Seven Psychopaths

Titill: Seven Psychopaths

 

Seven Psychopaths, kápan.

 

Útgáfuár: 2012.

 

Útgáfufyrirtæki: Film4, British Film Institute, Blueprint pictures.

 

Dreyfingaraðili: Momentum Pictures & CBS Films.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Leikstjórinn, Graham Broadbent og Peter Czernin.

 

Lengd: 110 mín.

 

Stjörnur: 7,2* (Imdb) og 8,3 + 7,1* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Martin McDonagh.

 

Aðrar myndir sama leikstjóraSix Shooter (2004), In Bruges (2008) og The Guard (2011). McDonagh hefur fengið fjölda verðlauna fyrir ritverk, skáldsögur og leikrit.

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tónlist: Carter Burnell.

 

Kvikmyndataka: Ben Davis.

 

Klipping: Lisa Gunning.

 

Trailer: Gerið svo vel.

http://www.youtube.com/watch?v=XvuNfq5vN-w

 

Helstu leikarar: / Hlutverk:

 

Marty Faranan.

Colin Farrell = Marty Faranan. Aðal söguhetjan. Drykkfelldur íri, sem er að reyna að semja skáldsög/Kvikmyndahandrit.

 

Billy.

Sam Rockwell = Billy Bickle, besti vinur rithöfunarins Marty, ekki allur það sem hann er séður!

 

Charlie Costello.

Woody Harrelson = Charlie Costello. Mafíósi sem elskar hundinn sinn meira heldur en kærustuna.

 

Hans Kieslowski.

Christopher Walken = Hans Kieslowski. Lykilhlutverk, uppgjarfar glæpamaður sem nú rænir hundum til að hirða fundarlaunin. Eiginkonan, Kaya, er í krabbameinsmeðferð á spítala.

 

Abby

Abbie Cornish = Kaya. Kærasta Martys.

 

Myra.

Linda Bright Clay = Myra. Veika eiginkona Hans.

 

Zachariah Rigby.

Tom Waits = Zachariah Rigby. Sá siðblindi sem svaraði auglýsingunni. Hann mætir með kanínu og saknar mjög Maggie, samstarfskonu sinnar, sem fór frá honum.

 

Víetnamskur prestur.

Long Nguyen = Víetnamskur prestur. Eiginlega skálsagnarpersóna.

 

Zacharia og Maggie.

Amanda Mason Warren = Maggie. Konan sem Zachariah fann þegar hann braust inn hjá dómara. Þar fann hann lík margra svartra kvenna og eina lifandi, en hlekkjaða, Maggie. Hann bjargaði henni og þau áttu mörg góð ár saman sem "serial killerkillers"!

 

Maggie.

Olga Kurylenko = Angela, kærasta Billys, en fyrst og fremst kærasta mafíósans.

 

Mínútur: / Atvik:

002 = Tveir (sem ekkert koma meira fyrir í allri myndinni!) karakterar (virðast vera þekkt hlutverk úr Boardwalk Empire) eru að ræða saman. Þeir virðast vera atvinnumorðingjar að bíða eftir þeirri manneskju sem þeir eiga að kála. En það fer öðruvísi, tígulgosinn er mættur!

005 = Hans Kieslowski (Christopher Walken) er glæpamaður á eftirlaunum, sem rænir hunda til að fá fundarlaunin.

007 = Marty Faranan (Colin Farrell) er rithöfundur, að gera kvikmyndahandrit. Hann ræðir við vin sinn um söguþráðinn. Hann er bara kominn með titil bókarinnar: Seven Psychopaths. Hann vill skrifa handrit um siðblinda glæpamenn, en ekki hefðbundinn krimma með allsherjar skothríð í lokin, heldur með friðar-elementi!

010 = Marty gerir mikið af því að segja sögur. Hann segir söguna af þeim siðblinda sem drap stúlkuna. Pabbi stúlkunnar, sem er kveikari, ákveður að fylgjast endalaust með þeim siðblinda, bæði á meðan hann er í fangelsi og 7 árum síðar, þegar hann losnar. Kveikarinn drepur hann ekki, heldur stendur bara endalaust fyrir utan íbúð hans.

014 = Charlie Costello (Woody Harrelson), greinilega mafíósi, hótar að drepa feitu svörtu stelpuna sem týndi litla hundinum hans. Einn smábófinn bendir honum þó á að hann hafi séð mann ræna hundum fyrir fundarlaunin.

 

Auglýsingin frá mafíósanum um fucking dog!

 

017 = Billy Bickle (Sam Rockwell) þjálfar sig í að tala í spegilinn, og er með einhvern hund.

022 =Marty vaknar þunnur hjá Billy vini sínum og man ekkert eftir því að kærastan rak hann út.

025 = Undirmenn mafíósans ná Kieslowski og spyrja hann um hundinn, en þegar þeir eru í miðjum klíðum að leysa málið þá kemur tígulgosinn aftur (enn á óvart) og skýtur vondu kallana!

027 = Marty og Billy gera sér grein fyrir því að þeir eru með mikilvægan hund. Marty vill losa sig við hundinn, en Billy sér alls konar möguleika í stöðunni. Hann er alls ekkert hræddur, þótt hann viti að mafísósinn eigi hundinn.

029 = Zachariah Rigby (söngvarinn Tom Waits) með kanínu bíður eftir Marty og Billy heima hjá þeim. Hann hefur greinilega lesið auglýsinguna, sem Billy setti óvænt í blöðin, þar sem hann óskaði eftir siðblindum mönnum til að aðstoða við kvikmyndahandrit! Zach byrjar að segja Billy sögu af glæpaferli sínum. Zach var í innbrotum og hitti þar svarta stúlku, Maggie (Amanda Mason Warren) og ákvað eftir það að sérhæfa sig í því að drepa - ekki bara drepa - heldur drepa morðingja! Sérhæfa sig. Svarta konan drepur með honum, morðingjapar, en eftir að þau drápu Zodiac 1975 (sannsögulegt mál!), þá fer hún frá honum. Zach segist enn vera að leyta að henni og að Marty megi nota ævi sína í kvikmyndahandritið, en hann verði að setja inn í kvikmyndina tilkynningu frá Zach, til konunnar sem hann er enn að leita að.

Hér er trailerinn að bestu kvikmyndinni um Zodiac (David Fincher, Zodiac, 2007) málið með Jack Gyllendaal, Mark Ruffalo og Robert Downey Jr. Mjög góð mynd um sannsögulegt morðmál, sem aldrei var leyst.

 

http://www.youtube.com/watch?v=bEvnwKFUnI0

 

037 = Charlie finnur Kaya (Abbie Cornish), konu Hans á spítalanum, hún er í krabbameinsmeðferð. Hann er enn að leyta að hundi sínum, Bonny. Charlie fær ekkert upp úr henni og skýtur hana þá í hausinn eins og ekkert sé.

042 = Kieslowski kemur á spítalann og sér myrta konu sína. Hann áttar sig á því að Charlie hafi drepið hana og hann sest beint á móti honum, alveg óhræddur, og talar við hann. Charlie spyr um hálsbindið og þegar Kieslowski tekur það af sér sést að hann hefur áður skorið sig á háls.

044 = Billy heldur við Angelu (Olga Kurylenko), kærustu mafíósans. Þegar hann segir henni frá því að hann sé með hund mafíósans truflast hún og hringir í Charlie, mafíósann. Billy skýtur hana þá í magann, en hringir svo á sjúkrabíl og segir um leið við hana: Segðu svo að ég geri aldrei neitt fyrir þig!

048 = Marty er með Hansheima hjá Billy, og sér dagbók Billys, hann les og sér að Billy er siðblindur og snarruglaður.

050 = Charlíe mafíósi brýst inn hjá Billy og sér fullt af spilabúnkum án tígulgosans!

052 = Marty er með Hans á veitingahúsi, sem biður ritöfundinn að segja sér sögu. Marty segir enn kveikara sögu sína. Þegar Marty er að klára söguna þá sýnir Hans honum hálsinn á sér! Þá vitum við hvaðan sagan er komin. Hann heldur svo áfram með söguna og fyllir inn í eyðurnar.

055 = Marty er með Hans og Billy að ræða handritið. Billy vill hafa það ofbeldisfullt, en Marty segir nei, það á að vera í sögunni siðblindur búddisti! Sagan á að vera "uppfyllandi." Marty endurtekur, ofbeldi, byssur í byrjun, and the usual bullshit, en svo eiga þeir allt í einu þá ganga þeir í burtu og gista í tjaldi og tala saman. THE END. Charlie verður brjálaður, glæpasaga sem endar ekki með shootout í lokin. ÞAÐ GENGUR EKKI. Þeir keyra út í eyðimörkina.

060 = Þeir taka inn ofskynjunarsveppi og ræða handritið. Billy segir sína útgáfu af sögunni og allir eru drepnir.

067 = Marty og Hans far í verslun um morguninn og sjá þá forsíðu blaðanna. Þar sést að Billy er tígulgosinn. Þeir fara á fyllerí og ofskynjunartrypp, þá loksins þorir Marty að spyrja Billy af hverju hann drap allt þetta fólk. Billy segist hafa gert það til að færa Marty efni í söguna sína!

072 = Billy sprengir upp bíl þeirra í eyðimörkinni til þess að þeir geti ekki flúið. Ekki nóg með það, heldur hringdi hann líka í mafíósan og lætur hann vita hvar þeir eru. Nú verður shootout!

075 = Hans vill ekki taka þátt í þessari vitleysu, og gengur af stað í eyðimörkinni, bara eitthvert. Marty og Billy bíða eftir mafíósanum.

079 = Mafíósinn kemur einn og óvopnaður. Þegar hann snýr baki í þá skýtur Billy hann í bakið. Billy sér að hann var með blysbyssu! Á meðan er Hans búinn að finna þjóðveginn. Hann kemur að undirmönnum mafíósans, sem bíða við sjoppu. Þeir hóta honum en hann er ekkert hræddur!

083 = Marty ákveður að keyra mafíósann til læknis! En hálfa leið þá snýst málið í höndunum á honum, en í staðinn fyrir að drepa Marty, þá snýr mafíósinn til baka með hann til Billys. Það verður final shootout eftir allt saman! Billy gengur vel og nær að skjóta flesta. Bara fjórir eftir, Billy og mafíósinn með Marty fangaðann - einnig aðal aðstoðarmaður mafíósans. Billy miðar á hundinn, en mafíósinn á Marty. Marty flýr á bíl, en hinir telja niður og skjóta. Mafíósinn skýtur Billy, en hundurinn sýnir honum tryggð og vill ekki fara til mafíósans.

Hér er frásögn af My Lai massacre - þegar bandarískir hermenn útrýmdu heilu þorpi, börn, konur og gamalmenni - en engir hermenn voru þar (aðrir en þeir bandarísku):

https://www.youtube.com/watch?v=VWchy6ykNnQ

 

093 = Marty keyrir að Hans þar sem hann liggur dáinn á götunni. Marty sér hjá honum tækið sem Hans talaði inn á sína útgáfu af kvikmyndahandritinu og fer með það. Marty hlustar á það og Hans kemur með nýja útgáfu af Víetnama sögunni. Hann hellir bensíninu á sig og kveikir í. Atriðið breytist yfir í frægt atriði úr Víetnam stríðinu, þegar búddistinn kveikti í sér til að mótmæla stríðsrekstrinum.

 

http://www.youtube.com/watch?v=OxrBik16Hzg

 

096 = Hans segir að þetta sé n.k. drauma atriði, We all have to have dreams don't we? Marthy fer heim og skrifar upp allt handritið. Sagan búin, eða hvað? Zach hringir. Hann er búinn að sjá myndina, en auglýsing hans er ekki sett inn í. Zach segir You promished on your life! Zach segist koma á þriðjudaginn til að drepa Marty, sem kippir sér ekki upp við það og segist hvort sem ekki vera að gera neitt þá. Zach gerir sér þá grein fyrir að hann er upptekinn á þriðjudaginn!

010 = THE END.

 

Hvaða sjö?

Hverjir eru svo þessir 7 psychopaths?

Þú getur lesið þig til um siðlausa Andfélagslega persónuleika á annari síðu undir titlinum: Andfélagslegur persónuleiki. Þú þarft að skoða skilgreininguna þar (sem er raunar sú sama og í rauðu bókinni), en líka aðra og lengri skilgreiningu eftir kanadíska sálfræðinginn Hare. Kíktu á þetta áður en þú svarar verkefninu.

  1. Tígulgosinn
  2. Kveikerinn.
  3. Mafíósinn.
  4. Víetnaminn.
  5. Maggie.
  6. Zachariah.
  7. Billy, en hann er líka tígulgosinn? Byrjum aftur!

 

Skilaverkefni:

  1. Það eru margir "psychopathar" í Seven psychopaths. Reyndu að telja þá upp - einn af öðrum! Sá fyrsti er..., siðleysi hans fellst í?
  2. Annar er..., siðleysi hans fellst í?
  3. Þriðji er..., siðleysi hans fellst í?
  4. Fjórði er..., siðleysi hans fellst í?
  5. Fimmti er..., siðleysi hans fellst í?
  6. Sjötti er..., siðleysi hans fellst í?
  7. Sjöundi er..., siðleysi hans fellst í?
  8. Voru þeir fleiri...?
  9. Hvað merkir orðið Psychopath?