Námsefni

GEÐROF

Geðrof er erfitt orð. Það er þýðing á "psychosis“, þ.e. það að missa raunveruleikatengsl, hver svo sem ástæðan er. Geðrof er ekki geðsjúkdómur, ekki geðrænt vandamál ekki geðröskun, heldur það sem er sameiginlegt öllum þeim sem eru með eitthvað alvrlegt geðrænt vandamál. Ólík geðræn vandamál eiga það sem samt sameiginlegt að þegar þau eru í hámarki þá getur það valdið því að einstaklingur missir sig alveg, missir raunveruleikatengsl. Geðrof hefur verið skilgreint á ýmsa vegu. Hér kemur ein þeirra:

Geðrof á sér stað í hvert sinn sem einstaklingur er haldinn:

  1. Ranghugmyndum og ofskynjunum, án nokkurs innsæis í sjúkleika þeirra,

  2. ranghugmyndum og ofskynjunum, án þess að gera sér nokkra grein fyrir því að ofskynjanirnar eru sjúklegar,

  3. ofangreindu ásamt jákvæðum einkennum (svokölluðum), þ.e. skipulagslausu tali, skipulagslausri hegðun eða stjarfa.

Loks er til mikið notuð skilgreining sem fræðimenn viðurkenna í dag sem allt of víða:

4. Hverri þeirri geðröskun sem veldur verulegri truflun á þeim hæfileika til að mæta kröfum eðlilegs daglegs lífs.

Travis Bickle í upphafi myndarinnar, Taxi Driver.
Þegar líða tekur á myndina TaxiDriver þá lítur Travis Bickle svona út.

T.d. er ekki ljóst í Taxi Driver hvað amar að Travis Bickle. Þó er ljóst að hann er smám saman að missa raunveruleikatengsl. Líklega er hann haldinn geðklofa, en allavega þá er hann kominn á stig Geðrofs í uppgjörsatriði myndarinnar, þegar hann kaupir byssur, klippir sig og klæðir eins og hermaður, og virðist ákveðinn í því að drepa, fyrst forsetaframbjóðandann og svo, þegar það tekst ekki, melludólgana.