Title: Legally Blonde.
Útgáfuár: 2001.
Útgáfufyrirtæki: Type A Films & Mark Platt Productions.
Dreyfingaraðili: Metro-Goldwyn-Mayer.
Land: Bandaríkin.
Framleiðandi: Marc Platt & Ric Kidney.
Lengd: 1:36 mín.
Stjörnur: 6,2* (Imdb) og 6,8 + 7,2* (RottenTomatoes).
Leikstjóri: Robert Luketic (1973 - ). Sidney, New South Wales, Ástralía.
Aðrar myndir sama leikstjóra: Titsiana Booberini (1997), Legally Blonde (2001), Win a Date with Tad Hamilton (2004), Monster-in-Law (2005), 21 (2008), The Ugly Truth (2009), Killers (2010), Paranoia (2013). Í framleiðslu er: The ExpendaBelles.
Handrit: Karen McCullah Lutz & Kirsten Smith, byggt á bók eftir Amanda Brown með sama nafni.
Tónlist: Rolfe Kent.
Kvikmyndataka: Anthony B. Richmond.
Klipping: Anita Brandt-Burgoyne.
Tegund: Kómedía, rómantík.
Tekjur: 142,000.000$. Kostnaður: 18,000.000$. Hagnaður: 124 milljónir dollara!
Slagorð: Exercise gives you endorphins. Endorphins make you happy. Happy people just don't shoot their husbands, they just don't.
Trailer: Gerið svo vel.
Leikarar / Hlutverk:
Reese Witherspoon = Elle Woods, ljóskan sem ákveður að fara í lögfræði til að ná aftur í kærastann.
Luke Wilson = Emmett Richmond, eina karlpersóna myndarinnar, sem ekki er skíthæll?
Matthew Davis = Warner Huntington III.
Selma Blair = Vivian Kensington, kemur illa út í byrjun, en vinnur á (eins og flestar kvenpersónur myndarinnar).
Victor Garber = Professor Callahan, ein af mörgum karlpersónum myndarinnar, upphaflega virðingarverður, en tapar virðingunni.
Jennifer Coolidge = Paulette Bonafonté.
Holland Taylor = Professor Stromwell, hefur lítið álit á Elle í byrjun.
Ali Carter = Brooke Taylor-Windham, sú sem ákærð er fyrir morð á eiginmanninum.
Jessica Cauffiel = Margot, önnur einfalda vinkona Elle.
Alanna Ubach = Serena, hin einfalda vinkona Elle.
Linda Cardellini = Chutney Windham, krullhærða stjúpdóttir Brooke.
Raquel Welch = Mrs. Windham-Vandermark. Móðir Chitneys og fyrrverandi eiginkona Windhams.
MÍNÚTURNAR:
0:01 = Texti.
0:02 = Elle Woods er nemandi í tískufatnaði. Þegar vel ættaðaður kærasti hennar er að segja henni upp, þá heldur hún að hann sé að biðja um hönd hennar. Hann segir hana ekki nóga fína fyrir sig, enda á leið í lögfræðinám í Harvard. Elle bregst illa við.
1:36 = THE END.
Frábær texti.
Samtölin í Legally Blonde eru oft mjög beitt. Alls konar tilvísanir, brandarar og gagnrýni koma þar fram. Hér eru nokkur dæmi:
Vivian: Nice outfit.
Elle: Oh, I like your outfit too, except when I dress up as a frigid bitch, I try not to look so constipated.
Enrique Salvatore: Don't stomp your little last season Prada shoes at me, honey.
Elle: These aren't last season!
[looks down, gasps, runs back into court room]
Ell: He's gay! Enrique is gay!
Emmett: I can't believe you just called me a butthead. I don't think anybody has called me a butthead since the 9th grade.
Elle: Maybe not to your face.
Elle: I feel comfortable using legal jargon in everyday life.
[someone whistles at her]
Ell: I object!
Professor Stromwell: If you're going to let one stupid prick ruin our life ... you're not the girl I thought you were.
Elle: For that matter, any masturbatory emissions, where the sperm is clearly not seeking an egg, could be termed reckless abandonment.
Professor Callahan: You've just won your case.
Elle: Did you see him? He's probably still scratching his head.
Paulette: Yeah, which must be a nice vacation for his balls.
Elle: This is what I need to become.
Old Lady at Manicurist: What? Practically deformed?
Elle: No, a law student.
Elle Woods og Ted Bundy.
Það er ákveðin írónía falin í söguþræði Legally Blonde. Þú munt sjá það þegar þú heyrir þessa sögu. Árið 1973 var miðlungsnemandi í sálfræði samþykktur inn í lagadeild Utah háskólans, þrátt fyrir lágar SAT einkunnir (n.k. bandarískt samræmt próf). Aðalástæðan var sú að hann fékk stórgóð meðmæli frá Daniel J. Evans, þáverandi fylkisstjóra (repúblikani) Kaliforníu! Bundy hafði um tíma unnið sjálfboðavinnu á kosningaskrifstofu hans.
Bundy hafði áður lokið B.A. gráðu í sálfræði og hafði líka tekið kúrsa í kínversku. Ástæðan fyrir því að Bundy fór yfir í lögfræði (University of Washington, 1972) var sú að hann átti mjög fína kærustu, Stephanie Brooks (rétt nafn hennar er ekki þekkt, ýmist kölluð: Leslie Holland (Forman, p. 15), Susan Phillips (Kendall, p. 99), og Marjorie Russell (Michaud & Aynesworh, p. 161), sem ákvað að segja honum upp þegar hún fór í framhaldsnám. Hún vísaði í það að Bundy væri vanþroskaður og hefði engan metnað.
Bundy hóf þá samband við fráskilda konu, Elizabeth Kloepher og færði sig um set, frá sálfræði og yfir í lögfræði.
Meðmælabréfið frá fylkisstjóranum og frá fyrrum prófessorum hans í sálfræði gerðu gæfumuninn, þar sem einkunnir hans voru of lágar. Eftir að hann hóf nám í lögfræði og án þess að hætta í sambandi við Elizabeth Kloepher, þá fór Bundy nokkrar ferðir til Kaliforníu til að hitta Stephanie. Hún sá breyttan Bundy og hóf aftur samband við hann. Þau bjuggu í sitthvorri borginni, en komu oft saman, hann til hennar og hún til hans (þrátt fyrir að hann væri í öðru sambandi á sama tíma). Eftir nokkur skipti þá hætti Bundy að hana samband og þegar Stephanie hringdi og krafðist skýringa, þá sagðist hann algerlega tilfinningalaust:
Stephanie, I have no idea what you mean.
Löngu seinna þegar Bundy beið á dauðadeildinni, sakaður um 36 morð á ungum konum, þá var hann spurður að þessu. Hann svaraði:
I just wanted to prove to myself that I could have married her.
Heimildir:
Forman, Laura (1992) Serial Killers - True Crime. Alexandra, Virginia: Time-Life Books, bls. 16.
Kendall, Elizabeth (September 1981). The Phantom Prince: My Life With Ted Bundy (Hardcover, 1st ed.). Seattle: Madrona.
Michaud, Stephen & Aynesworth, Hugh (October 1989). Ted Bundy: Conversations with a Killer (Paperback ed.). New York: Signet.
4+1 SPURNING:
- Legally Blonde er í annan stað skammarlega einföld mynd, full af staðalmyndum. En á hinn bóginn er hún últra feminísk. Nefndu eitt atriði um ofur einfalda staðalmynd og eitt mjög feminískt atriði.
- Hvaða eina karlpersóna Legally Blonde kemur vel út úr myndinni / söngleiknum og getur þú nefnt eina kvenkyns persónu sem ekki er vaxandi (í áliti, þroska, virðingu ... ) í myndinni?
- Hvaða mun sérðu á kvikmyndinni og söngleiknum, fyrir utan söng og dans?
- Kennari setti mjög óviðeigandi viðbót við bloggið um frægasta raðmorðingja sögunnar, hann Ted Bundy. Hvað kemur hann Legally Blonde við?
- Mundu að segja svo álit þitt á myndinni / söngleiknum í lokin - kannski meira um söngleikinn, hann var svo flottur.