TITILL: HITCHCOCK.
Útgáfuár: 2012.
Útgáfufyrirtæki: The Montecito Picture Company & Cold Spring Pictures.
Dreyfingaraðili: Fox Searchlight Pictures.
Land: Bandaríkin.
Framleiðandi: Ivan Reitman, Tom Pollock, Joe Medjuck, Tom Thayer og Alan Barnette.
Lengd: 1:38 mín.
Stjörnur: 6,8* (Imdb) og 6,0 + 6,0* (RottenTomatoes).
Leikstjóri: Sacha (Alexander Sacha Simon) Gervasi (1966- ). London, England.
Allar myndir leikstjórans: The Big Tease (1999), The Terminal (2004), Anvil! The Story of Anvil (2008), Henry’s Crime (2010), Hitchcock (2012), November Criminals (2017) og sjónvarpsmynd: My Dinner with Hervé (2018).
Handrit: John J. McLaughlin. Byggt á bókinni Alfred Hitchcock and the Making of Psycho eftir Stephen Rebello.
Tónlist: Danny Ellman.
Kvikmyndataka: Jeff Cronenweth.
Klipping: Pamela Martin.
Kostnaður / tekjur: ??.000.000$ / 24.000.000$. Tekjur: Rúmlega ?? milljónir dollara!
Slagorð: Nxx?
Trailer: Gerið svo vel.
Slóðin: https://www.youtube.com/watch?v=Q7vYhtfNM9U
HELSTU LEIKARAR/HLUTVERK:
Sá raunverulegi er til hægri.
Anthony Hopkins = Alfred Hitchcock.
Helen Mirren = Alma Reville.
Scarlett Johansson = Janet Leigh.
Toni Collette = Peggy Robertson.
Danny Huston = Whitfield Cook.
Jessica Biel = Vera Miles.
James D’ Arcy = Anthony Perkins.
Michael Wincott = Ed Gein.
Richard Portnow = Barney Balaban.
Hér má sjá alla leikarasúpuna, nokkuð lík upprunanum, nema kannski Helen Mirren, en hún leikur líka svo vel.
HITCHCOCK, MÍNÚTURNAR:
0:01 = Ed Gein (Michael Wincott) er með bróður sínum Henry að vinna á bóndabæ - texti á skjánum segir: Ed Gein’s Farmhouse - Wisconsin, 1944. Skyndilega lemur annar bróðirinn (Ed Gein) hinn í hausinn, þegar hann segir við Ed: Can you stop being a mommy’s boy, for a second?
0:02 = Allt í einu sjáum við Alfred Hitchcock (Anthony Hopkins) standa í jakkafötum við bóndabæinn með tebolla, eins og sá Englendingur sem hann var. Hitchcock segir: Good evening. Brothers have been killing brothers from Kain and Abel.
0:03 = Textinn: HITCHCOCK.
0:04 = Hitchcock er að tala við áhorfendur og blaðamenn eftir frumsýningu á stórmyndinni North by Northwest. Allt gengur vel þar til einn blaðamaðurinn spyr: Hitchcock, you are 60 years old, should you not quit while you are ahead? Hitchcock bregður illilega við þessa spurningu.
0:04 = Hitchcock er í baði heima hjá sér og ræðir við eiginkonuna Alma Reville (Helen Mirren). Hann spyr eiginkonuna hvort hann sé orðinn of gamall. Hann þarf nýtt kvikmyndahandrit, en konan segist keyra hann upp í kvikmyndaver, en að hún fari síðan að hitta mann um nýtt kvikmyndahandrit.
0:05 = Eiginkonan hittir Whitfield Cook (Danny Huston) á matsölustað og hann lætur hana frá nýtt kvikmyndahandrit.
0:07 = Hitch segir ritara sínum frá einhverjum morðingja og pervert sem enginn hefur heyrt um.
0:10 = Hitch ræðir við konuna um Ed Gein sem næstu mynd.
0:11 = Hitch skipar ritara sínum að kaupa upp öll eintök af bókinni Psycho, þótt hún sé ekki vel þekkt.
0:12 = Hitch býður fullt af fólki í veislu og tilkynnir þeim um næstu mynd sína. Allir virðast hneykslaðir.
0:14 = Hitch heldur fund með Paramount kvikmyndaverinu, sem hefur heldur ekki áhuga á þessari nýju og nýstrárlegu hugmynd Hitch um kvikmynd.
0:15 = Hitch ræðir við umboðsmann sinn um lágmarkskostnað við þessa nýju mynd.
0:16 = Þegar heim er komið þá stingur Hitch upp á því við konu sína, að veðsetja húsið. Hún spyr hann hvort hann vilji þetta eingöngu vegna þess að allir segja nei.
0:18 = Annar fundur með Paramount, en nú bjóða þeir kvikmyndaverinu að sjá bara um dreifinguna, en Hitch ætlar að fjármagna gerð myndarinnar sjálfur.
0:20 = Hitch ræðir við handritshöfunda.
0:21 = Hitch ræðir við ritskoðunarnefndina, þeir vilja ekki leyfa neina nekt (sturtuatriðið), þeir vilja ekki einu sinni leyfa honum að sýna klósett.
0:30 = Hitch virðist liggja á sálfræðibekk og talar um sterkar - of sterkar hvatir sínar. Í ljós kemur að “sálfræðingurinn” er Ed Gein!
0:25 = Hitch ræðir við Anthony Perkins (James D’ Arcy) sem hann velur í hlutverk Norman Bates, að því er virðist vera vegna þess hve hann er viðkvæmur. Einnig er gefið í skyn að hann sé samkynhneigður.
0:27 = Hver á að leika Marion? Eiginkonan mælir Janet Leigh (Scarlet Johannson), sem stóð sig mjög vel í seinustu mynd. Scarlet hefur áhyggjur af sturtuatriðinu, en Hitch útskýrir það fyrir henni, að hann ætlar að skjóta atriðið frá fjölmörgum sjónarhornum og að nektin sé meira gefin í skyn heldur en beinlínis sýnd.
0:30 = Hitch ræður Vera Miles (Jessica Biel) í hlutverk systurinnar, þótt hvorki hann né konan hans sé ánægðir með hana. Hún er á samningi og er svo lík Marion. Hitch býr til gatið til að kýkja inn á klósettið og þegar hann kýkir inn þá sér hann systur Marion einmitt vera afklæðast, rétt eins og í Psycho.
0:32 = Hitch fær endurtekið martraðir sem innifelar í sér morðatriði úr sögu Ed Gein.
0:33 = Eiginkonan fer í búðir og verslar nýjan sundbol, hún virðist hafa áhyggjur af áhuga eiginmannsins á öðrum konum (ljóskum, leikkonum?).
0:36 = Hitch ræðir við Norman Bates og Marion um sturtuatriðið. Kannski tengist það því þegar Gein fyrst sá móður sína afklæðst / nakta, stingur Marion upp á.
0:38 = Elma hittir Cook aftur, sem leggur til að þau hittist prívat og ræði nýja kvikmyndahandrit hans, eða þannig.
0:39 = Hjónin hittast heima og það er einhver spenna á milli þeirra. Hún er með áhyggjur af honum vegna ljóskanna í Psycho, en hann skýtur á hana á móti vegna Cook. Greinilega togsteita í hjónabandinu.
0:41 = Kvikmyndataka er hafin og á meðan Marion leikur bílaatriðið þá talar Hitch í sífellu.
0:42 = “Systurnar” tala saman á settinu og í miðri samræðu þá spyr Vera Marion að því hvort Hitch sé byrjaður að ræða við hana um persónuleg mál. Marion neitar því, en “systirin” varar hana við því, hún hefur nefnilega áður leikið fyrir hann.
0:43 = Elma er heima að horfa á ljósmyndir Hitch af ljóskum, en hann er að leita að handritsleiðréttingum. Cook hringir í Elmu og þau skipulegga samveru, en þegar hún leggur símann niður, þá hringir Hitch óvænt í hana. Hún tekur upp tólið aftur og heldur að Cook hafi gleymt einhverju, en það var Hitch sem hringir núna og þegar hún segir strax: Cook, what is it now? þá slítur Hitch símtalinu án þess að segja nokkuð.
0:47 = Cook keyrir Elmu úr bænum og þegar þangað er komið þá kemur í ljós að hann á sumarhús þar og er með allt tilbúið. Elma segir: I hope you don’t have the wrong idea.
0:51 = Hitch er andvaka upp í rúmi þegar Elma kemur heim. Hann þykist vera sofandi, hann sér að hún er með kvikmyndahandrit sameiginlega eftir Cook og Elmu.
0:54 = Hitch segir Elmu frá því að hann hafi lesið handritið þeirra og daginn eftir gagnrýnir hann það, segir samband kvenhetjunnar og aðalleikarans of veikt. Elma svarar með þessu skoti: How would you know what happens between a man and a woman?
0:56 = Loksins kemur að sturtuatriðinu, en Hitch finnst það ekki nógu gróft. Hann tekur hnífinn af Norman Bates / móðurinni og ræðst sjálfur á Marion. Hún æpir af skelfingu og í brjálæðinu þá er Hitch ofsjónir. Hann er svo illa haldinn að hann sér ekki bara Marion nakta í baðinu, heldur líka Paramount stjórann (sem vill ekki þessa kvikmynd!).
1:01 = Hitch sest niður í mikilli angist og er alveg búinn á því. Ed Gein virðist vera hjá honum þegar Hitch hnýgur niður, alvarlega veikur.
1:01 = Hitch liggur einn upp í rúmi fárveikur og í veikinum sínum þá sér hann Ed Gein inni hjá sér.
1:02 = Elma fær hringingu um veikindi Hitch og hún kemur heim. Og meira en það, hún fer upp í kvikmyndaver og tekur stjórn á myndatökunni. Paramount stjórinn kemur með nýjan aðstoðarleikstjóra en Elma rekur hann af sviðinu. Alvöru kona!
1:03 = Þegar Elma kemur heim um kvöldið þá - loksins - ræða hjónin saman. Hitch sakar hana um framhjáhald, en Elma svarar fyrir sig með mikilli ræðu. Rifrildi þeirra endar með nokkurs konar jafntefli.
1:07 = Hitch er aftur mættur í vinnuna og tekur upp lokatriði myndarinnar. Hann á einlægt samtal við Veru. Ég hefði getað gert þig að stórstjörnu, segir hann, en þú ákvaðst frekar að yfirgefa mig og eignast barn. Hún svarar af skilningi og segir að þetta séu eintómir draumórar, þessi endalaust leit hans að ljósku.
1:10 = Annað atriði þegar Hitch ræðir við Ed Gein, í þetta sinn þegar verið er að handtaka hann.
1:11 = Kvikmyndin er nærri tilbúin, en þeir sem hafa séð bútana, eru ekkert sérstaklega hrifnir. Umboðsmaðurinn leggur til að myndin verði ekki gefin út, heldur bara gerð að (lélegum) sjónvarpsþáttum!
1:12 = Hitch kemur heim og ræðir loks einlæglega við konu sína. Hann segir henni nú sömu gagnrýni á sína eigin mynd og hann gagnrýndi áður kvikmyndahandrit hennar og Cook fyrir. Hitch segir: Þú ert snillingurinn, hvorugur okkar er nokkuð án þín, Cook eða ég: I have let you down, my love.
1:16 = Elma grætur örlítið yfir þessari játninu, en tilkynnir Hitch síðan að þau skuli nú vinna saman, eins og í gamla daga. Hún segist hætt að vinna með Cook og segist nú ætla að vinna með Hitch við að klára Psycho. Búið er að taka upp öll atriði, en öll klipping er eftir. Og þar er Hitch snillingur, segir Elma, og þú ert það líka, segir hann.
1:18 = Enn vandamál með kvikmyndadómarana, nú þegar þeir hafa séð lokaútgáfu af sturtuatriðinu. Yfirmaður þeirra neitar að leyfa atriðið, en þá bregður Hitchcock á það ráð að bjóða honum á settið og hjálpa sér við atriðið: I have the unmost respect for you (NOT), segir Hitch. Gagnrýnandinn þagnar og lofar að koma á settið. Hann gerir það þó ekki og Hitch tilkynnir starfsfólki sínu þar með að myndin sé tilbún.
1:22 = Umboðsmaður Hitch tilkynnir honum að Paramount dreifi myndinni bara í nokkur kvikmyndahús. Hitch bregður þá á það ráð (sem hann hafði oft gert áður), að undirbúa myndina. Hitch var mjög klár í að kynna kvikmyndir og býr til alls konar spennu um frumsýninguna.
1:23 = Ns.
1:25 = And thats, my dear, why thei call me the master of suspense.
1:26 = Hitch ávarpar okkur áhorfendur og tilkynnir að hann haldi húsinu.
1:48 = THE END.
Skilaverkefni: Hitchcock – 5 spurningar + umsögn:
Hitchcock er augljóslega bæði um Hitchcock sjálfan annars vegar og sérstaklega um gerð Psycho myndarinnar hins vegar. Hvernig tók kvikmyndaverið því að hann ætlaði að gera þessa mynd og hvernig brást hann við því?
Hver er þessi karl sem sést alltaf við og við í myndinni, sem virðist vera einhver hugarburður Hitchcocks?
Hvaða leikari finnst þér bestur í merkingunni að líka sem mest erfti (í útliti og leik) viðkomandi persónu í Psycho? Hvers vegna?
Breska sjónvarpsmyndin The Girl segir frá seinustu ljósku Hitchcocks, henni Pippi Hedren, sem segir að Hitchcock hafi verið perri. Hvernig er tekið á því þema í þessari mynd?
Hvaða álit gefur þessi mynd á hlutverki eiginkonunnar, henni Vilmu, í lífi Hitchcocks?
Mundu loks að segja þitt persónulega álit á myndinni.