Velkomin á bloggsíðu Kristjáns Guðmundssonar fyrir SálfræðiÁFANGANN: Kvikmyndasálfræði
Héðan getur þú skoðað tvennt:
1. Greiningu á einstökum kvikmyndum, eftir titli þeirra, skrifað með lágstöfum: s.s. Taxi Driver og Memento. Hér er viðkomandi mynd grandskoðuð, meðal annars sagt frá útgáfuári, leikstjóra, helstu leikurum, hvað gerist á 2-3 mínútna fresti í myndinni, athyglisverð myndbrot, hugsanlegar framhaldsmyndir og margt fleira. Oft endar þessi greining einstakra mynda á spurningum, ýmsum mis-stórum (litlum!) verkefnum.
2. Greiningu á kvikmyndum almennt, eftir efnisþáttum, skrifað með HÁSTÖFUM: s.s. Tegundir kvikmynda og Leikaðferðir. Hér er ekki fjallað um einstaka myndir heldur um eitthvert það þema sem sjá má í mörgum myndum, t.d. eru Hannibal, The Killer Inside Me og Girl, Interrupted allar (meðal annars) um Siðblinda menn eða konur (Girl Interrupted), á meðan að eftirfarandi myndir eru (meðal annars um Efnamisnotkun - hvort sem það er áfengi eða dóp): Trainspotting, Requiem for a Dream, Flight og T2 Trainspotting.
Gjörðu svo vel að skoða og hikaðu ekki við að senda mér (kurteisan) póst, t.d. með leiðréttingum eða ábendingum.
Kristján