Titill: The Gift.
Útgáfuár: 2015.
Útgáfufyrirtæki: Blumhouse Productions.
Dreyfingaraðili: STX Entertainment.
Land: Bandaríkin.
Framleiðandi: Jason Blum, Joel Edgerton & Rebecca Yeldham.
Lengd: 108 mín.
Stjörnur: 7,5* (Imdb) og 9,3 + 7,9* (RottenTomatoes).
Leikstjóri: Joel Edgerton (USA, 1974- ).
Aðrar myndir sama leikstjóra: Joel hefur leikið í mörgum myndum, t.d. þessum: Star Wars Episode II: Attack of the Clones (2002), Star Wars Episode III: Revenge of the Sith (2005), Kinky Boots (2005) og The Great Gatsby (2013). The Gift er fyrsta myndin sem Joel leikstýrir (ásamt því að leika eitt aðalhlutverkið).
Handrit: Leikstjórinn.
Tónlist: Danny Bensi & Saunder Jurriaans.
Kvikmyndataka: Eduard Grau.
Klipping: Luke Doolan.
Kostnaður/tekjur: 5.000.000$/44.900.011$.
Slagorð: You think that you have done with the past, but the past has not done with you.
Trailer: Gerið svo vel.
https://www.youtube.com/watch?v=I3IiZU9JBuE
Leikarar/Hlutverk:
Jason Bateman = Simon Callum. Eiginmaðurinn.
Rebecca Hall = Robyn Callum. Eiginkonan.
Joel Edgerton = Gordon "Gordo" Mosley, leikstjórinn!
Tim Griffin = Kevin "KK" Keelor. Samstarfsmaður Simons, sá sem hættir hjá fyrirtækinu og gefur Simon möguleika á stöðuhækkun.
Allison Tolman = Lucy. Nágrannakona Callum hjónanna, sem Robyn leitar töluvert til.
Beau Knapp = Walker. Rannsóknarlögreglumaður.
P. J. Byrne = Danny McDonald. Hinn aðilinn sem kom til greina varðandi stöðuhækkunina, nema hvað að hann fékk hana ekki vegna slúðursagna.
David Denman = Greg. Fyrrverandi skólafélagi Simons, sá sem nú starfar sem hnykkir (kyropractor).
Busy Phillips = Duffy. Eiginkona eins samstarfsmanns Simons.
Wendell Pierce = Mills. Rannsóknarlögreglumaður.
Katie Aselton = Joan.
Dylan Samuelson = Lil Ronny MF.
Net-verkefni:
- Áhorfandi fær snemma ýmsar vísbendingar um að eitthvað agalegt sé að fara að gerast. Nefndu 2-3 sterk atriði sem að fengu þig til að líða þannig. Leikstjórinn segir að ákveðinn - löngu dauður - leikstjóri, sé fyrirmynd hans að þessum atriðum. Sá var frægur fyrir að vera einstaklega góður í að búa til spennu. Hver heldur þú að það sé?
- Í upphafi lítur svo út sem að Gordo sé sá klikkaði í myndinni, en hver er það í lokin sem kemur einna verst út sem karakter og hvers vegna?
- Gordo er samt ekki algóður. Nefndu 3 dæmi sem sýna að hann er alls ekki góður karakter heldur.
- Eiginkonan virkar með ákveðna geðröskun í byrjun myndarinnar og frameftir, eða þar til að hún áttar sig á því að eiginmaður hennar er ekki allur þar sem hann er séður. En hvað amaði að henni fram að því? Nefndu a.m.k. tvennt.
- Lestu vel kaflann (15) um persónuleikaraskanir. Getur þú fundið einhvern í myndinni sem er með slíka röskun?
- Mundu svo að skrifa þitt persónulega álit á myndinni.
MUNDU AÐ SVARA ALLTAF RAFRÆNT Í SEINASTA LAGI ÁÐUR EN NÆSTA MYND VERÐUR TEKIN FYRIR.