Titill: Halloween (2007).
Útgáfuár: 2007.
Útgáfufyrirtæki: Dimension Films, Nightfall Productions, Spectacle Entertainment Group, Trances International Films & Screen Gems.
Dreyfingaraðili: The Weinstein Company, Metro-Goldwyn-Mayer (Bandaríkin) & Paramount Pictures (Bretland).
Land: Bandaríkin.
Framleiðandi: Malek Akkad, Rob Zombie & Andy Gould.
Lengd: 109 mín.
Stjörnur: 6,1* (Imdb) og 2,5 + 5,9* (RottenTomatoes).
Leikstjóri: Rob Zombie. fullt nafn: Robert Bartleh Cummings - líka þekktur sem Rob Straker og Rob Zodiac (Bandaríkin, 1965- ).
Aðrar myndir same leikstjóra: House of 1000 Corpses (2000/3), The Devil's Rejects (2005), Halloween II (2009), The Haunted World of El Superbeasto (2009), The Lords of Salem (2013) & og er núna að gera kvikmynd um NHL liðið Philadelphia Flyers!
Fyrir utan allt þetta þá er Rob í raun frægastur fyrir framlag sitt til þungarokks, bæði með hljómsveitinni White Zombie og svo nokkrar sólóplötur. Sjá dæmi að neðan:
Hér eru 3 bestu lögRobs af sólóplötunum:
https://www.youtube.com/watch?v=sDXmH8r1aCU
Handrit: Rob Zombie, John Carpenter (sá sem gerði upphafsmyndina) & Alex Mace, eftir sögu þess síðarnefnda.
Tónlist: Tyler Bates.
Kvikmyndataka: Phil Parmet.
Klipping: Glenn Garland.
Kostnaður/tekjur: 15.000.000$. Tekjur: 80.200.000$. Mismunur 64.800$ í plús. Þar með er þessi mynd sú allra tekjuhæsta í allri Halloween seríunni.
Slagorð: The darkest souls are not those which choose to exist within the hell of the abyss, but those which choose to break free from that abyss and move silently among us. Dr. Samuel Loomis. Upphafssetningin.
Trailer: Gerið svo vel.
https://www.youtube.com/watch?v=IeQiSdznHGo
Leikarar/Hlutverk:
Scout Taylor-Compton = Laurie Strode, unga systir stráksins, fullorðin.
Malcolm McDowell = Dr. Samuel Loomis, sálfræðingur stráksins.
William Forsythe = Ronnie White, hinn sífulli faðir drengsins morðóða.
Sheri Moon Zombie (eiginkona leikstjórans?) = Deborah Myers, móðir drengsins morðóða.
Danielle Harris = Annie Brackett, ein vinkonan.
Kristina Klebe = Linda Van Der Klok, enn eitt fórnarlambið.
Danny Trejo = Ismael Cruz.
Hanna Hall = Judith Myers, enn eitt fórnarlambið.
Brad Dourif = Lee Brackett lögreglustjóri.
Dee Wallace = Cynthia Strode, móðirin inn á hvers heimili Myers ræðst.
Daeg Faerch = Michael Myers ungur - alltaf með einhverja grímu.
Tyler Mane = Michael Myers fullvaxta. Við sjáum víst aldrei andlitið á honum, en sona lítur hann víst út:
Mínúturnar:
001 = Fjölskylda, frekar gróf og faðirinn Ronnie White (William Forsythe) er ekki þeirra bestur. Situr lengst af kófdrukkinn fyrir framan sjónvarpið og röflar.
004 = Strákurinn Michael Myers (Daeg Faerch) er kominn í skólann, og inni á salerninu fara tveir eldri strákar að móðga hann vegna systur hans. Skólastjórinn kemur að þeim, og þá er strákurinn orðinn svo reiður að hann móðgar skólastjórann: Fuck you, segir hann við skólastjórann, það er ekki gáfulegt.
006 = Skólastjórinn kallar á móður hans Deborah Myers (Sheri Moon Zombie) og lætur sálfræðinginn Dr. Samuel Loomis (Malcolm McDowell) vera viðstaddann. Móðirin tekur þetta ekki alvarlega (hefur greinilega gerst áður), en þegar þeir sýna henni bæði dauðan hund í poka og hins vegar mjög óhugnanlegar ljósmyndir, sem hann virðist hafa tekið af dauðum dýrum í ýmsum stellingum, þá bregður henni. Sálfræðingurinn vill fá að leggja ýmis sálfræðileg próf fyrir drenginn.
008 = Michael, sem er aðeins 9? ára, eltir annan af þeim sem var að stríða honum og þegar hann labbar heim til sín í gegnu skóglendi nokkuð þá lemur strákurinn - með grímu - hann aftanfrá með trjágrein - aftur og aftur. Lamdi drengurinn reynir að afsaka sig og biðjast vægðar, en Michael tekur þá ljósmyndina sem þeir voru með af systur hana, sýnir honum hana og lemur svo aftur til dauða.
011 = Þegar Michael er kominn heim þá er hann að horfa á sjónvarpið - enn með grímuna. Faðir hans tekur sig til og og niðurlægir son sinn enn of aftur, notar orð eins og hommatitti o.fl. Hefur greinilega gert þetta oft áður.
013 = Deborah, móðir Michaels kemur heim og lofar því að sinna stráknum betur - á morgun - en segir honum að fara út, það er nú einu sinni Halloween. Hún fer aftur á móti í vinnuna, vinnur sem stryppari.
014 = Judith (?) eldri systir Michels er upp í rúmi með kærasta sínum. Þá segir hún honum að fyllibyttan niðri sé ekki raunverulegur faðir hennar. Kærastinn setur þá á síg grímu - þekkta grímu úr gömlu Halloween myndunum og reynir að hræða hana - án árangurs.
016 = Eftir Halloween ferðina kemur Michael kemur heim um kvöldið og sér föður sinn áfengisdauðan fyrir framan sjónvarpið. Michael teipar hann fastan við rúmið og stendur svo yfir honum með grímuna og hníf og sker hann á háls.
018 = Kærastinn kemur niður í eldhús til að fá sér samloku. Hann sér ekki föðurinn látinn inni í stofu og þar sem hann situr við eldhúsborðið þá kemur Michael aftan að honum, enn með grímu - og lemur kærastann í höfuðið.
020 = Næst fer hann upp í herbergi til systur sinnar, sér hana léttklædda upp í rúmi og setur á sig nýja grímu. Systirin sér fljótlega að þetta er Michael, en þegar hún lemur til hans, þá stingur hann hana með hníf í magann. Hún deyr ekki, reynir að flýja, en Michael eltir hana og sker enn meira.
022 = Næst fer hann inn í herbergi litla bróður síns i vöggu og segir: Happy Halloween, brother. Hann fer með bróður sinn úr á gangstétt (út úr öllum viðbjóðnum?). Móðirin kemur heim og sér bræðurna úti. Á sama tíma kemur lögreglan og uppgötvar öll morðin. Móðirinn fær taugaáfall. Miklar fréttir eru sagðar af þessu hryllilega heimilsofbeldi - þrír látnir.
025 = 11 mánuðum síðar (10 ára gamall) er Michael Myers (ekki sakhæfur) dæmdur á geðdeild: Smiths Grove. Skólasálfræðingurinn tekur nú aftur viðtal við hann. Hann byrjar að spyrja Michael um málið. Mannst þú eitthvað eftir málinu? Strákurinn segist ekki muna neitt. Móðirin kemur í viðtal og Michael spyr hvenær hann megi fara heim. Um köldin ræðir fangavörðurinn/ræstitæknirinn Ismael Cruz (Danny Trejo) við hann.
028 = Annað viðtal við sálfræðinginn. Nú mætir Michael með einfalda grímu sem hann hefur gert. Sálfræðingurinn spyr hvers vegna, en strákurinn segist vera með grímu svo að enginn sjái hann. Hann segist vera svo ljótur. Í næstu viðtölum hittast sálfræðinguinn og strákurinn saman, öskra og gráta. Sálfræðingurinn virðist vera að ná til hans, en Michael vill samt áfram vera með grímuna.
030 = Í næsta viðtali eru bæði sálfræðingurinn og móðirin hjá Michael. Móðirin lætur hann fá gamla mynd af sér með henni. Móðirin segist ætla að fara og þá bíðst sálfræðingurinn til að labba með henni út í bíl. Sálfræðingurinn biður hjúkrunarkonu að sjá um Michael á meðan, en það fer ekki betur en svo að Michael ræðst á hana með gaffli.
032 = Móðirin er enn í áfalli eftir þessa nýjustu árás og er heima að skoða gamlar myndir af sér með syni sínum. Hún þolir þetta ekki lengur og fremur sjálfsmorð.
FIMMTÁN ÁRUM SÍÐAR
034 = Tveir fangaverðir gæta Michael sem nú er orðinn stór - mjög stór. Eldri fangavörðurinn er að kenna þeim nýja vinnubrögðin. Sálfræðingurinn er enn að tala við hann, en Michael hefur nú ekki svarað honum í 15 ár. Sálfræðingurinn tilkynnir Michael að hann verði að hætta þessum viðtölum. Næst sjáum við sálfræðinginn halda fyrirlestur um Michael. Hann leggur áherslu á augun á honum og segir að hann vera fullkomið dæmi um psychopath.
038 = Fangaverðir eru að tala saman. Það á að flytja Michael Myers, sem er hlekkjaður bak og fyrir. Allir eru hræddir við hann, enda enn með eina grímuna. Á leiðinni út úr fangelsinu nær Michael að losa sig og drepur 4 fangaverði, þar af eina konu. Hann dregur lík konunnar með sér.
041 = Um kvöldið kemur ræstitæknirinn ljúfi, Ismael Cruz, á staðinn og sér öll líkin. Þegar han snýr sér við þá sér hann Michael. Hann vill koma honum aftur inn í klefann, en Michael ræðst líka á hann, þrátt fyrir að hann segi í sífellu: I was good to you, Michael. Það skiptir engu, Michael hálfdrekkir honum og heldir svo sjónvarpi á nann.
044 = Hringt er í sálfræðinginn og hann er varaður við. Michael Myers er sloppinn út!
046 = Michael er kominn á einhvern veitingastað fyrir bílstjóra langferðabíla og þar er einn á salerninu. Af einhverjum ástæðum bankar Michael upp hjá honum og þrátt fyrir að sá sé með hníf og alls ekki hræddur, þá ræðast Michael á hann og drepur.
048 = Við sjáum allt í einu fallegt heimilislíf í Haddonfield (heimaborg Myers), Illinois á hrekkarviku. Foreldrar, unglingsstúlka og litli bróðir. Michael er aftur á móti kominn á gamlar slóðir heim til sín. Þar grefur hann upp gömlu góðu grímuna sem hann notaði 9-10 ára gamall. Hann heyrir að stúlkan sem við sáum rétt áðan er að koma í yfirgefna húsið. Hún er bara að stríða litla bróður sínum.
052 = Þrjár unglingsstúlkur eru að tala saman og ein þeirra tekur eftir að maður með grímu stendur út á götu og starir á þær. Á sama tíma segir sálfræðingurinn að hann viti vel hvert Michael Myers er að fara (á gamla heimilið?).
055 = Stelpurnar er á heimleið og sjá þá Michael. Þær kalla ögrandi til hans. Leiðir skiljast og sú sem sá Grímumanninn fyrst lítur endurtekið aftur fyrir sig.
058 = Sálfræðingurinn fer með manni í kirkjugarðinn og þar sjá þeir yfir einni gröfinni hræ af sléttuúlfi. Sálfræðinguinn segist vita hvað þetta merki.
060 = Michael er kominn inn á heimili og ræðst þar á kærasta, stingur hann með hnífi og festir upp á vegg. Svo nálgast hann stúlkuna en er nú með lak fyrir sér rétt eins og kærastinn var áður í myndinni. Stelpan gerir sér ekki grein fyrir því hver hann er. Hann kyrkir hana og gengur svo með líkið í burtu.
062 = Sálfræðinguinn kaupir sér stóra byssu, en athygli okkar færist enn að hamingjusömu fjölskyldunni í Illinois fylki. A lot of nutcases come out at Halloween, segir pabbinn. Stúlkan fer og Michael ræðst þá á hjónin. Hann drepur þau og sér fallega mynd af dótturinni. Hún er að passa strákinn - Michael? Stelpan hringir í vinkonu sína, sem er líka að passa. Hún bíður þeim yfir.
070 = Á meðan er sálfræðingurinn að reyna að sannfæra lögreglustjórann um að Michael Myers sé aftur kominn til heimaborgarinnar, en lögreglustjórinn trúir því ekki á grundvelli eins dýrahræs. Loks tekst honum að sannfæra lögrelustórann, því að stúlkan sem um ræðir er litla systir hans. En þegar lögreglustórinn hringur í hana þá fær hann bara símsvara - loks vill hann gera eitthvað í málinu.
073 = Michael er kominn í húsið þar sem stúlkurnar eru að passa og ræðst á ungt par í ástarleik. Hann drepur strákinn, dregur stúlkuna á milli herbergja. Nokkru seinna kemur systir Michaels heim og sér þá kærastann látinn með halloween grímu á höfðinu. Stúlkan er aftur á móti lifandi, en illa slösuð. Laurie hringir á sjúkrabíl, en Michael er kominn aftur. Lögreglustjórinn áttar sig á tilkynningunni og keyrir með sálfræðingnum á staðinn.
078 = Michael eltir slasaða systur sína út á götu og inn í næsta hús. Þar eru tvö börn. Michael brýst inn, en þá er lögreglan komin. Hún biður þau um að opna hurðina, þau eru læst inn á salerni. Michael drepur tvo lögreglumenn, en verður þó fyrir skoti sjálfur. Hann nær í systur sina og dregur hana í burtu.
082 = Michael gengur rólega með hana i burtu þegar lögreglustjórinn og sálfræðingurinn eru loks mættir. Þeir sjá allan skaðann og sálfræðingurinn talar við krakkana tvo. Þeir segja honum að vondi kallinn hafi rænt Laurie. Hann fer af stað að leita Michaels.
084 = Laurie vaknar í e-m kjallara, en þar liggur Linda vinkona hennar nakin. Michael kemur og Laurie spyr: What do you want. Hann leggur frá sér hnífinn og sýnir henni gömlu myndina af þeim saman. Laurie áttar sig smám saman á þessu: I want to help you, segir hún endurtekið, en tekur svo hnífinn og rekur hann í öxlina á honum. Hún flýr, en á erfitt með að komast út.
087 = Michael stendur upp og tekur hnífinn af öxlinni á sér. Hann reynir að ná henni. Hún sleppur, en dettur ofan í tóma sundlaug. Michael nálgast hana öskrandi á hjálp. En sálfræðingurinn Samuel er kominn. Stop, Michael, segir hann, sem heldur þó áfram. Samuel skýtur hann þá aftur og aftur. Michael dettur dauður (?) niður og sálfræðingurinn bjargar Laurie. Hann fer með hana inn í bíl: Hún spyr: Whas that the bad man? Samuel: As a matter of fact it was.
090 = Á sama augnabliki ræðst Michael að þeim og tekur stúlkuna. Samuel segir þá að þetta sé allt sér að kenna: Take me, instead, segir hann. Michael gerir það og dregur hann svo með sér og leitar enn að systur sinni.
093 = Laurie er í felum, en Michael gengur um með hnífinn og leitar að henni. Hann finnur hana ekki, en hún sér byssu sálfræðingsins og nær henni. Hún klifar upp á loft, en Michael lemur í loftið með sterkum lurk. Loks dettur hún niður, en hún heldur enn um byssuna. Hún nær ekki að skjóta hann, en Michael hleypur að þeim og kastar þeim fram af svölum hússins. Lögreglan er að koma þegar Laurie reynir endurtekið að skjóta Michael í höfuðið. Ekkert skot er í byssunni, eða hvað?
107 = THE END.
Halloween þemað
Halloween er ekki bara safn mynda, heldur "francise," þ.e. heill iðnaður, kvikmynda, sjónvarpsþátta, búninga, bóka og teiknimynda um þetta þema. Þemað er um Michael Myers, sem er skálduð persónu, sem var lögð inn á lokaða geðdeild eftir að hafa drepið systur sína, hana Judith. Fimmtán árum síðar sleppur hann af lokuðu geðdeildinni og kemur þá strax aftur til heimabæjar síns, í leit að einhverju. Það vill svo til að hann drap systur sína upphaflega á Halloween vöku og svo aftur þegar hann kemur til heimabæjarins.
Halloween mynd okkar er alls ekki sú fyrsta í seríunni, en þó sú sem segir okkur einna mest um þróun slíkra mynda. Upprunalega Carpenter myndin er þó best. Í öllum myndunum (nema einni: Halloween III: Season of the Witch frá 1982) er Michael Myers söguhetjan. John Carpenter samdi handritið að fyrstu myndinni, ásamt Debra Hill. Hann samdi handritið að mynd númer 2, en hefur ekki komið við sögu annarra Halloween mynda, en er þó skráður sem meðhöfundur að myndinni sem við greinum hér, frá 2007, enda er sú mynd að miklu leyti afturhvarf til fyrstu myndarinnar.
Flestir rekja upphaf Halloween myndanna til Psycho (1960) eftir Alfred Hitchcock, enda í sama anda, þótt engin þeirra (nema kannski sú fyrsta) nálgist Hitchcock að gæðum.
Rob Zombie tókst að endurlífa þemað með mynd okkar frá 2007, og er hún sú tekjuhæsta af öllum Halloween myndum. Hann gerði svo lakari mynd árið 2009 og nýlega var tilkynnt að 16 myndin væri í bígerð á þessu ári og á að heita því frumlega nafni, Halloween Returns.
En skoðum aðeins upphafið. Myndirnar í heild eru:
- Halloween. 7,9*. John Carpenter, 1978. Handrit: Debra Hill & John Carpenter.
- Halloween II. 6,5*. Rich Rosenthal, 1981. Handrit: Tommy Lee Wallace.
- Halloween III: Season of the Witch. 4,5*. Tommy Lee Wallace, 1982. Handrit: Tommy Lee Wallace.
- Halloween 4: The Return of Michael Myers. 5,9*. Dwight H. Little, 1988. Handrit: Alan B. McElroy.
- Halloween 5: The Revenge of Michael Myers. 5,2*. Dominique Othenin-Girard, 1989. Handrit: Michael Jacobs, Shem Bitterman og leikstjórinn.
- Halloween: The Curse of Michael Myers. 4,9*. Joe Chapelle, 1995. Handrit: Daniel Farrands.
- Halloween H20: 20 Years Later. 5,6*. Steve Miner, 1998. Handrit: Ribert Zapata & Matt Greenberg.
- Halloween: Resurrection. 4,1*. Rich Rosenthal, 2002. Handrit: Larry Brand & Sean Hood.
- Halloween. 6,1*. Rob Zombie, 2007. Handrit: Rob Zombie.
- Halloween II. 4,9*. Rob Zombie, 2009. Handrit: Rob Zombie.
- Happy Halloween 3. 6,6*. Justin Corey, 1991. Handrit: Steven Mallas.
- Halloween Returns. Marcus Dustan, 2015? Handrit: John Carpenter?
Bestu Halloween senurnar:
https://www.youtube.com/watch?v=yVTLhx-nEkM
Nokkrir trailerar:
https://www.youtube.com/watch?v=xHuOtLTQ_1I
Halloween II 1981
https://www.youtube.com/watch?v=RCiuZ9MvdJs
Halloween 3 1982:
https://www.youtube.com/watch?v=zKNIqG9J2KU&index=3&list=PLCE_ZtN6-zHlITIjjWtNsGKT665kOI4RK
Halloween 4 1988:
Halloween 6: The Curse of Michael Myers:
https://www.youtube.com/watch?v=rAaPBxBxaV8&list=PLCE_ZtN6-zHlITIjjWtNsGKT665kOI4RK&index=6
Bloggspurningar:
- Hvar er þessi Halloween mynd í röð slíkra mynda? Hefur þú séð einhverja af þessum myndum?
- Hvað er leikstjóri myndarinnar þekktur fyrir annað en leikstjórn?
- Þér finnst þetta kannski ekki góð mynd, en hún er þó heiðarleg tilraun til að endurgera upprunalegu Halloween myndina (sem var sú eina í seríunni sem eitthvað hvað að). Leikstjórinn breytir upprunalegu myndinni lítið, en bætir þó við nokkrum atriðum í upphafi myndarinnar um Michael Myers þegar hann er lítill. Hvað heldur þú að hann sé að reyna að útskýra með því?
- Hvað sýnist þér að Michael Myers sé að reyna í lokaatriði myndarinnar þegar hann sleppur úr fangelsi og ferðast til ákveðinnar borgar (í leit að hverju og til hvers)?
- Sérðu eitthvað sameiginlegt með Michael Myers ungum annars vegar og drengjunum á kraftglærunni um bandarísku barna (unglinga) morðingjana á innra netinu?
- Segðu loks í vönduðu máli (a.m.k. rúmlega hálf A-4 blaðsíða) álit þitt á myndinni. Ekki gleyma að rökstyðja skoðun þína.