VELKOMIN

Velkomin á bloggsíðu Kristjáns Guðmundssonar fyrir SálfræðiÁFANGANN: Kvikmyndasálfræði

Héðan getur þú skoðað tvennt:

1. Greiningu á einstökum kvikmyndum, eftir titli þeirra, skrifað með lágstöfum: s.s. Taxi Driver og Memento. Hér er viðkomandi mynd grandskoðuð, meðal annars sagt frá útgáfuári, leikstjóra, helstu leikurum, hvað gerist á 2-3 mínútna fresti í myndinni, athyglisverð myndbrot, hugsanlegar framhaldsmyndir og margt fleira. Oft endar þessi greining einstakra mynda á spurningum, ýmsum mis-stórum (litlum!) verkefnum.

2. Greiningu á kvikmyndum almennt, eftir efnisþáttum, skrifað með HÁSTÖFUM: s.s. Tegundir kvikmynda og Leikaðferðir. Hér er ekki fjallað um einstaka myndir heldur um eitthvert það þema sem sjá má í mörgum myndum, t.d. eru Hannibal, The Killer Inside Me og Girl, Interrupted allar (meðal annars) um Siðblinda menn eða konur (Girl Interrupted), á meðan að eftirfarandi myndir eru (meðal annars um Efnamisnotkun - hvort sem það er áfengi eða dóp): Trainspotting, Requiem for a Dream, Flight og T2 Trainspotting.

Gjörðu svo vel að skoða og hikaðu ekki við að senda mér (kurteisan) póst, t.d. með leiðréttingum eða ábendingum.

Kristján

Myndir eftir vikum

  1. Taxi Driver

  2. A Clockwork Orange

  3. Vertigo

  4. Bride of Frankenstein

  5. Jaws

  6. Black Swan