Kinsey

Kinsey kápan frá 2004.  

Titill: KINSEY. Myndin fékk Golden Globe verðlaunin í Drama flokki árið 2005.

 

Útgáfuár: 2004.

 

Útgáfufyrirtæki: American Zoetrope Myrial Pictures.

 

Dreyfingaraðili: Fox Searchlight Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Gail Mutrux, Líka: Francis Ford Coppola, Kirk D'Amico, Valerie Dean, Michael Kuhn, Bobby Rock, Adam Shulman.

 

Lengd: 118 mínútur.

 

Stjörnur: 7,1* (Imdb) og 9,0*/7,5 * (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Bill Condon (merkilegt eftirnafn, miðað við myndina).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Gods and Monsters (1998), Dreamgirls (2006).

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tónlist: Carter Burwell.

 

Kvikmyndataka: Frederick Elmes.

 

Klipping: Virginia Katz.

 

Kostnaður/tekjur: 11.000.000$/16.918.723$.

 

Slagorð: Take your time to fill out these sex questionnaires.

 

Flokkun: Drama.

 

Trailer: Gerið svo vel.

http://www.youtube.com/watch?v=e19GnyNdC48

Helstu leikarar / Hlutverk:

 

Kinsey sjálfur með spurningalistann. Kvikmyndin byggir á sönnum atburðum.

 

Neeson nær Kinsey nokkuð vel og vann Golden Globe verðlaun fyrir túlkun sína á honum.

Liam Neeson = Alfred Kinsey (aftur merkilegt eftirnafn, miðað við myndina!). Kinsey fær gælunafnið "ProK" í myndinni, sem er stytting á Professor Kinsey. Kinsey er prófessor í líffræði sem fær litla athygli þangað til hann færir rannsóknarsvið sitt frá æxlunarferli dýra (gallvespur!) til manna.

 

x, eiginkona Kinseys.

Laura Linney = Clara McMillen, fyrrum nemandi Kinseys og síðar eiginkona. Linney var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinni í myndinni. Hún vann sambærileg Golden Globe verðlaun.

 

Pomeroy, sem síðar tók við sem forstöðumaður rannsóknarstofunarinnar.

Chris O'Donnell = Wardell Pomeroy, einn af undirmönnum Kinseys í kynlífsrannsóknunum. Sá sem leggur til að hann sofi hjá eiginkonu Kinseys.

 

Undirmenn Kinseys þurftu að spyrja mörg hundruð spurninga af fyrirfram undirbúnum spurningum.

Peter Sarsgaard = Clyde Martin, annar undirmanna Kinseys, sem safnar fyrir hann gögnum.

 

ss

Timothy Hutton = Paul Gebhard, enn einn af undirmönnum Kinseys.

 

Faðir Kinseys.

John Lithgow = Alfred Seguine Kinsey, faðir Kinseys, mjög strangtrúaður prestur og yfirmáta neikvæður maður.

 

Thurman Rice, yfirleitt sér maður Tim Curry í skemmtilegri hlutverkum.

Tim Curry = Thurman Rice, líffræðiprófessorinn sem sá um kynfræðsluna áður en Kinsey tók við. Barðist alla tíð - lengst af án árangurs - gegn Kinsey.

 

Herman Wells, rektor Indiana háskólans.

Oliver Platt = Herman Wells, ný ráðinn háskólaprófessor, sem þó stóð lengst af með Kinsey, þrátt fyrir íhaldssamt almenningsálitið.

 

Fulltrúi Rockefeller stofnunarinnar, sem lengi styrkti rannsóknir Kinseys.

Dylan Baker = Alan Gregg, í forsvari fyrir Rockefeller stofnunina, þá sem veitti rannsóknum Kinseys sterkan fjárhagslegan stuðning lengst af, en varð þó að draga í land á McCarthy tímabilinu, þegar kynlífsrannsóknum Kinseys var líkt við kommúnisma.

 

Sá sem hafði safnað saman öllum upplýsingum um eigið kynlíf.

William Sadler = Kenneth Braun ,eftirminnilegt hlutverk manns sem er klárlega kynóður og stærir sig af því að hafa átt kynmök við flesta ættingja sína og hundruð ókynþroska barna.

 

Fyrri bókin: Alfred Kinsey, 1948, Sexual Behavior in the Human Male.

Bækurnar tvær sem ullu svo miklu fjaðrafoki.

 

Seinni bókin: Alfred Kinsey, 1953, Sexual Behavior in the Female Male.

 

http://www.youtube.com/watch?v=9_x9fhfBj6Y

 

Mínútur / Lýsing:

002 = Alfred Kinsey (Liam Neeson), kallaður “Prox” er að þjálfa unga menn í að taka viðtöl (um kynlíf). Fram kemur að Kinsey átti sjálfur gott samband við móður, en ekki eins gott við strangan og neikvæðan föður.

007 = Ævisöguleg atriði inn á milli. Faðir Kinseys: Alfred Seguine Kinsey (John Lithgow) er strangtrúaður prestur og predikar mikið innan kirkjunnar sem utan.

009 = Kinsey gerir uppreisn gegn föður sínum, og ákveður að fara í háskólanám í líffræði. Fyrst í Bowden og svo framhaldsnám í Harvard, loks prófessorsstaða í Indiana. Sérfróður um gall-vespur. Þótt hann sé áhugasamur og sérfróður um þetta þrönga sérsvið líffræðinnar, þá tekst honum ekki að vekja áhuga annarra á efninu.

013 = Einn nemanda Kinseys, Clara McMilen (Laura Linney) hrífst af honum.

017 = Kinsey vill giftast henni, en hún er ekki viss. Tekur svo ákvörðun og þau giftast. Þau eru bæði óspjölluð við giftinguna. Kynlífið byrjar ekki vel.

021 = Ungu hjónin heimsækja foreldra Kinseys. Clöru finnst hann eiginlega verri faðir en Kinsey sjálfur sagði þegar hann varaði hana við.

025 = Ungu hjónin fara til sérfræðings, sem leysir málið og kynlíf þeirra skánar, verður mjög gott. Þau eignast 2 börn.

028 = Kinsey er svo ánægður með þá ráðgjöf sem hann sjálfur fékk að hann fer að ráðleggja ungu fólki sem á við kynlífsvandamál að etja. Ráðþeginn spyr hvort nokkrar vísindalegar rannsóknir hafi farið fram á kynlífi.

030 = Kinsey gefur út 2 bækur um gall-vespur, sem enginn les. Hann leggur þá til að háskólinn kenni kúrs í kynífi, en skólinn er mjög gamaldags. Kynlíf er kennt í heilbrigðisfræði og elur á alls konar fordómum, t.d. sérstaklega um skaðsemi sjálfsfróunar. Slíkur áróður var vel þekktur á þessum tíma. Sjálfsfróun er sögð valda hvorki meira né minna en geðveiki, flogaveiki og sárasótt.

040 = Kinsey áræður að kenna kynlífskúrs sjálfur - þótt hann sé þá í samkeppni við annan kennara Thurman Rice (Tim Curry) - og gengur vel. Hann byrjar að safna gögnum.

043 = Kinsey byrjar að setja saman spurningalista og fer svo út um allt, þ.á m. á hommabari til að taka viðtöl. Safnar að sér aðstoðarmönnum. Fær miklar upplýsingar um fordóma gagnvart hommum. Kinsey virðist sjálfur fordómalaus, allavega fordómalítill.

Helstu samstarfsmenn Kinseys.

 

Samstarfshópurinn í kvikmyndinni.

046 = Kinsey gistir á hóteli með Clyde Martin (Peter Sarsgaard) samstarfsmanni sínum og hringir í konuna. Þeir fara að tala saman um samkynhneigð hjá körlum. Samstarfsmaðurinn spyr hann um samkynhneigðar hvatir. Kinsey er með kenningu um að samkynhneigð sé best lýst með skala, frá 0-6, hann segist sjálfur skora 3 stig. Clyde segist líka vera "3." Hann spyr Kinsey hvort hann hafi gert eitthvað í því, og þeir kyssast og meira til. Kinsey lætur eiginkonu sýna vita af kynlífstilraunum sínum með samstarfsmanni. Hún grætur en segíst þó ekki vera hissa.

File:Kinsey Scale.svg

Mynd 15. Kinsey skalinn, einnig kallaður Heterosexual-Homosexual Rating Scale. Skalinn á að lýsa kynreynslu eða kynsvörun einstaklings á ákveðnum tíma, þar sem 0 merkir algerlega gagnkynhneigður, en 6 algerlega samkynhneigður. Einnig er hægt að fá merkinguna "X," sem vísar til "kynkulda," sem hann kallaði "no socio-sexual contacts or reactions." Alfred Kinsey, Wardell B. Pomeroy & Clyde E. Martin, 1948. Sexual Behavior in the Human Male (Philadelphia: W. B. Saunders Co.).

 

Eftirfarandi 4 töflur úr Kinsey, Pomeroy & Wardell bókinni. Þær eru alræmdar - margir vildu kæra þá félaga á grundvelli þeirra - eins og þú getur séð ef þú skoðar þær:

 

Kinsey, 1948, Tafla 31.

 

Kinsey, 1948, Tafla 32.

 

Kinsey, 1948, Tafla 33.

 

Kinsey, 1948, Tafla 34.

 

Athugasemd um töflurnar: Ef þú veltir fyrir þér yfirlýstum rannsóknaraðferðum Kinseys og félaga þá sérðu af þessum töflum (yngstu viðföngin) að þetta getur ekki verði skoðanakönnun og heldur varla löglegt.

 

050 = Hefðir og félagsleg höft, segir Kinsey, er það eina sem heldur fólki frá því að halda framhjá eða að prófa kynlíf með einstaklingi af sama kyni. Eiginkonan er þessu algerlega ósammála og vísar í ást. Í háskóla- og útvarpsfyrirlestri gengur Kinsey lengra og fullyrðir að sjálfsfróun, samkynhneigð og jafnvel kynfrávik (sexual perversions) sé ekki afbrigðilegt. Slíkt megi nefnilega finna hjá öðrum spendýrum.

056 = Heima hjá Kinsey ræða þau saman, Clyde og eiginkona Kinseys. Þar viðurkennir Clyde að hann hafi ekki lengur áhuga að kynlífi með Kinsey, eða körlum almennt. Kinsey heyrir samtal þeirra, verður sár, en sættir sig þó við þessa höfnum. En verra tekur við. Clyde gengur beint til verks og segist vilja stunda kynlíf með eiginkonu Kinseys! Hjónin verða mjög hissa, en eiginkonan nær þá að hefna sín á eiginmanninum, snýr sér að honum og segir brosandi: I think I might like that.

059 = Maður kemur frá fjársterkri stofnun, The Rockefeller Institute, og Kinsey nær að sannfæra hann og hneyksla um leið, með ákafa sínum. Rockefeller maðurinn setur eitt skilyrði: Það má ekki leggja áherslu á: Sexual oddities and perversions (kynfrávik). Auðvitað ekki segir Kinsey: I am just a taxanomist (flokkunarfræðingur).

062 = Með ríflegum styrk frá Rockefeller stofnuninni tekst Kinsey að safna miklum gögnum um almenna kynhegðun Bandaríkjamanna. Hann ferðast um allt landið og safnar gögnum, en þegar hann fær ekki næga skjólstæðinga, þá fer hann í fangelsin og fær marga þar til að svara. Þetta atriði kemur þó ekki fram í myndinni.

067 = Kinsey er mjög upptekinn að vinna úr gögnunum og halda öllum starfsmönnum við efnið. Hann vanrækir fjölskylduna.

068 = Kinsey missir móður sína, en við jarðarförina er faðir hans mjög neikvæður. Án þess að verða reiður þá spyr sonurinn aftur á móti hvort hann vilji svara spurningarlistanum. Öllum á óvart segir hann já! Kinsey spyr föður sinn hve oft hann hafi fróað sér í æsku. Pabbinn segir aldrei, en segist svo vilja svara rétt og segir það hafa verið þrálátt ástand, en þar sem foreldrar hans töldu sjálfsfróun sjúkdóm, fékk hann ól sem kom í veg fyrir að hann gæti snerti kynfæri sín, n.k. "skýrlífsbelti" gegn sjálfsfróun. Þetta gerðist þegar hann var 10 ára. Pabbinn segir þetta hafa verið grófa aðferð, en bætir við: "ég læknaðist." Sonurinn verður greinilega hrærður.

072 = Kinsey gefur út fyrstu kynlífsbókina. Fyrri bókin: Alfred Kinsey, 1948, Sexual Behavior in the Human Male. Háskólinn hefur áhyggjur efninu, en telur að enginn muni taka eftir henni, en bókin er eins og kjarnorkusprengja. Kinsey verður heimsfrægur og á forsíðu allra blaða. Kinsey tilkynnir blaðamönnum að næsta bók verði um kynlíf kvenna. En hann snýr sér að blaðamönnunum og bætir við: Ef þið viljið gera gagn skuluð þið skoða kynferðisafbrotalögin. Flestir kynferðisafbrotamenn í fangelsi hafa ekkert í sögu sinni sem er frábrugðið því sem almenningur gerir. Þeirra eini glæpur var að hafa ekki efni á lögmanni. Það er óréttlátt... Synd allra er einskis synd og gæpur allra er enginn glæpur. Eiginkonan horfir áhyggjufull á.

 

Kinsey varð svo frægur að komast á forsíðu Time.

076 = Rockefeller stofnunin verður hrædd við athyglina og nýjustu rannsóknaraðferðir Kinseys. Hann hefur heyrt að nú sé Kinsey farinn að rannsaka konur og ekki bara með spurningarlistum, heldur líka með rannsóknaraðferðinni: Skoðun/athugun (þ.e. ekki bara með spurningarlistum). Kinsey játar og segir að konur - sjálfboðaliðar - komi á stofnunina og leyfi mönnum Kinseys að fylgjast með þegar þær stunda kynlíf sjálfar, með öðrum og jafnvel með starfsmönnum Kinseys. Og til að bæta gráu ofan á svart, þá tekur Kinsey þetta upp á myndband. Þetta er allt staðfest með dæmum - sem er ný frétt, þar sem lengi vel var talið að Kinsey hafi bara fengið upplýsingar með spurningarlistum - því er raunar alls staðar haldið fram í kennslubókum og bent á að það hafi aðeins verið með Masters og Johnson hjónunum - mörgum árum síðar - að slíkar rannsóknri (með Skoðun/athugun aðferðinni) að slíkt var gert.

 

William og Masters2

 

Rannsóknarhópur Masters og Johnson gerðu mjög nákvæmar rannsóknir á kynsvörun karla og kvenna á árunum 1957 og áfram, í beinu framhaldi af Kinsey. Kinsey var brautryðjandi, en þeirra rannsóknir voru ekki gerðar með spurningarlistum, heldur svokallaðri Skoðun/Athugun aðferðinni, þ.e. með því að rannsaka fólk á meðan það stundaði kynlíf. Þau rannsökuðu þannig yfir 300 karla og konur. Þekktustu blkur þeirra eru:

Masters & Johnson. 1966. Human Sexual Response, og

Masters & Johnson. 1978. Human Sexual Inadequacy.

Því hefur lengi verið haldið fram að Kinsey hafi byrjað kynlífsrannsóknir með Skoðanakönnunaraðferðinni og að Masters & Johnson hafi gengið lengra með Skoðun / Athugun aðferðinni. Eins og fram kemur á eftir, þá er þetta ekki allskostar rétt.

 

Masters and Johnson.

 

080 = Þrátt fyrir þetta tilkynnir Rockefeller stofnunin að hún styðji Kinsey áfram, á næsta ári fái hann 40 þúsund dollara á ári, sem er stærsti styrkur sem stofnunin hefur veitt til þessa. Kinsey er enn óánægður með "aðeins" 9300 svarendur. Hann vill nú þrefalda þá tölu og bæta svo við sambærilegum tölum fyrir konur.

082 = Loks nær Kinsey tali af manni - Kenneth Braun (William Sadler) - sem er stoltur af kynlífsreynslu sinni. Hann segist vera líkur Kinsey, skrái líka hjá sér alla kynreynslu sína. Hann sýnir Kinsey og samstarfsmannni heila bók, útfyllta af alls konar staðreyndum um kynlíf sitt, allt fá því hve oft hann hefur fengið fullnægingu, til þeirra staðreyndar hve "langt" sæði hans nái við hverja fullnægingu. Hann vill gefa Kinsey bókina í vísindaskyni. Hann segist líka vera með sér hæfileika, hann geti orðið kynæstur og fengið fullnægingu á aðeins 10 sekúndum: Þeir trúa honum eðlilega ekki, en þá sannar hann það einfaldlega fyrir þeim á staðnum, vola!

083 = Svo hefst upptalningin. Kenneth segist fyrst hafa stundað kynlíf með ömmu sinni þegar hann var 10 ára, síðan með föður sínum árið síðar. Af 33 fjölskyldumeðlimum segir Kenneth stoltur að hann hafi átt kynmök með 17 þeirra. Kynfæri mitt, segir hann stoltur, er 20,9 sentimetrar að lengd og 7,11 sentimetrar í þvermál í fullri reisn. Svona heldur hann áfram og les úr bók sinni, segist hafa átt kynmök við dýr af 22 tegundum, 9412 manneskjur, þar af 605 ókynþroska karlmönnum (drengjum) og 231 ókynþrosku konum (stúlkum). Eftir þessa viðbjóðslega yfirlýsingu, sem Kenneth segir stoltur frá, verður Clyde klárlega hneykslaður og neitar að halda áfram. Kinsey, aftur á móti, tekur þessu öllu mjög "vísindalega" og heldur áfram.

086 = Tollurinn stoppar sendingar til Kinseys erlendis frá á alls konar klámi, því Kinsey er líka að koma sér upp kynlífssafni. Kinsey fer í mál við tollinn, sem kostar hann mikla peninga. Hann neitar líka að gefa Hoover, formanni FBI, upplýsingar um samkynhneigð í utanríkisráðuneytinu! Hoover (sem sjálfur var umdeildur maður með kynlífi sínu, líklega bæði samkynhneigð og klæðskiptahneigð) er nú byrjaður að safna gögnum um Kinsey sjálfan. Samstarfsmenn Kinseys eru líka orðnir reiðir, afbrýðisamir, vegna þess að þeir blönduðu eigin kynlífi inn í rannsóknirnar. Þeir sem styrkja Kinsey, sérstaklega Rockefeller stofnunin er orðin viðkvæm fyrir gagnrýni.

091 = Kinsey berst áfram, vinnur allt of mikið og fellur niður í miðjum fyrirlestri. Hann er orðinn veikur.

09x = Myndin endar á því að þau hjónin fara út í skóg og tala þar hjartnæmt um eitthvað tré. Það á líklega að tákna eitthvað.

118 = THE END.

 

10 spurning - svara á netinu:

  1. Hvað heita þær 2 bækur sem Alfred Kinsey er frægur fyrir (titill og ártöl)?
  2. Hvaða rannsóknaraðferð sálfræðinnar gerði Kinsey heimsfrægan? 1. Tilraun, 2. Vettvangs-athugun, 3. Einsögur, 4. Kannanir, 4. Fylgnirannsóknir? Útskýrðu.
  3. Hjón eru í dag þekkt (svo þekkt að kominn er sjónvarpsþáttur um þau) fyrir annars konar rannsóknir á kynlífi. Hver eru þau og hvað heitir framhaldsþátturinn um þau?
  4. Hver er aftur á móti rannsóknaraðferð þeirra (spurning 5)?
  5. Við sáum í myndinni að Kinsey stundaði í raun líka þá aðferð sem hjónin eru frægust fyrir. Hann gerði það með óvenjulegum hætti og fékk á sig töluverða gagnrýni þegar líða tók á ferillinn. Hvers vegna?
  6. Hver er munurinn á Kinsey og aðstoðarmanni hans Pomeroy (leikinn af skandinavanum Peter Sarsgaard), þegar sá síðarnefndi yfirgefur viðtalið þegar gamli perrinn er svo stoltur að segja frá “afrekum” sínum?
  7. Hvaða gagn gerði Alfred Kinsey í raun og veru með bókum sínum?
  8. Skoðaðu vel Mynd 15. Hvers konar afstöðu tekur Kinsey með þessu til samkynhneigðar?
  9. Skoðaðu vel skönnuðu töflunar 4 (Myndir 16-19) úr Sexual Behavior in the Human Male bókinni. Hvað er gagnrýnivert við þetta?
  10. Hvert er þitt persónulega álit á myndinni? Útskýrðu svar þitt stuttlega.