Orphan

Titill: Orphan.

Orphan kápan.

 

Útgáfuár: 2009.

 

Útgáfufyrirtæki: Dark Castle Entertainment.

 

Dreyfingaraðili: Warner Bros. Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Joel Silver, Susan Downey, Leonardo DiCaprio, Jennifer Davisson & Killoran.

 

Lengd: 123 mín.

 

Stjörnur: 7,0* (Imdb) og 5,5 + 6,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Jaume Collet-Serra (Spánn, 1974- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: House of Wax (2005),  Goal II: Living the Dream (2007), Unknown (2011), Non-Stop (2014), Run All Night (2015) & 1 Chisper (2015).

 

Handrit: David Johnson & Alex Mace, eftir sögu þess síðarnefnda.

 

Tónlist: John Ottman.

 

Kvikmyndataka: Jeff Cutter.

 

Klipping: Timothy Alverson.

 

Kostnaður/tekjur: 20.000.000$/78.300.011$.

 

Slagorð: I don't think mummy likes me very much.

 

Trailer: Gerið svo vel.

https://www.youtube.com/watch?v=2ywOPNNii9w

 

Leikarar/Hlutverk:

Coleman.

Vera Farmiga = Kate Coleman. Eiginkonan.

 

Coleman.

Peter Sarsgaard = John Coleman. Eiginmaðurinn.

 

Esther.

Isabelle Fuhrman = Esther! Lítil og saklaus stúlka.

 

Nunnan Abigail.

CCH Pounder = Nunnan Abigail.

 

Danny .

Jimmy Bennett = Daniel "Danny" Coleman.

 

Dr. Browning.

Margo Martindale = Dr. Browning, geðlæknir.

 

Dr. Varava.

Karel Roden = Dr. Värava, geðlæknir frá Eistlandi sem hringir í Kate og segir henni alla söguna um Esther.

 

Litla

Aryana Engineer = Maxine "Max" Coleman.

 

Rosemary Dunsmore = Barbara Coleman.

Genelle Williams = Sister Judith.

Lorry Aeyers = Joyce.

Brendan Wall = Rannsóknarlögreglumaður.

Jamie Young = Brenda.

Landon Norris = Austin.

 

Mínúturnar:

001 = Ólétt móðir, Kate Coleman (Vera Farmiga), tveggja barna kemur á fæðingardeildina og er við það að eiga barn. Eitthvað fer þó úrskeiðis og hún missir barnið.

006 = Móðir að keyra með dóttur Maxine "Max" Coleman (Aryana Engineer), nærri búin að keyra yfir gatnamótin á trukk.

008 = Móðir reynir að semja tónlist, en dóttirin truflar hana með leik sínum. Þær fara að lesa bók saman og dóttirin tekur af sér heyrnartækin, er nærri alveg heyrnarlaus. Móðirin segir henni sögur á táknmáli.

012 = Hjónin heimsækja munaðarleysingjahæli og heillast strax að lítilli stúlku, Esther (Isabelle Fuhrman), sem er að mála málverk. Pabbinn, John Coleman (Peter Sarsgaard), fer að tala við hana og þau ná vel saman. Hjónin ákveða að ættleiða hana.

019 = Þremur vikum seinna er stúlkan komin inn á heimilið og er kynnt fyrir tveimur nýjum systkinum sínum.

021 = Í heimilisveislu sést að sonurinn Daniel "Danny" Coleman (Jimmy Bennett), er ekki alveg ánægður með nýja systur sína. Hann sér að pabbinn veitir henni mun meiri áhuga en honum og fer reiður út.

025 = Esther vaknar um nóttu vegna þrumuveðurs og kemur með systur sína upp í rúm foreldranna.

026 = Esther mætir í kjól um morguninn og vill fara þannig í skólann. Einhver ástæða er fyrir því að hún klæðir sig vel, t.d. bæði framhaldleggi og háls. Við tökum líka eftir að Kate, nýja móðir hennar, má ekki sjá hana klæða sig. Hún er nýr nemandi og henni er strítt.

027 = Esther er að leika úti með systur sinni og móðir verður brjálæð þegar hún sér þær hlaupa yfir klaka. Það hefur greinilega eitthvað gerst þar (slys?).

029 = Sonurinn er að skjóta tindáta úr litabyssu og sér þá dúfu. Hann skýtur hana en áttar sig ekki á því að hún þolir ekki svona skot. Esther kemur og segir honum að drepa dýrið. Hann getur það ekki svo hún lemur dýrið til dauða með stóru grjóti.

031 = Móðir er að taka til inni hjá Esther á meðan hún er í skólanum og finnur bók inn í skúffu. Þar er mynd af manni, hún setur bókina til baka.

033 = Esther er í skólanum og krakkarnir fara að stríða henni. Ein þeirra sér að Esther er með biblíu í skólanum og þegar þær slást um hana dettur bókin í gólfið. Esther öskrar þá eins og brjálæðingur.

038 = John er með Esther á róluvellinum. Þá kemur nágrannakona sem hálf-reynir við hann (áttu þau fyrra samband?). Esther tekur eftir þessu og hrellir dóttur konunnar á róluvellinum, hendir henni niður af rennibrautini og hún fótbrotnar.

041 = Foreldrar ræða málið við Esther og segja að yngri systir hennar hafa sagt að Esther hafi hrynt henni, en hún dregur það svo til baka og segir hana hafa dottið.

043 = Við matarborðið reiðist Danny nýju systur sinni og spyr af hverju ekki megi senda hana aftur á hælið. She is not my focking sister, segir hann.

045 = Coleman hjónin rífast og í ljós kemur að á meðan eiginkonan var veik (þunglynd vegna drukknunar barns?), þá hélt John fram hjá henni.

046 = Abigail nunna (CCH Pounder), sem starfar á munaðarleysingjahælinu sem Esther kom frá, kemur í heimsókn og segir að Esther gæti verið hættuleg, þar sem að hún sé búin að skoða sögu hennar. Hún hafi verið nálægt nokkrum vafasömum atburðum, þar á meðal bruna, barn sem datt á skæri og fleira. Esther var í öllum tilvikum nálægt, en ekkert er sannað. Nunnan vill rannsaka þetta nánar.

050 = Esther biður yngri systur sína um aðstoð og vill fara með hana í rússneska rúllettu, en svo læðast þær út þegar nunnan keyrir í burtu. Esther hendir systur sinni fyrir bílinn og nunnan rétt sleppur við að keyra yfir hana. Nunnan fer út úr bílnum að huga að litlu stelpunni, en þá kemur Esther aftan að henni og lemur hana með hamri. Þær henda nunnunni út í skóg, þar sem Esther lemur hana áfram til dauða. Hún lætur systur sína sjá allt og síðan hjálpa sér.

056 = Danny bróðirinn sér seinasta hlutann af þessu. Um nóttina ógnar Esther bróður sínum með hníf, sem pissar í sig af hræðslu.

058 = Coleman hjónin fara með Esther til Dr. Browning (Margo Martindale) geðlæknis eiginkonunnar. Geðlæknirinn sér ekkert að Esther, en segir að móðirin eigi við vandamál að stríða. Hún var drykkjusjúklingur áður og þunglynd eftir að hún missti barn í fæðingu.

060 = Lögreglan kemur og tilkynnir Coleman hjónunum að nunnan Abigail hafi verið myrt á hrottafenginn máta út í skógi nálægt heimili þeirra.

061 = Kate fer að skoða netið um hegðunarraskanir barna, hún flettir upp á antisocial personality disorder, borderline personality disorder (Kannist þið við þetta?) og "children who kill." Þau hafa yfirborðskenndan sjarma og fleira til...

065 = John sleppir Esther við tannlæknatíma og þau fara að teikna saman. Á meðan spyr Kate hin börnin sín að því hvort Esther hafi ógnað þeim eða meitt. Þau neita bæði. Á meðan leggur John til að Esther finni leið til að gleðja móður sína.

067 = Esther færir móður sinni blóm, en hún fríkar út þar sem hvítar rósir minna hana bara á barnið sem hún missti - vissi Esther þetta fyrir?

070 = Esther fer inn í geymslu og brýtur á sér hendina (eftir að móðir hennar hefur gripið í hendina á henni). Svo um nóttina kallar hún á pabba og segir hendina "enn" meiða sig. John fer með hana á spítala. John er viss að Kate hafi handleggsbrotið hana og lætur hana sofa annars staðar. Kate bregst við með því að drekka sig fulla, eins og hún gerði greinilega fyrr - en hættir þó.

072 = Á leiðinni í skólann lætur Esther bílinn renna af stað með yngri systurina eina í bílnum. Hann rennur niður alla götuna, en stelpan skaðast sem betur fer ekki.

075 = Á fundi með geðlækninum þá setur John konu sinni afarkosti, annars yfirgefi hann hana og taki börnin með sér.

080 = Kate nær sambandi við stofnun í Eistlandi. Stofnunin er ekki munaðaleysingjahæli heldur geðspítali fyrir börn.

081 = Danny finnur sönnunargögn um morðið á Abigail í tréhúsi sínu, en Esther segir yngri systur sína vera morðingjann og svo kveikir hún í öllu. Danny stekkur niður úr tréhúsinu til að forðast eldinn og rotast, en þegar Esther ætlar að ganga frá honum með sama blóðuga grjótinu og hún drap dúfuna með, þá stoppar Max litla hana.

085 = Á spítalanum kemur í ljós að Danny muni lifa, en hann er illa slasaður. Hjónin rífast enn og Kate er nú fullviss um sekt Estherar, en pabbinn hikar enn þótt nokkuð ljóst sé að kveikt hafi verið í.

088 = Á spítalanum reynir Esther að kæfa Danny bróður sinn, en Max reynir að vara foreldrana við. Kate er viss um að Esther sé sek og lemur ættleidda dóttur sína. Hún (Kate) er svæfð.

090 = Faðirinn fer með Max og Esther heim, en Kate er áfram á spítalanum með syni sínum sem lifði af tilraunir Estherar til að kæfa hann.

092 = Um kvöldið klæðir Esther sig upp (eins og fullorðin kona) og færir pabba sínum osta. Hún er stríðsmáluð eins og fullorðin kona og virðist halda að hún geti orðið eiginkona Johns.

095 = Geðlæknir Dr. Värava (Karel Roden) hringir frá Eistlandi og segir að Esther sé hvorki meira né minna en 33 ára! Hún sé með sjaldgæfan sjúkdóm: hypothiroidism, sem er sjaldgæfur hormónasjúkdómur, sem stöðvi áfamhaldandi vöxt. Esther virðist bara vera 9 ára, þótt hún sé í raun mun eldri. Hún heitir í raun Leena Clammer og er í raun fullorðin. Hún hafi drepið heila fjölskyldu og kveikt í húsi. Hún sé mjög hættuleg.

Hér kemur fram hver Esther raunverulega er:

https://www.youtube.com/watch?v=6rbCFTUN61c

Samantekt þess sem dr. Värava frá Saren Institute segir:

  1. Sjaldgæfur hormóna sjúkdómur.
  2. Kallaður hypobetwism?? Hypothyroidism - vanvöxtur skjaldkirtils (thyroid).
  3. Orsakar dvergvöxt að hluta (proportional dwarfism). Disproportional dwarfism er það þegar bara ákveðinn hluti líkamans er hlutfallslega of lítill.
  4. Most violent patient.
  5. Skaðaði sig á höndum og háls.
  6. Hættuleg og ofbeldishneigð.
  7. Þykist vera 9 ára.
  8. Drap föður og svo alla fjölskylduna með því að brenna þau inni.

100 = John fer inn í herbergi Estherar og sér þá allar myndirnar sem hún hefur teiknað. Þar kemur í ljós að hún telur sig eiga að vera ástkonu hans, en ekki dóttur. Á sama tíma keyrir Kate á fullu heim frá spítalanum og reynir stöðugt að hringja heim.

103 = Kate er nú fullviss um að Esther muni gera það sama við John og Maxine litlu (drepa og kveikja í) og keyrir eins og brjálæðingur af stað heim frá spítalanum. Veðrið er vont og hún er lengi á leiðinni. Hún hringir í lögregluna, sem er líka á leiðinni, en hún verður á undan þeim.

105 = Kate nær heim, en er að hálfu leyti of sein því að John hefur áttað sig á stöðu Estherer og kemur til hennar. Hún ræðst á hann og stingur hann endurtekið til dauða. Hún nær í byssu og ætlar að skjóta Max litlu, en hún flýr um húsið. Á sama tíma kemur Kate og mikill eltingaleikur hefst, fyrst um húsið og loks út í polli, sem enn er frosinn.

110 = Eftir slagsmál á klakanum brotnar hann og Esther og Kate detta út í kalt vatnið. Þar slást þær, en á endanum vinnur mamman og kemur sér upp úr um það bil þegar lögreglan er loks mætt á staðinn.

126 = THE END:

Net-verkefni:

  1. Þessi kvikmynd er ekki sérlega góð - of mikill hasar og hrollvekjustíll á henni. En myndin hefur þó góða kosti fyrir okkur, ekki sýst þann að minna á nánast allar myndirnar sem við höfum séð til þessa. Byrjum á kynröskunum. Koma þær fyrir í þessari mynd? Hvernig?
  2. Persónuleiki Estherar og lokaatriðið minna sérstaklega vel á eina af fyrri myndum okkar. Hvaða mynd er það og hver er samlíkingin?
  3. Þegar Kate er að reyna að greina hvað er að Esther þá fer hún á netið og finnur nokkur nöfn. Það gefur okkur vísbendingu. Hvaða myndir höfum við nú þegar séð um þessar raskanir (sjá mínútu 061)? Er Esther með þessar raskanir - og hverja þá helsta?
  4. Hvað er líkt með þessari mynd og The Gift?
  5. Hvað er líkt með þessari mynd og Efnamisnotkunarmyndum okkar: Requiem for a Dream og Flight?
  6. Mundu svo að skrifa þitt persónulega álit á myndinni.

MUNDU AÐ SVARA ALLTAF RAFRÆNT Í SEINASTA LAGI ÁÐUR EN NÆSTA MYND VERÐUR TEKIN FYRIR.