Kafli 12: Mental Illness and Its Treatment = 25 hugtök.

a) SKILGREINING BÓKARINNAR: (skrifa skilgreiningu bókarinnar (af bls. 469-480)). b) HVARÍBÓKINNI: (nefna hér alla staði þar sem hugtakið er nefnt í bókinni - bara bls.).

c) ÍSLENSK ÞÝÐING: (ykkar eigin þýðing hér - nefna hvaðan ef fundin í e-i orðabók).

d) ÍSLENSK ÚTSKÝRING: (gefa íslenska útskýringu hér með ykkar eigin orðum).

e) HELSTI FRÆÐIMAÐUR / KENNING TENGD HUGTAKINU: (útskýra hér hver eða hvaða kenning tengist hugtakinu og hvernig).

f) DÆMI UM: (taka eitt dæmi hér).

g) MYND AF: xx (mynd fengin frá xx).

h) ANDSTÆTT HUGTAK: (finndu hér það hugtak sem væri ólíkast hugtakinu, útskýra).

i) LÍKT HUGTAK: (finndu hér það hugtak sem væri líkast hugtakinu, útskýra).

j) XX: xx (mynd fengin frá xx).

1. ANALYTICAL PSYCHOLOGY = ANALÍTÍSK SÁLFRÆÐI. K12: 361.

Jung´s theory of psychology, which differed from Freud´s in a number of ways, including a decreased emphasis on sex.

Sálfræðikenning Jungs, sem er ólík kenningu Freuds á marga vegu, þar á meðal með minni áherslu á kynlíf.

Carl Jung.

Carl Gustav Jung var svissneskur geðlæknir og hugarsmiður greiningarsálfræðinnar (e. analytical psychology). Jung kynntist Freud árið 1907 og urðu þeir miklir vinir. Jung leit upp til Freuds og lofaði hann fyrir draumakenningar sínar. Samband þeirra vina var með öllu gott, t.d. þegar hið alþjóðlega sálgreiningarfélag var stofnað árið 1911 barðist Freud fyrir því að Jung yrði kosinn fyrsti forseti félagsins, og gekk meira að segja það langt að kalla Jung arftaka sinn og krónprins í skrifum. Hinsvegar var samband þeirra stuttlíft og endaði árið 1913 þegar Jung fór að efast um áherslu Freuds á kynlíf í kenningum sínum. Freud var þekktur fyrir það að slíta vinaböndum og umgangast ekki fólk sem var honum ósammála. Þrátt fyrir vinaslitin var auðséð á kenningu Jungs sem nefnist greiningarsálfræði að Jung varð fyrir miklum áhrifum af kenningum Freuds. Kenning Jungs leggur áherslu á mikilvægi sálarlífs einstaklingsins og persónulegri leit hans að heilbrigði (e. wholeness). Ólíkindi kenninga þessara tveggja manna liggja fyrst og fremst í því að Jung gerði lítið úr ofuráherslu Frauds á kynlíf og kynvitund en einnig var hann sannfærður um að það lægi meira að baki dulvitundarinnar en fyrirrennari hans taldi. Hann talaði um að allir deildu ákveðnum hegðunum, hræðslum og hugmyndum sem væru meðfæddar og dveldust í uppsafnaðri dulvitund (e. collective unconscious). Útfrá þessari dulvitund sem átti að innihalda ýmsar erkitýpur og frummyndir læra börn og fólk svo að haga sér, t.d. dregst ungabarnið að móður sinni vegna þess að í dulvitundinni þekkir það erkitýpuna móðir.

2. ANIMAL MAGNETISM = DÝRA SEGULSVIÐ. K12: 348.

Belief held by Mesmer and contemporaries that living organisms were influenced by magnetic forces and that cures for illness could result from the proper use of magnets.

Á við um þá trú að dýr séu með segulmögnuð öfl sem geta læknað ýmisskonar veikindi.

Animalmagnetism, mesmerism, 348.

Mesmer kom með þetta hugtak. Hann var mikill áhugamaður um allskonar öfl og þá helst rafmagn og segulmögnun, sem voru á þessum tíma nýjar uppgötvanir. Hann trúði því að manneskjur væru segulmagnaðar og ef þessum innvortis seglum væri ekki rétt raðað upp kæmu upp veikindi sem og aðrir kvillar. Til þess að lækna þessi veikindi þá var það eina í stöðunni að endurraða þessum seglum upp í líkamanum. Lækningin fólst þá í því að hann gaf fólki lyf með fullt af járni. Skjólstæðingar hans fóru þá í trans og eftir það áttu þau að vera læknuð. Þessa meðferð kallaði hann animalmagnetism eða dýra segulsvið ef svo má kalla. Þetta mætti kalla byrjunina af dáleiðslu. Seinna meir fór hann að nota aðrar aðferðir svo sem að hafa hendurnar yfir manneskjunni og lækna þannig veikindi, sem mætti lýsa sem nokkursskonar heilun.

Animal Magnetism.

Í dag eru þessar aðferðir heldur úreltar en það eru til svipaðar meðferðir sem eru iðkaðar enn. Sem dæmi má segja reiki. Sú aðferð var fundin upp af japönskum búddista árið 1922. Þá ertu að leysa út orku í gegnum hendurnar á þér og í manneskjuna til þess að lækna hana af einhverjum kvillum. Einnig er til meðferð sem heitir qigong en þá ertu að samhæfa líkama öndun, huga, hugleiðslu og bardagaíþróttir og hefur sú aðferð aðeins verið tengd við upprunalegu aðferð Mesmer.

3. ANNA O. CASE = ÖNNU O. TILFELLIÐ. K12: 354.

Anna O. var gælunafn sem Josef Breuer bjó til fyrir konu á tvítugsaldri sem hét í raun Bertha Pappenheim. Breuer var framúrskarandi læknir betur þekktur fyrir uppgötvun sína á hlutverki jafnvægis í innra eyra. Anna O. var í meðferð hjá Breuer í rúmlega ár vegna sefasýki. Stundum leit hægri hlið hennar út fyrir að vera lömuð og dofin (og seinna meir hennar vinstri hlið). Hún hafði stanslausan taugatrekkjandi hósta, upplifði bæði sjónræna og hljóðræna kvilla, þróaði óeðlilega matarvenjur (lifði til dæmis bara á appelsínum í nokkrar vikur), missti getuna á að tala þýsku í einhvern tíma en gat samt talað ensku og upplifði hugrof. Vandamálin virtust vera út af langvarandi hjúkrun sem hún veitti föður sínum á dánarbeði hans, þótt að almenn vonbrigði um ástandið í lífinu hennar ýtti líka undir. Samkvæmt dæmigerðu lýsingunni af málinu (og goðsagnakenndri) fann Breuer árangursríka meðferð sem hann kallaði geðhreinsun (catharsis) sem er þannig að hann gat látið Önnu rekja ákveðin einkenni aftur í tímann og fundið út hvað olli þeim og þá myndi hún losna við tilfinninguna og læknast. Anna O. málið er sannfærandi saga en maður að nafni Ellenberger rannsakaði málið og það kom í ljós að frásögnin er ekki eins áreiðanleg og hún kemur fram í flestum lýsingum. Geðhreinsimeðferðin hafði einhvern árangur en einkennin hurfu einungis tímabundið og greiningin sem hún fékk upphaflega var einungis lítill partur af hennar vandamálum (hún hafði líka geðklofa einkenni). Anna byrjaði að ná sér eftir að hún var inni á heilsuhæli í einhvern tíma eftir að Breuer endaði meðferðina hjá sér. Sumt var líka farið rangt með í dæmigerðu lýsingunni. Til dæmis var kona Breuers ekki ánægð með það að maðurinn hennar væri að eyða svona miklum tíma með þessari ungu myndalegu konu og þegar Anna þóttist vera þunguð og sagði að Breuer væri faðirinn þá gerði hann geðhreinsun til að draga úr einkennunum og endaði meðferðina í hálfgerðri skelfingu. Síðan átti hann að hafa farið með konu sinni daginn eftir í brúðkaupsferð númer 2 til Feneyja og þar gátu þau stúlkubarn. Ellenberger sýndi hinsvegar að engin af nótum Breuers minntist á falska þungun og fæðingardagur stelpunnar hans skarast á við söguna um brúðkaupsferðina.

Þegar Anna hafði náð fullum bata varð hún leiðtogi í kvennahreyfingunni í Þýskalandi. Vestur þýska ríkisstjórnin gaf út frímerki henni til heiðurs árið 1954.

Anna O.

Það var spurning um hvort að Anna hefði þjást af taugafræðilegum sjúkdómi en ekki sálrænum eins og Freud lagði til. Skoðanir á taugafræðilegum smáatriðum gefa til kynna að Anna þjáðist af flóknum hlutdrægum flogum sem jókust vegna lyfja. Aðrir héldu að Freud hefði misgreint hana og hún væri í raun með flogaveiki og margt af einkennum hennar, þar með talið ímynduð lykt, væri algengt einkenni flogaveiki en aðrir neituðu þessum fullyrðingum.

4. BLOODLETTING = BLÓÐTAKA. K12:342. Ath: Í Index á bls. 482 er orðið skráð: BLOODLETTING (RUSH).

Medical technique promoted by Benjamin Rush; drawing blood was believed to relieve, among other things, mental disorders brought about by excessive tension in the circulatory system.

Læknisaðferð sem Benjamin Rush kom fram með; haldið var að blóðtaka létti á, ásamt öðrum hlutum, geðröskunum sem komu fram sökum óhóflegrar spennu í blóðrásakerfinu.

Með hugtakinu bloodletting er átt við algengt læknisúrræði sem fólst í því að fjarlægja sýkt eða auka magn af blóði úr fólki.

Benjamin Rush (1745-1813) var upphafsmaðurinn að bloodletting, hann hefur verið kallaður faðir geðlækninga og var einn fárra lækna síns tíma með háskólamenntun í lækningum. Hann hélt því fram að sýkingar stæðu af óeðlilegri verkun í blóði og blóðrásakerfinu, bloodletting varð til sem lækning við ýmisskonar kvillum sem áttu upptök sín í blóðinu. Þetta varð einnig lækning hjá fólki sem þjáðist af andlegum kvillum en Rush trúði því að andlegir kvillar ættu upptök sín í háþrýstingi í æðum heilans. Með því að minnka þrýstinginn og þar af leiðandi opna æðarnar og fjarlægja blóð náði sjúklingurinn að komast í rólegra ástand. Þetta virkaði þar af leiðandi mjög vel til þess að róa sjúklingana niður. Sem dæmi má nefna meðferð sem Rush framkvæmdi þegar hann lét sjúkling blæða á 47 mismunandi stöðum og missti 400-500 únsur af blóði. Eftir að sjúklingurinn hafði jafnað sig eftir meðferðina þá skrifaði hann Rush bréf og þakkaði honum fyrir meðferðina þar sem hann hafði læknast. Stuttu seinna fékk sjúklingurinn þó bakslag og framdi sjálfsmorð ekki löngu eftir að hafa “læknast” af meðferð Rush.

Bloodletting.

Rush bjó til nokkur tæki sem gerðu það af verkum að róa eða dreifa blóðinu, dæmi um eitt tæki var stóll. Bönd voru notuð til að festa hendur og fætur þétt niður og ákveðið box var sett þétt yfir höfuðið. Markmiðið með stólnum var að draga úr púlsinum og þar með róa sjúklinginn niður. Stóllinn ásamt öðrum svipuðum tækjum varð algengt form af meðferðum á þeim tíma. Þó svo þetta sé eflaust ekki æskilegt form meðferðar í dag verður þó að hafa í huga mikilvægi þess sem þessi hugmyndafræði hefur í dag, þ.e. að hægt er að veita fólki með andlega kvilla meðferð sem getur veitt þeim eitthvað gagn af.

5. CATHARSIS = ÚTRÁS, ÚTRÆSLA. K12:35355. Ath: Í Index á bls. 482 er orðið skráð: CATHARSIS (FREUD).

Catharsis, en oft er talað um "purification" eða "cleansing."

Hugtakið þýtt á íslensku.

Geðhreinsun eða tilfinningaleg útrás.

Tæknilega hugtakið skilgreint á ensku.

In Freudian psychoanalysis, an emotinal release that occurs when one gains insight into the unconscious origins of some problem; key part of the Anna O. case.

Skilgreining hugtaksins þýdd á íslensku.

Tilfinningaleg útrás sem á sér stað þegar að einstaklingur fær innsæi inn í ómeðvitaðan uppruna vandamáls í sálgreiningu Freuds.

Helstu fræðimenn nefndir, sem tengjast hugtakinu.

Josef Breuer, Sigmund Freud, Plato og Aristoteles.

Allir staðir nefndir þar sem hugtakið kemur fyrir í bókinni.

398-400.

Þín eigin skýring á íslensku á hugtakinu.

Catharsis er hluti af sálgreiningu, þar sem skjólstæðingurinn er látinn finna uppruna vandamáls til þess að geta breytt um viðhorf á "vandamálinu". Þegar að einstaklingurinn hefur rekið uppruna vandamálsins og leyst úr því, þá hefur hann náð catharsis (geðhreinsun).

Það hugtak nefnt sem helst líkist (og/eða er andstætt) hugtakinu.

Lík hugtök : Sálgreining, transferance,

Andstæða : Upptaka (absorption).

Eitt dæmi tekið af fyrirbærinu og útskýrt í stuttu máli.

Kona að nafni Anna O. gat ekki drukkið vatn úr glasi og fannst það hreint út sagt viðbjóðslegt. Breuer (upphafsmaður “catharsis”) lét hana rekja vatnsfælnina aftur í tímann þar sem hún hafði séð konu deila vatnsglasi með hundi. Eftir að þessi minning hafði verið uppgötvuð, upplifði Anna O. geðhreinsun (catharsis) og vatnsfælnin hvarf.

1-2 myndir af fyrirbærinu, ef þess er nokkur kostur.

Anna O.

Mynd af Önnu O.

6. COLLECTIVE UNCONSCIOUS = SAMVITUND, SAMEIGINLEG DULVITUND, KYNSLÓÐAVITUND. K12:361. Ath: Í Index á bls. 481 er orðið skráð: COLLECTIVE UNCONSCIOUS (JUNG).

Hugtakið ,,Collective unconscious’’ þýðir kynslóðadulvitund. Í bókinni A History of Modern Psychology er hugtakið skilgreint þannig:

,,Jung’s concept that the unconscious included the collective experiences of our ancestors; reflected in the common themes that occur in the mythology of various cultures’’ (bls. 361).

Þýðing á skilgreiningu bókarinnar: ,,Hugmynd Jung að dulvitundin samanstendur af samanlagðri reynslu forfeðra okkar; endurspeglast í sameiginlegu þema sem kemur fram í goðafræði hjá ýmsum menningarheimum.’’

Carl Jung vann mikið með Freud sem hafði jafnframt mikil áhif á hann. Jung kom með hugtakið kynslóðardulvitund sem viðbót við hugtak Freud um persónulega dulvitund.

Kynslóðadulvitund er í rauninni sú trú að reynsla forfeðra okkar væri nú innra með okkur. Jung talaði um að allir fæðast með kynslóðadulvitund og í henni eru einhverskonar frumgerðir af öllum þeim hlutverkum sem til eru. Einstaklingar fæðast með þessar frumgerðir innra með sér það er að segja þau eru meðfædd. Sem dæmi má nefna að móður og föður frumgerðin er eitthvað sem ekki hægt er að læra heldur er það meðfætt samkvæmt Jung. Einnig mætti útskýra kynslóðardulvitund sem einhverskonar alhliða bókasafn innra með þér sem inniheldur allar þær upplýsingar sem einstaklingar þurfa á að halda til þess að komast áfram í lífinu.

Collective unconscious.

Rótgróin trú og goðafræði gæti verið dæmi um kynslóðardulvitund.

7. DEMENTIA PRAECOX = SNEMMKOMIÐ VITSTOL. K12:346-347.

Term used by Kraepelin that literally means a premature dementia, a disorder later named schizophrenia.

Hugtak notað af Kraepelin sem bókstaflega þýðir ótímabær vitglöp, röskun sem var seinna nefnd geðklofi.

Fyrir tíma ICD og DSM greiningarkerfanna var lítið sem ekkert skipulag eða samræmi hvað varðaði greiningar á geðröskunum. Árið 1883 varð mikil framför í greiningu þegar þýski geðlæknirinn Emil Kraepelin gaf út flokkunarkerfi í kennslubók sinni. Í gegnum starfsferil sinn hafði Kraepelin byggt upp mikið safn upplýsinga um sjúkinga sína, einkenni þeirra og batahorfur, sem hann raðaði niður í flokka eftir batahorfum eða afleiðingum sjúkdómsins. Kennslubókin fór í gegnum níu endurútgáfur, sú síðasta gefin út stuttu eftir dauðadag hans. Sjötta útgáfa bókarinnar var sú þekktasta en í henni setti Kraepelin fram 13 flokka geðraskana.

John Forbes Nash (til vinstri) er eitt dæmi um það að Kraepelin hafði rangt fyrir sér hvað varðar batahorfur einstaklinga með geðklofa. Nash er frægur stærðfræðingur sem tók við Nóbels verðlaunum árið 1994. Nánari upplýsingar um Nash má finna í myndinni A Beautiful Mind sem fær heil 8.2 stig af 10 mögulegum á IMDB.

Þar á meðal, í flokki alvarlegustu geðraskananna, var dementia praecox, sem í dag er þekkt sem geðklofi. Dementia praecox þýðir ótímabær vitglöp og vísar til þess að sjúklingar greinast oftast ungir, eða stuttu eftir kynþroska. Einkennin sem Kraepelin kenndi við sjúkdóminn voru meðal annars truflanir hvað varðar skynjun, óáttun í athygli, minni, hugsunum, dómgreind og tilfinningum, ásamt ofskynjunum. Kraepelin taldi óáttun í athygli vera einn af helstu eiginleikum dementia praecox sem útskýrði hvers vegna sjúklingarnir áttu erfitt með að halda sig við viðfangsefni og afhverju talmáti þeirra var sem óskýrt óskiljanlegt orðasalat. Þá taldi hann batahorfur fyrir sjúkdóminn vera svo litlar að bati væri nánast ómögulegur. Dementia praecox var það heiti sem var notað yfir röskunina þar til árið 1911, en þá gaf swissneski geðlæknirinn Eugene Blueler röskuninni nafnið schizophrenia eða geðklofi, sem er notað enn þann dag í dag.

8. DREAM ANALYSIS = DRAUMRÁÐNING. K12:357.

Hu