Þessi lokaáfangi í Kvikmyndasálfræði vorið 2018 hefur snúist um það hvers konar "verur" eru til. Hvernig eru þessar verur þegar þær eru hvað ýktastar. Ég hef tekið þekkt dæmi úr kvikmyndunum og sýnt og síðan reynt að útskýra hverja geðveilu þar sem hún kemur upp, borið hana saman við aðrar sem teknar eru fyrir, skilgreint og sýnt samkenni og mismun. Þessar tegundir eru:
Rofinn Persónuleiki (e. multiple personality); formlega nafnið í dag er (e. dissociative identity disorder).
Geðklofi (e. schizophrenia); formlega nafnið er Geðklofarófsraskanir (e. schizophrenia spectrum and other psychotic disorders).
Ófreskja (e. creature).
Einhverfa (e. autism); formlega nafnið er Einhverfurófsröskun (e. autism spectrum disorder).
Dýr (e. animal).
Brjálaður vísindamaður (e. mad scientist).
Vélmenni (e. robot).
Uppgerðarröskun (e. factitious disorder).
Siðblinda (e. sociopath); formlega nafnið er Andfélagsleg persónuleikaröskun (e. antisocial personality disorder).
Ég bý nú til 9 dæmi, þar sem þú átt að finna einu sinni hvert. Svaraðu á sérstöku blaði sem kennari lætur þig fá og mundu að segja svo í lokin (spurning 10) hvaða kvikmynd hafi kennt þér mest.
Spurning 1. Skoðaðu trailer þessarar frægu myndar (Milos Forman. 197x. One Flew Over the Cukoo's Nest). Myndin hefst á því að R. MacMurphy (Jack Nicholson) lætur færa sig úr fangelsi yfir á geðdeild því þar heldur hann sig vilja vera. Nema hvað að þar er yfirhjúkrunarkonan honum mjög erfið.
Spurning 2. Skoðaðu trailer þessarar myndar (Steven Spielberg. 2001. A.I. Artificial Intelligence). Stanley Kubrick ætlaði alltaf að gera þessa mynd, en Spielberg tók við verkinu að honum látnum.
Spurning 3. Skoðaðu trailer þessarar nýlegu myndar (M. Night Shyamalan. 2016. Split). James McAvoy er frábær í hlutverkunum.
Spurning 4. Skoðaðu trailer þessarar myndar (Tom Shadyac. 1996. The Nutty Professor). Þú hefur líklega séð hana eða framhaldsmyndina (Peter Segal. 2000. Nutty Professor II: The Klumps).
Spurning 5. Skoðaðu trailer þessarar flóknu myndar (David Cronenberg. 2000. Spider). Ég er stundum búinn að tala um hana í tíma, þegar ég sagði frá því að ég sýndi hana bara einu sinni, þar sem aðalleikarinn hreyfði sig svo agalega hægt - alla myndina!
Spurning 6. Skoðaðu trailer þessarar ógeðslegu myndar (Mary Harron. 2000. Americal Psycho). Lengi vel fékkst enginn til að leika aðalhlutverkið fyrr en Christian Bale tók það að sér, en þó með því skilyrði að sagan yrði gerð íronísk, þ.e. svartur húmor - svo að áhorfendur myndu þola ofbeldið!
Spurning 7. Skoðaðu trailer þessarar ógeðslega fyndnu myndar (John Landis. 1982. An American Werewolf in London). Hér er enn tekið mjög írónískt á þekktu Wolfman þema, svört kómedía í essinu sínu (sjá blogg mitt um hana ef þið viljið vita meira).
Spurning 8. Skoðaðu trailer þessarar myndar (Peter Næss. 2005. Mozart and the Whale). Ég hef ekki séð þessa mynd, en mér sýnist að hún gangi út á það að karl og kona sem bæði eru með þessa geðröskun reyni að hefja samband.
Að lokum svaraðu Spurningu 9 um það hvaða mynd þér fannst kenna þér mest í áfanganum og loks (Spurning 10) segðu persónulegt álit þitt á öllum áfanganum í heild sinni. Lærðir þú eitthvað?
PS. Þú mátt skila þessu lokaverkefni í seinasta lagi Föstudaginn 11. maí, en eldri verkefnum verður að skila Mánudaginn 7. maí.
Takk fyrir samveruna, Kristján