Dýrið (Lamb).

Útgáfuár: 2021.


Útgáfufyrirtæki: Go to Sheep, Boom Films, Black Spark Prods., Madants / NEM Corp, Film i Väst. Chimney Sweden, Chimney Poland og Rabbit Hole Prods.


Dreyfingaraðili: A24.

Land: Ísland.

Framleiðandi: Hrönn Kristinsdóttir, Sara Nassim, Piodor Gustafsson, Erik Rydell, Klaudia Smieja-Rostworwoska og Jan Naszewski.

Lengd: 106 (1 klst. og 46) mínútur.

Stjörnur: 6,7* (Imdb) og 8,9* (RottenTomatoes).

Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson.

Allar myndir þessa leikstjóra: Engin!


Handrit: Sjón og leikstjórinn.

Tónlist: Þórarinn Guðnason.

Kvikmyndataka: Eli Arenson.

Klipping: Agnieszka Glinska.

Kostnaður / tekjur: ?$ / 1.696$ = Ekki mikið að marka þessar tölur enn (Wikipedia).

Slagorð: ? …

Trailer: Gerið svo vel.

Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=hnEwJKVWjFM

LEIKARAR / HLUTVERK:

Noomi Rapace = María, bóndakonan.

Hilmir Snær Guðnason = Ingvar, bóndinn.

Björn Hlynur Haraldsson = Pétur, bróðir Ingvars bónda.

Lambið = Ada.

Kindin = Móðir lambsins.

Ingvar Eggert Sigurðsson = Ónefndur.


Aukaverkefni:

Takk til ykkar allra sem komuð með mér að sjá myndina. Við áttum líka góða samræðu (vorum ekki alltaf sammála!) um myndina á eftir. Gerið svo vel að svara þessum 5 spurningum hér að neðan, sem auka 10% verkefni (3 í hóp), ef þið viljið. Hér fyrir neðan má sjá tilraun mína til greiningar á myndinni á meðan ég sat með ykkur í salnum og krotaði í rannsóknarlögreglu bók mína!

Scan 1.jpeg

  1. Hvað er þetta með Kafli II og Kafli III, kannast þú eitthvað við þetta? Hvað heitir þetta hjá Aristóteles, Syd, Ray og Charles?

  2. Sérðu Hvörf og Kennsl nálægt Kaflaskilum á milli Kafla I, Kafla II og Kafla III.

  3. Hvað eru Flækja og Raunir í þessari mynd? (Ég ætla ekki að reyna að spyrja þig um Lausn, því ég skil hana ekki ennþá í þessari mynd!).

  4. Segðu í stuttu máli hvernig áhrif þessi mynd hafði á þig.

  5. Tegund. Myndin er flokkuð sem Drama, Horror og Mystery á Imdb, sem Supernatural horror á Wikipedia og sem Drama, Mystery og Thriller á Rotten Tomatoes. Leikstjórinn sjálfur hefur sagt að myndin sé EKKI hrollvekja.Valdimar: What’s interesting is that now, everyone says ‘Lamb’ is a horror movie. It’s not! I am a little surprised by that, because it was never my plan. To me, it’s an arthouse film, (sjá: https://variety.com/2021/film/global/lamb-valdimar-johannsson-1235051073/). Svara þú þessu núna, vakti myndin hroll (Aristóteles!) hjá þér? Einnig: Hrollur verður að hafa: 1. Ljótt andlit. 2. Mishratt stef. 3. Snöggan hávaða (tónlist). 4. “Splatter” (blóðslettur). Og loks 5. Eðlilegt fjölskyldulíf, þar sem eitthvað kemur inn í það (innrás) og breytir því, svo uppgjör og loks aftur eðlilegt í lokin. Er Dýrið svona?