Útgáfuár: 2014.
Útgáfufyrirtæki: Regency Enterprises og TSG Entertainment.
Dreyfingaraðili: 20th Century Fox.
Land: Bandaríkin.
Framleiðandi: Arnon Milchan, Joshua Donen, Tyler Perry, Reese Witherspoon (fræg leikkona, nú þegar orðið stórt númer í framleiðslu kvikmynda), Neil Patrick Harris - þekktur grínleikari, einn leikaranna - fékk hlutverkið þess vegna? (persónulega finnst mér hann ekki passa í það).
Lengd: 1:49 mín.
Stjörnur: 8,1* (Imdb) og 8,7 + 8,7* (RottenTomatoes).
Leikstjóri: David Fincher.
Allar myndir þessa leikstjóra: Alien 3 (1992), Seven (1995), The Game (1979), Fight Club (1999), Panic Room (2002), Zodiac (2007), The Curious Case of Benjamin Button (2008), The Social Network (2010), The Girl with the Dragon Tatoo (2011), Gone Girl (2014), Mank (2020).
Auk þessara stórmynda þá hefur Fincher einnig verið framleiðandi nokkurra mynda (The Hire, 2001 og Lords of Dogtown, 2005 og Love and Other Disasters, 2006). Fincher hefur einnig leikstýrt góðum sjónvarpsseríum: House of Cards (2013-8) og Mindhunter (2016-7) - hann er þó bara skráður fyrir fyrstu Mindhunter þáttunum, enda eru þeir lang bestir. Þriðja serían er víst í framleiðslu. Fincher hóf ferilinn við auglýsingagerð og stundum má sjá það í myndum hans.
Handrit: Gillian Flynn, byggt á metsölu bók hennar með sama nafni: Gone Girl.
Tónlist: Trent Reznor.
Kvikmyndataka: Jeff Cronenweth.
Klipping: Kirk Baxter.
Kostnaður / tekjur: 61.000.000$ / 369.300.000$ = Yfir 300 millnónir dollara í plús! Myndin varð mjög vinsæl, enda byggir hún á mjög vinsælli bók sem hafði selst mjög mikið.
Slagorð: You don’t know what you’ve got ‘til it’s …
Trailer: Gerið svo vel.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=Ym3LB0lOJ0o
LEIKARAR / HLUTVERK:
Rosamund Pike = Amy Elliott Dunne, eiginkonan sem hverfur.
Ben Affleck = Nicholas “Nick” Dunne. Eiginmaðurinn, rithöfundur (tímarita), nú atvinnulaus, en kennir þó einn áfanga í háskóla. Sýndur hér hálf-nakinn vegna þess að það var bara þannig (þau bæði nakin og sturtan í gangi) sem að Amy viðurkenndi glæpi sína fyrir honum. Af hverju?
Sagt er að Ben Affleck hafi sérstaklega verið valinn í hlutverkið, þar sem að hann hefur í sínu misjafna lífi (skilnaður, alkóhólismi …) mikið þurft að búa við ágang fréttamanna. Sniðugt hjá leikstjóra, því þennan aumkunnarverða svip sjáum við endurtekið á honum, eins og hér í sjónvarpsviðtalinu. Affleck lék síðar í mynd um alkóhólisma (körfuboltaþjálfari í Gavin O´Connor. 2020. The Way Back 6,7*), kannski af sömu ástæðu.
Neil Patrick Harris = Desi Collings. Moldríkur, býr einn með móður sinni. Varð skotinn í Amy í menntaskóla og skrifar henni enn (20 árum síðar!) reglulega bréf. Býr í nálægu bæjarfélagi (St. Louis). Neil er einn af framleiðendum myndarinnar, er það þess vegna sem hann fékk hlutverkið?
Tyler Perry = Tanner Bolt. Lögfræðingur Nicks, frægur fyrir að verja karlmenn ákærða fyrir morð.
Carrie Coon = Margot “Go” Dunne, tvíburasystir Nicks. Þau reka saman bar, sem heitir því frumlega nafni The Bar - fjármagnaður af minnkandi peningum Amy (og foreldra hennar).
Kim Dickens = Rhonda Boney. Yfirrannsóknarlögreglan á hvarfi (og hugsanlegu morði) Amy.
Patrick Fugit = James Gilpin. Rannsóknarlögregla Rhondy Boney til aðstoðar í Amy málinu.
Missi Pyle = Ellen Abbott. Sjónvarpskonan sem hefur svo gaman að því að velta sér upp úr vandræðum annarra. Yndisleg manneskja, eða þannig. Hún er sögð byggja á þekktri sjónvarpspersónu: Nancy Grace. Sjá að neðan:
Hér má sjá (8:50) þessa Nancy Grace in action, hún er þekkt fyrir að taka fyrir glæpamál sem eru enn í meðferð í dómskerfinu.
Heimild: https://www.youtube.com/watch?v=gket-DOwIsU
Emily Ratajkowski = Andrea “Andie” Fitzgerald. Einn af nemendum Nicks í aukastarfi hans, sem háskólakennari. Hann heldur framhjá Amy með Andie í meira en ár. En hún hefur líka annað look, þegar hún kemur fram í fjölmiðlum. Annars er það sláandi hve margar persónur í þessari mynd hafa 2 andlit. Sjá Andie alsaklausa (eða þannig) í “fermingarfötunum” að neðan:
Casey Wilson = Noëlle Hawthorne. Nágranni Dunne hjónanna og ólétt tveggja barna móðir. Nick vissi ekki að Amy hafði vingast við hana.
David Clennon = Thomas “Tommy” Elliott og Lisa Banes = Mary Elisabeth “Marybeth” Elliott. Foreldrar Amy. Þau eru bæði (frekar klikkaðir - eins og allir?) sálfræðingar.
Foreldrar Amy urðu moldrík á útgáfu margra barnabóka um Amy - Amazing Amy, sem var vinsæl um öll Bandaríkin. Þessi persóna: Amazing Amy er n.k. fullkomin útgáfa af Amy Dunne.
Sela Ward = Sharon Schieber. Sjónvarpskonan sem tekur viðtal við Nick, heldur skárri en sú fyrri (Ellen Abbott).
Scoot McNairy = Thomas “Tommy” O’Hara. Fyrrverandi kærasti Amy, sá sem Amy ranglega kærði fyrir nauðgun.
Jeffrey “Jeff” = Boyd Holbrook og Greta (Lola Kirke) = Unga parið sem Amy hittir þegar hún er í felum á lélegu móteli. Fyrst vingast þau við hana, en ræna svo öllum peningum hennar.
Mínúturnar:
0:01 = Svartur skjár. Smám saman sjáum við andlit Amy Elliott Dunne (Rosamund Pike) sem hvílir á læri Nicholas Nick Dunne (Ben Affleck). Þegar Amy lítur upp til hans þá heyrum við ógnvekjandi hugsanir hans: I picture cracking open her skull… og: What have we done with each other?
0:02 = Nick er á leið í vinnuna í North Carthage, MO = Missouri. Hann lítur þreytulega út. Nútíminn. Við lesum: July 5th, 2012. The Morning Of.
0:03 = Liðin tíð: Nick hittir Amy Elliott Dunne (Rosamund Pike) í partíi og sjarmar hana með spjalli. Ath: Myndin er sýnd fram og aftur í tíma, þetta atriði er t.d. nákvæmlega 5 ára gamalt.
0:04 = Liðin tíð: Amy skrifar í dagbókina (alltaf með nýjum pennum) hvernig samband þeirra hófst. Þau urðu strax ástfangin.
0:05 = Liðin tíð: Nick og Amy yfirgefa partí saman. Þau kyssast í húsasundi þar sem verið er að vinna með sykrað hveiti (sjá mynd). Þau ná strax góðu sambandi, eiga auðvelt með að spjalla (bæði menntaðir blaðamenn). Þau mynda t.d. með sér “sannleiks”-tákn, þegar hann setur tvo putta á neðri vörina.
0:06 = Nick fer á barinn: The Bar og hittir þar tvíburasystur sína: Margot Go Dunne (Carrie Coon). Þau ræða hvað Nick eigi að gefa Amy í 5 ára brúðkaupsgjöf. Amy gefur honum alltaf flotta gjöf, sem hann á að finna með því að leysa margar vísbendingar (Clue One, Clue Two, …), en hún virðist hafa mun meiri áhuga á þessum leik heldur en hann, sem gat t.d. seinast ekki leyst þrautirnar hjálparlaust, þó svo að hún vísi alltaf á mjög persónulega hluti í lífi þeirra. Í miðju samtali systkinanna þá hringir síminn. Walter, nágranni þeirra Amy og Nick hringir til að láta hann vita að útidyrahurðin hjá honum er opin og að kötturinn gengur laus.
0:07 = Nick keyrir heim eðlilega dálítið áhyggjufullur.
0:08 = Nick finnur Amy ekki, en eitthvað er greinilega að. Hann hringir í lögregluna. Rannsóknarlögregluparið: Rhonda Boney (Kim Dickens) og James Gilpin (Patrick Fugit) koma til að rannsaka hvað varð um Amy. Þá kemur fram að aðstæður eru verulega grunsamlegar, ýmislegt á hvolfi og brotið í stofunni og Amy hvergi að finna, þótt straujárnið sé enn heitt. Útidyrahurðin var líka opin. Var henni rænt eða hvað?
0:10 = Boney lögreglukona spyr Nick alls konar spurninga og kemst m.a. að því að eiginkonan er engin önnur en Amazing Amy. Fullkomna stelpan úr barnabókunum, sem seldust mikið á árum áður. Allir virðast þekkja þær bækur - þá persónu. Boney og Gilpin spyrja Nick m.a. um fallega kljólinn sem hún var augljóslega að strauja. Nick segir þeim þá frá 5 ára brúðkaupsafmælinu, sem er í dag.
0:12 = Liðin tíð: Nick og Amy eru á leiðinni á blaðamannafund, þar sem verið er að endurútgefa Amazing Amy bækurnar. Amy langar ekki að mæta þangað, en gerir það fyrir foreldra sína. Þau ræða þessa sérkennilegu stöðu hennar og hliðarpersónunnar: Amazing Amy. Nick segir: Your parents plagerized your childhood. Amy: No they improved upon it. Athyglisvert.
0:13 = Liðin tíð: Nick biður Amy að giftast sér fyrir framan marga blaðamenn, sem voru að tala við Amy á blaðamannafundinum.
0:14 = Lögreglan tekur málið alvarlega og hefur rannsókn. Nick er ekkert á móti því að hann sjálfur sé rannsakaður. Segist ekki þurfa á lögfræðingi að halda.
0:15 = Lögreglan spyr Nick alls konar spurninga, m.a. hverjar vinkonur Amy eru. Hann getur ekki nefnt neina! Nick: She is from New York. She is complicated … Boney: You don’t know her friends, you don’t know what she does all day, you don’t know …
0:17 = Nick hringir loks í foreldra Amy, þau: Thomas Tommy Elliott (David Clennon) og Mary Elisabeth Marybeth Elliott (Lisa Banes). Þau eru bæði sálfræðingar og rithöfundar (Amazing Amy bækurnar). Móðirin vill ekki tala við Nick, heldur bara við lögregluna. Nick labbar um lögreglustöðuna og heyrir þar allt í einu í föður sínum (You focking bitch eru standard frasar hans), sem hefur enn einu sinni strokið af elliheimilinu. Hann er orðljótur Alzheimer sjúklingur - kallar allar konur: Bitch. Nick nær engu sambandi við hann, þegar hann keyrir hann til baka á elliheimilið. Nick opnar hanskahólfið í bílnum, tekur þar fram ódýran síma og hringir. Enginn svarar. Hvern var Nick að hringja í og af hverju er hann með annan (og ódýran) síma?
0:19 = Liðin tíð: Nick og Amy komu sér upp þeirri hefð á brúðkaupsdegi þeirra að gefa sérstakar gjafir. Og Amy gerir meira en það, hún semur stóra gátu með CLUE 1 á upphafsstað, sem Nick þarf að lesa, skilja tilvísunina sem leiðir hann á CLUE 2, o.s.frv. þar til hann finnur CLUE X, þar sem gjöfin hans bíður. Athugið að tilvísanirnar í vísbendingunum eru oft mjög persónulegar. Aðrir myndu ekki ná þeim. Nick gerir það raunar ekki alltaf heldur, Amy til nokkurrar gremju.
0:21 = Nágrannakonan Noëlle Hawthorne (Casey Wilson) sér lögregluna koma í húsið og gefur sig fram: Noëlle - segist vera besta vinkona Amy!? Gilpin rannsóknarlögregla kemst að því að allar eigur hjónanna eru skrifaðar á Amy, sem á yfir eina milljón dollara í sjóði, sem foreldrar hennar settu upp fyrir hana.
0:22 = Nick er á lögreglustöðinni með Gilpin og Boney. Sýni eru tekin af Nick og þau vilja að hann - ásamt foreldrum hennar - tali á blaðamannafundi.
0:24 = Opinn blaðamannafundur er haldinn út af mannshvarfinu, Nick talar fyrst og foreldrar hennar líka. Nick er óframfærinn og vikar ekki mjög áhugasamur um málið. Er hann sekur eða hvað? Foreldrarnir eru ákveðnari og segja að Amy sé Amazing Amy. Móðirin bætir við að Amy: Forged a carreer in journalism… Er forged ekki tvírætt orð? “Ryðja sér braut” og “Falsa?”
0:25 = Nick lætur taka mynd af sér við hliðina á myndinni af Amy (sjá mynd að ofan) og brosir aðeins of mikið á myndinni. Systirin Go er ekki ánægð með það hvernig Nick lítur út í fjölmiðlum.
0:26 = Boney, Rand, Marybeth og Nick eru á lögreglustöðinni. Rand og Marybeth minnast á tvo menn úr fortíð Amy: Desi og Tommy. Lögreglan skoðar þessa tvo fyrrverandi elskhuga Amy:
Desi Collings (Neil Patrick Harris). Hann er nýfluttur aftur til St. Louis, sem er bara í 2 klst. bílafjarlægð frá Amy. Desi hefur alltaf haft Amy á heilanum og reyndi sjálfsmorð þegar hún sagði honum upp þegar þau voru bæði í skóla. Hann skrifar henni enn bréf.
Thomas Tommy O´Hara (Scoot McNairy). Samband þeirra hafði endað illa. Amy kærði hann fyrir nauðgun og fékk nálgunarbann á hann. Nick vissi ekki af því.
0:27 = Boney og Nick finna:
CLUE 1: Although this spot could’t be tighter.
It’s a cozy room for my favorite write.
After-school meeting? Don’t mind if I do …
Maybe I’ll teach you a thing or two.
Þetta er klárlega tilvísun á litlu skrifstofu Nick í háskólanum. Jafnvel hann fattar það. Þau fara þangað.
0:26 = CLUE 2: Hey handsome man let’s go undercover.
You be the hero and I’ll be his lover.
Let’s head on over to the little brown house.
We’ll play hot, doting husband and sweet loving spouse.
Boney finnur mjög þunnar rauðar konunærbuxur á skrifstofu Nicks í háskólanum. Nick getur alls ekki útskýrt þær, þetta er farið að líta illa út fyrir hann. Nick segir Boney ekki skilning sinn (tómt heimili föður hans) á vísbendingu nr. 2, og fer þangað strax eftir viðskilnað við lögregluna.
0:28 = Liðin tíð: Annar brúðkaupsdagurinn. Hjónin skiptast á eins gjöfum! Nick giskar rétt á allar vísbendingarnar frá Amy. Vísbendingarnar leiða þau í bókabúð, þar sem þau kela (og meira til!) á milli bókanna. Amy er mjög ánægð með sambandið. Hún segir: Sometimes I want to punch us in the face we’re so cute. Þau ákveða að verða ekki þetta dæmigerða par þar sem ástin smám saman deyr.
0:29 = Nick fer í hús föður síns, sem er raunar brúnt, en þá fer hávært öryggiskerfið í gang. Boney lögreglukona kemur þá inn - var augljóslega að elta Nick. Lögreglan er greinilega farin að gruna hann. Er það ekki alltaf eiginmaðurinn? Þau finna saman þriðju vísbendinguna:
CLUE 3: Picture me: I’m a girl who is very bad.
I need to be punished and by punished I mean bad.
It’s where you keep goodies for anniversary fire.
So open the door - and look alive.
0:30 = Nick gistir hjá systur sinni, því lögreglan er enn að rannsaka húsið. Þau spjalla saman. Sími Nicks hringir. Hann svarar ekki.
0:31 = Liðin tíð: Á 4ða ári hjónabandsins missa bæði hjónin vinnuna og ekki nóg með það, heldur hafa foreldrar hennar samband og segjast þurfa meiri partinn af peningunum til baka, því þau séu nú alveg á kúpinni. Nick og Amy eru orðin örvæntingarfull því nú eru þau orðin félítil. Dýrt að búa í New York. Hvorugt fær vinnu við hæfi og foreldrar hennar taka til baka nær alla peningana.
0:32 = Liðin tíð: Amy kemur heim og sér að Nick er búinn að spila tölvuleiki allan daginn. Hún sér að hann var að kaupa sér fartölvu. Hún spyr hann um þessi útgjöld, nú þegar þau eru bæði atvinnulaus. Hann bregst illa við, en hún spyr hann hvort hann vilji að hún verði þessi dæmigerða röflandi eiginkona? Nick biðst afsökunar.
0:33 = Liðin tíð: Óvænt hringing. Systir Nicks hringir og tilkynnir honum að Maureen móðir þeirra sé með brjóstakrabbamein á 4ða stigi. Nick ákveður að flytja frá uppáhaldsborg Amy: New York og til smáborgar við Missouri, þar sem Nick er alinn upp. Hann vill sinna veikri móður sinni. Amy vill miklu frekar vera í stórborginni, en lætur undan.
0:34: Nick fer út í bíl og keyrir til Go. Á leiðinni þangað skoðar hann leynisíma sinn og sér: Missed calls og Voicemails. Hann hringir og segir í símsvarann: Call me.
0:35 = Nick mætir grút-þunnur á sjálfboðastaðinn sem foreldrar Amy hafa komið upp - til að leita að Amy. Þá sér Nick Desi (gamli kærastinn) bregða fyrir, reynir að ná sambandi við hann. Hvað var Desi að gera þarna? Nick reynir að elta hann.
0:37 = Go hafði varað Nick við, en hann lætur samt taka óviðeigandi mynd af sér á sjálfboðastöðinni. Nick missir af Desi þegar Shawna - áhugasamur sjálfboðaliði truflar hann. Hún hættir ekki fyrr en hún nær “selfie” mynd með honum. Mjög óviðeigandi. Nick vill eyða myndinni, en hún neitar því.
0:38 = Nick kemur til systur sinnar - hann fær ekki að búa í húsi sínu - það er enn verið að rannsaka það. Go er þá að horfa á þátt í sjónvarpinu, þar sem Ellen Abbott (Missi Pyle), sem er að velta sér upp úr málinu í vinsælum sjónvarpsþætti þar sem svona mál eru tekin fyrir.
0:39 = Þegar Go er farin að sofa Nick fær þessi skilaboð í ódýra síma sinn: Im outside - open up. Hann fer út en finnur engan og þá er bankað á dyrnar. Inn kemur Andrea “Andie” Fitzgerald (Emily Ratajkowski), sem segist elska hann. HA?? Hún bara varð að sjá hann og kyssa. Í ljós kemur Nick er búinn að standa í framhjáhaldi með ungum (helmingi yngri en hann) nemanda sínum í meira en ár. Hann vill alls ekki hitta hana við þessar aðstæður (þá fellur allur grunur á hann), en hún á erfitt með að skilja það: You do love me, don’t you? Hann spyr hana hvort hún hafi nokkuð kjaftað frá því að þau séu saman. Hún neitar því og tekur utan um Nick. Hann stenst ekki mátið og þau elskast í húsi Go.
0:40 = Boney er með marga lögreglumenn að skoða heimili Nick og Amy. Þau finna ýmislegt, þar á meðal kreditkortaútprentanir fyrir alls konar útgjöldum (risasjónvarp - mun stærra en sjónvarpið í stofunni hjá þeim, nýtt golf-sett o.fl.).
0:42 = Liðin tíð: Amy skrifar í dagbókina: I am a Missourian. Þau keyra frá New York til North Carthage í Missouri við stórfljótið: Mississippi. Móðir Nicks og Go taka á móti honum. Amy horfir á úr fjarlægð, hún vill ekki flytja þangað. Amy hugsar: I feel like something Nick doesn’t want, like I could “disappear.”
0:43 = Liðin tíð: Maureen, móðir Nicks, deyr og Amy ákveður að setja restina af peninga frá móðurarfinum til þess að kaupa bar: The Bar, sem Nick og Go reka saman. Sá rekstur gengur ekki sérlega vel, allavega ekki til að byrja með. Amy finnst Nick vera orðinn mjög fjarlægur, hann vill miklu frekar fara út með félögunum (og leynilegu kærustunni) en Amy. Hún leggur þá til að þau eignist barn (hún hafði áður ekki viljað barn). Ekki núna, segir Nick, þegar þau eiga litla peninga og eru bæði atvinnulaus. Hann verður svo reiður að hann hrindir henni. Höfuð hennar lendir á stiganum, en hún meiðist ekki mikið. Amy skrifar í dagbók sína: I am frightened of my own husband.
0:46 = Lögreglan yfirheyrir vafasama menn sem viðurkenna að til þeirra hafi Amy komið til að kaupa af þeim byssu. Þeir gátu ekki selt henni hana. Amy segir líka frá þessu í dagbók sinni, sem hún hefur reglulega (7 ár!) skrifað í. Við hvað er hún svona hrædd?
0:48 = Þegar Andie, leynileg kærasta Nicks, læðist út um morguninn heima hjá Go, þá sér systir hans hana fara. Hún hellir sér yfir Nick og missir næstum því trú á honum. Ertu að verða eins og pabbi, spyr hún? Go bendir Nick á að mál þeirra er nú orðið vinsælt sjónvarpsefni hjá Ellen Abbott (málglöðu og hneykslunargjörnu sjónvarpskonunni).
0:52 = Nick lokar barnum og mætir á útisamkomu, Amy til stuðnings. Allir mæta með kerti. Þrír dagar eru liðnir frá hvarfi hennar og Nick talar við fólkið. Nick heldur sig sjá Andie í mannþrönginni. Hann ávarpar mannskapinn og segist al-saklaus, en enginn virðist trúa honum. Ein kona öskrar: What did you do to your PREGNANT wife, Nick? Ha, ólétt??
0:54 = Boney spyr Nick hvort að Amy sé ólétt. Nick: Nei! Boney segir að rannsóknir sýni að mikið blóð hafi verið þrifið upp í húsinu og að einkennilegir hlutir hafi dottið í stofunni - en ekki þeir hlutir sem voru léttastir? Einnig kemur í ljós að Nick er nýbúinn að kaupa alls konar dýra hluti, sem hann harðneitar að hafa keypt. Nick neitar héðan í frá að tala við lögregluna án lögfræðings.
0:56 = Nick má nú aftur fara heim, en lögreglan er þó búin að fjarlægja margt í rannsóknarskyni. Nick lítur út og sér bæði lögreglur og blaðamenn á gangstéttinni. Þeir láta hann ekki í friði héðan í frá og ef hann opnar dyrnar þá öskra blaðamenn: Nick, did you murder your wife?
0:57 = Í rifrildinu við Nick bendir Go honum á að skoða sjónvarpsþátt Ellen Abbott — Shawna Kelly er nú þar í viðtali að sýna selfie myndina af sér og Nick, skælbrosandi. Næsti gestur Ellen er Tanner Bolt (Tyler Perry), lögfræðingur sem þekktur er fyrir að verja karlmenn sem eru ákærðir fyrir morð. Lögfræðingurinn segir ekki víst að Nick sé sekur. Go hvetur Nick til að ráða hann sér til varnar.
0:58 = Boney og Gilpin halda rannsókninni áfram og finna m.a. að mikið blóð hafi nýlega verið þrifið á eldhúsgólfinu. Það er greint og reynist vera blóðtegund Amy: B. Nú eru þau farin að leita að morðvopni.
0:63 = Lögreglan rannsakar gamla bláa heimili föður Nicks. Þau finna þar innst inni í arninum lítt brunna dagbók - Dagbók sem Amy hélt í 7 ár.
0:64 = Nick, Boney, og Gilpin ræða saman á heimili hans. Þau sýna honum alls konar gögn, sem flest benda til þess að hann hafi lamið konu sína og látið þetta líta út fyrir að vera eitthvað annað. Þau sýna honum m.a.:
They present Nick with photos showing that Amy and Noelle were good friends.
They tell Nick that the crime scene seemed staged.
They reveal that they testing the kitchen for blood and it lit up, matching Amy’s blood type. It suggests that someone killed her in the house and made it look like a kidnapping.
They ask Nick about the marriage, ask if they fought about all their credit card debt. They present receipts of items such as televisions, golf clubs, and a robot dog. Nick doesn’t know anything about those charges — he thinks his identity has been stolen.
They also reveal that Amy’s life insurance was bumped up and that Nick filed the paperwork. Nick claims that was her idea, not his — he just filed the papers. Boney gets a call — Amy’s medical records confirms that she was pregnant. Nick throws a glass, and tells them that they can no longer talk to him until he gets a lawyer.
0:65 = Við heyrum Amy hugsa: I am so more happier now that I am dead!… To fake a murder you have to have discipline. HA? Amy er að keyra. Hún er með sárabyndi um hendina og hún hendir pennum út úr bílnum. Við sjáum hvernig hún er búin að undirbúa sig. Fékk m.a. þvagsýni frá óléttri nágrannakonu sinni, hvernig hún lætur sér blæða og hellir blóðinu á eldhúsgólfið, sem hún þrífur strax (að mestu). Hún lætur Nick skrifa undir hækkaða líftryggingu, skrifar með ýmsum pennum í dagbókina og setur svo lítt brunna dagbókina innst í arinninn! Amy tekur upp fjölmarga hluti, sem allir virðast vera planlagðir með miklum undirbúningi, í mörg, mörg ár! T.d. dagbókin. Hún byrjar vel og er jákvæð - eins og samband þeirra var til að byrja með. En svo bætir hún við hverju því sem hún getur, til þess að sökin færist smám saman á Nick. Svo var bara að láta sig hverfa.
0:70 = Nick segir systur sinni Go að það hafi verið Amy sem vildi ekki börn. Hann segir að þau hafi þó reynt og hann hafi meira að segja látið sæði til fyrirtækis sem sérhæfir sig í gervifrjóvgun. Það var þar frosið, en aldrei notað - Amy vildi á endanum ekki láta reyna á þetta og þeir hafi síðan sagst munu eyða því. Go trúir þessy ekki fyrr en hann sýnir henni bréfið frá fyrirtækinu. Hún sér að það er í boxi með hlutum sem Nick hatar. T.d. eru bréf þar frá Desi til Amy. Hataði Nick konu sína, spyr hún? Nick segir: Af hverju spyrðu mig ekki bara hvort ég hafi myrt hana? Go segist ekki trúa því og hún fer.
0:69 = Liðin tíð: Amy skrifar í dagbókina að hún sé ólétt og að hún ætli að kaupa sér byssu til öryggis.
0:71 = Go les næstu CLUE frá Amy til Nick og þá loks fattar hann það. Amy var allan tímann að undirbúa þetta, bara til að koma sökinni á Nick. Vísbending 4:
Dear Husband,
I know you think you’re moving through this world unseen.
Don’t believe that for a second.
I know where you’ve been - and I know where you’re going.
For this anniversary, I’ve arranged a trip: follow the river, up up up.
So sit back and relax.
Because you are DONE.
The End.
0:72 = Nick fattar vísbendinguna. Hann keyrir heim til Go. Nick opnar gamalt smáhýsi fyrir aftan húsið (þar sem hann fór stundum með Andie) og sér að það er fullt af alls konar varningi, sem eru allir keyptir með kreditkorti hans.
HVAÐ ER COOL GIRL?
0:73 = Amy keyrir á lélegt hótel Á leiðinni fer hún á bensínstöð og litar á sér hárið á salerninu. Hún breytir sér eins og hún getur. Hún meira að segja lemur sjálfa sig í framan með hamri, til að fá glóðarauga. Hún heldur svo akstri áfram og við heyrum hana hugsa: I became the “cool girl” to win Nick. That they both became better people to impress each other.
0:74 = Amy er í felum á lélegu móteli og hittir þar ungt par, Gretu (Lola Kirke) og Jeffrey “Jeff” (Boyd Holbrook). Hún vingast við þau, enda leiðinlegt að vera ein í felum og hafa ekkert að gera. Amy flettir dagatali með plani fyrir næstu daga. Svo virðist sem að hún sé að undirbúa sjálfsmorð.
0:77 = Liðin tíð: Eitt kvöld Amy sá Nick koma út af barnum og áður en hann sér konuna sína, þá tekur hann utan um unga stúlku og kyssir hana. Amy sér að Nick er að halda framhjá henni.
0:78 = Nick sér að rannsóknin er ekki að fara vel, hann ákveður að ráða þennan lögmann (Tanner Bolt) sem var í sjónvarpinu og tekur svona mál að sér. Hann er rándýr, en Go veðsetur húsið sitt fyrir 1stu útborgun til lögfræðingsins.
0:80 = Nick byrjar eigin rannsókn á málinu. Hann fer og heimsækir Tommy þann sem Amy kærði fyrir nauðgun. Í ljós kemur að Tommy er alls ekki nein nauðgaratýpa, hann útskýrir allt málið og Nick sér að Amy spilaði algerlega með Tommy - kannski alveg eins og hún er núna að gera við Nick. Þegar Tommy sér svo mörgum árum síðar Amy Missing þáttinn í sjónvarpinu, þá segir hann: Amy graduated from being raped to being murdered.
0:81 = Amy horfir á sjónvarpið með parinu, m.a. á þáttinn með Elliott Abbott þar sem hún veltir sér upp úr málinu. Þau virðast ekki þekkja hana, enda mikið breytt.
0:83 = Amy er mjög skipulögð. Hún er með stórt dagatal þar sem segir:
Woodshed found — if not call tipline;
Police know Andie — if not call tipline;
Police find diary — if not call tipline;
August 5: Police arrest Nick;
Sept. 5 — Kill self.
Planið hjá Amy virðist vera einfalt: Þegar búið er að ákæra Nick fyrir mannrán/morð, þá drepur hún sig og lætur líkið ekki finnast.
0:87 = Nick heldur áfram að rannsaka málið sjálfur og heimsækir nú Collings á leiðinni heim, eftir að hafa ráðið lögfræðinginn. Hann nær engu upp úr ríka manninum.
0:89 = Boney les alla dagbók Amy og þótt hún sé hliðholl Nick, þá virðast fleiri og fleiri vísbendingar benda til þess til þess að Nick hafi drepið Amy og losað sig við líkið í Mississippi. Líkið er þá e.t.v. runnið til sjávar.
0:91 = Lögfræðingurinn er viss um að kærastan muni fyrr eða síðar kjafta frá. Hann vill að Nick taki frumkvæðið og segir sjálfur frá framhjáhaldinu. Sjónvarpsviðtal?
0:94 = Amy blandar of mikið geði við unga parið sem hún hitti. Nú hafa þau tekið eftir því að hún er með búnka af peningaseðlum.
0:95 = Lögfræðingurinn segir að Nick verði að koma fram í sjónvarpi og viðurkenna syndir sínar. Þá muni þau sjá að hann er að vísu ekki fullkominn maður, en þó ekki morðingi. Snýst allt snúast um almenningsálit, líka dómsmál?
0:96 = Parið kemur inn á mótelherbergi Amy og rænir hana öllum peningunum. Þau skilja hana eftir með smápeninga. Nú er Amy reið!
0:98 = Lögfræðingurinn undirbýr Nick fyrir viðtalið. Hann hendir gummybears í hann hvert sinn sem hann svarar ekki vel. Allt snýst um að líta vel út í viðtalinu.
1:00 = Amy notar seinasta klinkið til að hringja í Desi Collings, gamla ríka kærastann. Hún gefur sig algerlega á vald hans, sem ákveður að koma henni fyrir í einu af húsunum sínum. Amy segir Nick hafa beytt sig ofbeldi og hún hafi misst barnið. Amy: The only thing that kept me going were your (Desi’s) letters. Þegar þau leggja af stað þá sýna fréttirnar bæði frá því kærustunni, sem kemur sakleysislega fram og viðurkennir framhjáhaldið og foreldrar Amy koma líka fram og segjast ekki lengur styðja Nick. Á sama augnabliki þá er Nick ákveðinn að koma frá í sjónvarpi. Honum gekk vel í viðtalinu, enda ekki seinna vænna, því að allir eru (eðlilega) farnir að hata hann.
1:05 = Desi kemur Amy fyrir í mjög ríkmannlegu húsi. Hann segist geta séð um allt. Takið eftir að hún fær “allt” sem hann vill, en hún fær ekki lykil, né (dag)peninga. Það eru öryggisvélar um allt.
1:06 = Amy hringir nafnlaust í lögregluna og tilkynnir: Activity on the property of Margot Dunne.
1:08 = Bein útsending frá viðtali Sharon Schieber (Sela Ward) við Nick. Nick og Go horfa á saman og Desi og Amy líka. Það sem Amy tekur eftir er að hann bæði er með bindið og úrið sem hún gaf honum. Hann virðist tala beint til hennar. Hann sýnir henni gamla sannleiksmerki þeirra. Amy brosir þegar hún sér þetta seinna.
1:10 = Nick segir ýmislegt í viðtalinu, en ef vel er tekið eftir þá er hann ekki að tala við sjónvarpskonuna Scheiber, heldur beint við konu sína. Nick horfir beint á sjónvarpið: Amy, I love you. Your ar the best person I will spend every day making it up to you. I love uou. Come home. Nick er ánægður með viðtalið og segir: Amy brings out the best in me.
1:13 = Boney kemur á heimili Go með húsleitarheimild. Hún finnur ýmislegt í skúrnum fyrir utan húsið, m.a. nýtt golfsett og alls koar dýra hluti, sem allir eru greiddir með greiðslukorti Nicks.
1:16 = Boney les upp úr dagbók Amy. Þegar hún svo tilkynnir að þau hafi líklega fundið morðvopnið.
1:19 = Desi yfirgefur húsið en segist ætla að koma aftur í kvöld. Amy kyssir hann þá á leiðinni út og bítur hann í vörina. Hann fer og strax á eftir setur Amy bleytu á sig miðja og leggst “öskrandi í hljóði” á gluggann viss um að öryggismyndavélarnar sjái það. Hún skaðar sig líka á kynsvæðinu og bíður eftir að Desi koma heim.
1:25 = Amy labbar heim, alblóðug fyrir framan alla blaðamennina. Þegar hún fellur í faðm Nicks, þá tekur hann utan um hana og hvíslar: You fucking bitch! Það líður yfir Amy í fangi hans og ljósmyndararnir tryllast.
1:26 = Á spítalanum er Amy rannsökuð. Einkenni hennar samsvara nauðgun. Boney er sú eina af lögregluliðinu sem trúir Amy ekki. Hún spyr margra spurninga(How did Desi have the handle? How did all the items end up in Go’s shed?), en þegar Amy getur ekki svarað, þá ræðst hún persónulega á Boney og segir henni að lögreglurannsóknin hafi verið léleg, hún hafi þurft að bjarga sér sjálf út úr mannráni og nauðgun.
1:27 = Lögreglan (og FBI) yfirheyra öll Amy saman. Hún reynir að gera sögu sína sannfærandi á þessa leið að Desi hafi rænt henni og haldið henni allan þennan tíma. Hún slapp loks sjálf og allir trúa henni nema Boney, sem fær ekki að spyrja hana mikið. Nick keyrir hana heim í hjólastól fyrst og svo í lögreglufylgd. Hjónin fara heim og blaðamenn klappa og taka endalaust myndir.
1:30 = Þegar inn er komið þá segir Nick Amy að hún sé morðingi. Hann vill vita allt. Hún segist ekki geta sagt honum neitt nema þau séu bæði nakin í sturtunni með vatnið á. Af hverju? Jú, svo að hljóðnemar nái ekki samtalinu. Hann segist ætla að yfirgefa hana, en hún segir hann ekki geta það. Hann fer ekki, en neitar þó að sofa hjá henni. Svona ástand varir í nokkrar vikur og mánuði. Á meðan skrifa þau bæði handrit að bók, hann um það hve svikul hún er, en hún er á bókasamningi um nýja Amazing Amy bók.
1:34 = Hjónin - sameinuð á ný - halda veislu og þau virðast mjög hamingjusöm.
1:35 = Nick hittir lögfræðing sinn, Go og Boney löngrelukona endurtekið leynilega á einhverjum pönnukökustað. Þau reyna eins og þau geta til að færa einhverjar sönnur á það hve Amy er klikkuð, en ekkert gengur.
1:36 = Fimm vikum seinna eru þau bæði komin með handrit að bók. Amy vill fá Nick til að vikurkenna 3 hluti, svo að hún geti sjálf talist örugg.
1:37 = Amy sýnir Nick að hún er núna ólétt - í alvöru. Þau hafa ekki haft samfarir eftir að hún kom til baka, en hún segist hafa notað glasafrjófgunaraðferðina - notaði gamla sæðið sem hún átti að eyða. Hjónin rífast heitarlega, en Amy vill einfaldlega fá gamla Nick aftur. Hún sannfærir hann um að hann viljið það líka.
1:38 = Go skilur þetta ekki, að Nick vilji aftur og áfram aftur búa með Amy.
1:39 = Annað sjónvarpsviðtal við Sharon. Nú eru bæði mætt: Nick og Amy. Viðtalið er ljúft og “einlægt.” Næsta morgun er Amy tilbúin með: crepes þegar hann vaknar. En sætt!
1:40 = Sex dögum eftir heimkomuna þá hittast Nick, Go, Tanner, og Boney leynilega. Þau ræða hvernig hægt er að sanna morðið á Amy. Lögfræðingurinn Tanner telur það ekki hægt — þau eigi bara að njóta velgengninnar. Hann bendir á: Lifetime movie, book rights, the Bar is being franchised. Boney vill reyna, en Tanner snýr aftur til New York og gefst upp á málinu.
1:41 = Amy og Nick eru heima. Hún segir honum að hann þurfi ekki að vera hræddur. Hann segist ekki geta / vilja sofa í sama rúmi og hún. Hann þarf meiri tíma.
1:42 = Níu vikur líðnar. Nú eru þau bara þrjú á The Bar: Nick, Go og Boney. Nick spyr Boney um lögreglurannsóknina. Hún er ekki lengur með málið. Það er komið til FBI og þeir ætla ekki að gera neitt.
1:43 = Nick talar við sjálfan sig í baðhergerginu. Hann segir: My wife is lying, murderous sociopath. Amy gengur brosandi um húsið og hún krefst þess að Nick viðurkenni almennt að það var hann sem keypti allt aukadraslið á kreditkorti sínu.
1:44 = Leiðinlega sjónvarpskonan: Ellen Abbott er mætt til hjónanna á heimili þeirra. Þegar Amy mætir í viðtalið þá lætur hún Nick frá sönnun þess að hún sé ólétt. Nick segir henni fyrir viðtalið að hann muni yfirgefa hana, þau eru: Toxic together. Amy segir hann gefa farið, en að hann verði aldrei hamingjusamur með normal konu. Nick grípur um háls hennar og skellir henni upp við vegg. Amy segir honum að mannast, vera hjá henni og ala upp barnið þeirra saman.
1:45 = Go er grátandi heima hjá sér þegar Nick kemur í heimsókn og segir henni að hann fari ekki frá Amy. Hún trúir þessu ekki.
1:46 = Í sjónvarpsviðtalinu virka Nick og Amy mjög hamingjusöm. Þau tilkynna óléttuna og Nick segir íronískt: We are partners in crime.
1:48 = Rétt eins og í opnunaratriði myndarinnar þá liggur Amy í kjöltu Nicks og hún snýr sér að honum. Við heyrum hugsun hans - lokasetningu myndarinnar - um leið og Amy snýr sér að honum: What are you thinking? How are you feeling? What have we done to each other? What will we do?
1:49 = THE END.
Hér fyrir neðan er athyglisverð greining á allri myndinni, öllum táknunum - mjög nákvæmt. Það eina sem er að, er að maðurinn er óþolandi. En samt:
SMÁ-verkefni (2%):
Skilja má þessa kvikmynd sem endalaust samsafn af pörum (í merkingunni: andstæður eða samstæður - t.d. Nick og Go eru tvíburar (samstæður), karl og kona (andstæður) … Skrifaðu þær upp með einu orði (samstæður eða andstæður) og max einnar setningar útskýringu.
Nick og …
Amy og …
Go og …
Desi og …
Hættu þessu verkefni ekki fyrr en þú ert kominn með a.m.k. 10 liði!
Stór-verkefni (10%):
Greinið helstu persónur Gone Girl myndarinnar (Amy og Nick) út frá kafla 18 í DSM-5 (sjá hann á Canvas). Ég vil ekki ritgerð, heldur í öllum tilvikum stutt, en hnitmiðuð svör.
Hvaða persónuleikaröskun lýsir best hegðun Amy í myndinni? Nefndu hér bara eina.
Þú hefur eflaust gúglað þetta og þá koma fram nokkrar tillögur um persónuleikaröskun hennar. Hvaða röskun mynduð þið setja í annað sæti, þ.e. þar sem Amy sýnir nokkur einkenni röskunarinnar, en önnur atriði styðja þá greiningu ekki?
Hvaða persónuleikaröskun lýsir best hegðun Nick í myndinni?
Hvort sýnist ykkur að módelið sem ég kalla Ray eða Charles passi betur við Gone Girl handritið. Nefnið í einni setningu 6 atriði (fyrir hvert atriði eins og t.d. Act I, II, III, Climax og Focus point í Ray eða Midpoint og False ending í Charles - þið ráðið hvaða 6 atriði) módelsins og hvernig það passar við handritið. Ræðið bara Ray modelið eða Charles módelið, ekki bæði.