Synecdoche, New York

Synecdoche, New York, 2008. Synecdoch, New York kápan.

Leikstjóri = Charlie Kaufman. Synecdoche er fyrsta (2008) tilraun Kaufmans til að leikstýra, en hann hefur áður skrifað kvikmyndahandrit fyrir Being John Malkovich (1999), Adaptation (2002, Confessions of a Dangerous Mind (2002) og Eternal Sunshine of the Spotless Mind (2004).

Charlie Kaufman sjálfur. Fyrst og fremst handritshöfundur.

Handrit = Leikstjórinn.

http://www.youtube.com/watch?feature=player_detailpage&v=XEof9XeLS4c

Helstu leikarar / Hlutverk:

Philip Seymour Hoffman = Caden Cotard. Góður leikhúsleikstjóri, sem í upphafi myndarinnar er að leikstýra Tennessee Williams leikritinu: Death of a Salesman. Bandarískt nútímadrama. Honum tekst svo vel upp að hann fær góðan styrk til að gera alvarlegt leikrit. Hann ákveður að skrifa leikrit um sitt eigið líf.

Cadet sjálfur. Philip Seymour Hoffman fékk Óskarinn fyrir Capote. Frábær leikari.

Catherine Keener = Adele Lack.

Eiginkonan, sú sem varð fræg í Evrópu (Berlín) fyrir örsmá málverk.

Sadie Goldstein = Olive (4 ára).

Tom Noonan = Sammy Barnathan.

Sammy eltir Cadet í 17 ár og leikur hann í svo.

Daniel London = Tom. Sá sem er seinna ráðinn til að leika Sammy, sem er sjálfur að leika Caden (sem er svo leikinn af Hoffman!).

Robert Seay = David.

Michelle Williams = Claire Keen.

leikkonan

Stephen Adly Guirgis = Davis.

Samantha Morton = Hazel.

Hazel (Samantha Morton) er klárlega ástin í lífi Cadets. Við sjáum það í lokin.

Emily Watson = Tammy. Sú sem leikur Hazel (Hazel's double).

Tammy (Emily Watson), ráðin til að leika kærustu Cadens, hana Hazel.

Hope Davis = Madeleine Gravis.

Sálfræðingurinn lætur Cadet kaupa bækur eftir sig og kemur með tillögu að handriti. Lesið:

Madeleine Gravis: Listen, there's an absolutely brilliant novel written by a four year old. Caden Cotard: Really? Madeleine Gravis: 'Little Winky" by Horace Azpiazu. Caden Cotard: That's cute. Madeleine Gravis: Hardly, Litty Winky is a virulent anti-Semite. The story follows his initiation into the klan, his immersion in the pornographic snuff industry, and his ultimate degradation at the hands of a black ex-convict named Eric Washington Jackson Jones Johnson... Caden Cotard: -Written by a four year old? Madeleine Gravis: -Jefferson. Caden Cotard: Wow, written by a four year old. Madeleine Gravis: Well Azpiazu killed himself when he was five.

Maria (jennifer Jason Leigh) sem fór með eiginkonu Cadens til Berlínar.

Jennifer Jason Leigh = Maria, vinkona (elskandi) eiginkonunnar. Sú sem er alltaf leiðinleg við Caden.

Nokkur atriði sem skýra myndina betur:

Synecdoche er borið fram sem "sin-ECK-duh-kee".

Synecdoche er orðaleikur, vísar til Schenectady í New York.

Synecdoche er sjaldgæft enskt orð sem merkir: Orðaleikur sem fellst í því að vísa til:

a) Heildar með því að nota bara hluta (t.d "handlagnir" fyrir "vinnumenn").

b) Hluta með heild (t.d. "the law" fyrir "lögreglumenn").

c) Hins almenna með því sértæka (t.d. "þjófur" fyrir "vasaþjófur").

d) Hins sértæka fyrir það almenna (t.d. "byssubófi" fyrir "morðingi").

e) Hlutar með efninu (t.d. "stálið" fyrir "sverðið").

 

Spurningar upp úr myndinni. Svaraðu þessum liðum og skilaðu fyrir mánaðarmótin, á fimmtudag 31. jan.:

1. Bandaríska leikskáldið Tennessee Williams sagði eitt sinn: We all live in a house on fire, no fire department to call, no way out, just the upstairs window to look of while the house burns down with us trapped, locke in it." Djúpt og þunglyndislegt!, en hvernig getur þú tengt þessa tilvitnun við myndina?

2. Dragðu fram 2 atriði sem Kaufman segir sjálfur um handritsgerð. Þú getur auðveldlega fundið fleiri fyrirlestra með honum ef þú hefur áhuga.

3-5. Hvernig er Kaufman að nota "synecdoche" hugtakið  í sjálfu verkinu - myndinni. Finndu tilvísanir, hikaðu ekki við að koma með þína eigin túlkun.

a) New York fyrir "..."?

b) Caden fyrir "..."?

c) Logandi íbúðin fyrir "..."?

d) Einhver persóna í upphafi, sem fær svo "..." ? fyrir.

e) Allar þessar tilvísanir í dauðann fyrir "..."?

f) ...

g) ...

h) ...

6-7. Hvaða heimspekileg hugtök koma í hugann við áhorf þessarar myndar? Nefndu og útskýrðu hvernig hugtökin virka í myndinni og hvað þau merkja almennt. Kennari er búinn að nefna nokkur. Nefndu minnst 4, með stuttri útskýringu.

8. Hvað vilt þú gefa henni margar stjörnur frá 0.0, 0.5, 1.0, ... 4.5, 5.0? Finndu líka hvaða mat e-r annar aðili leggur á myndina. Hvað fær hú mörg stig?

9. Hvað jákvæða og hvaða neikvæða punkta leggur þessi aðili á myndina. Nefndu 2 jákvæða og 2 neikvæða.

10.  Hvernig metur þú þessa mynd í heild sinni?

Skrifaðu þessi númer á blað með nafni þínu efst ástamt nafni kvikmyndarinnar. Skilaðu þessu til kennara fyrir mánaðarmótin. Svarið á ekki að taka meira en 2 blaðsíður.

 

Að lokum nokkur atriði úr myndinni til að hjálpa þér að rifja hana upp.

 

Mínútur / Atriði:

002 = Fjölskyldulíf. Eiginmanni líður heldur illa.

003 = Caden Cotard (Philip Seymour Hoffman) les í blöðunum að leikskáldið og Nóbelsverðlaunahafinn Harold Pinter sé dauður. Caden virðist upptekin af dauðanum.

004 = Caden slasar sig við rakstur heima hjá sér og fær skurð á enni. Hann fer til læknis, sem sendir hann áfram til augnlæknis.

007 = Caden fer til augnlæknis, sem sér eitthvað grunsamlegt og sendir hann til taugasérfræðings.

011 = Hjónin eru hjá sálfræðingi í ráðgjöf. Hjónabandserfiðleikar.

013 = Eiginkonan, Adele Lack (Catherine Keener) er listmálari, hún kemst ekki á frumsýningu Cadens í kvöld - virðist hafa lítinn tíma fyrir eiginmanninn.

016 =Frumsýningarkvöld. Vinkona Cadens, hún Hazel (Samantha Morton) reynir í sífellu við hann, en hann færist undan. Hann er þó í partíinu fram undir morgunn, þegar hann kemur heim þá eru eiginkonan og María (Jennifer Jason Leigh) vinkona hennar skakkar.

022 = Morgunmatur, eiginkonan er fjarræn, vill fara ein með dóttur til Berlínar, án eiginmannsins.

026 = Caden sér sjálfan sig sem karakter í teiknimyndum og auglýsingum.

027 = Caden er í einkatímum hjá sálfræðingi, Madeleine Gravis (Hope Davis). Segist vera hræddur við að deyja og að hann hafi ekki skapað neitt.

029 = Caden reynir að hringja í eiginkonuna í Berlín, en nær varla sambandi. Skyndilega fær hann krampa.

031 = Caden fer út með Hazel (Samantha Morton) vinkonu sinni, þeirri sem áður reyndi við hann.

033 = Þau reyna að elskast heima hjá henni, en hann getur það ekki.

035 = Caden fær ánægjulegt bréf í pósti, honum er tilkynnt að hann fái verulega háan leikhússtyrk. Caden hugsar sér strax að nú ætli hann að gera eitthvað stórkostlegt. Hann fer til New York og leigir stórt húsnæði ekki langt frá leikhúshverfinu (Broadway).

040 = Caden kallar saman mikið leikaralið og heldur ræðu yfir þeim um dauðann: Knowing that you don't know is the first step in knowing, you know... segir hann og er verulega djúpur. Leikarahópurinn verður spenntur að fá að leika í þessu stórkostlega leikriti hans, en hvert er viðfangsefnið?

046 = Caden tekur saman með ungri leikkonu úr hópnum Claire Keen (Michelle Williams). Caden sér þá grein um konu sína í blöðunum og ákveður að hann verði að hitta hana og dóttur sína. Hann fer til Berlín, en þegar þangað er komið þá kemur í ljós að þær vilja ekki hitta hann. Caden tryllist.

053 = Caden rekst óvart á konuna, Hazel, sem áður reyndi við hann, en hann gat ekki gert það með.

056 = Caden byrjar allur að skelfa og reynir að hoppa fram af svölum. Caden er upp í rúmi með leikkonunni þegar hann fær hringingu, faðir hans er dáinn. Jarðarför. Einkennilegur maður virðist alltaf vera að elta hann.

057 = Caden reynir endurtekið að fá Hazel aftur og fer heim til hennar. Hún - íbúiðin! - hennar er í ljósum logum (ha?), en enginn virðist hafa áhyggjur af því.  Hún vill hann ekki aftur.

059 = Caden sér auglýsingu um dóttur sína, hann kaupir sig inn á hana, þar sem hún dansar nektardans í glerbúri. Caden missir sig alveg og er hent út.

Caden nær ekki sambandi við dóttur sína. Táknrænt?

060 = Caden er enn að leikstýra og er að ræða við leikara um hlutverkin, þegar einn leikarinn spyr hvernær þeir fái áhorfendur, þeir eru búinir að æfa í 17 ár (ha?)!

061 = Hazel hefur nú samband og vill ráða sig sem aðstoðarmanneskju. Fyrsta starf hennar er að leiða mann inn í áheyrnarprufu. Sammy (Tom Noonan). Sammy segist ekki vera leikari, en að hann hafi elt Caden (já við höfum séð hann við og við!) í 20 ár! Hann byrjar að leika Caden og virðist skilja hann mjög vel. Hann fær hlutverkið. Eftir þetta eltir Caden hann öllum stundum og leikstýrir honum.

065 = Caden vill kalla verkið Simlacum (?).

066 = Caden vill að Sammy taki nú við því hlutverki (heitir þetta "method acting"?) að vera Caden - fara alla leið með hlutverkið! Hann á að búa með Claire (Michelle Williams). Þeir sjá loftskip og eldglæringar - þetta merkir eitthvað?

067 = Caden fer á málverkasýningu hjá fyrrum eiginkonu sinni, Adele (Catherine Keener). Hún gerir örsmá málverk.

068 = Sammy segir Caden að fara í ákveðið heimilisfang og þegar hann ætlar að opna hurðina þá kemur eldra fólk og spyr hvort hann sé Ellen. Hann segir já (?) og fer inn, allt virðist tilbúið þar, en enginn er þar fyrir. Samt er allt eins og gert fyrir hann og hann les skilaboð á miðum frá "eiginkonu" sinni, eða hvað?

070 = Caden kemur heim undir morgunn og kærastan grunar framhjáhald - sem er eiginlega rétt, nema hvað að hann var í mannlausri íbúð sem bara virðist vera með konu þar - er ég að skilja þetta?

071 = Caden fer aftur og aftur í íbúðina, furðu-heimilið og þrífur þar. Allir eru farnir að leika sjálfan sig, þetta er allt orðið mjög flókið.

080 = Caden heimsækir dauðvona dóttur sína á spítala.  Hún deyr.

081 = Sammy gengur um stór svæði sem virðast öll vera leiksvið, og Sammy spyr, eru allir komnir? Svarið er að Sammy sé ekki kominn, þá kemur nýr maður, sem lítur út eins og Sammy! Þetta er komið í þriðju vídd!

085 = Ný leikkona, Ellen Bascomb, er ráðin til að sjá um þrifin. Hún fer í íbúðina og þá spyr gamla fólkið hvort hún sé Ellen. Hann fer inn í íbúðina.

090 = Caden fær aftur hringingu, nú  er móðir hans dáin. Hann spyr hvers vegna pabbi sé við jarðarförina, en hann er auðvitað dáinn.

091 = Caden þakkar leikkonunni fyrir að koma með sér, þeirri sem leikur Hazel. Sammy er að reyna við hana! Og Caden er afbrýðisamur.

093 = Leikkonan vill sofa hjá honum, en hann segist bara vera einmana, en fer þó upp í rúmið með henni.

094 = Allt oriði ruglað, hver er í hlutverki og hver er leikari? Caden segist elska Hazel og Sammy telur sig svikinn, leikuar atriðiði þegar Caden nærri fremu rsjálfsmorð og hann fremur sjálfsmorð. Við sjá um svo jarðarförina á sviðiinu! Hazel segir svo, komdu nú til mín í kvöld.

100 = Caden kemur heim til hennar í brennandi húsið. Þau ná loksins saman aftur.

141 = Haden er kominn með nafnið: Hið Myrka tungl that lights up the scary world. Hazel deyr upp í rúmi og þá hringir Caden í Hazel (?) og segist vilja gera leikverkið á einum degi.

142 = Caden vantar nýjan leikara í hlutverk stt og skúringarkonan tekur hlutverkið að sér.

Prestur heldur svaka ræðu.

THE END.