aðeins í samhengi við önnur orð og setningar sem orð fær merkingu sína.

21. IDEAS (VERSUS IMPRESSIONS í Index = HUGMYNDIR. K2:37.

‘’Ideas are ‘’faint copies’’ of impressions. That is, while similar to impressions, and deriving from them, ideas are not as vivid. To support his contention that ideas derived from impressions, Hume noted that it is possible to reduce all of our ideas to impressions, even complex ideas that have never been experienced directly. Thus even if we have never found a real four leaf clover, we can have a complex idea of it by combining simple ideas that can be traced to impressions (four, clover and green).’’

Ideas eru þýddar sem hugmyndir.

For Hume, ideas were ‘’faint copies’’ of sensory impressions

‘’Hugmyndir eru ,,dauf eintök’’ áhrifa. Þær eru líkar áhrifum og eiga rætur að rekja til þeirra, en eru ekki eins skýrar. Til þess að styðja staðhæfingu sína um að hugmyndir væru leiddar af áhrifum sagði Hume að það væri mögulegt að tengja allar okkar hugmyndir til áhrifa, jafnvel flóknar hugmyndir sem aldrei höfðu verið upplifaðar beint. Sem dæmi má taka að þó svo að við höfum ekki séð fjögurra blaða smára getum við samt haft flókna hugmynd af honum með því að sameina einfaldari hugmyndir sem rekja má til áhrifanna (fjögur, smári, grænt).’’

Helstu hugtakasmiðir voru David Hume, Descartes, John Locke.

Hugmyndir tengjast áhrifum en eru mun daufari og ekki eins líflegar og áhrifin sjálf eru. Skynjun hugans sem inniheldur það að hugsa um eitthvað í staðinn fyrir að raunverulega upplifa það.

Impressions

‘’To dissect human experience, Hume first tried to discover mind’s basic elements, analogous to the physicist’s atoms. Upon reflection, Hume believed these elements were two in number: impressions and ideas. Impressions are basic sensations, the raw data experience. We feel pleasure, we see red, we taste sweetness and so on.’’

Ideas.

Hugmyndir eru sem dæmi það að þó svo að við höfum ekki komið á sólarströnd þar sem er mikill hiti og heitur sjór þá getum við séð það fyrir okkur, þar sem við getum sett saman sand, hita, sól og fleiri smærri einingar sem gera það að verkum að við getum ýmundað okkur aðstæðurnar.

22. INDUCTIVE (eða INDUCTION) (INDUCTIVE APPROACH TO SCIENCE í Index) = AÐLEIÐSLA. K2:26, K2:39, K2:44, K7:195 og K11:329-330; Ekki á bls. 16, þótt Index segir svo vera. INDUCTION er andstæða við DEDUCTION = AFLEIÐSLA, sem ekki er skilgreind í bókinni - á helst við Descartes.

An approach to knowledge that emphasizes that gerneral scientific principles are generalizations made after the collection of large amounts of data; associated with Sir Francis Bacon.

Nálgun að þekkingu sem leggur áherslu á að almenn vísindaleg lögmál séu alhæfingar sem hafa verið gerðar eftir samansafn af miklu magni af gögnum; í tengslum við Sir Francis Bacon.

Hugtakið kemur fram í kafla tvö um heimspekilega samhengið. Sir Francis Bacon var einn helsti talsmaður aðleiðslu að vísindum en þessi aðferð fól í sér að vísindamenn ættu að rannsaka náttúruna kerfisbundið eins og hún kæmi fyrir í staðinn fyrir að fylgja niðurstöðum sem leiddar eru af afleiðslu frá Aristóteles? eða öðrum eldri fræðimönnum. Það var trú Bacon að með mörgum rannsóknum á einstökum tilvikum gætu almennar staðhæfingar um náttúruna verið settar fram. Bacon taldi að til þess að bæta lífsgæði okkar mannfólksins ættu vísindin ekki að stóla á forsögulegar staðreyndir eins og frá Aristóteles? því það væri í raun ekkert að marka þær lengur. Hann trúði því að þekkingar ætti að afla með nýjum og skipulögðum aðferðum, mikilvægt væri að gera varkárar rannsóknir á náttúrunni og draga síðan ályktanir út frá þeim. Aðferðin hafði mikil áhrif á þróun hinnar vísindalegu aðferðar í nútíma vísindum. Með aðleiðslu átti Bacon við hæfileikann til þess að færa niðurstöður yfir á stærra samhengi með að nota ákveðna skrefaskipta aðferð sem byggð var á samansafni af gögnum. Hann mælti með því að byrja frá grunni og byggja síðan upp.

Aðleiðsla.

Aðleiðslu rökfærslan færir sig frá sértækum rannsóknum að víðari alhæfingum og kenningum en nálgunin er andstæða afleiðslu, sú nálgun vinnur út frá hinu almenna að hinu sértæka. Samkvæmt aðleiðslu aðferðinni er byrjað á ákveðnum athugunum og mælingum, síðan er borið kennsl á mynstur og reglur sem eiga við þessar athuganir, bráðabirgða tilgátur eru settar fram til þess að rannsaka þær enn frekar og að lokum eru almennar kenningar þróaðar.

23. IMPRESSIONS (IMPRESSIONS VERSUS IDEAS í Index) = ÁHRIF (HUGHRIF). K2:36.

‘’To dissect human experience, Hume first tried to discover mind’s basic elements, analogous to the physicist’s atoms. Upon reflection, Hume believed these elements were two in number: impressions and ideas. Impressions are basic sensations, the raw data experience. We feel pleasure, we see red, we taste sweetness and so on.’’

Impressions er þýtt sem áhrif.

For Hume, these were basic sensations, the raw data of experience.

‘’Til að kryfja mannlega reynslu, reyndi Hume fyrst að uppgötva grunnþætti hugans sem eru sambærilegir við atóm eðlisfræðingsins. Hume trúði að þessir þættir væru tveir talsins: áhrif og hugmyndir. Áhrif eru grundvallar skynjun, hrá upplifun. Við finnum fyrir ánægju, við sjáum rautt, við finnum sætt bragð og svo framvegis.’’

Helsti hugtakasmiður var David Hume.

Áhrif eru skynjanir okkar á lífinu, þegar við erum vör við skynjun og tilfinningar. Þegar við heyrum, sjáum elskum og svo framvegis. Á þessu áhrifum byggjum við hugmyndir okkar um heiminn.

Ideas

‘’Ideas are ‘’faint copies’’ of impressions. That is, while similar to impressions, and deriving from them, ideas are not as vivid. To support his contention that ideas derived from impressions, Hume noted that it is possible to reduce all of our ideas to impressions, even complex ideas that have never been experienced directly. Thus even if we have never found a real four leaf clover, we can have a complex idea of it by combining simple ideas that can be traced to impressions (four, clover and green).’’

Impressions.

Áhrif getur sem dæmi verið þegar við finnum fyrir ást til manneskju eða við finnum að okkur líður illa.

24. INNATE IDEA (INNATE IDEAS í Index) = MEÐFÆDD (ÁSKÖPUÐ) HUGMYND. K2:29 og K2:32.

Innateideas eru svokallaðar meðfæddar hugmyndir. Hugtakið er skilgreint í bókinni A history of modern psychology á þennan hátt:

Idea that exists or can be deducted in the absence of direct experience, through reasoning (Descartes used the idea of a

material object´s “extension” in space as an example).”

Skilgreiningin er þýdd svona: „Hugmynd sem kom til eða getur verið tengd án beinnar reynslu, í gegnum rökhyggjuna (Descartes notaði hugmyndina um efnislega hluti í rúmi sem dæmi).”

Samkvæmt rökhyggjunni er geta okkar til að færa rök fyrir ákveðnum hlutum meðfædd þar sem sumar upplýsingar sem við höfum koma ekki frá reynslu heldur einungis út frá því hvernig við skynjum hlutina.

René Descartes taldi að hugmyndin um tilvist sjálfsins væri að einhverju leyti meðfædd og kom með setninguna „I think, therefore I am”. Hann vildi líka meina að hugmyndin um Guð væri meðfædd þar sem ekki væri hægt að sanna tilvist Guðs á neinn vísindalegan hátt heldur væri okkar hugmynd um Guð einungis okkar skynjun á honum/henni.

John Locke var ósammála þessari hugmynd Descartes um innate ideas. Hann vildi meina að ef þessar hugmyndir okkar væru meðfæddar þá væru þær væntanlega eins alls staðar í heiminum. Það er alls ekki þannig, t.d. eru mismunandi Guðir í mismunandi menningu. Ef við hefðum öll þessar meðfæddu hugmyndir þá væri bara til einn Guð.

Chomsky vildi meina að við hefðum að einhverju leyti meðfædda eiginleika. T.d. til þess að læra tungumál. Það er ekki hægt að útskýra með neinu vísindalegu líkani hvernig við lærum tungumál.

25. INTERACTIONIST (INTERACTIONIST ON THE MIND-BODY ISSUE í Index) = VÍXLVERKUNARSINNI. K2:29.

A dualist who believes that body and mind directly influence each other.

Tvíhyggjumaður sem heldur því fram að líkami og hugur hafi bein áhrif á hvorn annan.

Descarters vildi meina að hugur og líkami væru tengd og vinna saman eins og samstillt klukka. Boð væru send á milli velar (líkama) og stjórnsvöðvar (heila). Með öðrum orðum, ef eitthvað bilar í vélinni, er það sent upp til stjórnstöðvar. Það sem mest var sett út á víxlverkunarútgáfuna var vandinn hvernig ætti að skýra tengsl á minni hugans og líkamans, tveggja mjög ólíkra fyrirbæra.

Descartes er talinn vera afi nútímasáfræðinnar. Hann var dúalisti eða tvíhyggjumaður og hélt því fram að við værum til úr tvennsskonar grunnefnum, efnislegum og andlegum hlutum. Dúalisti skiptist hinsvegar í tvennt, interactionist (víxlverkunarútgáfu) og parallelist (hliðstæðuútgáfu). Parallelism byggir á því að það séu engin gagnkvæm orsakatengsl og þeir sem eru parallelistar byggja oftast allt á guði. Mechanism er talið vera líkt interactionism vegna þess að þar er líkamanum líkt við vél sem starfar saman á flókinn hátt. Á blaðsíðu 29 þar sem farið er yfir sögu Decartes talar hann um interactionist ásamt fleiri hugtökum.

Interactionist.

Sem dæmi, ef einstaklingur slasast á fæti þá sendir fóturinn skilaboð upp í heila um að hvíla sig eða breyta hegðun sinni til þess að sporna gegn frekari sársauka og meiðslum. Þar af leiðandi skynjar einstaklingurinn sársaukann og er meðvitaður um líkama sinn.

26. JOINT METHOD (JOINT METHOD (J. S. MILL) í Index) = SAMEIGINLEG AÐFERÐ. K2:44.

,,J. S. Mill’s combination of the methods of agreement and difference.”

J.S. Mill´s sameinaðar aðferðir - það að nota hópa saman.

Method of Agreement and Method of Difference were combined, in what Mill called the Joint Method, the methods of agreement and difference have the potential for identifying cause, within the limits of induction (i.e., you will never study every case). Thus if it could be determined that every person with gene X is depressed, and every person without gene X is not depressed, then it could be concluded that gene X is both sufficent and necessary for depression to occur (i.e., the gene causes depression).

27. MATERIALISM = EFNISHYGGJA. K2:35, K3:58-59, K4:87 og K12:350.

“Philosophical position that the only reality is physical reality and that living matter can be reduced to physical and chemical properties; held by most physiologists of the 19th century (opposed to vitalism)”.

Heimspekileg afstaða að eini raunveruleikinn sé efnislegur raunveruleiki og allt sem er lifandi er hægt að brjóta niður í efnislega/efnisfræðilega eiginleika; samkvæmt flestum lífeðlisfræðingum á 19. öldinni (öfugt við vítalisma).

Helstu fræðimenn: Bacon, Galileo, Harvey, Boyle, Berkeley og Newton.

Rætur efnishyggjunar má rekja allt til 17. aldar þar sem hugmyndin er sú að hægt er að fá skilning á flóknum einingum með því að aðgreina þær í sundur og skoða hverja einingu fyrir sig. Þeir sem hallast að efnishyggju styðja einnig einhyggju (monism). Það er heimspekifræðilegt hugtak sem segir að hægt sé að smækka allt í raunveruleikanum niður í efni og ekkert sé partur af raunveruleikanum nema það sé efnislegt jafnvel atburðir og hugsanir. Efnishyggjan á sér einnig hliðstæðu í determinism sem er sú trú að allt gerist að ástæðu, með því er gefið í skyn að frjáls vilji sé ekki endilega fyrir hendi. Það leiðir að sjónarhorninu að ef við höfum ekki frjálst val þá getum við líklega ekki verið haldin ábyrgð fyrir gjörðum okkar.

Materialism.

Subjective idealism (immaterialism) er andstæða efnishyggjunar, þar er því haldið fram að við sjáum ekki huglæg hugtök eins og til dæmis hamingju með berum augum og eins er farið með efnislega hluti. Við getum aðeins skynjað hluti og þar með getum við ekki verið alveg viss um raunveruleikann í efninu. Vitalism er einnig andstæða efnishyggjunar, trúin að handan efnislegra eiginleika lífvera liggur lífsaflið eða lífskrafturinn.

28. MECHANIST (MECHANISM) í Index = VÉLHYGGJUSINNI. K2:29.

Sú trú að það sé enginn sál, við erum bara vélar.

,,Someone who explains bodily actions in mechanical terms.”

Einhver sem útskýrir líkamlegar aðgerðir vélrænum skilningi.

In addition to the labels rationalist and nativist, then, Descartes can also be considered a mechanist, for his belief that the body operates like a complicated machine. Descarte’s use of the machine metaphor when describing the properties of bodies was no accident. We have seen that in the Renaissance, clock-building technology had advanced to the point where mechanical yet lifelike figures would put on an hourly show on the cathedrals and public buildings of Europe. Similarly, the wealthy of Europe created gardens that included elaborate mechanical fountains and statues that moved through the action of water-driven hydraulic systems. The unwary visitor to one of these 17th century Disney Worlds might step on a hidden plate, thereby activating a system that caused a statue of Neptune to rise from the water in an adjacent pond. A less whimsical example of the mechanistic zeitgeist that infused Descartes’s times was Harvey’s demonstration of the heart as a mechanical pump.

29. METHOD OF AGREEMENT (METHOD OF AGREEMENT (J. S. MILL) í Index) = SAMRÆMISAÐFERÐ. K2:44.

Skilgreining

Enska: From Mill´s Logic, a method in which a proposed cause is present whenever the effect is also present.

Íslenska: Úr Mills Logic, meðferð þar sem fyrirhuguð orsök er til staðar hvenær sem áhrifin eru einnig til staðar.

Fróðleikur

Besta leiðin til þess að útskýra aðferðir Mills er með dæmi:

Öll fjölskyldan fer saman á jólahlaðborð en þegar heim er komið byrja allir að verða veikir og fá magakveisu. Hvernig komumst við að því hvað olli magakveisunni? Auðveldast væri að setja upp töflu þar sem kemur fram hvað hver fjölskyldu meðlimur borðaði:

Meðlimur / matur sem var borðaður

Hangi-kjöt

Hamborgara-

hryggur

kartöflur

Eplasalat

Líður illa?

Mamma

Pabbi

Nei

Nei

Systir

Nei

Nei

Þú

Nei

Nei

Regla Mills um aðferð við samræmi segir að ef eitthvað eitt áreiti kemur fyrir í öllum tilvikum er hægt að draga ályktun um að það sé orsök áhrifanna, í þessu tilfelli eru áhrifin magakveisa og áreitið matur. Samkvæmt þessari töflu mætti draga þá ályktun að hangikjötið sé það sem að olli magakveisu fjölskyldunnar þar sem það er það eina sem að allir fjölskyldumeðlimir fengu sér.

Aðferðin getur bæði stutt sumar tilgátur og dregið ályktanir, en ekki er hægt að nota aðferðina eina og sér til að fullyrða um orsök.

30. METHOD OF DIFFERENCE (METHOD OF DIFFERENCE (J. S. MILL) í Index = MISMUNAAÐFERÐ. K2:44.

Method of difference eða “Aðferð um mismun“ er partur af svokallaðri “Mills Logic“ sem kom fram árið 1843 í bók eftir John Stuart Mill, A system og Logic. Þar setur hann fram þrjár aðferðir til þess að lýsa vandamálum sem tengjast orsakasambandi: Methodofagreement, methodofdifference og concomitantvariation.

Aðferðin um mismun er rannsóknaraðferð sem gengur út á það að taka ákveðin þátt í burt til þess að ákvarða hvort tiltekin þáttur gegnir orsakasamhengi. Allt annað skal vera eins og áður, og með þeim hætti er hægt að útiloka ákveðin þátt sem að sýnir ekki samband milli ingrips og orsakar, sýnir ekki orsakasamband. Semsagt : „if not x, than not y.“

Dæmi um þetta væri til dæmis ef ákveðið gen (segjum gen X), væri tengt við þunglyndi (köllum þunglyndi Y). Þá myndi rannsakandi finna hóp af fólki sem væri ekki með þunglyndisgreiningu og gera rannsóknir á þeim í þeirri von um að finna ekki gen X hjá þeim. Ef rannsóknin sýndi niðurstöður í samræmi við það, þá gæti rannsakandinn ályktað um að gen X er væri til staðar hjá þeim sem eru með þunglyndisgreiningu, hefur þar með fundið orsakasamband. Þar sem án X (gensins), þá er engin Y (þunglyndur).

Önnur einföld lýsing á þessu væri: Þegar þú stígur á pedalann í bílnum þínum og það kemur skrítið hljóð, prufaðu þá að taka fótin af pedalanum og sjá hvort hljóðið hættir ekki. Ef ekki X (að stíga á pedalann), þá ekki Y(skrítið hljóð). Vísindamenn nota þessa aðferð oft í dag við tilraunir. Þá gætu þeir verið að skoða virkni af nýju lyfi. Þeir myndu þá skipta hópnum niður í tvo vandlega skipta hópa. Einn hópurinn fær lyf, en hinum er gefin lyfleysa. Eini munurinn á hópunum væri þá hvort þátttakendur taki lyf eða ekki, og þar með mætti rekja niðurstöður úr rannsókninni til þessara þátta. Þá væri hægt að segja: ef ekki X (lyfið), þá ekki Y (betri hegðun til dæmis).

Þessi hamingjusama fjölskylda viðrist ekki vera með gen X og eru því ekki þunglynd (Y). Ef ekki X, þá ekki Y!

31. MONADS (MONAD (LEIBNIZ) í Index = MÓNATAR. K2:46.

,,For Leibniz, the fundamental elements of both physical and mental reality.” Fyrir Leibniz, grundvallar þættir af bæði líkamlegum og andlegum veruleika.

Gottfried Wilhelm Leibniz var mikill stærðfræðingur og heimspekingur og vann hann meðal annars með Newton Nei raunar án hans vitundar, enn er rifist um hvor var á undan, og lögðu þeir saman grunnin að örsmæðareikningnum diffun og tegrun. Áhugi Leibniz á sálfræði kom vegna þess að hann var ósammála Locke um að börn fæddust sem autt blað og vildi koma með sína útskýringu á því hvernig hugurinn virkaði sem hliðstæða við það að listamaður taki marmara og móti hann á marga mismunandi vegu, en hvernig marmarinn er í laginu, takmarkar á hversu margar vegu marmarinn getur mótast. Leibniz sagði að hugurinn hefði innbyggða eiginleika sem hjálpa við að ákvarða möguleika lögunar eiginleika vegna reynslunnar. Hann talaði meðal annars um “necessarytruth” en það er að þegar eitthvað er sannað með ástæðu og rökum í stað reynslunnar. Eins og að þríhyrningur hefur alltaf 3 horn með summuna 180°. Monads var líkt við Harley´s hugmynd um parallel. Sagði að hugur og líkami innu parallel saman í sátt, sjálfstæð en samt sem áður sammála. Monad er það sem er raunverulegast og æðst af öllu í heiminum. Það er óendanlegt í fjölda og er líkara orku heldur en efnum. Monads var skipulagt í stigum, frá því að hugsa rökrétt í það að skynja og finna og þaðan í einföldun. Leibniz sagði að allar lífverur hefðu skynsemis mónöð (monads) nema menn og að einföld mónöð (monads) geri upp líkalegan veruleika. Vildi meina að heimurinn standi af einöngruðum mónöðum.

Monads.

Monads samanstendur af samsettu efni sem er einfaldlega hægt er að deila niður óendanlega. Ef dæmi er tekið um að hver hluti efnis sé skipt niður, eins og til dæmis garður fullur af plöntum, eða lækur fullur af fiski. En hver tegund af plöntu, hvert líffæri dýrsins, hver og einn dropi af líkamsvessum er hægt að tengja við bæði garðinn eða lækinn. Það eru engin meðvituð samskipti á milli mismunandi mónaða (monads) og líkama þeirra en samt sem áður er allt stjórnað í sátt of samlyndi. Eins og Leibniz sagði “ef við gætum skilið röð heimsins nógu vel, myndum við uppræta óskir allra þeirra vitrustu í heiminum.”

32. NATIVIST (NATIVIST (DESCARTES) í Index) = ERFÐAHYGGJUSINNI. K2:29. Þó að NATIVIST mega líka segja sem NATIVISM (þ.e. erfðahyggja) þá merkir það hugtak, þ.e. NATIVISM allt annað í kennslubókinni, sjá K8:231.

Skilgreining

Enska: Someone who argues for the existence of innate ideas or, more generally, believes that some knowledge, faculties, or abilities are innate.

Íslenska: Sá sem að heldur því fram að hugmyndir séu meðfæddar, eða meira almennt, telur að sum þekking, hæfileikar eða eiginleikar séu meðfæddir.

Nativist.

Fróðleikur:

Descartes myndi teljast sem arfhyggjumaður en hann trúði því að öll þekking kæmi innan frá. Arfhyggjumenn töldu þekkinguna alltaf vera til staðar og við fæðingu kynni maðurinn öll hugtök. Við það að sjá hugtakið kæmi það upp í hugann, það er, þú værir með þekkinguna en við það að sjá hugtakið yrðir þú meðvitaður um það. Ath: ÞAÐ

Eðlileg túlkun væri að líta svo á að gestalt reglurnar væri dæmi um þekkingu sem kæmi innan frá eða áskaðaðar, þó svo að þeir sem komu fram með reglurnar neiti því að svo sé.

Það er ekki hægt að finna mikið um þetta hugtak í bókinni og ekki heldur netinu.

33. PARALLELISM (PARALELLISM. SEE PSYCHOLOGICAL PARALLELISM) í Index = SAMSTILLINGARKENNING. K2:39. Ekki á bls. 40 eins og stendur í Index. Í Orðskýringum á bls. 476 er PARALLELISM skilgreint, en PSYCHOLOGICAL PARALLELISM í Index á bls. 489.

Dualistic position on the mind-body problem associated with Hartley, Leibniz, and others; asserts that mind and body are separate and noninteracting, but in perfect harmony.

Tvíhyggjustaða á vandamálið um sál og líkama sem Hartley, Leibniz og fleiri aðhylltust. Haldið er fram að hugur og líkami eru aðskilin og verka ekki saman en eru þó í fullkomnu samræmi.

David Hartley.

David Hartley gerði bókina Observations on Man, His Frame, His Duty, and His Expectations. Bókin er í tveimur hlutum, sá fyrsti fjallar um uppbyggingu líkama og sálar og sameiginlega tengingu á milli þeirra. Annar hluti fjallar um skyldu og væntingar mannkynsins. Í opnunarsetningu bókarinnar gerði Hartley ljóst fyrir lesendum að hann væri tvíhyggjumaður á sál og líkama spurninguna. Hartley tók afstöðu til psychophysical parallelism (sáleðlis-samsvörun). Sem þýðir að hann leit á sálfræðileg og líkamleg atriði hvort fyrir sig en þau starfa samhliða. Hann jafnvel flokkaði bókina upp í tillögur fyrir sál og fyrir líkama.

Sáleðlis-samsvörun (psychophysical parallelism) er kenning þar sem sálrænar upplifanir og líkamlegar gerast í röð við hvort annað en ekki með neinum orsakabundnum samskiptum, í kenningunni er neitað að sál og líkami hafi einhver samskipti en þó geta fyrirbærin ekki verið í sitthvoru lagi, líkt og tvær hliðar á pening.

Samsvörun (parallelism) er oftast tengt við Gottfried Wilhelm Leibniz sem var þýskur heimspekingur, vísindamaður og stærðfræðingur sem hélt því fram að fullkomin fylgni á milli sálar og líkama var tryggt af skapara heimsins í upphafi tímans.

Samsvörun hefur verið gagnrýnd á þeim grundvelli að neita orsakatengslum í ljósi þess að vera í stöðugum tengslum, stangast á við raunvísindalegar aðferðir sem þekktar eru í nútíma sálfræði, sem kallar á tilgátuna hvort að stuðullinn fyrir fylgnina orsaki nálgun á milli tveggja fyrirbæra. Hinsvegar hefur málið með samsvörun verið sagt að ráðist meira af réttmæti deilnanna þrátt fyrir möguleikann á tenglsum á milli sálar og líkama heldur en uppá tölfræðilegar kenningar.

34. PETITES PERCEPTIONS (PETITES PERCEPTIONS (LEIBNIZ) í Index = ÓMEÐVITUÐ SKYNJUN. K2:46.

Epony

35. PINEAL GLAND = HEILAKÖNGULL. K2:30-31 og K3:53.

  1. Tæknilega hugakið á ensku.

Pinealgland.

  1. Hugtakið þýtt á íslensku.

Heilaköngull.

Pineal gland1.
  1. Tæknilega hugtakið skilgreint á ensku.

Portion of the brain selected by Descartes as the locus for mind-body interactions.

  1. Skilgreining hugtaksins þýdd (af ykkur) á íslensku.

Hluti heilans sem Descartes sagði vera aðal staðinn fyrir gagnvirkni hugarins og líkama.

  1. Helstu fræðimenn nefndir, sem tengjast hugtakinu.

René Descartes.

  1. Allir staðir nefndir þar sem hugtakið kemur fyrir í bókinni:

Bls. 30-31.

  1. Þín eigin skýring á íslensku á hugtakinu.

Heilaköngullinn er lítið líffæri sem er í laginu eins og köngull. Það er staðsett fyrir ofan miðheila og fyrir framan litla heilann. Hlutverk þess er að búa til og seyta melatóníni. Áður en þessi þekking kom til sögunnar var það Descartes sem lagði mikið upp úr því að gera skýran mun á sál og líkama samkvæmt kenningu hans um tvíhyggju sálar og líkama. Hann taldi heilaköngulinn vera eina líffærið í heilanum sem er ekki tvískipt og því hélt hann að það sæi um einhvers konar tengsl milli þess andlega og líkamlega.

  1. Það hugtak nefnt sem helst líkist (og/eða er andstætt) hugtakinu.

Það er ekkert hugtak andstæða eða líkt heilaköngli þar sem það er líffæri í heilanum.

Pineal gland2.
  1. Eitt dæmi tekið af fyrirbærinu og útskýrt í stuttu máli.

Ekki eru til nein sérstök dæmi um heilaköngul þar sem það er partur af heilanum.

36. PRIMARY QUALITIES = AÐAL EIGINLEIKAR. K2:34 og K6:140.

,,For Locke, attributes of some object that are inherent to that object that exist regardless of perception (e.g., extension in space).”

Fyrir Locke, eiginleikar einhvers hlutar sem krefst þess að hluturinn sé til þrátt fyrir skynjun (t.d. að taka pláss).

A distinction worth noting is what Locke referred as the primary qualities of matter. This was a distinction well known in the 17th century and first popularized by Galileo. Primary qualities were said to exist as an inherent property of an object. Extension, shape and motion are examples. These were the featues Descartes believed to be innate ideas. To Locke, there was nothing innate about them; the concepts might indeed result from the mind’s reflection, but the data for that reflection came from one’s sensory experiences with a range of objects.

Primary qualities.

John Locke skildi á milli efnislegs áreitis og upplifunar, og frumskynjunar og afleiddrar skynjunar. Stærð og lag byggingar er primary en liturinn á byggingunni er secondary. Það skynja ekki allir lit, lykt, hljóð og bragð eins og er það þess vegna secondary (allt sem við skynjum er secondary).

37. RATIONALIST (RATIONALISM í Index) = RAUNHYGGJUMAÐUR. K2:28.

Rationalism eða rökhyggja er skilgreind sem aðferðafræði eða kenning/viðhorf í þekkingarfræði þar sem viðmið sannleikans er ekki skynjun, heldur er lögð áhersla á hlutverk skynseminnar í öflun þekkingar. Þar með ráða gildar ástæður og rökfræði ríkjum.

Rationalist eða rökhyggjumaður/skynsemishyggjumaður er sá sem hefur trú á því að rökfræði og gildar ástæður skuli vera ástæðan fyrir þínum aðgerðum, hátterni og skoðunum í lífinu. Þá eigi tilfinningar eða trúleg viðhorf ekki að vera gild ástæða fyrir rökum. Rationalisti er semsagt einhver sem leggur áherslu á sýnileg staðreyndir og útilokar frumspekilega vangaveltur um uppruna eða endanlegar orsakir. Rökhyggja var einkum fyrirferðamikil í heimspeki 17. og 18. aldar.

Descartes (1596-1650) er einn af þeim sem er kenndur við rökhyggju, hann trúði því að skýr munur væri á milli sálar og líkama. En hann lísti því að öll líkamsstarfsemi stjórnast af lögmálum, til dæmis þegar sársaukaboð berast um taug til heila, (en hann lýstir því á frægri mynd sem sést hér að neðan) heilinn fær þá boð um að eitthvað rangt sé í gangi þegar við leggjum hendi á eld. Hann gerði þó greinarmun á milli líkama og sálar, sálina á að skoða með sjálfskoðun og íhugun. Hann var þar með einn af þeim fyrstu til þess að reyna að skýra hegðanir með líffræðilegum lögmálum, gerði rannsóknir á taugakerfinu og viðbrögðum manna við sársauka. Aðrir fræðimenn tengdir við rökhyggju eru meðal annars Gottfried Leibniz og Immanuel Kant.

Kerti.

Góð og einföld lýsing á sjónarmiður rökhyggjumanna eru rökin sem tengjast kertavaxi. Þú getur ekki ákveðið að kertavax verði ekki lengur til þegar það brennur, einfaldlega útaf þú sérð það ekki lengur, þú þarft að afla þér þekkinga um efnið og gera rannsóknir. Með því móti getum við verið með rök og gildar ástæður um breytingu efnisins. Kertið breytir um mynd en hverfur ekki.

Viðbragð.

38. REFLEX = VIÐBRAGÐ. K2:29 og mjög víða, t.d. K7, K10 og K11. REFLEX er þó ekki í Indexnum!! En sjá líka sambærilegt orð: REFLEXION (ekki REFLECTION!), REFLEX ACTION og REFLEX ARC. Sambærileg orð!

Skilgreining

Enska: A biological process in which an automatic and involuntary response follows a stimulus.

Íslenska: Líffræðilegt ferli þar sem sjálfvirk og óbein viðbrögð fylgja áreiti.

Descartes.

Fróðleikur

Fræðimaðurinn Descartes kom fram með hugtak: viðbragð. Hann gaf út bókina Thepassionofthesoul sem kom honum á blað sem brautryðjandi í sálfræði og lífeðlisfræði. Í henni reyndi hann að útskýra það sem við köllum núna reflex (viðbrögð). Hann sagði hugann og líkamann vera aðskylda en áður var haldið að þeim væri stjórnað af því sama. Dæmi um viðbragð er þegar þú setur hendina óvart á heita hellu og kippir henni ósjálfrátt af henni. Þetta eru viðbrögð líkamans við miklum hita sem gæti annars brennt þig.

39. RESEMBLANCE (RESEMBLANCE (AND ASSOCIATION) í Index) = LÍKINDI. K2:38.

,,One of Hume´s laws of association; objects similar to each other become associated with each other” (bls. 532). Eitt af lögum Hume um tengsl hluta sem voru líkir hvor öðrum, samþættust hvor öðrum.

David Hume.

David Hume (mynd 1) lagði fram þrjú lög um samtök hluta: resemblance (líkindi), contiguity (að upplifa hluti saman) sem virka eins og sjálfsagt frammhald af hvor öðrum, og cause-effect (orsök-áhrif) þegar einn hlutur fylgir öðrum þá myndum við tengingu á milli þeirra. Stundum minna ákveðnir hlutir okkur á einhvern annan hlut vegna hversu líkir þeir eru, það kallast resemblance. Hlutir sem eru líkir eru því oft flokkaðir saman. Ef við berum saman hugtak úr gestalt reglunum, þá er skilgreiningin á hugtakinu similarity ekki ósvipað resemblance að því leyti að við eigum það til að flokka hluti saman sem eru líkir. Þarna erum við með lík hugtök til þess að útskýra hvernig skynjun okkar á umhverfi okkar er.

Resemblances.

Dæmi, við höfum tilhneigingu til þess að flokka dýr sem hafa svipað útlit og sömu eiginleika saman. Til dæmis hundar, það eru til mjög margar tegundir dýra sem hafa öll svipuð einkenni; eru flest loðin, með lafandi eyru, langt nef, skott og fjóra fætur. Þó svo að við þekkjum ekki allar tegundir hunda þá getum við samt sem áður fullvissað okkur um að þegar við sjáum dýr með þessi einkenni verið nokkuð viss um að dýrið sé hundur (sjá mynd 2). Þetta gerum við til að hjálpa okkur að flokka hluti í umhverfinu svo við vitum hvað við sjáum eða snertum og hvernig við eigum að bregðast við því.

40. SCOLASTICISM = NAFNGERÐ (nýyrði). K1:19.

Bls. 19 (Tilvísun í heimspeki miðalda, þegar heimspeki var bæld undirgrein trúarbragða)

,,Educational tradition combining the careful use of reason with the received wisdom of the Church and Aristotelian authority.” Námslegar hefðir þar sem sameinuð er varfærnisleg notkun rökhyggju ásamt móttekinni þekkingu frá krikjunni og Aristótelískum yfirvöldum.

In the year that Galieo was observing the heavens with his telescope, René Descartes was already in his third year of study at the College de la Fléche. The school was run by Jesuits, known for their skills as educators. The education Descartes received was in the scholastic tradition, combining the received wisdom of Church authority with the careful use of reason. In particular, it relied on rational argument derived from the works of Aristole to support the precepts of the Church. Descartes quickly established himself as a star pupil, so good that he was granted special privileges – a rare private room and exemption from regular class attendance and routine assignments.

41. SECONDARY QUALITIES = AFSTÆÐIR EIGINLEIKAR. K2:34 og K6:140.

For Locke, attributes of some object that depend on perception for their existence (e.g., color).Locke taldi þetta vera eiginleika hluta þar sem tilvera þeirra veltur á skynjun.Hugtakið kemur fram í 2. kafla bókarinnar á bls. 34. John Locke taldi að hugmyndir kæmu fram í skynjun og endurspeglun. Hann skipti svo hugmyndum í einfaldar hugmyndir og flóknar hugmyndir (simple ideas og complex ideas). Galíleó gerði hugtökin primary og secondary qualities vinsæl á sautjándu öld. Primary qualities á við um frumeiginleika hluta (t.d. lögun, þéttleiki). Descartes taldi frumeiginleika vera meðfæddar hugmyndir en Locke taldi þá vera lærða.

Afstæðir eiginleikar.

Afstæðir eiginleikar.

Afstæðir eiginleikar hluta eru huglægar hugmyndir okkar um það sem við erum að skynja. Frumeiginleikar eru eitthvað við hlutinn sem er mælanlegt. Á myndinni hér að ofan má sjá skýringu á þessum hugtökum.

42. SIMPLE IDEAS (SIMPLE IDEAS (LOCKE) í Index) = EINFALDAR HUGMYNDIR. K2:33.

Skilgreining úr bókinni á ensku og íslensku

Simple ideas: For Locke, ideas resulting from sensory experience or simple reflection. Einfaldar hugmyndir: Voru fyrir Locke, hugmyndir byggðar á reynslu skynjunar eða einföldu íhugun.

Helsti/fyrsti fræðimaður: John Locke.

John Locke skrifaði um einfaldar- og samsettar hugmyndir í ritgerð sinni “An essey concerning human understanding” sem kom út árið 1690. Þar segir að einfaldar hugmyndir séu hugmyndir sem við fáum úr upplifun í gegnum skynjun eða í gegnum íhugun, þar má nefna liti, hitastig, eða annað. En að samsettar hugmyndir (complex ideas) innihaldi nokkrar aðrar hugmyndir, sem geta verið bæði einfaldar eða samsettar hugmyndir. Einfaldar og samsettar hugmyndir eru þar með tengd hugtök.

Simple ideas.

An Idea eða hugmynd er hluturinn eða áreitið sem hugsað er um. Þá skiptast einföldu hugmyndirnar í; skynjun á ytri heimi sem er í raun upplifun, eða íhugun sem er í raun upplifun á okkar eigin hugsunum (sensation og reflection). Allar hugmyndir eru einfaldar í upphafi. Einföldum hugmyndum má skipta í fjóra hópa:

  • Einfaldar hugmyndir skynjunar sem eru aðeins byggðar á upplifunum frá einu skynfæri, til dæmis: sætt, rautt, heitt, slæm lykt eða hrjúfleiki hlutar.

  • Einfaldar hugmyndir skynjunar sem eru byggðar á fleiri en einu skynfæri, til dæmis: hvíld og hreyfing, lögun hluta eða fjöldi.

  • Einfaldar hugmyndir íhugunar sem eru aðeins byggðar á viðbragðinu sjálfu, til dæmis: að skilja, að dæma, minning, rökhugsun eða þekking.

  • Einfaldar hugmyndir byggðar á bæði skynjun og íhugun, til dæmis: sársauki, ánægja, tilvist eða afl.

43. SPATIAL CONTIGUITY = NÁND, SAMFELLA Í RÝMI. K2:40.

Epony

44. SUBJECTIVE IDEALISM (SUBJECTIVE IDEALISM, BERKELEY) í Index = HUGHYGGJA. K2:36.

For Berkeley, the philosophical position that the reality of the material world cannot be determined with certainty; we can be certain of the reality of our own perceptions, however. Fyrir Berkeley er heimspekilega afstaðan um raunveruleikan á efnishyggju ekki verið staðfest með vissu; Við getum þó verið viss um raunveruleika á skynjun okkar.

Hughyggja er sú skoðun að umheimurinn samanstandi af hugmyndum frekar en efni. Hægt er að stilla hughyggju upp sem andstæðu efnishyggjunnar en andstæða hughyggju er hluthyggja. Hughyggjan gengur út á það að heimurinn sé huglægur. Frægasta útfærslan á hugmyndinni kemur frá George Berkeley (1685 - 1753) „Esse est percipi” eða „að vera til er að vera skynjaður” en hann sagði að heimurinn væri ekkert annað en skynjun og það sem er til er einungis það sem menn skynja.

Subjective idealism.

George Berkeley skrifaði ítarlega greiningu á skynjun á sjón sem byggist á raunhyggju rökum. Berkeley hafnaði greinarmun Locke á fyrsta- og annars stigs eiginleikum til að berjast gegn efnishyggju, hann lagði þá til hughyggju sem er að við getum ekki verið viss um raunveruleika hluta nema í gegnum trú okkar á Guð ,,The Permanent Perceiver‘‘. Þegar Berkeley hafnaði efnishugtakinu sagði hann að hlutirnir kringum okkur eru því til, en aðeins að svo miklu leyti sem þeir eru skynjaðir. Við þurfum þó ekki að hafa áhyggjur af því að hlutirnir hverfi meðan við erum ekki að fylgjast með þeim því að þeir eru sífellt hugsanir í huga Guðs og halda þar af leiðandi áfram að vera til.

45. TEMPORAL CONTIGUITY = NÁND, SAMFELLA Í TÍMA. K2:40.

Epony

46. THRESHOLDS (THRESHOLD) í Index = ÞRÖSKULDAR. K2:46 og K4:84.

Skilgreining úr bókinni á ensku og íslensku

Thresholds: Points on a continuum of awareness where a person passes from no conscious awareness to some awareness (absolute threshold) or from an awareness that one stimulus is noticeably different from another stimulus (difference threshold), associated with Leibniz and begun as a topic in experimental psychology by Weber and Fechner.

Þröskuldar: Ákveðnir punktar í samfelldri vitund þar sem manneskja fer frá því að vera ekki meðvituð um neitt yfir í að vera meðvituð (algildur þröskuldur) eða frá því að vera meðvitaður um það að eitt áreiti sé ólíkt öðru áreiti (mismunarþröskuldur).

Helstu/fyrstu fræðimenn: Gottfried Wilhelm Leibniz, Ernest Weber og Gustav Fechner.

Thresholds1.

Gottfried Wilhelm Leibniz sem var uppi á 18. öld hélt því fram að það væri ákveðin punktur í meðvitund þar sem maður færi frá því að vera ekki meðvitaður yfir í það að vera meðvitaður og kalla mætti það þröskuld. Eftir það urðu mælingar á þröskuldum mikilvægur þáttur í sálfræðilegum rannsóknum. Í orðabók segir að þröskuldur standi fyrir byrjunarpunkt eitthvers, því væri andstæðan við þröskuld endapunktur. Í þessu samhengi er byrjunarpunkturinn sérstaklega þar sem maður byrjar að bregðast við eitthverju eða finna fyrir mun í skynjun, það er þröskuldur gefur til kynna hversu sterkt áreiti þarf að vera í viðbragði til að svörun vakni. Dæmi um þröskuld væri eftirfarandi. Þú kveikir á hellu og lætur hendina um leið á helluna, í fyrstu finnur þú ekki fyrir neinu þar sem það tekur tíma fyrir helluna að hitna, en á ákveðnum tímapunkti munt þú finna fyrir hitanum á helluni, sem þýðir að það sé ákveðin hitastigs þröskuldur í húðinni þinni sem svarar hita að ákveðnu hitastigi.

Thresholds2.

Ernest Weber notaði þröskulda í rannsóknum sínum seinna eða á 19.öld. Til dæmis mældi hann skynjun á milli tveggja punkta á snertinemum húðar. Bundið var fyrir augu þátttakenda og voru þeir beðnir um að dæma hvort þeir fyndu fyrir einu áreiti á húð eða tveimur áreitum. Fyrir hvert svæði á húð var svokallaður tveggja-punkta þröskuldur, það svæði þar sem þátttakendur fóru úr því að skynja eitt áreiti yfir í að skynja tvö áreiti. Weber notaði líka þröskulda í rannsóknum sínum þar sem hann kannaði skynjun manna á milli mismunandi þyngd lóða, kallað lögmál Webers eða Weber’s law. Gustav Fechner skýrði einning frá þröskuldum í skynjun með rannsóknum sínum á 19.öld. Hann kom með hugtökin absolute threshold eða algildur þröskuldur og difference thresholds eða mismunarþröskuldur. Algildur þröskuldur væri þá punkturinn þar sem fyrst var tekið eftir skynjun en mismunarþröskuldur eru þá þeir þröskuldar sem koma á eftir algilda þröskuldnum.

47. WHITE PAPER (WHITE PAPER, MIND AS, LOCKE) í Index = ÓSKRIFAÐ BLAÐ. K2:33. Þekktara á latínu: TABULA RASA.

“Locke’s term, borrowed from Aristotle, for the nature of the mind at birth; knowledge acquired through experience is analogous to writing on this white paper.”

Hugtak Lockes, fengið í láni frá Aristóteles, fyrir eðli hugans við fæðingu; vitneskja sem er aflað í gegnum reynslu er hliðstætt við að skrifa á þetta auða blað.

Helsti fræðimaður þessarar kenningu var John Locke. Hann var einn helsti upphafsmaður bresku raunhyggjuhefðarinnar og lagði grunninn að hugmyndafræði frjálshyggju. Hann var mikilvægur boðberi “upplýsingarinnar” eða “enlightenment”. Hann stunndaði heimspekinám í Oxford en hafði hann þó brennandi áhuga á kenningum Descartés. Hann trúði því að öll þekking manna sprytti af reynslu þeirra og var því hugurinn við fæðingu óskrifað blað.

White paper.

Locke hafnaði því að einstaklingar hefðu meðfæddar hugmyndir, það er að eitthvað sé þekkjanlegt án tilvísunar í reynslu. Öll reynsla var að hans sögn með tvær uppsprettur. Hver og ein hugmynd okkar spratt upp frá skynjun og íhugun (reflection). Þegar hann talaði um skynjun átti hann við allar þær upplýsingar sem komu í gegnum skynkerfin og með íhugun átti hann við hugræna starfsemi sem unnu úr upplýsingum í gegnum skynkerfin og minnið.

Kenninguna um óskrifað blað eða tabula rasa er hægt að rekja til vestrænnar heimspeki Aristótelesar. Hann skrifaði um ómeitlaða töflu í bók sinni De Anima eða Á sálinni. Einnig skrifaði persneski heimspekingurinn Iba Sina um tabula rasa og það var á elleftu öld. Margir hugsuðir töluðu um þetta hugtak en Locke var sá sem var frægastur fyrir það.